Morgunblaðið - 29.07.1956, Qupperneq 12
12
MOKCVNBT/AÐIÐ
Sunnudagur 29. júlí 1956
„Sem sagt, kæri drengurinn
minn, hittumst heil aftur. Pass-
aðu þig nú að verða ekki veikur.
Og lentu nú ekki undir spor-
vagninum. Já, það er líka alveg
satt, það eru engir sporvagnar
hjá ykkur þarna uppi í fjöllun-
um“.
Hún hló: — „Mér líður ágæt-
lega. Og margfaldar þakkir fyrir
símtalið, drengur minn. Það var
mjög fallega gert af þér. Veiztu
hvernig samgöngurnar eru héð-
an og til skrifstofunnar? Þú veizt
það ekki ennþá. Hvað heitir fyr-
irtækið? Tobler-verksmiðjurnar?
Sem veittu þér verðlaunin í sam-
keppninni? Það mun gleðja hr.
Frank. Já, ég skal víst bera hon-
um beztu kveðjur þínar. Auð-
vitað. Svona, nú hættum við
þessu rausi. Annars verður gjald-
ið tvöfallt. Vertu sæll, drengur-
inn minn. Já, auðvitað. Já, já.
MARKÚS JEftir Ed Dodd
❖❖❖❖•:••:•❖•:«:•❖❖❖❖❖❖
1) Þótt Kutu sé smávaxinn
ræðst hann gegn hlébarðanum
vopnaður einu spjóti.
2) Hann stefnir spjótinu að hlé
barðanum en missir.
3) Þegar Phil kemur inn í byrg
ið sér hann, að hann getur ekki
skotið af byssunni á hlébarðann,
því að þá er haétt við að skotið
komi í Kutu.
But as phil enters THE I
HUT HE SEES HE CANT SHOCT
FOR FEAR OF HITTINS KUTU
rir menn f sipmim
Framlialdssagan 52
kenndu taki tólinu að eyra sér
og sagði við frú Kuchenbuch:
„Bara að ég geti nú heyrt hvað
hann segir. Hann er svo langt í
burtu“. Svo þagnaði hún og hlust
aði eftirvæntingarfull.
Skyndilega ljómaði andlit
hennar, eins og veizlusalur, sem
fram til þessa hefur verið al-
myrkur. „Já!“, hrópaði hún með
léttri röddu. „Það er ég. Ert það
þú, Fritz? Hefurðu fótbrotnað?
Nú ekki það. Það var sannarlega
gott. Eða handleggsbrotnað? —
Ekki heldur? Þá er ég verulega
glöð, drengur minn. Ertu þá alger
lega heilbrigður? Hvað? Hvað
segirðu? Á ég að taka vel eftir?
Fritz, hagaðu þér nú vel og
skikkanlega. Svona talar maður
ekki við móður sína. Ekki einu
sinni í símanum. Hvað er það?“
Hún þagnaði lengi, hlustaði
með eftirvæntingu og brosti loks
út að eyrum: „Kæri drengurinn
minn. Þú ert þó ekki að spila með
mig? Átta hundruð mörk á mán-
uði? Hérna í Berlín. Já, en það
er alveg dásamlegt. Hugsaðu þér,
ef þú hefðir átt að fara til Kön-
ingsberg eða Köln, en ég að sitja
hér í Mommsenstrasse og veiða
flugur. Hvað á ég? Talaðu hærra,
Fritz. Það eru einhverjir í búð-
inni. Nú, ég skal halda mér fast.
Já, drengur minn. En hvers
vegna? Til þess að ég detti ekki?
Hvað hefurðu gert? Trúlofað þig,
eða misheyrist mér? Hjálpi mér
all ir heilagir. Hildegard Schulze?
Hana þekki ég ekki. Hvers vegna
hefurðu strax trúlofað þig? Þið
hefðuð þó fyrst þurft að kyr.nast
eitthvað teljandi. Reyndu ekki að
þræta við mig. Ég veit það mikið
betur en þú. Ég var þegar trú-
lofuð, þegar þú varst enn ekki
til. Hvers vegna vonarðu það?
Nú þannig lagað“.
Hún hló.
„Nú, ég skal áreiðanlega kynn-
ast stúlkunni þinni betur niður í
kjölinn, þótt seinna verði. tiíki
mér ekki við hana, þá leyfi ég
það ekki. Bíddu bara svo lengi
og drekktu te. Drekktu te, sagði
ég. Bjóddu henni til kvöldverðar
hjá okkur. Er hún vön dekri?
Nei. Þar hefurðu verið heppinn.
Hvað hefurðu sent? Tvö hundruð
mörk? Ég þarfnast nú alls ekki
neins. Gott. Ég kaupi nokkrar
milliskyrtur og svona það sem
þú þarfnast helzt. Eigum við nú
ekki að fara að hætta, Fritz? —
Annars verður það of dýrt. Hvað
var það nú annars sem ég ætlaði
að spyrja þig um? Eru fötin þín
ekki öll komin úr lagi? Er gott
veður hjá ykkur? Það er líka
leysing hérna? Það var þó leið-
inlegt. Skilaðu kveðju minni til
stúlkunnar. Gleymdu því nú
ekki. Og til vinar þíns. Heyrðu
annars, heitir hann ekki líka
Schulze? Hún er þá sennilega
dóttir hans? Ekki neitt skyld? Já,
einmitt það“.
Svo hlustaði gamla konan aft-
ur. Því næst hélt hún áfram:
Vertu svo margblessaður og
sæll.“
„Það voru sannarlega góðar
fréttir“, sagði frú Kuchenbuch
samfagnandi.
„Átta hundruð mörk á mánuði"
sagði gamla frúin. — „Eftir
margra ára algert atvinnuleysi.“
„Átta hundruð mörk og unn-
ustu“.
Frú Hagedorn kinkaði kolli' —
„Næstum því of mikið í einu,
ekki satt? En til hvers á maður
börnin, ef ekki til þess að þau
eignist svo sjálf börn síðar?“
„Og við barnabörn".
„Já, það viljum við sannarlega
vona“, sagði gamla konan. Hún
aðgætti hinar útstilltu vörur.
Svo er bezt að ég fái hálft pund
af súpukjöti. Og ein tvö bein
aukreitis. Og fimmtíu grömm af
svínakjöti. Slíkan og þvílíkan dag
verður að halda hátíðlegan.“
Fritz hafði farið snemma um
morguninn í bankann og fram-
vísað ávísuninni. Svo hafði hann
í pósthúsinu pantað símasamband
við Berlín og meðan hann beið
eftir því, hafði hann sent tvö
hundruð mörk til móður sinnar.
Nú, að samtalinu loknu, hélt
hann í góðu skapi í gegnum litla,
gamla sveitaþorpið og verzlaði.
Það er undarleg tilfinning, þeg-
ar maður hefur orðið árum sam-
an að velta hverjum fimmeyring
tíu sinnum í lófa sér, áður en
maður lét hann af hendi. Árum
saman hafði maður orðið að bíta
saman tönnunum. Og nú, þegar
hamingjunni hefur lostið niður,
eins og eldingu, vildi maður helzt
fara að háskæla. Jæja, nú er
þetta allt saman yfirstaðið, liðið.
Doktor Hagedorn keypti kassa
af fínustu vindlum, til að gefa vel
gerðamanni sínum, hr. Kessel-
huth. Handa Eduard keypti hann
gamlan tinbikar, í lítilli forn-
munaverzlun. Handa Hilde fann
hann einkennilega þrúgulagaða
eyrnalokka. Þeir voru úr ó-
skyggðu gulli og hálfgimsteinum.
Að lokum pantaði hann fallegan
blómvönd í blómaverzluninni,
handa Julchen frænku og bað
afgreiðslustúlkuna að senda gjaf-
irnar til gistihússins.
Handa sjálfum sér keypti hann
alls ekki neitt.
Hann var hálfa aðra klukku-
Kelvinator
þvottavél
Höfum nú fyrirliggjandi nokkur stykki
af Kelvinator þvottavélum,
sem kosta aðeins Kr.: 6.565.00
Á: Kelvinator þvottavélin er vönduð
★ Kelvinator þvottavélin er falleg
★ Kelvinator þvottavélin er ódýr.
Kynnið yður kosti
KELVINATOR
Sýnikennsla í búðinni
Gjör’A svo vel
að líta inn.
Jjekh
SÍMI 1687
AUSTURSTRÆTI14
Rœstingakona
óskast um hálfsmánaðartíma
Kenwood-hrærivélin
hefir náð mestum vin-
sældum hér á landi og
er óskadraumur allra
húsmæðra.
Gefið konunni
IMýurag
Höfum nú fengið þessar eftir-
sóttu hrærivélar í ýmsum litum
Sýnilcennsla í búðinni á mánudag
KENWOOD hrærivélin er ódýr miðað við afköst og gæði.
Kostar með þeytara, hrærara, hnoðara, hakkavél, græn-
metiskvörn og plastyfirbreiðslu kr.: 2.730,00. Ársábyrgð
— Kaffikvarnirnar eru nú komnar aftur —
Jfekla
Austurstræti 14
sími 1687
Ferðist með Föxunum
á Þjóðhátíðina í Vesfmannaeyjum
Flugfélag Islands