Morgunblaðið - 27.05.1956, Qupperneq 9
Sunnudagur 27 maí 1956.
MORCIJTSBLAÐIÐ
Reykjavíkurbréf:
Laugardagur 26. maí
Mánuður Hl kosninga - Yaraarmálin gleymdusl - Framsókn á flólta - Skírn Rannveigar - Jákvæð haráfla
Sjállslæðismanna - Ná vilja allir Lilju liveðið.bafa - Hið visnaða ?ré Sellur og ósigur Hræðslubandalagsins
W px H ■ r* JV' ■■ ■■■
Mánuður til kosninga
í DAG er mánuður þar
til alþingiskosningarnar eiga
að fara fram. Öll framboð eru
nú kunn og landslistar lagðir
fram. Fundir stjórnmálaflokk-
anna standa sem hæst og gefst
kjósendum gott tækifæri til þess
að kynna sér stefnur þeirra, mál-
stað og baráttuaðferðir.
Sjálfstæðisflokkurinn hóf
fundahöld sín nokkru seinna en
vinstri flokkarnir, sem töldu sér
sérstaka þörf á að kynna þjóð-
inni hin nýju bandalög, atkvæða-
verzlunina, óheilindin og glund-
roðann í röðum sínum. En hvar-
vetna þar, sem Sjálfstæðismenn
hafa haldið fundi, hafa þeir ver-
ið vel sóttir og sýnt mikið og
traust fylgi flokksins og fram-
bjóðenda hans.
Minntust varla
á varnarmálin
ÞAÐ hefur vakið allmikla at-
hygli, að á fundum Hræðslu-
bandalagsins úti um land, hafa
leiðtogar þess varla minnzt á
utanríkis- og öryggismálin. í
upphafi kosningabaráttunnar leit
svo út sem Tíminn ætlaði að
gera samþykkt Alþingis um upp-
sögn varnarsamningsins að einu
aðalmáli kosningabaráttunnar.
En nú er svo komið, að Hræðslu-
bandalagsmenn þora varla að
minnast á þessa samþykkt, sem
þeir fengu kommúnista í lið með
sér til að afgreiða á síðustu dög-
um þingsins.
Af hverju skyldi þetta spretta?
Ástæðan er engin önnur en
sú, að þeir hafa fundið andúð
fólksins á því lánlausa og
ábyrgðarlausa tiltæki að gera
öryggismál þjóðarinnar að
kosningabitbeini.
Það er líka komið í ljós, að
Framsókn meinar ekkert með
forgöngu sinni um uppsögn
varnarsamningsins. New York
Times hefur þau ummæli eftir
dr. Kristni Guðmundssyni í
París, „að ekkert liggi á, að
Bandarík jaher fari af íslandi“!
Ummæli þessi hlýtur utanríkis-
ráðherra íslands að hafa látið
sér um munn fara í einkasam-
tali við einhvern blaðamann eða
stjórnmálamann því eins og all-
ir vita, þá steinþagði hann á
NATO-fundinum í París, og
greiddi atkvæði með því að
nauðsynlegt væri að halda áfram
að efla varnarviðbúnað hinna
frjálsu þjóða.
Þegar á allt þetta er litið, get-
ur íslenzkum almenningi ekki
dulizt í hversu aumlega aðstöðu
Framsóknarflokkurinn er kom-
inn í þessum málum. Hann fær
kommúnista í lið með sér til þess
að samþykkja uppsögn varnar-
samningsins án þess að hafa
nokkurt samráð við bandalags-
þjóðir íslendinga. Þegar til á að
taka, lýsir utanríkisráðherra
Framsóknar því svo yfir, að
„ekkert liggi á“ fyrir Bandaríkja-
liðið að fara frá íslandi. Og hann
tilkynnir ekki einu sinni form-
lega þá uppsögn varnarsamn-
ingsins, sem samþykkt hefur ve’r-
ið.
Loks verður Tíminn stór
reiður, þegar bandalagsþjóð
okkar dregur úr varnarfram-
kvæmdum sínum á Keflavík-
urflugvelli vegna hinna nýju
viðhorfa, sem skapazt hafa í
öryggismálum Islendinga. —
Framsóknarflokkurinn hefur
vissulega orðið sér til mikill-
ar minnkunnar fyrir þetta
framferði. Verst er þó, að hann
hefur orðið íslenzku þjóðinni
til skammar.
Skírn Rannveigar
HARALDUR Guðmundsson hef-
ur nú haldið Rannveigu Þor-
steinsdóttur undir skírn. Hún
Kannveig Þorsteinsdóttir hefur nú sagt sig úr Framsóknarflokknum og tekið sæti á framboðslista Alþýðuflokksins. .— Myndin hér að
cfan sýnir, hvernig teiknari Mbl. hugsar sér skírnarathöfnina, þegar formaður Alþýðuflokksins skírði fröken Rannveigu í viður
vist tveggja skírnarvotta.
hefur nú sagt sig úr Framsókn-
arflokknum og tekið sér sæti á
sjálfum framboðslista Alþýðu-
flokksins í Reykjavík. Það er nú
meiri vöxturinn, sem er hlaup-
inn í þann flokk. Fjórir eða fimm
Framsóknarmenn í Reykjavík
hafa gengið í flokk íslenzkra
Jafnaðarmanna til þess að geta
tekið sæti á framboðslista hans!!
Nú verður Rannveig ekki leng-
ur kennd við Framsóknarflokk-
inn. Nú berst hún eldheitri bar-
áttu fyrir hugsjónum jafnaðar-
stefnunnar. Hinn gamli Fram-
sóknar-Adam, þeirrar Rannveig-
ar, sem sat á þingi í eitt kjör-
tímabil fyrir Framsóknarflokk-
inn, er nú endanlega dauður og
lifnar aldrei aftur. Rannveig
Þorsteinsdóttir hefur látið skír-
ast undir merki Alþýðuflokks-
ins!
Svona grimm eru örlög ís-
lenzkra Jafnaðarmanna. Þeir
geta ekki lengur borið fram
sjálfstæðan lista í höfuðborg
landsins. Framsóknarflokkur-
inn, sá flokkur, sem er and-
stæðastur alira flokka hags-
munum verkalýðsins verður
að lána Alþýðuflokknum
frambjóðendur. I staðinn fyr-
ir menn úr verkalýðssamtök-
unum — eða í tengslunPkvið
þau, býður Alþýðuflokkurinn
nú Reykvikingum upp á af-
dankaða Framsóknarþing-
menn!
En margir draga í efa, að
þessi skírn Rannveigar Þor-
steinsdóttur dugi til þess að
afla henni atkvæða meðal
verk'afólks og launafólks í
Reykjavík. Framsóknarlyktin
af Alþýðuflokkslistanum er
svo sterk, að allt bendir til
þess, að fjöldi fólks fælist
liann. Þar að auki er atkvæða-
brask Hræðslubandalagsins
líklega hvergi óvinsælla en
meðal Reykvíkinga, sem
þekkja hrekkjarbrögð hinnar
gömlu maddömu frá liðnum
tíma.
Tvenns konar
kosningabarátta
ENN sem komið er, hefur það
auðkennt kosningabaráttuna, að
Sjálfstæðismenn hafa rætt stjórn
málin á málefnalegum grundvelli,
en Hræðslubandalagið og komm-
únistabandalagið hafa ausið and-
stæðinga sína botnlausum rógi
og svívirðingum.
Sjálfstæðismenn hafa bent
þjóðinni á það, að aldrei hefur
henni liðið eins vel og nú,
aldrei hafa framfarirnar orðið
eins örar i landinu og s. I. 17
ár, síðan Sjálfstæðismenn kom
ust til áhrifa í ríkisstjórn.
Sjálfstæðismenn hafa leitt rök
að því, að á sviði sjávarútvegs-
mála, landbúnaðarmála og iðn-
aðarmála, hafa þeir haft forystu
um stórfellda uppbyggingu, sem
lagt hefur grundvöll að bættum
lífskjörum almennings.
Það er fyrst og fremst vegna
þess, að undir forystu Sjálf-
stæðismanna hefur fjármagn
þjóðarinnar verið notað til kaupa
á nýjum framleiðslutoekjum,
sem almenningur nýtur í dag
betri lífskjara en nokkru sinni
fyrr.
f skjóli atvihnulífsuppbygging
arinnar hefur þjóðin svo getað
ráðizt í miklar framkvæmdir á
sviði menningarmála, heilbrigðis
mála og samgöngumála.
Það er Sjálfstæðismönnum
mikil gleði, að einmitt nú skuli
vera að rætast draumur þeirra
um rafvæðingu landsins. Þegar
Jón Þorláksson og Jón á Reyni-
stað fluttu fyrstu tillögurnar um
að veita rafmagninu til sveita og
sjávarsíðu, sagði formaður Fram-
sóknarflokksins að slíkt glapræði
myndi „setja landið á hausinn".
Og þegar Sjálfstæðismenn báru
fram fyrsta frumvarpið um virkj-
un Sogsins, kölluðu Framsókn-
armenn það „samsæri andstæð-
inga Framsóknarflokksins".
En nú vilja allir Lilju kveð-
ið hafa. Nú segjast Framsókn-
armenn alltaf hafa verið fram
herjar í baráttunni fyrir hag-
nýtingu vatnsaflsins á Islandi.
Nú minnast þeir ekkert á, að
virkjun Grímsál á Austur-
landi, Mjólkuránna í Arnar-
firði og Fossár í Bolungarvík,
séu „samsæri andstæðinga
Framsóknarflokksins“.
Nú segja þeir þvert á móti,
að allt þetta sé sér að þakka.
Svikin við
málefnasamninginn
BATNANDI mönnum er bezt að
lifa. En er Framsóknarflokkur-
inn annars að batna? Var það
ekki hann, sem rauf stjórnar-
samstarfið og sveik þann mál-
efnasamning, sem rafvæðingin,
húsnæðisumbæturnar og at-
vinnulífsuppbyggingin byggist á?
Jú, það var Framsóknarflokk-
urinn. Honum er aldrei treyst-
andi. Braskið og hentistefnan sit-
ur alJtaf í fyrirrúmi hjá hinum
mikla veiðimanni. Hann veit að
vísu, að veiðimenn eiga að miða
liti klæða sinna við landslagið,
sem þeir veiða í. En hann kann
ekki skil á því, hvaða munur er
á ábyrgðarlausu braski og raun-
hæfu starfi að stjórnmálum og
hagsmunamálum almennings.
Þai bregst honum bogalistin.
Þess vegna heldur hann, að hin-
ar botnlausu svívirðingar Tím‘
ans um Sjálfstæðismenn, muni
reynast honum drjúgar til fylgis.
KAÍRÓ. — Egypzka blaðið „Rosa
el Youssef" birti nýlega viðtal,
sem einn af fréttariturum þess
hafði við ísraelska forsætisráð-
herrann David Ben Gurion. Segir
Ben Gurion þar, að hann sð
reiðubúinn til að hitta egypzka
íorsætisráðherrann Gamel Abdel
Nasser að máli, „hvenær sem er
og hvar sem er,“ jafnvel í Kaíró,
og ræða við hann um, hvað sem
Nasser kynni að liggja á hjarta.
í viðtalinu, sem er fyrsta grein,
sem egypzkt blað hefir birt um
ísrael, segir blaðamaðurinn m.a,
að allir venjulegir borgarar í
ísrael vilji fyrst og fremst frið,
enginn þeirra vilji styrjöld við
Egypta.
★ ★ ★
Blaðamaðurinn segir, að hann
Vantreystir dómgreind
almennings
í ÞESSU felst hin mikla yfir-
sjón Hermanns Jónassonar. Hann
vantreystir dómgreind fólksins
og setur allt sitt traust á veiði-
brellur og brask. Hann heldur
að það sé nóg, að Haraldur Guð-
mundsson skíri Rannveigu Þor-
steinsdóttur Alþýðuflokkskonu.
Þá muni hún sópa að sér fylgi
verkafólks og launafólks í
Reykjavík.
En svona einfalt er málið
ekki. Almenningur í Reykja-
vík veit ósköp vel, að fram-
bjóðendur Framsóknarflokks-
ins endurfæðast ekki við það
eitt að vera gróðursettir á hinu
visnaða og hálfdauða lífstré
pínulitla flokksins. Og það
færist ekkert líf í hið hrörn-
andi tré, þó að nokkrir Fram-
sóknargæðingar séu festir þar.
Þeir visna líka, tréð fellur og
ósigur Hræðslubandalagsins
verður í Reykjavík óskajpleg-
ur.
hafi komizt inn í landið og kom-
izt í samband við fólkið með því
að látast vera fréttamaður frá
Brazilíu. Allir ísraelsmenn, sem
hann hafi átt tal við — að for-
sætisráðherránum meðtöldum —•
álíti, að ómögulegt sé að flytja
arabisku flóttamennina aftur tu
ísrael. Blaðamaðurinn lætur í ljós
aðdáun sína á stórfelldum rækt-
unarframkvæmdúm ísraels-
manna, sem þegar hefir tekizt
að rækta upp nokkuð af eyði-
mörkinni.
Lýkur greininni með því, að
ísraelsmenn Iíti á Egypta sem
sína einustu höfuðfjandmenn, og
allur vígbúnaður ísraelsmanna só
fyrst og fremst vörn gegn Egypt-
um.
Ben Gurion reiðubíinn uð hitfu
Nusser, „hvenær sesn er..“