Morgunblaðið - 27.05.1956, Side 16

Morgunblaðið - 27.05.1956, Side 16
Veðrið í dag: Allhvass eða hvass SV. Þoka og súld. Reykjavíkurbréf Sjá blaðsíðu 9. Utankjörstaöa- kosning hefst í dag Hafið samband við kosningaskrifstofur flokksins UTANKJÖRSTAÐAKOSNING hefst í da£, sunnudag. I Reykja- vík fer kosningin fram í Melaskólanum frá kl. 10—12, 2—0 og 8—10 alla daga nema sunnudaga, en þá er kosið frá kl. 2—6. Annars staðar á landinu er hægt að kjósa hjá bæjarfógetum og hreppsstjórum. Erlendis fer kosning fram hjá íslenzkum sendiráðum og ræðis- mönnum íslands, sem tala íslenzku og eru af íslenzku bergi brotnir. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er í Vonarstræti 4, III. hæð, opin 10—10 virka daga og 1—7 á sunnudögum, símar 7574 og 81860. Skrifstofan veitir stuðningsmönnum flokksins allar upplýsingar og fyrirgreiðslu í sambandi við utankjörstaða atkvæðagreiðslu og kjörskrá. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að gefa skrifstofunni upplýsingar um kjósendur flokksins, sem dveljast fjarri heimilum sínum á kjördag. Athygli skal vakin á því, að kærufrestur vegna kjörskrár er útrunninn 3. júní n.k., og ættu menn að athuga fyrir þann tíma Itvort nöfn þeirra eru á kjörskránni. Hesfamannamót Elliðaárskeiðvelli IBYRJUN júlímánaðar er á- formað að haldið verði á Skeiðvellinum við Elliðaár, mót hestamanna á svæðinu milli Ölfusár og Botnsár í Hvalfirði. Hestamannafélagið Fákur hefur einkum með höndum undirbún- ing að móti þessu. Þar fer fram góðhestakeppni og efnt verður til kappreiða stökkhesta og skeið- hesta. Áhugi manna fyrir hestaíþrótt- inni hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum og munu nú vera alls um 500 hestar í Reykja- vík, að sjálfsögðu nær eingöngu reiðhestar, enda má sjá um hverja helgi fjölda mánns á hest- um hér í nágrenni bæjarins. Á þessu hestamannamóti munu Reykvíkingar senda 12 hesta til góðhestakeppninnar, bændur á Kjarnarnesi og í Kjós 6 og Hafn- lirðingar og bændur á Suðurnesí- um 6 hesta. • A SKEIÐVEI I INUM Reykvískir hestamenn hafa unnið mikið í sumar við svæði sitt kringum Skeiðvöllinn, en þar hafa þeir mikinn hug á að koma upp félagsheimili, hesthúsi, 800 metra langri skeiðbraut o. fl., sagði Þorlákur Ottesen í stuttu samtali við Mbl. í gær. Nú er t.d. búið að girða með vandaðri girð- ingu allt kringum landsvæðið og þarna býður okkar mikil sjálf- boðaliðsvinna, sagði Þorlákur, en hestamenn hafa lagt fram mjög mikla vinnu undanfarnar vikur. Á fyrsta kosningafundi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík var mikið fjölmenni. Sjálfstæðishús- ið var fullt út úr dyrum og urðu margir að standa. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Með fullfermi af Grænlandsmiðum SEM KUNNUGT er, eru tog- ararnir fyrir nokkru byrjað- ir veiðar á Grænlandsmiðum, en þar fiska þeir i salt, herzlu og karfa fyrir frystihúsin. Þrír togarar héðan úr Reykjavik eru nú nýkomnir af veiðum, þeir Askur, Geir og Úranus. Hinir tveir fyrrnefndu voru á ofanverðum Jónsmiðum og komu báðir með fullfermi. afði Geir aðeins verið 6 só!- arhringa í allri veiðiferðinni, þar af 3 á veiðum. — Tog- arinn Úranus var aftur á móti á svonefndum nafnlausum banka við vestur Grænland og var með fullfermi af þorski og ýsu. Togararnir Marz, Hallveig Fróðadóttir og Egill Skalla- grímsson. enu væntanlegir af veiðum frá Grænlandi í dag. Undirbúningur að stofnun krabbameinsstöðvar lokið AÐALFUNDUR Krabbameins- félags íslands var haldinn nýlega. Flutti formaður félags- ins, próf. Niels Dungal, ýtarlega skýrslu um starfsemi félagsins og deilda þess á síðasta ári, Auk víðtækrar fræðslustarfsemi og útgáfu Fréttabréfs, hefur félagið á hendi skráningu krabbameina á’ íslandi og eru miklar vonir tengdar við hana í fræðilegu til- liti. Þá hefur • félagið nýlok- ið undirbúningi stofnunar krabbameinsleitarstöðvar i Reykjavík og mun stöðin hefja starfsemi sina með haustinu. Verður almenningi nánar greint frá tilhögun starf seminnar síðar. Einnig vínnur félagið nú að undirbúningi víð tækra rannsókna á lifnaðar- háttum landsmanna í því skyni að varpa ljósi á orsaka- samband milii lífskjara manna og krabbameins. HEIMSÞEKKTIR LÆKNAR í IIEIMSÓKN Félagið á von á heimsókn Sundmeistaramót Islands í Hafnarfirði í dag kl. 5 SUNDMEISTARAMÓT íslands fer fratn í Sundhöll Hafnar fjarðar á sunnudag kl. 2 e. h. og á mánudagskvöld kl. 8,30. Keppt verður í öllum meistaramótsgreinum og auk þess í ung- lingasundum. * AI.I.IR BEZTU SUNDMENN ÍSLANDS Sundhöll Hafnarfjarðar er glæsileg og hefur áður verið vett- vangur stórra sundmóta. — Með- al keppenda á mótinu þar nú verða allir beztu sundmenn og konur landsins. Meðal þeirra má nefna hina nýju „stjörnu" Ágústu Þorsteinsdóttur, Ármar.ni, Helgu Haraldsdóttur KR, Pétur Krist- jánsson og Þorgeir Ólafsson, Ár- Ágústa með Flugfreyjubikarinn manni, Akurnesingana Sigurð og Þorgeir með Sindrabikarinn Sigurðsson og Jón Helgason, eru meðal keppenda á nceistara- Helga Sigurðsson, Ægi, að ó- mótinu. gleymdum Hafnfirðingunum, en meðal þeirra er Ólafur Guð- mundsson, Haukum, einn af eldri sundmönnunum, sem nú hefur aftur hafið æfingar og keppni. Bamferíkjametm eru Hvers vegna skipti Rannveig um flokk? Hvað eru „sameiginleg44 framboð? EF einhverjir eru í vafa um, að Framsókn og Alþýðu- flokk sé ljóst, hvert glappaskot þeir hafa gert með sínum sameiginlegu framboðum, þá þarf ekkl annað en að spyrja: Hvers vegna skipti Rannveig um flokk? Vilja blöð þessara tveggja flokka svara þeirri spurningu? Hafði Rannveig skipt um stjórnmálaskoðun? Ef svo er, Þ* mun það einsdæmi í veraldarsögunni, að frambjóðandi skipti gersamlega um stjórnmálastefnu daginn eftir framboð sitt!! VERSTA VANDRÆÐAMÁLIÐ Getur nokkrum heilvita manni dulizt, að úrsögn Rann veigar úr Framsóknarflokknum sýnir svart á hvítu, að henni sjálfri og foringjum Framsóknar og Alþýðuflokks er fylli- lega ljóst, að breilan með tvo flokka á sama lista er nú þegar orðin að einu versta vandræðamáli, sem fyrir Hræðslu bandalagið gat komið, — hvernig svo sem úrskurður land- kjörstjórnar fellur. Ekkert sýnir betur það vandræðafum, sem nú er t. d. á Alþýðuflokknum, en sú furðulega staðhæfing í varnarskjali hans fyrir landkjörstjórn, að framboð Hræðslubandalags- flokkanna séu ekki „sameiginleg — því slíkt væri rangt eins og framboðin sjálf bera með sér“!! Hvað ertl sameiginleg framboð ef ekki framboð á sam- eiginlegum lista? þriggja heimsþekktra lækna, er lengi hafa starfað á sviði krabba- meinsrannsókna og krabbameins- baráttu. Munu þeir verða hér í júlíbyrjun, flytja hér erindi og vera félaginu ráðgefandi um ýmislegt er varðar krabbameins- baráttuna hér á landi. Stjórn félagsins skipa nú: For- maður er próf. Niels Dungal, rit- ari Alfreð Gíslason læknir og fé- hirðir Hjörtur Hjartarson verzl- unarstjóri. Aðrir í stjórn eru: Bjarni Snæbjörnsson læknir, Frið rik Einarsson læknir, Gísli Jón- asson skólastjóri, Guðjón Gunn- arsson fulltrúi, Gunnar Möller lögfræðingur og frú Sigríður J. Magnússon. Starfandi deildir félagsins eru í Reykjavík, Hafnarfirði, Kefla- vík, Vestmannaeyjum og á Akur- eyri. Byssuleyfin tekin af pilfunum LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykja- vík, Sigurjón Sigurðsson, skýrði Mbl. frá því í gær vegna skrifa í blaðinu, að byssuleyfi hefðu ver- ið tekin af piltunum tveim, sem skutu í gegnum sumarbústaðinn austur við Kaldárhöfða á dögun- um, og mál þeirra sent sakadómi Reykjavíkur. Kvaðzt lögreglu- stjóri líta mjög alvarlegum aug- um á það, ef í'ljóS kæmi, að byssu- leyfishafar misnotuðu skotvopn sín. Hann skýrði blaðinu og frá því, að lögreglan óskaði einmitt eftir því að fólk gæfi henni upp- iýsingar ef það yrði þess vart að ógætilega og óleyfilega væri far- ið með skotvopn. New York. — Bandarikjamönn- um hefir Uólgað um rrteir en 16 milljónir frá því árið 1950. Manntalssk; ifstofan í Bandaríkj- unum telur Bandaríkjamenn nú vera 167.4*J 000. Stfóinmálafundir á Snæfellsnesi OJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN heldur þrjá aimenna stjórnmála- ^ fundi á Snæfellsnesi í næstu viku. Fundirnir verða haldnir á þessum stöðum: Hellissandi, Ólafsvík og Grafarncsi. Frummælendur á fundunum verða: Bjarni Bcncdiktsson, dómsmálaráðherra og aL þingismennirnir Jóhann Hafstein og Sigurður Ágústsson. Fyrsti fundurinn verður haldinn á Heliissandi mánudaginn ?S. maí. Á Óiafsvík þriðjudaginn 29. maí og í Grafarnesi miðvikudag. inn 30. wú Fundirnir hefjast ailir kl. 9 s.d.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.