Morgunblaðið - 27.05.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.05.1956, Blaðsíða 1
Atlantshaf sbandala gið: Krúséff svarað Frá fundi landskjörstjórnar í Alþingishúsinu í gærmorgun. Á myndinni eru taldir frá vinstri: Einar B. Guðmundsson hæstaréttarlögmaður, Sigtryggur Klemenzson skrifstofustjóri, Jón Ásbjörnsson hæstaréttardómari, formaður, Yilhjálmur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og Vilmundur Jónsson, land- læknir. ,,, — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Moskvu. ISAMTALI sem Charles Bohlen, inn reyndi sendiherra Banda- rikjanna, átti fyrir nokkrum dögum viS Kruséff, formann kommúnistaflokksins í Rúss- landi, lagði Bohlen á það megin- áherzlu, að samtöl þau, sem ættu sér stað um þessar mundir um Atlantshafsbandalagið, snerust eingöngu um það að efla það. Samtalið átti .sér stað í veizlu, sem Sovétstjórnin hélt Mollet, for sætisráðherra Frakka, í Kreml- höllinni. Kruséff, Bulganin og Molotoff gengu þar á meðal gesta og Kruséff sneri sér að Bohlen og hóf samtalið með þessum orð- um: „Farið er að tala um það að Atlantshafsbandalagið verði leyst upp“. Kruséff var elskulegur og viðmótsþýður. Boðið tU Ítolíu ÍSLENZKA deildin á fisk iðnaðarsýningunni í Kaup- mannahöfn hefur vakið mjög mikla athygli. Ein stærsta viðurkenn- ingin er sú, að íslending- um hefur verið boðið með deildina til Ítalíu, þar sem hún verður hluti af stórii iðnsýningu. Getur þetta áreiðanlega haft hina mestu þýðingu fyrir íslenzkan fiskiðnað. Fát og vandræði í herbúðum Hræbslubandalagsins Fiskveiðasamningur Breta og Rússa London í gærkvöld' I NÝJUM fiskveiðjsamnin i Breta og Sovét-Rússa hefir Bret- um tekist að fá leyfi fyrir tog- ara sína til þess að veiða allt upp að þriggja mílna landhelgislinu „á nokkrum stöðum“ út af norð- urströnd Rússlands, aö því er segir í fregn frá Lundúnum. Leyfi þetta gildir aðeins fyrir brezka togara, segir í Lundúnafregninni, því að Rússar halda sér að öðru leyti við 12 mílna landhelgis- línuna. Luxusskip fram- tíðarinnar LONDON í gær: — Bretar eru að hefja smíði á nýju skipi, hinu stærsta, sem smíðað hefir verið í Bretlandi frá því að lokið var við að smíða „Queen Elizabeth.“ Skipið verður 40 þús. smál., vél aflið 80 þús. hestöfl. Kostnaður 10 millj. sterlingspunda. Yfir- bygging verður úr aluminium Ómerkja sin eigin orð i Timanum og Alþýðublaðinu LANDKJÖRSTJÓRN kom saman til fundar kl. 10 f. h. í gær í Alþingishúsinu. Lögðu fulltrúar Hræðslubandalagsins, Framsóknar og Alþýðuflokksins þar fram svargreinargerð við greinargerð þeirri, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokk-sins lögðu fram á fundi Landkjörstjórnar í fyrradag, en þar var óskað úrskurðar hennar um hin sameiginlegu framboð Hræðslubandalagsflokkanna. Töldu fulltrúar Sjálfstæðismanna, að þar væri raunverulega um framboð eins og sama flokks að ræða. Ætti því að miða úthlutun uppbótarþingsæta við samanlagðar atkvæðatölur beggja þessara fiokka eins og um einn flokk væri að ræða. Þegar greinargerð Hræðslu- bandalagsins hafði verið lögð fram, var fundi Landskjörstjórn ar frestað fil kl. 4 síðdegis í gær. Vegna þes,s, hve snemma Morg- unbxaðið íer í prentun á laugar- dögum, lágu ekki fyrir frekari fregnir af fundum hennar, þegar prentun blaðsins hófst. HLAUPA FRÁ UMMÆLUM SÍNUM. í greinargerð Hræðslubanda- lagsmanna reyna þeir að sjálf- sögðu að'verja atkvæðabrask sitt og ieiða rök að þvi, að miða beri úthlutun uppbótarþingsætis til þeirra, ef ti’ kemur, við atkvæða- tölu flokka þeirra hvors í sínu lagi. Harðneita þeir því að Hræðslubandalagið sé einn og sami flokkur og lýsa pví meirt að segja yfir, að Tínuno og Al- þýðublaðið hafi ekki naft rétt eftir ýmis ummæli leiðtoga Hræðslubandalagsins, sem tekin voru upp úr þessum blöðum í greinargerð Sjálfstæðismanna. En með þe,m voru leidd rök að því, að líta bæri á Framsókn og Alþýðuflokrinn, sem einn og sama flokk við úthlutun uppbót- arþingsæta. Virðist þá fokið í flest skjól hjá leiðrcgum Hræðslubanda- lagsins, er t þeir neyðast til þess að ómerkja sín eigin orð í sínum eigin málgögnum!! ALLT ANNARS EÐLIS Málgögn Hræðslubandalagsins reyna í gær að bera saman kosn- ingasamvinnu Sjélfstæðisflokks- ins og Bændaflokksins 1937 ann- ars vegar og samvinnu Alþýðu- flokksins og Framsóknar nú, og telja hana algerlega hliðstæða. Þetta er hin mesta blekking. — Sjálfstæðisflokkurinn og Bænda- flokkurinn buðu fram hver á móti öðrum í sumum kjördæm- um. Þeir höfðu enga sameigin- lega stefnuskrá og þeir gerðu enga tilraun til þess að snið- ganga ákvæði kosningalaganna um úthlutun uppbótarþingsæta, sem einnig sést bezt af því, að báðir flokkarnir hlutu uppbótar- þingsæti að kosningunum lokn- um. Hræðslubandalagið hefur hins vegar samið um það op- inberlega að þverbrjóta anda þessara ákvæða. í því skyni er beitt hinum furðulegustu brögðum, svo sem eins og þeim, að flokksbundnir Fram- sóknarmenn eru látnir bjóða sig fram á lista Alþýðuflokks- ins í Reykjavík og flokks- bundnir Alþýðuflokksmenn á ______ Framhald á bls. 2 „Nei, það er ekki rétt“, svaraði Bohlen brosandi. Bohlen talar rússnesku. „Þér verðið að viðurkenna að Atlantshafsbandalagið er stað- reynd í lífinu“, hélt hann áfram. „Það er til“. Hér var um orðaleik að ræða hjá Bohlen. Leiðtogum kommún- ista er gjarnt á að halda því fram, er talið berst að flokkum komm- únista í ákveðnum löndum, að flokkarnir séu staðreynd í lífinu, og að Vesturveldin verði að gera sér grein fyrir að þeir séu til. „Nú jæja, um það hefur verið talað að Atlantshafsbandalagið verði leyst upp“, hélt Kruséff á- íram, en hann er kunnur að þrá- kelkni sinni. „Nei, það er ekki rétt“, svar- aði Bohlen. „Talað hefur verið um að efla Atlantshafsbandalag- ið“. Eftir nokkra þögn mælti Kruséff: „Við skulum lyfta glasi fyrir því, að hernaðarsamsteypur verði leystar upp“. „Hvaða stafróf hafið þér í huga — enska stafrófið eða cyrilliska stafrófið?“ spurði Bohlen. Sé farið eftir enska stafrófinu kemur Atlantshafsbandalagið á undan Varsjárbandalaginu, em. því bandalagi ráða Sovétríkin al- gerlega. En í rússneska stafróf- inu kemur Varsjárbandalagið á undan og myndi þá hafa verið skálað fyrir því fyrst. Að lokum komu þeir sér •saman um það, ameríski sendiherrann og kommúnistaleiðtoginn, að skála fyrir friði. í þessari sömu veizlu bar Zukoff, landvarnaráðherra Sovét ríkjanna, algerlega á móti því, að ráðgert væri að hann færi í heim sókn til Bandaríkjanna. „Um það hefur oft verið talað“, sagði Zukoff, „en ekkert hefur orðið úr neinu“. Skornir á háls ALGEIR í gærkvöldi: — Upp- reisnarmenn hafa undanfarinn sólarhring myrt marga Evrópu- menn í Algier. í þorpi einu var komið að tólf Evrópumönnum, sem myrtir höfðu verið, höfðu verið skornir á háls. Anifa „ísjaki" giff Flórens, Itaxíu: SÆNSKI ,.ísjakinn“ .\nita Ek- berg, filmstjarnan nafr.íræga, er gift brezka kvikmyndaleikaran- um Anthony Steel. Hjónavígslan fór fram í ráðhúsinu í Flórens og gekk ekki alveg stórslysalaust. Fyrst n.útaði borgarstjórinn 1 Flórens — mgður heigur, sem býr í klaustri, talar við fugla himinsins og tekur fé af ríkum og gefur fátækum — með tveggja klukkustunda fyrir- vara, að láta í té ráðhússalinn til vígsiunnar — honum fannst hinn 650 ára grxmli ráðhússalur of virðulegur. Vígslan fór fram í öðrum næstum jafn gxæsilegum viðhafnarsal. í ráðhúsinu en þar var mannpvöng svo mikil, að Anthony Steel heyrði ekkert í hinuin borgaralega vígslumanni. Allt fór vel að lokum og Anita Ekberg þótti fögur og glæsileg. Heyra mátti ítalina hrópa: „Bella“ og ,,Bellissima.‘' eessa serKenniiegu myna tok Ijosmyndari Mbl. fyrir nokkrum dögum, er hann var staddur í blaí mannastúkunni á iþróttavellinum. Myndin er tekin yfir bæinn meS Esju í baksýn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.