Morgunblaðið - 24.07.1956, Side 9

Morgunblaðið - 24.07.1956, Side 9
Þriðjudagur 24. júlí 195r morcvnb:/aðið 9 Ræðo Krúsjeffs — Blóðferill Stalins „ÉG ÞQLDI EKKI PYNDII\IGARIMAR.“ í RÆÐU Krúsjeffs er grúi af frásögnum um þá ógnaröld, sem ríkt liefur í Rússlandi og á rætur sínar í kommúnism- anuin sjálfum, stefnu hans og skipulagi. Sú saga Krúsjeffs, sem hér birtist, er um pyndingar og morð byltingamannsins Eikhe. Ilún er aðeins ein af hinum mörgu frásögnum um hið kommúnistiska grimmdaræði, en Krúsjeff hefur valið hana ásamt mörgum öðrum, sem sýnis- horn af því, sem gerðist. MORÐIÐ á Eikhe er dæmi um svívirðilegt fals og hrylli- legt brot á lagahelgi byltingar- innar. Eikhe hafði verið floklcs- maður síðan 1905 og var eitt sinn frambjóðandi til stjórnmáladeild ar miðstjórnarinnar. (Hreyfing í salnum.) Félagi Eikhe var tekinn fastur 29. apríl 1938 á grundvelli gagna, sem voru tómar lygar, og án sam- þykkis frá saksóknara ríkisins, sem ekki var fengið fyrr en 15 mánuðum eftir handtökuna. Rann sókn á máli Eikhe var þannig löguð, að hún var hið freklegasta og andstyggilegasta réttarbrot, hlutdrægni og falsanir. Rannsókn ardómararnir létu pynda F.ikhe og var hann þannig neyddur til að undirskrifa bókun snemma, þar sem hann játaði á sig mann- dráp. Margir mjög vel þekktir floklcsmenn voru þá ákærðir um það sama. Þann 1. okt. 1939 sendi Eikhe yfirlýsingu til Stalins, þar sem hann neitaði að vera sekur og bað um rannsókn á málinu. I yfir lýsingunni stóð: „Það er ekki til neitt áumara volæði en að sitja í fangelsi þeirr- ar ríkisstjórnar, sem ég hef alltaf barizt fyrir." Önnur yfirlýsing er til frá Eikhe, sem hann sendi Stalin 27. október 1939. Þar skýfði hann á sannfærandi hátt frá staðreynd- unum og afsannaði hin upplognu kæruatriði. Hann hélt því fram, að þessi ruddalega ákæra, væri verk manna, sem væru Trotsky- istar í raun og veru, en hann hefði samþykkt handtöku þessara manna, þegar hann var aðalritari flokksstjórnarinnar í Vestur Siberíu. Nú væru þessir menn að hefna sín á honum. Að nokkru leyti væru kærurnar byggðar á fölsun, sem rannsóknadómararn- ir hefðu framkvæmt. Eikhe tók svo til orða í þessari yfirlýsingu: .....Þann 25. október í ár var mér skýrt frá að rannsókninni í máli minu væri lokið, og mér var leyft að kynna mér rannsóknina. Væri ég sekur, þó ckki væri nema um einn hundraðasta af þeim glæpum, sem mér eru gefnir að sök, mundi ég ekki þora cð senda þér þessa yíirlýsingu á undan af- töku minni. En ég hef ekki einu sinni orðið sekur um einn af þess- ,um glæpum, og hjarta mitt er • •' Onnur grein hreint af öllum skuggum hvers- konar illmennsku. Ég hef aldrei á ævi minni sagt bér ósatt orð og nu þegar ég stend með báða fæt- ur í gröfinni, segi ég líka satt. Allt málið er glöggt dæmi um persónulega árás, lygar og lög- brot....“ „.... Nú kem ég að hinum smánarlegasta atburði lífs mins, sem er hin eina sök, sem ég ber gagnvart flokknum og gagnvart þér. Ég á þar við játningu mína á gagnbyltingarstarfsemi En ástæðan er þessi: Ég þoldi ekkl hinar líkamlegu pyndingar, sem Ushakov og Nikolayev beittu við mig. Sú fyrsta var einkum sár, en þeir notuðu sér þá vitneskju, að ég var rifbrotinn og ekki vel gróinn, þannig að ég hafði af þessu mikinn sársauka. Þann- ig var ég þvingaður til að ákæra sjálfan mig og aðra. Mest öll játning mín er skrifuð eftir forsögn Ushakov, en nokkuð af henni er tekin úr gögnum lög- reglunnar i Vestur Siberíu, en á því ber ég ábyrgð. Ef eitthvað af þeim sögum, sem Ushakov spann upp og ég skrifaði undir. var ekki nógu trúleg, var ég neyddur til þess að skrifa iðra nýja. Ég bið og grátbæni þig um að rannsaka mál mitt aftur. Ég bið ekki um þetta í þeim tilgangi að mér verði hlíft, heldur til að af- hjúpaðar verði þær grimmdar- legu álygar, sem vafizt hafa um persónu mina, lílct og höggormur, og einnig hefur komið niður á öðrum mönnum, og á séí engan stað í öðru en veikleika mír.um og glæpsamlegum ákærum. Ég hef aldrei svikið þig né flokkinn, ég veit að ég mun farast vegna undirróðurs frá óvinum flokksins og þjóðarinnar, sem fölsuðu kær- ur gegn mér.“ Svo þýðingarmikil yfirlýsing var auðvitað þess virði að vera rannsökuð af miðstjórninni. En þetta var ekki gert og yfirlýs'ng- in var send Beria, en misþyrm- ingin á Eikhe hélt áfram. Hinn 2. febrúar 1940 var Eiirhe leiddur fyrir dóm. Hann játaði enga sök, en tók eftirfarandi fram: „í öllum þessum svokölluðu játningum mínum er ekki nokkur staíur skrifaður af mér sjálfum, nema nafn mitt undir bókanirn- ar, sem ég var þvingaður með pyndingum til að skrifa. Ég hef gert játningar mínar þvingaður af rannsóknardómnrunum, sem hafa kvalið mig, allt frá þvi að ég var handtekinn. Eftir bað byrjaði ég að skrifa alla þessa vitleysu. Ég legg á það mesta áherzlu að segja dómurunum, flokknum og Stalin, að ég sé ekki sekur. Ég hef aldrei orðið sekur um neitt samsæri. Ég mun deyja í trúnni á réttmæti stefnu flokks ins, eins og ég hef trúað á hana allt mitt líf.“ „SANNUEIKSFJANDSAM- LEGT BLAÐUR“ „ÞETTA sannleiksfjandsam- lega blaður um einræði Stal- ins, kommúnistiskt ofbeldi, rússneskt þrælahald, rúss- neskan yfirgang, rússneska heimsvaldastefnu, á ekki við nokkur rök að styðjast. Það er aðeins mannliatursáróður sið- iausra fjárplógsmanna, til þess að hræða fólk frá sósial- isma og ginna það til að láta múra sig undir kúgun, arðrán, örbirgð, andlcgt ófrelsi og síð- ar mcir milljónamorð í krafti atómsprengjumiar, ef guð lof- ar.“ Andlegt frelsi, erindi flutt á fundi Stúdentafélags Reykjavíkur 12. jan. 1950 af Þórbergi Þórðarsyni. Þann 4. febrúar var Eikhe skotinn. (Hneykslunaróp í salnum). En nú hefur það verið upplýst að sakir gegn Eikhe voru upp- lognar og hann hsfur nú fengið uppreiisn æru í gröf sinni“. Þriggjo milljónn tjón STOKKHÖLMI, 19. júlí: — Snemma í morgun kom upp mikill eldur í hverfi einu í borginni — þar sem mikið er af háreistum timburhúsum. Tók það slökkviliðsmenn langt á fjórðu kiukkustund að ráða niðurlögum eldsins — og urðu skemmdir af völdum hans mjög miklar. Tjónið er metið á 3 milljónir sænskra króna, og er þetta einn hinn mcsti eldsvoði, sem um getur í Slokkliólmi á síðari árum. Eldsupptök eru ókunn. Krúsjeff og félagar hans báru Stalin til grafar og „söknuður vætti nálega hverja brá“. Tveimur árum siðar var Stalin afhjúpaður. Þegar síldarskipin koma svona hlaðin til hafnar, en þetta er Sigurður frá Siglufirði, þá segja menn á sildarplönunum, að þetta skipið eða hitt, hafi komið inn og verið eins og fjöl á vatninu og eiga þá við að svo litlu hafi mátt muna að skipið færi á kaf að aðeins fjalarbreidd hefði staðið upp úr. Ljósm.: Jóhannes Þórðarson, Siglufirði. Afli síldveiðiflotans samkvæmt skýrslu Fiskifélagsins Botnvörpuskip: Egill Skallagrímsson Rvík 3199 Jón Þorláksson Rcykjavík 508 Jörundur Akureyri 8050 Mótorskip: Aðalbjörg Akranesi 2070 Ágústa Vestmannaeyjum 785 Akraborg Akureyri 527G Akurey Hornafirði 1800 Arnfinnur Stykkishólmi 1361 Arnfirðingur Reykjavík 1362 Ársæll Sigurðsson Hafnarf. 3166 Ásgeir Reykjavík 1382 Atli Vestmannaeyjum 1325 Auður Akureyri 911 Baldur Dalvík 4911 Baldur Vestmannaeyjum 2823 Baldvin Þorvaldsson Dalvík 3152 Bára Flateyri 2878 Barði Flateyri 2878 Bergur Vestmannaeyjum 2547 Bjargþór Ólafsvík 913 Bjarmi Dalvík 4041 Bjarni Jóhannesson Akran. 2528 Björg Eskifirði 2905 Björg Neskaupstað 2126 Björg Vestmannaeyjum 1238 Björgvin Dalvík 3160 B.jörgvin Keflavík 2189 Björn Jónsson Reykjavík 3669 Björn riddari Vestmannaeyj. 1725 Búðafeil Búðakauptúni 967 Böðvar Akranesi 608 Dóra Hafnarfirði 1210 Einar Hálfdáns Bolungarvík 3727 Einar Þveræingur Ólafsfirði 2581 Erlinguf XII Vestmannae. 2070 Erlingur V Vestmannae. 1902 Fagriklettur Hafnarfirði 2910 Fákur Hafnarfirði 3961 Fanney Reykjavík 3656 Faxaborg Hafnarfirði 3976 Faxi Garði 728 Flóaklettur Hafnarfirði 1057 Flosi Bolungarvík 1687 Fram Akranesi 1422 Freyfaxi Hafnarfirði 856 Frigg Vestmannaeyjum 1456 Fróði Njarðvík 3066 Fróði Ólafsvík 1988 Garðar Rauðuvík 3695 Geir Keflavík 2628 Gissur hvíti Hornafirði 2190 Gjafar Vestmannaeyjum 2645 Glófaxi Neskaupstað 2073 Goðaborg Neskaupstað 2361 Grundfirðingur Grafarnesi 2538 Grundfirðingur II Grafarn. 2810 Græðir Ólafsfirði 1970 Guðbjörg Hafnarfirði 721 Guðbjörg ísafirði 2214 Guðbjörg Sandgerði 1005 Guðfinnur Keflavík 4097 Guðm. Þórðarson Gerðuiu 1506 Guðm. Þoriákur Reykjavík 1868 Gullborg Vestmannaeyjum 2403 Gullfaxi Neskaupstað 2982 Gunnar Akureyri 2510 Gunnólfur Ólafsfirði 5023 Gunnvör ísafirði 1987 Gylfi Rauðuvík 2433 Gylfi II Rauðuvík 2969 Hafdís Þingeyri 915 Hafbjörg Hafnarfirði 3668 Hafrenningur Grindavík 2512 Hafþór Reykjavík 1390 Hagbarður Húsavík 2921 Hannes Hafstein Dalvík 3050 Haukur I Ólafsfirði 2775 Heiðrún Bolungarvík 2668 Helga Reykjavík 5514 Helgi Hornarfirði 1102 Helgi Flóventsson Húsavík 3433 Helgi Helgason Vestmannae. 3586 Hildingur Vestmannaeyjum 1439 Hilmir Hólmavík 1159 Hilmir Keflavík 3557 Hrafn ’Sveinbj.son Grindav. 1863 Hringur^ Siglufirði 3036 Hrönn Ólafsvík 1370 Hrönn Sandgerði 1427 Huginn Neskaupstað 1395 Hvanney Hornafirði 1673 Höfrungur Akranesi 3696 Ingólfur Hornafirði 824 ísleifur Vestmannaeyjum 563 ísleifur II Vestmannaeyjum 1477 ísleifur III Vestmannaeyjum 1219 Ingvar Guðjónsson Akureyri 4168 Jón Finnsson Garði 2602 Júlíus Björnsson Dalvík 3737 Kap Vestmannaeyjum 2487 Kári Sölmundarson Rvík 2824 Keilir Akranesi 2198 Kópur Keflavík 3046 Kristján Ólafsfirði 3366 Langanes Neskaupstað 2613 Magnús Marteinsson Nesk.st. 1599 Marz Reykjavík 1839 Mímir Hnífsdal 1654 Mummi Garði 2522 Muninn Sandgerði 1825 Muninn II Sandgerði 1800 Njörður Akureyri 566 Nonni Keflavík 2^12 Ólafur Magnússon Akranesi 2240 Ólaíur Magnússon Keflavík 3062 Páll Pálsson Hnífsdal 2409 Páll Þorleifsson Grafarnesi 2500 Pálmar Seyðisfirði 1073 Pétur Jónsson Húsavík 2366 Rex Reykjavík 2296 Reykjanes Hafnarfirði 2057 Reykjaröst Keflavík 2714 Reynir Akranesi 2378 Reynir Vestmannaeyjum 3576 Rifsnes Reykjavík 1249 Runólfur Grafarnesi 1599 Sidon Vestmannaeyjum 1197 Sigurbjörg Búðarkauptúni 1653 Sigurður Siglufirði 3878 Sigurður Pétur Reykjavík 2480 Sigurfari Hornafirði 1466 Sigurfari Grafarnesi 1488 Sigurfari Vestmannaeyjum 1276 Sjöstjarnan Vestmannae. 2029 Sleipnir Keflavík 1256 Smári Húsavik 4038 Snæfell Akureyri 6146 Snæfugl Reyðarfirði 3256 Stefán Árnason Búðakaupt. 2111 Stefán Þór Húsavík 2510 Stefnir Hafnarfirði 1935 Steinunn gamla ICeflavík 2478 Stella Grindavík 2663 Stígandi Vestmannaeyjum 4102 Stígandi Ólafsfirði 10.06 Stjarnan Akureyri ^ 866 'Súlan Akureyri 5331 Svala Eskifirði 783 Svanur Keflavík 2677 Svanur Stykkishólmi 2568 Sveinn Guðms Akranesi 2474 Sæbjörn ísafirði 1744 Sæfaxi Neskaupstað 1311 Sæfaxi Akranesi 2580 Sæhrímnir Keflavík 1863 Sæljón Reykjavík 3167 Særún Siglufirði 2650 Sævaldur Ólafsfirði 2588 Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.