Morgunblaðið - 21.03.1956, Side 9
Miðvikudagur 21. marz 1956
MORGUTSBLAÐIÐ
9
Forðum þjóðinni frá bráðri ógæfu
cg tryggjum áframhaldandi framfarir
Hæða Bjaraa Beœsdikissoacr rdikerra á ijöimennam hinði
í failtrnaráði Sjálisiæðisíélaganna í gærkvöldi
¥¥IN FÁMENNA íslenzka þjóð þolir ekki allan þann glund-
¥¥ roða, ófarnað og sundurlyndi, sem hér er stefnt til.
Þannig komst Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra m. a.
að orði í ágætri ræðu, sem hann flutti á fundi fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna í gærkvöldi. Lauk hann máli sínu með
þessum orðum: |
„Þess vegna munu æ fleiri og fleiri kjósendur ákveða að
ganga í sterkasta bandalagið, það bandalag, sem eitt megnar
að forða þjóðinni frá bráðri ógæfu og tryggja áframhald-
andi framfarir, bandalag kjósenda úr öllum flokkum við
Sjálfstæðisflokkinn. Styrkleiki þess mun koma mörgum á
óvart þegar talið verður upp úr atkvæðakössunum á vori
komanda.“ 1
Ræðu dómsmálaráðherrans var frábærlega vel tekið af
fundarmönnum. Var fundurinn svo vel sóttur að hvert sæti
var skipað og fjöldi fulltrúa varð að standa, og var vakandi
áhugi á því málefni, sem rætt var.
Ræða Bjarna Benediktssonar fer hér á eftir í heild:
FRAMSOKN SITUR
„Um þessar mundir spyrja
ýmsir, hvort ríkisstjórnin sé bú-
in að segja af sér og hvenær það
muni verða. Því er skemmst til að
svara, að Framsóknarflokkurinn,
sem segist ætla að slíta stjórnar-
samvinnunni, hefur enn viku eft-
ir ákvörðun sína ekkert tilkynnt
Sjálfstæðismönnum um hana. Né
er heldur vitað, að hann hafi
neina tilburði um að koma á
nýrri stjórn, sem ætla mætti að
hann hefði haft á takteínum, svo
mikið sem yfirlætið var í lok
flokksþingsins.
Svo sem á stendur er eðli-
legt að Sjálfstæðismenn bíði
og sjái hvað setur. En hvað
sem um rikisstjórn verður í
bili, eru atburðir síðustu viku
líklegir til að verða lengi eft-
irminnilegir í íslenzkum stjórn
málum.
MÁTTI VIÐ ÞVÍ BÚAST
Samþykkt flokksþings Fram-
sóknar um að slita núverandi
stj órnarsamstarfi, er þó ein út af
fyrir sig ekki annað en það, sem
við mátti búast af þeim flokki.
Atferli hennar í garð samstarfs-
flokka hennar hefur ætíð verið
þessu lík og var naumast að
vænta hegðunarbetrunar að
þessu sinni, svo að ekki sé á hug-
arfarið minnzt.
Hitt er einstakara, að nú hafa
Framsóknarmenn neyðzt til að
játa, að innan ríkisstjórnarinnar
hefur ekki orðið ágreiningur um
eitt einasta mál, sem samvinnu-
slitum gæti valdið.
Formaður Framsóknar drap
raunar á það sem merki um djúp-
tækan ágreining, að Sjálfstæðis-
menn hefðu ekki fengizt til þess
að veita samviiuiufélögunum
leyfi til innflutnings skipa eða
húsa „nema sérhagsmunamenn
fengju hliðstæð leyfi eða stærri“.
Já, vist má segja, að vonzka okk-
ar sé mikil að fallast ekki á að
b’anna t.d. Eimskipafélagi íslands
skipakaup, en leyfa S.Í.S. umyrða
lgust einu að auka flota sinn, eða
að banna öllum einstaklingum
atvinnuhúsabyggingar og heimila
þær eingöngu S.f.S.
Fyrir almenning er hollt að fá
fyrirfram þessa vitneskju um, á
hverju menn eiga von, ef vinstri
stjórnin kemst á.
BREYTINGAR Á ÍSHÚSI
Út yfir tekur þó, að dómi for-
mannsins, sú fúlmennska okkar,
að borgarstjórinn í Reykjavík
skuli ekki hafa svarað sjö eða
átta bréfum þeirra félaga um
breytingu á gömlu íshúsi við
Tjörnina, er Framsóknarmenn
langar til að gera að flokksheim-
ili sínu. Þess þarf naumast að
geta, að ríkisstjórnin ræður engu
um þetta mái, og að á það hefur
aldrei verið minnzt við okkur
hina af Framsóknarmönnum i
stjórninni, svo að ég muni.
Þar hefur því til einskis ágrein-
ings um þetta stórmál komið,
xremur en hitt, sem raunar skipt-
ir dálítið meira máli: Hvernig
skuli bregðast við erfiðleikum
atvinnuveganna, sem stafa af upp
iausnarstarfi kommúnista. Fram-
sóknarmenn hafa beint lýst yfir
því, að innan ríkisstjórnarinnar
hafi ekkert missætti orðið út af
því meginmáli. Þeir hafa og
vendilega þagað um sérhugmynd
ir sínar til lausnar þeim málum
í öllum umræðum í almanna
áheyrn, bæði á flokksþinginu og
annars staðar.
Á AÐ ÞJARMA AÐ
SJÁLFSTÆÐISMÖNNUM
Gísli Guðmundsson upplýsti
það eitt um efni þessara duldu
ráðagerða, að þar sem með þeim
ætti að þjarma að Sjálfstæðis-
mönnum, hefði ekki þýtt að ræða
þær við þá. En ef um málefnaleg-
ar tillögur er að ræða, hví í ósköp
unum að bera þær þá ekki fram,
reyna hvort samkomulag næst,
en ella láta stjórnina klofna á
þeim, í stað þess vandræðafálms,
sem menn þurfa nú að horfa
upp á?
Af öllu því skrafi verður ekki
annað skilið en, að hinni óeigin-
gjörnu sál Hermanns Jónassonar
hafi svo ofboðið sérhyggja okkar
Sjálfstæðismanna, að verulega
yrði að tugta okkur til. Með því
móti mundu þeir, er hafa „for-
ystu verkalýðsins“ sjá „að rétt-
lætinu væri fullnægt“, og að
„Framsóknarflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn hafa enga
minnstu tilhneigingu til þess að
taka tillit til neins annars en að
stjórnað sé i samræmi við hags-
muni hins vinnandi fólks og sé
séð um það til fullnustu að það
beri eins mikið úr býtum og at-
vinnuvegirnir geta frekast veitt“.
„RÉTTLÆTINU
FULLNÆGT“ ^
Fjarri sé mér að bera hinum
heiðarlega Hermanni á brýn slíka
sérhyggju, sem hann sakar alla
Sjálfstæðismenn um. Ég efast og
ekki um, að hann mæli af heilum
hug, þegar hann telur „réttlætinu
fullnægt“ með valdatöku þessara
tveggja flokka og þar með for-
sætisráðherradómi sjálfs hans.
Um álit þeirra, er Hermann telur
hafa „forystu verkalýðsins", á
fullnægingu réttlætisins með
valdatöku Hermanns skal ég ekki
segja.
DÓMUR VERKALÝÐSINS
Hitt fullyrði ég, að fyrir
liggi dómur verkalýðsins
sjálfs um það, hvernig Fram-
sóknarflokknum og Alþýðu-
flokknum tekst að stjórna í
samræmi við hagsmuni hins
vinnandi fólks. Sá dómur var
kveðinn upp fyrir 19 árum, í
kosningunum 1937. Fylgistap
Alþýðuflokksins og vöxtur
kommúnistaflokksins annars
vegar og stórauiáð íylgi Sjálf-
stæðismanna í Keykjavik hins
vcgar, sagði alis-endis skýrt
til um óoeit verkalýðsins á
hörrnungarstjórn Hermanns,
Eysleins og Haralds þá. —
Trui því, hver sem trúa
vill, að stjórn þeirra verði
nu tuuugu árum siðar úr-
ræðabetri eða þjóðinni til
meiri gæfu en þá reyndist.
Um endurkomu einokunar-
herranna íyrir tæpum tvö
hundruð árum kvað Eggert
Olafsson:
Aftur gengin Grýla
gægist ylir mar
CKki vaið hun börnunum
betri en hún var.
HEIÐARLEGI HERMANN
Svo mun enn reynast, ef hin-
um neiðanega og serhyggjulausa
Hermanni teKst að gera draum-
sjón sína að veruleika. Um hug-
arástand sjálfs hans er það ein-
kennandi, að meðan aðrir sjá,
þrátt fyrir margt er miður fer,
fyrst og fremst „gróandi þjóðlíf
með þverrandi tár“ á landi hér,
þá hyggur Hermann sig staddan
á „eyðimerkur-göngu“. Á þeirri
göngu leggst það eflaust þungt á
hann, ef til þess þyrfti að koma
að leggja enn á ný á skjólstæð-
inga sína að taka upp hið sama
starf og þegar þeir sátu yfir hlut
annarra í öllum uphugsanlegum
nefndum og höfðu það starf að
veita þeim er sjálfum þeim þókn-
aðist leyfi, „sem vel hefði mátt út
hluta til annarra“, eins og ein-
hver þeirra komst að orði við
þann, er hann taldi ekki sýna
nóg þakklæti fyrir leyfisveiting-
una.
Áhyggjurnar yfir því að þurfa
þannig að veita vildarmönnum
sínum margra peningavirði eftir
eigin vali, hlýtur að leggjast með
ofurþunga á svo sérhyggjulausa
menn sem lærisveina Hermanns
Jónassonar. Og eflaust eykur það
á angurværðina hjá hinni heiðar-
legu hjörð, að með þessu er alveg
brotin stefna Framsóknarflokks-
ins eins og Tíminn lýsti henni
18. des 1953:
FRELSIÐ OG
SAMVINNUFÉLÖGIN
„Það er stefna Framsóknar-
flokksins að létta hömlum af
verzluninni. Frjáls verzlun er al-
menningi hagstæðust, því að þá
geta samvinnufélögin óhindruð
útvegað mönnum vörur við sann-
virði og opinbert eftjrlit með
verðlagi er þá óþarft“.
SKÝRING Á STEFNU-
BREYTINGU
Það skyldi þó aldrei vera ein
skýringin á stefnubreytingu
Framsóknar nú, að Samvinnufé-
lögin hafa ekki staðið sig eins vel
í samkeppninni og vonir stóðu
til? Þess vegna sé nú skyndilega
söðlað um, frelsið og samkeppn-
in talin hin háskalegasta sér-
hyggja en höft, bönn, skömmtun,
ráð og nefndir óbrigðult vitni
heiðarleika og umhyggju fyrir
annarra hsy?
Um ár'æðurnar fvrir sinna-
skiptum F-r'msóknar nú má ann-
ars lengi ræða og verður eflaust
margt talað frarn að kosningum.
FÆR EKKI STAÐIZT
Eitt er víst, að sá fyrirsláttur,
að með atkvæðaverzluninni við
Alþýðuflokkinn sé verið að efla
verkalýðinn til valda fær ekki
staðizt. Gott samstarf við verka-
lýðinn er sannarlega eftii-sóknar-
, vert. En atkvæðabrask Alþýðu-
Bjarni Benediktsson,
menntamálaráðherra.
flokksins og Framsóknarflokks-
ins hefur enga úrslita-þýðingu
í þeim efnum. Til þess að fá fylgi
meiri hluta verkalýðsins þurfa
þessir flokkar annað hvort að
semja við Sjálfstæðisflokkinn
eða kommúnista. Einir eru þeir
gersamlega máttlausir í verka-
lýðshreyfingunni. Það er óhjá-
kvæmileg staðreynd, sem með
engu móti verður umflúin.
Hitt er svo enn annað mál, hver
stoð er yfirleitt í Alþýðuflokkn-
um eins og sakir standa. En vissu
lega ber það ekki miklum styrk-
leika vitni, að flokkurinn skuli
ekki enn hafa mannað sig til að
víkja Hannibal á braut, jafnvel
viku eftir að hann hefur beitt sér
opinberlega fyrir stofnun annars
flokks.
LEIDDIR í VILLU
Þegar flokksþing Framsóknar
tók ákvörðun sína um samvinnu-
slitin vúð Sjálfstæðismenn, var
fulltrúunum þó talin trú um, að
atkvæðabraskið mvndi nægja til
að tryggja landinu örugga stjórn
á næstu árum. Ýmsum þótti þetta
þó allt býsna veikt og þess vegna
var spurt um það oftar en einu
sinni, hvort víst vseri, að Alþýðu-
flokkurinn mundi þá standa að
þessu samstarfi heill og óskipturj
því að slíkt væri óhjákvæmilegt
lágmark. Hvort sem nokkur fyrir
vari var í svörunum eða ekki,
skildu menn þau svo, að á því
væri enginn vafi, að allir þing-
menn flokksins væru með í kaup-
unum.
En strax í þinglokin varð
ljóst, að nokkur vafi hlyti að
vera á þessu. Þá barst þinginu
bréí írá Aiþýðusambandi ís-
lands, þar sem Alþýðusam-
bandið undir forystu Alþýðu-
flokksþingmannsins Hanni-
bals Valdemarssonar, býður
upp á stjórnarsamstarf ann-
arrar tegundar en Framsókn-
arþingið hafði verið kallað
saman til að samþykkja.
KOSNINGASAMTÖK
VINSTRIMANNA
Því samstarfi var hafnað en
rétt eftir að flokksþingi Fram-
sóknar yar slitið samþykkti Al-
þýðusamhands-stjóinin ..að koma
á kosninga-samtökum allra
þeirra vinstii manna, sem saman
vilja standa á grundvelli stefnu-
yfirlýsingar Alþýðusambands-
ins“.
Þessi ákvörðun var allt annars
eðlis en samþykktii'nar um sam-
vinnu fjögurra stjórnmálaflokka,
sem kommúnistar haía ginnt fá-
menna fundi í ýmsum verkalýðs-
félögum til að gera að undan-
förnu. Þær samþykktir voru að
vísu utan verksviðs verkalýðsfé-
laganna. en eru þó svipur hjá
sjón við það, þegar sjálft Alþýðu-
sambandið er skyndilega og heim
ildarlaust gert að stjórnmála-
flokki.
Að visu er vitað, að eitthvert
makk um slikar tiltektir hefur
átt sér stað hér innanlands um
nokkra hríð. Sá dularhjúpur var
ein af þeim flíkum, sem komm-
únistar hér hafa verið að efila
sér til að undanförnu.
Margt bendir þó til að sjálf
hafi fullnaðar-ákvörðunin verið
tekin mjög af skyndingu og alls
ekki fyrr en í síðustu viku.
S»MNINGAR UM
ATKVÆÐABRASK
Samningarnir um atkvæða-
brask Alþýðuflokks og Fram-
sóknar eru búnir að standa *
marga mánuði. Framsóknar-
þingið er beint lcvatt samar*
til að gjalda þeim jáyrði.
Ákaflega er hæpið, að Alþýðu-
flokksþingmennirnir hefðu látið
leiðast út í þessa verzlun, ef þeir
hefðu ekki talið, að út á við yrði
samábyrgð þeirra á milli urn svo
ógeðslega ráðstöfun á helgustu
réttindum skjólstæðinga þeirra.
Vitað er og, að fulltrúarnir á
Framsóknarþinginu töldu kaupin
ná til allra Alþýðuflokksþing-
mannanna.
AFMÆLISMYND
Örfáum dögum áður en Hanni-
bal tekur ákvörðunina um sér-
framboð Alþýðusambandsins læt
ur hann taka mynd af sér ásamt
hinum fimm þingmönnum Al-
þýðuflokksins og birta hana af til
efni 40 ára afmælis Aiþýðuflokks
ins daginn áður en úrslita-ákvörð
unin var tekin. Um sömu mundir
felst hann á að verða málsvari
flokksins í útvarpsumræðum,
sem eru svo haldnar fáeinum
mínútum eftir, að útvarpið skýrir
frá því í fréttum, að Alþýðusam-
bandið hafi ákveðið sérframboð.
Víst veit ég, að í stjórnmála-
baráttunni hér eru menn ýmsu ■
vanir. Það kaldlynda blygðunar-
leysi, sem lýsir sér í því, ef
Hannibal Valdemarsson hefur
allan tímann verið ákveðinn í að
fara svo fram sem raun varð á,
er þó nokkurn veginn eða alveg
einstakt.
HEIMKOMA KRISTINS
OG EGGERTS
Fp hór koma og fleiri atvik til.
í sömu viku og flokksþing
Framsóknar hófst komu þeir aust
an frá Moskvu af flokksþingi
kommúnista þar, Kristinn Andrés
son og Eggert Þorbjarnarson.
Á því þingi áttu sér stað ömur-
legri uppljóstranir um eðli og
starf kommúnistaflokksins í
Rússlandi en nokkurn hafði órað
fyrir.
SVVf>«,FALL STALINS
Stahn sem Aður var af for-
manni flokksfélags kommúnista
hér í bæ talinn „fremsti leiðtogi
pí-ic •;-innc]efrq sós'ahsma á vor-
um dögum“, og því á lofti haldið
,.að söknuður hafi vætt nálega
hverja brá við hinn sviplega
dauða hans“, og þess minnzt,
i „hv'lík gæfa það er að hafa verið
s»mt:mis bvílíkum manni“,
þessi sami Stalin, sem þetta og
ótal margt annað ámóta spaklegt
var sagt um. er nú skvndilega
yfirlýstur blóðidrifinn múg-nxorð
invi T,vsinöarnar á atferli hans
eru svo hroðalegar, að ekkert það
sem við. er harðast höfum gagn-
rýnt kommúnista hér á landi höf-
‘ Framh. á bls. 10