Morgunblaðið - 24.07.1956, Page 16

Morgunblaðið - 24.07.1956, Page 16
166. tbl. — Þriðjudagur 24. júlí 1956 ÁRÍÐANDI FLLLTRIÍA- OG TRLIVIAÐAR- IUAIMNARÁÐ8FUIMDIJR í KVÖLD Fudarefni: Stjórnarskiptin í KVÖLD kl. 8,30 verður fundur haldinn í Sjálfstæðishúsinu í fulltrúaráði og trúnaðarmanna- ráði Sjálfstæðisflokksins í Rtvykjavík. Umræðuefni fundarins verður Sildar- söltun stöðvuð SÍLDARSÖLTUNvar stöðvuð s.l. nótt kl. 12 á miðnætti, þar eð saltað hafði verið upp í gerða samninga. Síldarsöltun mun þá hafa numið rúm- lega 230 þúsund tunnum, stjórnarskiptin ogr mun Bjarni Benediktsson verða málshefjandi og gera grein fyrir þeim nýju við horfum, sem skapazt hafa vegna stjórnarskiptanna. Aliir fulltrúar og trúnaðar- menn eru hvattir tii þess að mæta á þessum mikilvæga fundi og sýna skírteini við innganginn. Þeir nýir fulltrúar og trúnað- armenn, sem ekki hafa fengið afhent skíríeini sín geta fengið þau við innganginn. Þetta er nýjasta myndin frá Siglu firði, tekin yfir bæinn í síðustu viku, er síldarverlcsmiðjurnar voru að fara í gang hver af ann- arri. Reykinn úr þeim leggur hátt í loft upp, því logn er í bænum. Það er annars langt síðan, að hægt hcfur verið að taka svona mynd í hinum gamla síldarbæ. — (Ljósm. Jóhannes Þórðarson, Siglufirði). en samið hafði verið um sölu á 240 þús. tunnum. Eftir var aðeins að salta skv. sérverkunarsamning- um, svo scm kryddsíld o. fl. Síldarútvegsnefnd hefur leitað eftir viðbótarsamn- ingum við Sovétríkin um sölu á 50 þús. tunnum, en svör eru enn ókomin. MiUH veiði í gær bæði við Kolbeinsey og á Austursvæðinu skip einnig fengið góð köst á Siglufirði, 23. júlí. — Frá fréttaritara. LITIL síldveiði var yfir helgina, enda þoka á miðunum. En á sunnudagskvöld hófst veiðin aftur og var síld bæði á vestur- svæðinu hjá Kolbeinsey og á mánudag var aftur mikil veiði austur af Langanesi. — Síldveiðiskipin hröðuðu sér mjög til hafnar þar sem líklegt var að síldarsöltun yrði stöðvuð um kvöldið. Var saltað allan daginn bæði á Raufarhöfn og Siglufirði. 64 þús. tunnur saltaðar Raufarhöfn 23. júlí: í DAG, síðasta söltunardaginn, var mjög mikil söltun á Rauf- arhöfn. Mun hún hafa numið samtals á sjö söltunar- stöðvum um 8000 tunnum og er heildarsöltunin á Raufar- höfn þar með nær 64 þúsund tunnur. Söltunin skiptist þannig milli söltunarstöðva: Hafsilfur 16800 tunnur, þar af 2000 tunnur í dag. Óskarsstöð 12 þús. tunnur, þar af 1400 tunnur í dag. Oðinn 10400 tunnur, þar af um 700 í dag. Skor 9700 tunnur, þar af um 1100 í dag. Norðursíld 6500 tunnur, þar af 800 í dag. Gunnar Halldórsson 5000 tunnur, þar af 1000 í dag. Hólmsteinn Helgason 2800 tunnur, þar af 500 í dag. Cuðmundur í sækh línuna iil Oslóar Fara Hannibal ocj Luðvik á næstunni til iltoskvu?! HINN nýi utanríkisráðherra, Guðmundur í. Guð- mundsson, flaug s.l. sunnudag til Oslóar. Var hann væntanlegur heim aftur í morgun. Getgátur eru uppi um það, að erindi hans hafi verið það á fund jafnaðarmanna á Norðurlöndum, að fá að vita hjá þeim, hvernig fara eigi að því að vinna með kommúnistum. Hvort liann kemur miklu fróðari af þeim fundi, skal ósagt látið að sinni. FARA HANNIBAL OG LÚÐVÍK TIL MOSKVU? Almennt er talið mjög líklegt, að næst muni þeir Lúðvík og Hannibal leggja leið sína til Moskvu til þess að fá „línu“ hjá „félögunum“ í Kreml til þess að starfa eftir í ríkisstjórn íslands. Guðmundur I. hefir væntanlega fengið sína „línu“ hjá „bræðraflokkunum“ í Oslóaríerðinni. 50 SKIP VEIDDU VIÐ KOLBEINSEY Um 50 skip fengu síld í nótt á Kolbeinseyjarmiðum vestur af eynni og fór öll sú síld í söltun bæði hér á Siglufirði og til Eyja- fjarðarhafna. í dag hafa mörg vestursvæðinu. Var t. d. Fanney komin með 700 tunnur og all- mörg skip með 400 og 500 tunn- ui\. 20 ÞÚS. MÁL Á HJALTEYRI Hjalteyri 23. júlí: Hér var haldið áfram að bræða síld úr þróm og endast þær birgð ir enn i tvo daga. Þijú skip komu hingað með 4—500 tunnur til sölt unar. Frétzt hefur, að Egill Skalla grímsson, sem er að veiðum á austursvæðinu sé búir.n að fá 1400 mál og heldur hann áfram veiðum. Heildarbræðsla hér nem- ur nú um 20 þús. málum. 2G00 TUNNUR Á EINUM DEGI Húsavík, 23. júlí: — Á þessum síðasta degi síldarsöltunarinnar á þessari vertíð bárust hingað alls um 2600 tunnur síldar af fimm skipum: Von GK 400 tunnur, Smári 500, Pétur Jónsson 1000, Vörður 7—800. Neskaupstað, 23. júlí: — Hing- að ltomu í gærmorgun Huginn NK með 255 tunnur síldar í salt og Sæfáxi NK með 320 tunnur í salt og 150 mál í bræðslu. Sölt- unarstöðin hér hefur þá saltað i 2800 tunnur. Þráinn NK er á leið inn með 200 tunnur í salt, sem fengust út af Dalatanga. Síldaraflinn nálgast hálfa milljón tunnur og mál Ambassador í París WHKfflm UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ til- kynnti í gær að Agnar Kl. Jóns- son hefði yerið skipaður ambassa- dor íslands með umboði í Frakk- landi og jafnframt veitt lausn frá sendiherrastarfi í London. HIN opinbera síldarskýrsla Fiskifélags íslands greinir frá því að kl. 12 á miðnætti s. 1. laugardag 21. júlí, hafi síldveiðiflotinn við Norðurland verið búinn að leggja á land afla sem hér segir: í bræðslu 202 þús. mál í salt 217 þús. tunnur í frystingu 7,2 þús. t. (I fyrra 7,5 þús. mál). (í fyrra 81 þús. tunnur). (1 fyrra 4,3 þús. t.). Heildaraflinn nú er því um 427 þúsund mál og tunnur, en var á sama tíma í fyrra um 93 þúsund mál og tunnur. Á þeim tíma sem skýrsla þessi er miðuð við, var vitað um 187 skip, sem höfðu fengið einhvern afla móti 130 skipum í fyrra. Af þeim höfðu 180 skip aflað 500 mál og tunnur samanlegt eða meira, móti 75 skipum í fyrra, sem náð- höfðu því aflamagni. Skrá yfir þau 180 skip, sem aflað hafa meira en 500 mál og tunnur er á bls. 9. Nú hefur enn borizt mikill síldarafli á land. Var síldar- söltun komin yfir 230 þús. tunnur í gær og telja má lík- !egt að síld til bræðslu, senn, landað hefur verið sé nú komin nálægt 250 þúsund málum. Síidaraflinn mun því nema rétt tæpri hálfri milljón tunn- um og málum. Reknetjaveiðar í Faxaflóa hefjast AKRANES 23. júlí: — Sjö Akra- J tveir fara út á morgun og eru nesbátar fara á reknetjaveiðar í 1 það Ásbjörn og Sigrún. — Oddur. Faxaflóa á næsturni. Þeir fyr«tu '

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.