Morgunblaðið - 27.05.1956, Síða 12
12
morgunblaðið
Sunndagur 27. maí 1956,
SYSTURNAR ÞRJÁR
EFTIR IRA LEVIN - Annar hluti: ELLEN
Framhaldssagan 95
kveljandi og kæfandi, eins og í
bakarofni og eitraður koparþefur
lukti eins og hjúpur um hann —
raddir hrópuðu til hans — hann
sá greiparnar byrja að opnast.—
hann sleþpti, af því að hann vildi
það sjálfur. Það var ekki vegna
hins brennandi, kæfandi lofts-
skorts, eða nálanna, sem stung-
ust í lófa hans, að hann sleppti
takinu. Hann gerði það einungis
af því, að hann vildi það sjálfur
Alveg eins og hann henti sér út
af brúnni. En eðlishvötin hafði
komið honum til þess að grípa um
stálvírinn og nú var hann vel á
leið kominn með að yfirvinna
eðlishvötina — vinstri höndin opn
aðist og féll niður — hann hékk
á hægri hendinni og dinglaði lítið
eitt til í glóandi hitanum. — Það
var olía á handarbakinu, af járn-
stoðinni, eða keðjunni eða ein-
hverju öðru — og þeir hefðu
heldur aldrei hrundið honum út
af pallinum — haldið þið kannske
að hver sem er geti drepið? —
hann hafði stokkið og nú sleppti
hann handfestunni af því að hann
vildi það sjálfur, það var allt og
sumt og það var eins og það átti
líka að vera og hnén skulfu ekki
lengur vegna þess, að nú hafði
hann aftur náð fullkominni stjórn
á sér. — Hann hafði ekki veitt
því athygli, þegar hægri höndin
opnaðist, en hún hlaut engu að
síður að hafa opnazt, því að hann
var að hrapa niður í hinn steikj-
andi funa. Vírarnir þutu ofsa-
hratt upp á við, einhver hljóðaði
eins og Dorrie, þegar hún hrapaði
niður í húsagarðinn og Ellen, þeg
ar fyrsta skammbyssukúlan vann
ekki á henni að fullu — þessi
manneskja gaf frá sér þvílíkt
vesældarleg hljóð og allt í einu
var það hann sjálfur og hann gat
ekki hætt. Hvers vegna hljóðaði
hann? Hvers vegna? Hvers vegna
í ósköpunum skyldi hann vera
að — — Ópið sem rauí hina
skyndilegu kyrr verksmiðjunnar,
endaði í óhugnanlegu skvampi.
Upp úr gagnstæðum hluta stóra
kersins steig grænn strókur til
lofts, eins og smá foss, myndaði
boga og féll svo lóðrétt niður á
gólfið, þar sem hann sundraðist
í milljónir smápolla og dropa.
Það snarkaði lágt í þeim á stein-
gólfinu og breyttist hægt úr
grænu 1 koparraut.
‘ ' M
'l I
15. KAFLI
Kingship varð eftir í verksmiðj-
unni. Gant fylgdist með Marion
til New York aftur. í flugvélinni
sátu þau hljóð og hreyfingarlaus,
sitt hvoru megin við miðganginn.
Að nokkurri stundu liðinni tók
Marion upp vasaklút og þrýsti
honum að augum sér. Gant snéri
sér að henni, fölur yfirlitum.
„Við ætluðum aðeins að þvinga
hann til að meðganga", sagði
hann, eins og í sjálfsvörn. „Við
setluðum ekki að gera það. Og
hann meðgekk. Hvers vegna
þurfti hann endilega að snúa sér
svona óvarlega við?“
Það var eins og orð hans væru
lengi að ná eyrum hennar. „Þér
megið ekki .... “ sagði hún loks,
svo lágt að varla heyrðist.
Hann leit á niðurlútt andlit
hennar: — „Þér grátið", sagði
hann lágt og alúðlega. Hún horfði
á vasaklútinn í höndum sér og sá
votu blettina eftir tárin. Svo
braut hún klútinn hægt saman og
snéri sér út að glugganum:
„Ekki vegna hans“, svaraði hún
hljóðlega.
Þau héldu beint heim í íbúð
L«o Kingships. Þegar kjallara-
meistarinn tók við kápu Marions,
_ Gant iór ekki úr sínum írakka
— sagði hann: „Frú Corliss bíður
komu ykkar inni í setustofunni,
ungfrú Kingship".
„Ó, guð minn góður" sagði
Marion.
Þau gengu inn í setustofuna. í
roðageislum hnígandi kveldsólar
stóð frú Corliss við skáp með
smámunum og skarthlutum og
skoðaði neðra borð lítillar postu-
línsstyttu. Hún lét hana aftur á
sinn stað og snéri sér við, er hún
heyrði dyrnar opnast. — „Komin
strax aftur?“ sagði hún brosandi.
„Hafið þið skemmt ykkur vel
og ....??“
Hún pirði með döprum augun-
um í áttina til Gants. „Ó, ég hélt
að þér væruð .. “ Svo gekk hún
til þeirra, yfir gólfið, staðnæmd-
ist í opnum dyrunum og leit út
í mannlaust anddyrið.
Eftir andartak snéri hún sér
aftur að Marion, brosandi, en
með spurn í rólegum augunum:
„Hvar er Bud?“ spurði hún.
SÖGULOK
Dansað í kvöld
frá klukkan 9—11,30,
Ragnar Bjarnason syngur með hljómsveitinni.
Ókeypis aðgangur. Alfir í Tjarnarcafé.
jusf efcam' ^
Ekki fædd í gær
(It’.í sin to tell a iie)
BJÖRN R. og hljómsveit
leika og syngja.
Æfinleoa
(Evermore)
ADDA ÖRNÓLFS
, syngur
með hljómsveít Björns
R. Einarssonar
Adda
Þessi margeftirspurða plata er nú kom’n á mark-
aðinn. — Ennfremur nýju íslcnzku hljómplöturnar
með STEFÁNI ÍSLANDI, Erlu Þorsteinsd. og
Ingibjörgu Smith.
NÝ SENDING af nýjuslm og vinsælustu dægurlög-
unum á plötum og nótum.
HL J ÓÐFÆR A VERZLUN
Sigriðar Hetgadóttur
Lækjargötu og Vesturveri.
SILFURTUIMGLIÐ
Hartsðeikur
í kvöid klukkan 9.
Hin vinsæla hljómsveit JOSE M. RIBA leikur.
Aðgöngumiðar seldir eítir ki. 8.
Silfurtunghð — Sími 82611.
í síðdegiskaffitímamim
leikur hljómsveit JOSE M. RIBA
Söngvari með hljómsveitinni er hinn vinsæii danski
dægurlagasöngvari BÖRGE WAGNER, sem stundum
hefur verið nefndur Frankie Lane Danmerkur
Silfurtunglið — Sími 82611.
Þórscafé
Dansleikur
að Þórscafé í kvöld klukkan 9.
Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar leikur.
Aðgöngumiðasala frá kl. 5—7.
Carðeigendur
Athugið! Sjaldgæfar útirósir og blómstrandi runnar.
Allt afleggjarar, rótarskot og fræ. er garðyrkjustöð Hall-
gríms H. Egilssonar, Grímsstöðum, Hveragerði, hefur
fengið og ræktað úr hinum faúega garði Kristmanns Guð-
rnundssonar, Hveragerði. — Selt næstu daga í KRON-
portinu, Bankastræti og Blóm og Ávöxtum.
Athugið! Takmarkaðar birgðir.
Skemmtissgling
Slysavarnafélag Kópavogs mun hafa björgunarbátinn
Gísla J. Johnsen í skemmtisiglingu fyrir almenning, ef
veðui leyfir, sunnudaginn 27. mai 1956, milli ki. 4 og 8,
frá Kópavogsbryggjunni.
Stjórnin.
Skriísiotustúlka
óskast frá 1. júní n. k. Þarf að kunna vélritun. Tilboð
merkt: „Stundvís — 2239“, sendist afgr. Mbl. fyrir 30.
maí næstkomandi.
1) — Þér mun vissulega geðj-
ast að þessum skemmtistað,
Sirrí.
— Já, hann virðist ekki svo af-
leitur.
2) — Skál fyrir ferðinni okkar
inn í Kongó, að hún gangi vel.
3)
Villtu dansa við mig,
Sirri.
4) — Hvernig lízt þér á Phil,
Davíð?
— Ja, ég velt það ekkl. Bn vl®
verðum að gera allt sem við get-
um þar sem faðir hans greiðip
íerðakostnaðinn.