Morgunblaðið - 06.05.1956, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók
íí. árgaagu
102. tbl. — Sunnudagur 0- niaí 1956
Prentsmiðja HnrpnblaMii
Fundi Atlantshafsráðsins lokið:
312 miljarðar dollara til varnármála
Sókn hafisr á sviði
Bjarni Benediktsson dómsmalaráðherra:
efnahags- «g -
Islenzk utanríkismál eiga að standa
ofan við persónulegar dytgjur og karp
Svar við Tímagrein utanríkisráðherra
stjónmi.
LONDON í gær.
HORPUR eru á því, að þrjú
mál, sem mestri sundrungu
valda meðal þjóða Norður-At-
lantshafsbandalagsins, komi
aðeins lítið við sögu á ráðherra-
fundinum, sem haldinn er í París
um þessar mundir. Mál þessl eru:
1) Brottflutningur Bandaríkja-
hers frá íslandi. Mun ráð-
gert að fresta því máli fram
yfir kosningar á íslandi.
2) Deilur Breta og Grikkja út
af Kýpur.
3) Ilernaðaraðgerðir Frakka í
Algier.
Strax áður en ráðherrafund-
uinn hófst í gær, ræddust þeir
við Selwyn Lloyd, utanríkisráð-
herra Beta og Theotokis, utan-
ríkisráðherra Gikkja. Eitthvað
þj'kja horfur hafa vænkast um
það, að hægt verði að taka upp
aftur samninga milli deiluaðila
-um Kýpur.
í Algier hafa hinir róttæku og
hinir hægfara þjóðernissinnar
sameinað krafta sína og virðast
staðráðnir í því að berjast til
þrautar fyrir fullveldi Algier. —
Ástæða væri til þess að halda
að af þessu muni leiða vaxandi
hernaðarátök í Algier, en hátt-
settir franskir stjórnmálamenn
hafa látið í ljós þá skoðun, að
með sameiningu þjóðernissinn-
anna skapist betri möguleikar til
samninga við þá.
SÓKN Á SVIÐI
EFNAHAGSMÁLA
Aðal málefni ráðherrafundar
Atlantshafsbandalagsins, sem
' lauk í dag og hafði þá staðið
í tvo daga, var efling starfsemi
bandalagsins, með því að láta 2.
grein bandalagssáttmálans koma
til framkvæmda. Þessi grein
fjallar um samstarf Atlantshafs-
þjóðanna á öllum sviðum, en
ekki aðeins á sviði varnarmála.
Á hinn. bóginn mun gert ráð
fyrir að samstarfið á sviði varn-
armála verið enn aukið. Á þeim
sjö árum sem Atlantshafsbanda-
lágið hefir starfað, hefir það var-
, ið til herraála 312 milljörðum
dollara.
Selwyn Lloyd, atanríkisráð-
• herrá Breta, lagði til 4 fundin-
' um að skipuð verði nefnd þriggja
' utanríkísráðherra (tilnefndir voru
1 Pearson, utanríkisráðherra Kan-
ada, Halvard Lange, utanrikisráð-
' herra Nörðmanna og Martino, Ut-
1 anríkisráðherra ítala) til þess áð
hefja sókn af hálfu Atlantshafs-
bandalagsins, á hendur Sovet-
‘ ríkjunum í efnahags- og stjórn-
málum. Lloyd kallaði nefnd þessa
nefnd „hinna vitru manna". —
■ Dulles hafði áður lagt fram til-
lögu í svipuðum dúr.
Markmiðið virðist vera að
þjóðir bandalagsiks radnsaki hve
mikið fjármagn þær geti lagt
fram til efnahagslegs stuðnings
við þjóðir, sem skamiflt eru á
veg komnar í atvinnumálum. —
. Mun hér einkum vera átt við
þjóðirnar fyrir botni Miðjarðar-
hafsins og í Suð-austur Asíu.
DR. KRISTINN GUÐMUNDSSON utanríkisráðherra staafestir í
Tímanum í gær þá frásögn, sem ég hafði eftir skilríkum
Framsóknarmanni, að hann hafi alls ekki tekið til máls um
utanríkismálin á flokksþingi Framsóknar í vetur. Ráðherrann bæt-
ir því hins vegar við, að hann hafi látið til sín heyra á nefndar-
fundi. Sjálfsagt er að halda þeirri upplýsingu til haga, enda þykir
honum auðsjáanlega mikið til koma.
Sömuleiðis er utanríkisráð-
herra að vonum hinn hreyknasti
yfir, að ekki varð úr flutningi
ávítunartillögu gegn honum á
landsfundi Sjálfstæðvsmanna.
Þetta er rétt, en ráðherrann
gleymir að geta þess eða er
ókunnugt, að það var fyrir
eindregin tilmæli mín, að fall
ið var frá þeim tillögu- flutn-
ingi.
Algert mishermi er það aftur
á möti, að á landsfundinum hafi
verið bornar fram ádeilur á
stjórn mína á varnarmálunum.
Mörg hundruð manna víðs vegar
að af landinu hlustuðu á umræð-
ur um varnarmálin á iaridsfund-
inum.
Það er því vonlaust verk fyrir
utanríkisráðherra eða aðra að
ætla að halla réttu máli um
það, sem þar fór fram, m. a. að
ég bað ráðherranum vægðar
en skoraði á menn að stefna
gremju sinni gegn þeim, er
rnunverulega hefði ráðið
stjóm utanríkismála íslands
hin síðustu misseri
MISSAGNIR UM
„ÍSLENZKA HERINN“
Miklu færri voru viðstaddir
samtal ríkisstjórnarinnar og full-
trúa stjórnarflokkanna í vetur
um varnarmálin. Nógu margir
voru þeir r.amt til þess að auð-
sannað er, að utanríkisráðherra
skýrir rangt frá, þegai hann seg-j
ir, að ég hafi talið varhugavert!
að láta hinn ameríska her hverfa;
úr landi. fyrr en stofnaður væri'
íslenzkur her
Slíkt gerði ég ekki að tillögu
minni, en benti á, að áður en|
uppsögn vamarsamningsins
væri ákveðin, þyrftu íslend-
ingar að gera sér grein fyrir,
hvemig þeir vildu koma fyrir
gæzlu flugvallanna. og að það
yrði ekki gert nema með aukn
ingu lögreglunnar frá því, sem
nú er. Hermann Jónasson hélt
þessari nauðsyn fram i síðustu
áramótagrein sinni, svo að ég
hefi síður en svo verið einn
um það, að ekki yrði komizt
hjá eflingu íslenzks ríkisvalds,
þegar varnarliðið færi úr
landi.
Framsóknarmönnum væri
sannarlega nær að skýra almenn-
ingi skýlaust frá, hvort, þeir hafa
skipt um skoðun á þessu, heldur
en að búa til ósannar sögur um
skoðanir armarra.
DYLGJUR RÁDHERRANS
Úr því að utanríkisráðherra
segir beinlínis rangt frá um
ótvíræðar staðreyndir er þess
ekki að vænta, að mikið sé að
marka það, sem hann lætur sér
nægja að setja fram í dylgju-
formi. Þannig gefur hann í skyn,
að ég hafi vanrækt embættis-
skyldu mina með þvi að gegna
ekki formennsku í Atlantshafs-
bandalagi og Evrópuráði, er hún
hafi komið í minn hlut. Ráð-
herrann veit ofur vel, að aldrei
kom til þess, að ég gcgndi for-
mennsku í Atlantshafsbandalag-
inu, einfaldlega vegnu þess, að
stafrófsröðin var þá ekki komin
að íslandi. Um Evrópuráðið
mætti hins vegar færa dylgjur
ráðherrans til sanns vegar, ef
það er talin embættirskylda ís-
lenzks utanríkisráðherra að fara
í viku-ferðaiag til að : ækja fund,
þar sem fyrirfram er vitað, að
ekkert mál varðand: íslendinga
kemur fyrir, einungis til að fá
að sitja í fondarstjórasæti nokkra
klukkutíma.
Ég hygg að fáir hafi fremur
en ég brýnt fyrir löndum mín-
um nauðsynina á þátttöku
okkar í alþjóðlegu samstarfi,
en ljóst er að um tildurs-hlið
þeirrar þátttöku höfum við
utanríkisráðherra all-ólíkar
skoðanir. »
*>h 6 hls 2
Flokkur dr. Adenau-
ers kýs vara-forseia
Nokkur hnekkir fyrir
kanslarann
DR. Konrad Adenauer, kanslari
V.-Þýzkalands, varð aó lúta vilja
fiokksþings kristilega demókrata-
flokksins og fallast á að nokkuð
yrði dregið úr hir.a m.kla áhrifa-
valdi hans persónulega í þýzkum
stjórnmálum
Samþykkt var á flökksbinginu
að kjósa fjóra varaforseta flokks
ins, í stað tveggja áður. Þessi
samþykkt var gerð með 239 atkv.
gegn 221. Hafði dr. Adenauer
lagzt fast gegn samþykktinni og
borið því við að samþykkt þessi
myndi sennilega draga úr virð-
ingu hans út á við.
En flokksþingið dró jafnskjótt
úr broddinum í samþykkt þess-
ari með því að endurkjósa hinn
aldna kanzlara sem forseta
flokksins með lófataki.
Það voru hinir yngri menn
kristilega demokrataflokksins,
sem beittu sér fyrir því að vara-
forsetunum yrði fjölguð um fjóra.
Tilgngur þeirra va r fyrst og
fremst sá, að fá því til leiðar
komið, að dr. Arnold, fyrrum
forsætisráðherra í Norður-Rín og
Westfalen, yrði kosinn vara-
forseti. Margir hafa talið dr.
Arnold líklegastan sem eftirmann
dr. Adenauers, þegar 'ninn aldr-
aði kanslari sleppir stjórnveli í
V.-Þýzkalandi. Dr. Ainold er úr
vinstra armi kristilega demó-
krataflokksins.
Fimm stjórnmálafundir Sjálf-
stæftisflokksins á Austurlandi
Ennfremur fundir frúnaðarmanna úr báðum
Múlasýslum
IÞESSARI viku verða haldnir á vegum Sjálfstæðisflokksins
fimm almennir stjórnmálafundir á Austurlandi. Verffa þeir
Bjarni Benediktsson, dómsmálaráffherra, og Jóhann Hafstein, al-
þingismaður, frummælendur á fundum þessum.
Fundirnar verffa sem hér segir:
Seyffisfirffi, þriðjudaginn 8. maí.
Egilsstöðum, miffvikudaginn 9. maí.
Eskifirði, fimmtudaginn 10. maí.
Reýffarfirði, fimmtudaginn 10. maí.
Neskaupstaff, föstudaginn 11. maí.
Nánar verffur auglýst síffar um fundartíma.
Auk hinna almcnnu funda verffa haldnir fundir trúnaffarmanna
Sjálfstæffisflokksins í Múlasýslunum báffum. Verffur fundur trún-
affarmanna í Norður-Múlasýslu lialdinn aff Ekkjufelli, miffviku-
daginn 9. maí kl. 4 síffdegis, en ekki hefir enn veriff endanlega
ákveðið hvenær í vikunni fundur trúnaffarmanna í Suður-Múla-
sýslu verffur haldinn.
Kvöldvelzlan
fræga í London
Kruséff hófaði
nýjum „Stalin—
Hitler sáttmála
LONDON —
KRÚSJEFF sagði viff brezka
jafnaffarmenn í London, að
Rússar væru til þess búnir aff
gera nýjan „Hitler-Stalin“-samn-
ing viff V-Þjóffverja, ef brezka
stjórnin breytti ekki afstöðu
sinni í utanríkismálum.
í veizlu brezka jafnaðarmanna-
flokksins í London flutti Krúsjeff
ræðu og fór í ræðu sinni m. a.
að minnast á Hitler-Mussolini-
samninginn. Greip Georg Brown
þá fram i ræðu hans og^purði:
„En hvað getið þér sagt okkur
um Hitler-Stalin samninginn?“
Krúsjeff svaraði um hæl: „Jæja,
þér brosið. Ég skal þá segja yð-
ur frá Hitler-Stalin samningn-
um.“ — Þegar Krúsjeff sagði að
Rússar væru til þess búnir að
semja við V-Þjóðverja á sama
hátt og Stalin samdi við Hitler,
setti jafnaðarmennina hljóða, en
| Bevan greip fram í og sagði:
i „Þetta er hættuleg röksemda-
færsla.“
í brezkum blöðum er um þess-
ar mundir nokkuð um það rætt,
hvort það hafi i rauri og veru
verið beiðni brezka jafnaðar-
mannafl. um að 150 leiðtogar
jafnaðarmanna austan jámtjalds
yrðu látnir lausir úr fangelsi,
sem leiddi til þess að Krúsjeff
missti taumhald á skapsmunum
sínum. Öll veizlan, sem leiðtogar
jafnaðarmannaflokksins héldu
Krúsjeff og Bulganin fór úr
skorðum í byrjun, eða strax eft-
ir að Bulganin var búinn að
flytja ræðu sína. Ekki hafði verið
ráð fyrir því gért að Krúsjeff
flytti neina ræðu í veizlunni, en
eftir ræðu Bulganins heyrðust
raddir frá veizlugestum, sem
kölluðu: „Krusjeff, Krusjeff.“
Margir telja að Krusjeff hafi
verið orðinn ofsareiður áður en
hann stóð upp. Eitt af því sem
olli reiði hans var spuming
Georgs Brown, eins af þingmönn-
um jafnaðarmannaflokksins, sem
var eitthvað á þessa leið: „’Segið
okkur hvernig yður finnst að
vera stór karl?“ („big boss“)
Krúsjeff svaraði um hæl: „Segið
okkur hvemig yður finnst að
ijrora Stór litill karl?“
I ræou sinni hleypti Krúsjeff
sér út í þá ófæru, að fara að
svara einstökum þingmönnum,
sem kölluðu fram í ræðu hans.
Reyksúlan „aðeins“
15 þús metra há
Á MORGUN (mánudag) verffur
sprengd yfir eynni Bikini á Kyrra
hafi, vetnissprengja sem hefir
styrkleika á við nokkrar milljónir
smálesta af TNT sprengiefni.
Sprengjunni verffur varpaff úr
þrýstiloftsflugvél.
í gær var sprengd minniháttar
vetnissprengja, effa sprengja sem
gert er ráð fyrir aff geymd verffi
í oddinum á flugskeytum. Reyk-
súlan frá þessari „minniháttar“
sprengju náði 15 þús. metra í loft
upp.
Meiri her á Ceylon
! COLOMBO í gær: — Bandanar-
, ika, forsætisráðherra á Ceylon,
| hefir farið fram á það að herlið
landsins verði aukið.