Morgunblaðið - 29.07.1956, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 29.07.1956, Qupperneq 9
Sunnuctagur 29. júlí 1956 MORGVNBZAÐ1Ð Fundur íulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna s.I. þriðjudag var gcysifjölmennur og bar vott þeim mikla einhug og baráttuvilja, sem ríkir meðal Sjálfstæðisfólks í Rvik. Reykjavíkurbréf : Laugardagur 28. júlí Stjórnarmyndun í auslrænum anda - Svikin við kjósendur - Svipan, sem dugði - Orð Bjarna Bene- diktssonar - Samtalið við Lange - - Verkefni Flugfélags fslands - Síldveiðarnar. Stjórnarmyndun í austrænum anda í VIKUNNI, sem leið, settist hin nýja „alþýðufylking" kommún- ista og Hræðslubandalagsins að völdum á íslandi. Ilér tóku þá íslendingar fyrstir og einir allra Vesturlandaþjóða upp þann hátt, sem ekki hefir lengi tíðkazt vest- an járntjalds, að mynda „vinstri" stjórn með því að kveðja komm- únista til setu í ríkisstjórn og fá þeim hin þýðingarmestu ráðu- neyti. Meðal bandalagsþjóða okkar hefur þessi stjórnarmynd- un í austrænum anda vakið undrun og ótta. Norska blaðið „Varden“ lét á dögunum svo um mælt, að það hefði þá eftir allt saman verið ein Norðurlanda- þjóðanna, sem „varð fyrst til þess að mynda stjórn með þátttöku kommúnista, samkvæmt línunni frá Moskva. Það hefði verið ósk og von manna, að hinar frjálsu þjóðir Vesturlanda gætu haldið kommúnistum eða alþýðufylk- ingum, eins og þeir kalla sig nú, utan ríkisstjórna landanna". Á svipaðan hátt rita önnur Norðurlandablöð og blöð allra nágrannaþjóða okkar. Þau eru bæði undrandi og óttaslegin og sumar greinar þeirra eru líkastar neyðaróp- um. Þeim finnst að við íslend- ingar höfum svikið hin vest- rænu þjóðasamtök og leitt nýjar hættur yfir nágranna okkar. Undantekningar frá þessu eru þau biöð, sem kommún- istar ráða. Þau fagna öll hinni nýju stjórn, þar sem lykla- völdin eru í höndum komm- únista. Og „Izvestia", aðal- blaðið í Moskvu segir að ís- lendingar hljóti nú „viður- kcnningu og stuðning allra raunverulegra unnenda frið- arins“, þ. e. kommúnista. Það er svo áberandi að fram hjá því verður ekki gengið, hve blöð lýðræðisflokkanna eru hrygg og undrandi en blöð kommúnista glöð og ánægð. . Þetta ber vott um það hve stjórnarmyndunin á íslandi er talin mikill sigur fyrir kommún- ista hér og alþjóðakommúnism- ann um leið. En þetta á ekki eingöngu við um blöðin. Hvar, sem íslending- ur hefur farið um Vesturlönd, síðan vitnaðist um hina nýju stjórnarhætti hér, hafa spurning- arnar dunið yfir um það, hvern- ig það megi vera, að íslendingar hafi stigið slíkt óheillaskref. Vissulega er það ekki ástæðu- laust þó spurt sé og svörin, sem við hljótum að gefa, geta ekki verið nema á einn hátt. Svikin við kjósendur ÞETTA svar hlýtur að verða á þann veg, að núvcrandi rík- isstjórn sé ekki orðin til í samræmi við þann þjóðarvilja, sem kom fram við kosning- arnar 24. júní s.l. Ríkisstjórn- in er mynduð án umboðs og þvert ofan í það umboð, sem þjóðin veitti þeim flokkum, sem að henni standa. Framsóknarflokkurinn og, Al- þýðuflokkurinn og fulltrúar þeirra, lýstu því yfir hvað eftir annað á fjöldamörgum kjósenda- fundum um allt land að myndun einmitt slíkrar ríkisstjómar, sem nú er sezt að völdum, kæmi alls ekki til greina. í þessu sambandi má sérstaklega minnast þess að formaður Alþýðuflokksins lýsti því yfir í útvarpinu á síðustu dög- um kosningabaráttunnar að slík stjórnarmyndun væri útilokuð og að „Tíminn", blað núverandi forsætisráðherra, gerði hið sama hvað eftir annað fyrir kosning- ar. Þessar yfirlýsingar voru framkomnar eingöngu vcgna þess að flokkunum tveim var fyllilega Ijóst, að andúðin gegn hugsanlegri samvinnu við kommúnista væri ákaflega sterk og að það mundi valda úrslitum hjá miklum fjölda kjósenda hver stefna flokk- anna væri í þessu efni. Þess vegna urðu yfirlýsingar Framsóknar- og Alþýðuflokksins um að stjórnarsamvinna með kommúnistum kæmi ekki til greina eftir kosningar því sterk- ari, sem nær dró kjördegi. Þessar yfirlýsingar fóru ekki fram hjá nokkrum kjós- anda og vitaskuld gcngu þeir út frá því, að þær yrðu haldn- ar. Það eru því svik við kjós- endur Framsóknar- og Alþýðu flokksins, þegar þessar síend- urteknu yfirlýsingar eru að engu hafðar og mynduð ríkis- stjórn með kommúnistum. í þessu sambandi er líka vert að minnast þess að Sjálfstæðis- menn, sem tóku eindregnasta af- stöðu gegn þessari stefnu í ut- anríkismálum, sem nú vekur mestan fögnuð í Moskva, en ugg hjá vestrænum þjóðum, uku fylgi sitt úr 37.1% árið 1953 upp í 42.4% nú í ár, en Hræðslubandalagið féll úr 37,4% kjósenda árið 1953 nið- ur í 33,8%. Af þessu sést að mikil breyting hefur orðið meðal kjósenda Sjálfstæðis- flokknum í vil og þeirri stefnu, sem hann fylgir. Þegar því litið er á þetta tvennt, yfirlýsingar Hræðslu- bandalagsins um áframhaldandi útilokun kommúnista frá stjórn- arsamstarfi og fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins, þá er það svo glöggt, sem verða má, að yfirgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar hefur lýst sig andstæðan ríkisstjórn, sem er mynduð á þann veg, sem nú er orðið, og að hún hefur því ekkert umboö frá þjóðinni. Svipan, sem dugði NÚ mun verða spurt: Hvernig má það vera að kjósendur séu sviknir á þann hátt sem nú er orðið. Ástæðan er eingöngu sjúk- legt valdabrölt foringja Fram- sóknar og þau dauðamörk, sem eru á Alþýðufloltknum. Her- mann Jónasson var reiðubúinn til hvers sem var til að ná stjórn- araðstöðu og hann lét svipuna miskunnarlaust dynja á Alþýðu- flokknum. Kommnnistar voru búnir að lýsa því yfir að upp- bótarþingmenn Alþýðuflokksins ættu ekki löglega setu á Alþingi. Hermann þurfti því ekki annað en veifa þeirri hótun framan í Alþýðuflokkinn að allir uppbótarþingmenn hans og þar með báðir núverandi ráðherrar flokksins yrðu gerð- ir þingrækir ef samstarf tæk- ist ekki við kommúnista. Alþýðuflokkurinn var því of- urselóur vegna þess manndóms- leysis, sem hann hefur sýnt. Þannig gat Hermann Jónasson barið hina nýju „alþýðufylkingu" saman þvert ofan í öll loforð og yfirlýsingar. sem þjóðinni höfðu verið gefnar. ÞEGAR á það er litið að sú rikisstjórn, sem nú situr er mynduð þvert ofan í þjóðar- viljann, hvílir enn þyngrl i ábyrgð en ella myndi á Sjálf- stæðisflokknum. Hann er eins og nú stendur ekkl cingöngu í stjórnarandstöðu vegna sjálfs sín heldur líka vegna þúsunda af kjósendum, sem voru blekktir til fylgis við Hræðslu bandalagsflokkana, en hafa nú verið sviknir. Það hafa aldrel hvílt þyngri skyldur á neinni stjórnarandstöðu hér á Iandi en einmitt nú. Sjálfstæðis- menn vita aö bak við þáj stendur ekki einungis kvæðatala sú, sem þelr fengu. á kjördeginum, heldur miklu hærri tala kjósenda og vafa- laust yfirgnæfandi meiri hlutl þeirra allra. Orð Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðismenn í Reykjavflc héldu fund s.l. þriðjudag, þar sem Bjarni Benediktsson vara- formaður flokksins, hafði fram- sögu og gerði grein fyrir útlitinu í stjórnmálunum og Mutverki flokksins í stjórnarandstöðu. Þessi fundur var hinn fjöl- sóttasti sem haldinn liefur verið í fulltrúaráði Sjálfstæð- isflokksins og sýndi þessi ein- stæða fundarsókn, þó hásum- ar væri, hinn eindrcgna áhuga Sjálfstæðismanna. Bjarni Benediktsson vék m. a. að tali núverandi stjórnarflokka um að hér sé allt í kalda koli og ráðið til að bæta úr því sé að hefta athafnafrelsi einstak- linga og ráðast sérstaklega með ofsóknum gegn einstökum Sjálf- stæðismönnum og flokknum í heild. Honum fórust m. a. orð á þessa leið: „Sannleikurinn er sá, að það hefur aldrei nein ríkisstjórn sezt að völdum á íslandi, sem á hæg- ari leik í efnahagsmálum, þegar hún tók við völdum, sem á meiri möguleika til þess að láta gott af sér leiða heldur en þessi ríkis- stjórn, ef ekki kæmu til eigin afglöp. Ef hún hefði víðsýni, mann- dóm og þrek til þess að hef ja sig upp yfir sitt ógiftusam- lega upphaf og leita samvinnu við alla landsmenn, hverfa frá hótunum um ofsóknir og mis- rétti og reyndi að verða stjórn allrar þjóðarinnar, þá mundi starf hennar hafa skilyrði til þess að verða í raun og sann- lcika heiilarikt. Raunverulegur styrkleiki ís- lenzks efnahagslífs, möguleikarn- ir til stórkostlegrar framvindu og framfara, eru meiri nú en nokkru sinni áður og hafa aldrei verið svipaðir. Við Sjálfstæðismenn bíðum og sjáum hvað verða vill. Og það mun sannarlega ekki á okkur standa til stuðnings við góð mál- efni. En við munum öll sem einn maður snúast til andstöðu við ofsóknlr, afglöp og misferli. Við munum enn sem fyrr verða okkar gamla kjörorði trúir: Að gjöra rétt og þola ekki órétt. Og við munum ekki iáta leiða okkur einn og eij|p til glötunar meðan hinir trausti á innantóman fagurgn l.i og fláræði, heldur Mum við sanna betur nú en nokkru sinni fyrr, að Sjálf- stæðisflokkurinn er sterkasta stjórnmálaaflið í þessu landi og það stjórnmálaafl sem með engu móti verður brotið á bak aftur. Við munum sýna að við erum hinn sterki og skíri málmur, sem herðist við hverja raun. Fyrst og fremst þá skulum við í öllu okkar starfi sanna, að við munum setja heill Islands ofar öllu í okkar vcrkum.*' Það lófatak, sem dundi við er framsögumaðurinn hafði lokið máli sínu, bar vott um það að allir, sem hlustuðu á, gerðu þessi orð að sínum. Og það er Sjálf- stæöisflokknum hin ríkasta hvatning að hann veit að nú stendur hann einnig fyrir máli þúsunda af kjóscndum, sem voru blekktir af svikayfirlýsingum forustumanna Framsóknar og Al- þýðuflokksins fyrir kosningarnar. Samhugur Sjálfstæðismanna er óbilandi. Fundurinn í Reykjavík bar þess fyllsta vott og hið sama er ríkjandi meðal Sjálfstæðis- manna um land allt. Samtalið við Lange ÞEGAR hin nýja ríkisstjórn kom saman í fyrsta sinn með forseta íslands, var utanríkisráðherrann Guðmundur í. Guðmundsson þar ekki staddur. Hann var í Oslo til viðræðu við Halvard Lange utanríkisráðherra Norðmanna, sem hélt úr sumarbústað sínum inn til borgarinnar til viðræð- unnar við Guðmund. Það er eins og Alþýðublaðið skammist sín fyrir, að G. í. G. skyldi fara til þessa fundar, því blaðið gerir sig hlægilegt með því að halda því fram, að Guðmundur hafi verið í einkaerindum og norski utan- ríkis-ráðherrann þá væntanlega tekið sig upp til að hitta hann svona að gamni sínu! Álþýðublaðið þarf ekkert að skammast sín fyrir það þó Guð- mundur færi til viðtals við Lange sem er merkur maður og einn eindregnasti stuðningsmaður At- lantshafsbandalagsins allt frá stofnun þess. Lange er líka einn af þeim þrem mönnum, sem kosnir voru til þess að gera til- lögur um nánari eínahagslega og menningarlega samvinnu banda- lagsríkjanna. Lange er ekki ein- göngu óbilandi talsmaður hern- aðarlegra samtaka lýðræðisþjóð- anna í varnarskyni gegn ásókn kommúnismans, heldur vill hann einnig útvíkkun þessara samtaka svo þau nái til samstarfs á sem flestum sviðum. Af þessum inanni hefur hinn óreyndi utan- ríkisráðherra okkar vafalaust ýmislegt lært. En þess er að minnast aö þegar ályktunin í varnarmál- unum var samþykkt í vor á Alþingi taldi Guðmundur í. Guðmundss. og aðrir Hræðslu- bandalagsmenn enga þörf á að hafa samráð við bandalags- ríkin áður en ákvörðunin væri tekin, og felldu tillögu Sjálf- stæðismanna, sem að því laut. Það gæti því bent til einhverr- ar meiri varkárni nú, þegar íslenzki utanríkisráðherrann bregður sér óðara og hann Frh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.