Morgunblaðið - 06.05.1956, Side 9
Sunnudagur 6. maí 1956
MORGUXBLAÐIÐ
0
Rey k javiku r bréf:
Laugardagur 5. maíi
* * *
„Heimsaugu svipasi“ — Osigur beðinn á Islandi -* 1. maí — Drelt baráttutækfl
— Vertíðin — Lrræöi iriræðslubandalagsins í efnahagsmálum — Hert skal á verðlags-
eftirliti — Hversvegnrj iækka kaupfélögin ekki álagninguna? — iffeginstefnurnar n
»,Heimsaugu svipast —“
ÍSLENDIN GAR hafa margir
hverjir ekki enn gert sér ljóst
hverja þýðingu afstaða þeirra í
alþjóðamálum hefur Við erum
vanir að líta á okkur sem fáa
©g smáa, telja að þýðing okkar
sé lítil. Menn átta sig ekki á að
nú er sá tími, sem „vírðir fálið-
ann“ meir en áður. Allur heim-
urinn er nú fastar tengdur sarrt-
en fyrr. Aldrei fyrr en nú, hafa
menn hugsað þá hugsun, að
hnötturinn er órjúfandi einírig,
— ein veröld eins mannkyns.
Hver þjóð horfir á aðra yfir «jí-
minnkandi víddir hafs og lands.
Einangrun er hvergi lengur til
Siema þar, sem ófrelsi og kúgun
situr að völdum.
Einar Benediktsson skildi hin-
ar breyttu aðstæður okkar ís-
lendinga einna fyrstur allra.
Hann hvatti íslendinga til að
{rjúfa einangrunina og „fylkja
sér í flokki þjóða“. Og í einu
hinna seinustu kvecða sinna,
bendir hann á að „heimsaugu
svipast um hlut allra landa“.
Nú horfa ,Jieimsaugu“ til ís-
lands og augu þeirra, sem
eru næstir okkur, eru full
undrunar, vonþrigffa og ótta.
Ósigur, beðinn á
íslandi
ALLTAF berast nýjar og nýjar
fregnir um það, hvemig ráða-
menn Atlantshafsbandalagsins
líta á yfirlýsilngu Alþingis í
varnarmálunum. Það má fullyrða
að almennt er litið á atbnrðina
hér sem stórkostlegan hnekki og
ósigur fyrir bandalagið, bæði
hvað viðvíkur varnarstöðu hinna
frjálsu þjóða og á hinu siðferði-
iega sviði. Vitnisburour þeirra
Gruenthers yfirhershöfðingja og
Ismay lávarðar, auk margra ann-
arra, eru Ijóst dæmi um þetta.
Það er vitanlegt, að þeir, sem
hér eiga hlut að máli, taka
ekki sterkar til orða en þeir
hafa efni til. Ábyrgð þeirra
er mikil og orð þeirra miðast
við hana. Þó hér falli mörg
ómagaorð kosningaæstra
flokka, sem eru hræddir um
fylgi sitt, þá er slíkt framandi
þeim mönnum, sem eru odd-
vitar milljóna mauna » lífs-
nauðsynlegustu málefnum
þeirra. Þessir menn telja allir
að málstaður hins frjálsa
heims hafi beðið ósigur á
íslandi.
1. maí
1. MAÍ var sólskinsdagur og
margir notuðu frítímann til að
fara út á götu. Ekki þó endilega
til að taka þátt í eða horfa á
kröfugöngu, heldur til að njóta
góða veðursins.
Það var svipað umhorfs á
Lækjartorgi og venjulega og
svipað var þar borið á borð og
áður. Áróður kommú.vsta er allt
af sjálfum sér líkur. Þar er
hnefinn settur á nasir þjóðar-
innar með hinu venjuiega tungu-
taki Stalinistanna gömlu. En
sjálf kröfugangan var ekki í
samræmi við hin stóru orð. Hún
var að vísu löng en þunn •—
alveg eins og málæði kommún-
ístanna. Þsgar fremmsti flokk-
urinn var kominn að gatnamót-
um Pósthússtrætis og Hafnar-
strætis, voru þeir öftustu enn
í Aðalstræti. Þetta leit nógu
stórkostlega út, en begar betur
var að gáð. var þessi fjlking ótrú
lega þunnskipuð — aðeins menn
og menn á stangli og >niklar eyð-
ur í, þar sem enginn gekk. Þeir
seinustu voru langt á eftir.
Þannig var kröfuganga komm-
únista og þess hluta Hræðslu-
bandalagsinc, sem cpinberlega
kosníngabaráttunni — Ekki hefta - heldur ýta undir
athafnalífið — Tvenn viðhorf í varnarmálum
I
Haftastefna
i—"
| Þettn er þoð,
sem bomo skol
þorir að láta sjá sig með þeim,
dapurleg og dauf.
Úrelt baráttutæki
HJÁ tveim ræðumör.num i Bík-
isútvarpinu um kvöldið kom
fram sú skoðun, sem ætíð nær
meiri og meiri viðurkenningu, að
verkföll væru orðin úrelt bar-
áttutæki. Hin skefjalausu, pólit-
ísku verkföll eru þjóðfélagsböl
og koma afleiðingar þeirra engu
síður hart niður á verkalýðnum
en öðrum landsmönnum.
í nútima þjóðfélagi eru hags-
munir allra svo samtvinnaðir,
að einum verður ekki gert
tjón neina það komi niður á
öðrum. Slík tilræði við hags-
muni allrar þjóðarinnar, sem
gerð hafa verið í nafni hins
„helga verkfallsréttar“, eru
miklu háskalegri en menn
hafa fram að þessu almennt
viljað við'urkenna. En þeim,
sem líta á verkföllin, sem úr-
elt baráttutæki, vex fylgi. Það
hlusta margir á þá. sem ekki
vildu heyra slikt fyrir
skön.mu síðan.
Vertíðin
INNAN viku er komið að lok-
um þessarar vetrarvertíðar, sem
mun hafa verið og eiga eftir að
verða mörgum þung í skauti.
Bttár að veiðar hófust hjá báta-
flctanum upp úr 20. janúar, voru
aflabrögð á línuna yfirleitt góð
og sums staðar ágæt miðað við
það, sem er venjulega á þeim
tíma. En vonbrigðin komu um
miðhluta og síðari hluta vertíð-
arinnar, þ. e. a. s. að því er
sneftir línuveiðarnar. Þó er
þetta ákaflega misjafnt eftir
veiðigvseðum og veiðistöðvum og
þáð er m. a. eitt helzta einkenni
þessarar vertíðar hversu misjöfn
aflabrögðin hafa verið. Á það
eirmig við um netaveiðina, sér-
staklega við Vestmannaeyjar.
Var oft góður afli á nokkum
hluta flotans, en lang flestir bát-
ar stunda þar netaveiðar síðari
hluta vertíðarinnar, en aldrei
kom hrota sú, sem venjulega
kemur um páskaleytið og enda
kennd við þá hátíð.
Hins vegar var netaveiði í
Faxaflóa svo góð, að þess eru
fá dæmi nú um langt skeið: Til
tölulega fáir bátar stunduðu þær
veiðar nú enda eru línuveiðar
mest stundaðar af bátum á þeim
slóðum. Kom því hinn góði neta-
afli í Faxaflóa aðeins tiltölulega
fáum að liði. Fiskur hefir virzt
haga sér með nokkuð öðrum
hætti í þessari vertíð en venja
hefir verið. Svo var að sjá sem
mikill fiskur væri á miðunum en
bæði virtist fiskmagninu mjög
misskift á veiðisvæðin og auk
þess var fiskurinn mjög tregur
til að taka beitu.
Við Breiðafjörð var vertíðin
yfirleitt með lélegasta méti, en
' þar er nær eingöngu stunduð
línuveiði. Hefir mönnum brugðið
þar mjög við eftir hina ágætu
vertíð á sl. ári.
Á Vestfjörðum mun vertíðin
hins vegar hafa verið með betra
móti eftir því sem þar gerist, en
um allmörg undanfarin ár hefir
afli verið tregur þar um slóðir.
i Við Suðausturlandið, en þar er
I Hornafjörður aðalverstöðin, var
vertíðin með allra bezta móti.
Mun ekki í annan tíma hafa
komið svo mikill afli þar á land
miðað við tölu bátanna. Bæði
var línuveiðin góð framan af og
þó var aflinn í netin sérstaklega
góður síðari hluta vertíðarinnar.
Þá hafa bátar frá fjörðunum
norðan Hornafjarðar einnig sótt
með net sín á svipaðar slóðir og
Hornfirðingar og fengið ágætan
afla.
Hafi v*ertíðin orðið bátaútgerð-
inni vonbrigði víða, þá má þó
segja það enn fremur um tog-
arana. Hefir aflatregða mjög
sett svip sinn á vertíðina hjá
þeim, svo að óvenjulegt er. Kom
aflahrota aðeins stuttan tíma í
aprílmánuði og síðan ekki sög-
una meir.
Fyrstu þrjá mámiði vertíð-
arinnar var heildarfiskaflinn
. 104855 smál. og var það rúml.
15 þús. smái. minna en á sama
tíma á fyrra ári. Raunveru-
lega er þó munurinn enn
meiri, þar sem þátttakan í út-
gerðinni hefir verið mun
meiri á þessari vertíð en í
fyrra þ. e. a. s. að því er báta-
flotann snertir. Er því útkom-
an sú, að hvortveggja er, að
aflinn á hvern bát er mun
minni og einnig aflinn miðað
við hverja sjóferð. Þegar svo
er litið á þá stórkostlegu hækk
un á öllum tilkostnaði útgerð-
arinnar frá því, sem var á
fyrra ári, þá verður ljóst, að
afkoma hennar er mjög erfið
nú við lok þessarar vertíðar.
Úrræði Hræðslubanda-
lagsins í efnahags-
málum
TÍMINN hsfi" að undanförnu
álasað SjáHstæðisflokknum fyrir
þa,ð, að hann ggti ekkh; bent á
fullnægjandi úrræði til lausnar
efnahagsvándamálum ‘ þjóðfé-
lagsins. Sannleikurinn er þó sá,
að
enginn þeirra stjórnmála-
flokka eða „bandalaga“,- sem i
menn hefir í kjöri við kom- j
andi kosningar, hefir gert svo,
víðtækar og alhliða tillögur
um ráðstafanir til lausnar
hinum margþættu vandamál-
um efnahagslífsins sem Sjálf-
stæðisflokkurinn með sam-
þykktum sínum á hinum ný-
afstaðna landsfundi.
Um það geta menn bezt sann-
færzt með því að kynna sér sam-
þykktir fundarins, sem undan-
farna daga hafa birzt hér í blað-
inu.
En víst um það, að öll brigzl
í garð Sjálfstæðisflokksins um
úrræðaleysi í efnahagsmálum
koma úr hörðustu átt, þegar þau
koma frá málpípum Hræðslu-
bandalagsins. Það hefir að vísu
birt stefnuskrá undir stórum fyr-
irsögnum, en lítið fer þar fyrir
því, að bent sé á ákveðin úr-
ræði, heldur aðeins látin nægja
almenn slagorð. Ekki er t. d. bent
á nein úrræði til þess að afstýra
þeim vanda, sem nú er mest að-
kallandi í efnahagsmálunum, en
það er hinn fyrirsjáanlegi vöxt-
ur dýrtíðarinnar í nánustu fram-
tíð, ef ekkert verður að gert. Það
er að vísu gefið í skyn að
Hræðslubandalagið hyggist eftir
kosningar að leita hófanna um
það hjá stéttarsamtökum laun-
þega og bænda, hvort þau muni
fást til þess að sætta sig við
einhverjar aðgerðir í efnahags-
málum, sem vandlega er þó þag-
að um í hverju eigi að vera
fólgnar! Ekki geta það þó talizt
tillögur um lausn efnahagsvanda-
málanna, þó slíku sé slegið fram.
Hert skal á
verðlagseftirliti
EINA viðleitnin, sem í stefnu-
skrá Hræðslubandalagsins kem-
ur fram í þá átt að bent sé á
ákveðna leið til þess að draga
úr vexti dýrtíðarinnar, er tillaga
um það, að almennt verðlags-
eftirlit skuli tekið upp að nýju.
Þessi leið hefur nú að vísu
verið reynd áður hér á landi
undir forystu sumra leiðtoga
Hræðslubandalagsins, en ekki
skal það rakið nánar hér. Þarf
og engan að undra þótt Alþýðu-
flokkurinn leggi áherzlu á slíka
ráðstöfun, þó ekki væri vegna
annars en þess, hve góð von væri
um margar ágætar skrifstofu-
stöður við verðlagseftirlitið
handa smærri spámönnum flokks
ins.
Hvers vegna lækka
kaupfélögin ekki
álagninguna?
HITT kemur vissulega einkenni-
lega fyrir sjónir, hversvegna
Framsóknarflokkurinn, með þeim
ítökum, sem hann hefir i sam-
vinnuverzlunum landsins, sér
ástæðu til þess að gerast aðili að
slíkri stefnuyfirlýsingu.
Ef möguleikar eru á því, að
ná verulegum árangri i bar-
áttunni gegn dýrtíðinni ».eð
lækkun álagningar, hvers
vegna beitir þá Framsóhnar
flokkurinn ekki sínum sterk«
áhrifum gagnvart kaupfélög
unum í þá átt að þau fram
kvæmi slíka lækkun álagningp
ar nú þegar fyrir kosningai?
Hvers vegna að fara þá króka
leið til lækkunar álagningar
að lofa því að setja upp dv ri
og viðamikið eftirlitskerfi eft-
ir kosningar til þess að knýja
það fram sem flokkurinn sýn-
ist hafa í hendi sér að gera
nú þegar.
Með því að framkvæma stór-
fellda lækkun álagningar nú, i
stað þess að bíða þar til eftir
kosningar, myndi Framsóknar-
flokkurinn slá margar flugui i
einu höggi. Hann myndi bæta
verulega aðstöðu sína í kosning-
unum, auka traust manna og álif.
á samvinnuhreyfingunni, og sýna
það svart á hvítu, að barátta
flokksins gegn hinum íllræmda
milliliðagróða væri annað og
meira en slagorðin tóm. En
hvers vegna er þetta þá ekki
gert? Sú gáta er raunar auð-
ráðin.
Það er vegna þess að for -
ráðamenn Framsóknarflokks
ins þekkja þó þrátt fyrir alllt
það mikið tii verzlunar, a:ð
þeir vita að ailar fullyrðingar
stjórnarandstæðinga um það
undanfarin ár, að hægt sé að
ná stórfelldum árangri i bar ■
áttunni gegn dýrtíðinni með
lækkun álagningar eru í meg'
inatriðum lýðskrum eitt.
Engu að síður láta þeir sér nú
sæma að taka undir þennan söng,
þótt þeir, sökum þeirrar aðstöðu,
sem þeir hafa á verzlunarmál-
um, hljóti að gera sig blátt áfram
hlægilega með því. Þetta einn
úrræði Hræðslubandalagsins í
verðlagsmálunum er því vind-
bóla ein og blekkingar.
Meginstefnurnar í
kosningabaráttunni
KOSNINGARNAR, scm fram-
undan eru, snúast um margt. En
glöggt er af hinum ýmsu stjórn-
málablöðum að tvennr ber einna
hæst..-í fyrsta lagi er meginstefn-
an í efnahagsmálunum. Flokk-
arnir hafa að venju aðeins lagt
fram stefnuskrár í þeim málum,
sem einungis sýna stærstu drætt-
ina, en þeir éru líka aiveg skýrir.
Samsteypa Alþýðuflokksins og
Framsó.knar samanstendur af
gömlum haftaflokkum og er
alveg ljóst að meirihiuti þings í
höndum þessa bandalags þýðir
endurreisn haftakerfisins í sinni
j gömlu mynd. Þessir flokkar, og
þó einkum Framsókn, leggja
megináherziu á hömlur á fjár-
festingu og verðlagseítirlit. Þó
ekki sé tekið sterkt til orða
þekkja allir hvað þessi orð þýða
í munni þessara flokka. Þeir,
sem yngri eru muna líka höftin
upp úr stríðinu, þegai Framsókn
og Alþýðuflokkurinn höfðu meíri
hluta í ríkisstjórn cg forsæti
hennar.
Ef þessir gömlu haftaflokkaj'
kæmust áftur til valda, ei>
alveg ljóst að sækja mundi í
hið fyrra horf. Þeir vita enga
lausn á neinum efnahags-
vanda nema höft á höft ofan,
eins og reynslan hefur sýnt-.
Ekki hefta — heldur
• ýta undir athafnalífið
SJÁLFSTÆÐISMENN hafa hins
vegar haldið uppi gagnólíkri
stefnu. Það var minniblutastjórn
þeirra á árinu 1950, sem lagði
grundvöllinn að því, að horfið
var inn á þá braut að rýmka
um viðskiptahöft og athafnafrelsi
Frh. á bls. 15