Morgunblaðið - 29.07.1956, Side 15

Morgunblaðið - 29.07.1956, Side 15
Sunnudagur 29. júlí 1956 MORCVNBLAÐIT 15 Þrír stórbrunar í sömu viku 1 S.L. VIKU uiðu þrír stórbrun- ar hér á landi, tveir í verksmiðj- um og verkstæðum en einn í húsi þar sem bjuggu 50—60 manns. Þessir tíðu eldsvoðar í verlt- smiðjum og vinnustöðum gefa til- efni til þess að athugað sé, hvort brunavarnir á slikum stöðum séu í nægilega góðu lagi, hvort fullr- ar varúðar sé gætt og sjálfsagðar öryggisráðstafanir gerðar. Sett hafa verið fullkomin iög um brunamál. Er framkvæmd þeirra í höndum Eldsvarnaeftir- lits ríkisins, sem hefur aðsetur í Hafnarfirði. Dugandi og sam- vizkusamir menn veita því for- stöðu. Frekari ráðstafanir nauðsynlegar En engu að síður er auðsætt, að við verðum að gera frekari ráðstafanir til þess að afstýra tjóni og slysum af völdum elds- voða, ekki hvað sízt í verksmiðj- um og verkstæðum. Kemur þar m.a. til greina að auka verulega upplýsingastarfsemi um bruna- varnir. Það þarf að kenna fólki betur meðferð slökkvitækja koma upp sjálfvirkum aðvörun- artækjum í verksmiðjum og vinnustöðum. Ennfremur má benda á að tii eru sjálfvirk úða- keríi, sem fara sjálfkrafa í gang fyrir áhrif hitaþreifara (thermo- stad). Kennsla í iðnskólum Ennfremur er nauðsynlegt, að tekin verði upp kennsla í iðn- skólum um slökkvitæki og notk- un þeirra og í eldsvörnúm á vinnustöðum. Ennfremur mætti gefa út bæklinga og rit um eld- fim efni og um eldvarnir yfir- leitt. Þá ættu verksmiðjur al- mennt að taka til athugunar, hvort næturvarzla borgaði sig ekki í húsakynnum þeirra. Um allt þeíta ætti að vera náin sam- vinna mílli Sambands bruna- tryggjenda á fslandi og verk- smiðjueigenda og samtaka þeirra. Þessu er hér með varpað fram til athugunar og fram- kvæmda. Við höfum ckki efni á því, oð bíða miUjónatjón ár- lega vegna ófullkominna eld- varna, Af cldsvoðunum leiðir heldur ekki aðeins fjárhags- legt tjón heldur slys og ner- sónulega óhamingju fjölda fólks. r Ofsurrkar í l»isp?j- arsýslum HÚSAVÍK, 28. júlí — Alla þessa viku hefur verið leiðinda veður í Þingeyjarsýslum og ekki hægt að hrejúa hey. Óvenjumikill ferðamanna- straumur hefur verið um Húsa- vík í sumar og langt um meiri en undanfarin ár. Er flest þetta fólk á leið í Mývatnssveit og einnig á leið lengra austur. Bréf Kjörinn hvsldarsfaður NÚ er hásumar og stöðugt fjöldii fólks í sumarleyíi. Sumir vilja hendast sem lengst um byggðir og óbyggðir og önnur lönd, og það er í sjálfu sér ágætt að fara víða, ef ekki er of hratt farið. Einkum er eðlilegt að ferðaþráin sitji við stýrið í sumarleyfiriu meðan fólk er ungt og óþreytt. En margir þrá ekkert heitara en hvíld og írið í sumarleyfinu í skauti íslenzkrar náttúru og æskja eftir hreinlegum og hóf- lega dýrum gististööum. Einkum er það fólk, sem er tekið að eld- ast og lýjast, eða fólk, sem er ekki heilsuhraust, í þriðja lagi fjölskyldufólk, sem ekki á farar- tæki, og þannig nrætti lengi telja. En það hefur hingað til skort til- finnanlega gistihús í grennd við höíuðstaðinn, þar sem menn hafa getað notið friðsældar sveitalifsins og jafnframt þeirra þæginda, sem nútíminn hefur upp á að bjóða. En nú hefur oiðið breyting hér á. Ég, sem þessar línur rita, geri það til þess að benda fólki á sum- argistihúsið í Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Ég veit að vísu ekki hvort ég geri forráðamönnum þess nokkurn greiða með því, þar sem þetta gistihús hefur ætíð verið fullskipað síðan það tók til starfa, en ég bendi á þennan stað vegna þeirra, sem þurfa á hvíld og hressingu að halda í sumarleyf- inu, ef þeir skyldu einhvern tíma komast þangað til dvalar. Þessi staður hefur flest til síns ágætis. Þangað er örskammt frá höfuð- staðnum og þó er gistihúsið fjarri skarkala hinna fjölförnu þjóðvega. I-Iúsakynni eru ný og glæsileg, viðmót starfsfólks hlý- legt og ánægjulegt, án yfirborðs- mennsku, viðurgjörningur ágæt- ur í mat og drykk og hreinlæti svo augljóst utan húss og innan að fágætt má teljast, ef ekki einstakt um gististað hér á landi. Húsakynni eru að vísu ný á fleiri stöðum, en hreinlæti umhverfis þetta hús tekur öðru fram. Þar er grænt tún á alla vegu og íjall- lendið tekur við ofan við túnið, skjólsamt móti suðri, grösugt og fjölbreytilegt landslag. Má geta þess að hinn stórkostlegi en lítt kunni Raufarholtshellir er skammt frá þessum gististað. — Útisundlaug er ekki á staðnum, en þar eru hvers kyns böð, finnsk guíubaðstofa, kerlaugar, ljósböð (Finsens-ljós) og nudd. Þessari hressingardeild veitir for stöðu nuddkona, sem lengi hefur starfað erlendis og er einkar fær í sínu starfi. Útsýn er undurfögur írá þess- um stað, til hafs og yfir Suður- landsundirlendið alit til Evja- fjallajökuls og Vestmannaeyja. Búrekstur er þarna á staðnum og fyrir bragðið er eins og dvalizt sé á sveitabæ með nýtízku búsa- kynnum, þar sem allt er gert til að gera gestunum dvölma sem ánægjulegasta, þar sem friður og farsæld ríkir. Það er enn einn höfuðkostur við þennan stað, að þar rúmast ekki margir gestir í einu, og að þeir eru yfirleitt dvai argestir en ekki lausagestir mcð þeim ys og ærustu, sem þvi fylg- ir að vera stöðugt að ltoma og fara. Það eru ASventistar sem rcka þarna fyrirmyndar heimavistar- skóla að vetrinum og síðan sum- argistihúsið í skólahúsinu. Stað- urinn ber þess merki að um hann fjalla hugir og hendur, sem vilja einlæglega hefja hann til vegs og virðingar án tildurs og ski'ims, vegna umhyggju fyrir gróandi lífi hið ytra og innra. í slíku andrúmslofti er gott að hvílast og njóta næðis. Ég hlakka til að gista Hlíðardalsskóla öðxu sinni og vildi óska þess að sem flestir ættu þess kost fyrr eða síðar. pyrrverandl dvalargestur. Vinna Hreingeniingar Sími 6203. Vanfr menn til hreln- gerningði. — Reykjavíkurhréf Framhald af bls. 9 tekur sæti í rík sstjórninni til fundar við þann mann, sem er í röð allra einbeittustu talsmanna varnarsamtaka vestrænu þjóðanna. Verkefni Flugfélags íslands FLUGIÐ er alltaf að verða þýð- ingarmeiri þáttur í þjóðlífi okk- ar og á það bæði við um flugið innanlands og millilandaflugið. Flugfélag ísiands heldur uppi mjög umfangsniiklu miili landafiugi, sem eykst sífellt þannig að aukning þess á fyrstu 7 mánuðum þessa árs er 55% miðað við sama tíma í fyrra, eins og síðar verður vikið að. Innanlandsflug fé- lagsins má kaliast alveg ein- stakt afrek. í því efni má segja, að félagið hafi ekki ósvipað hlutverk og Eimskipa- féiag íslands, þegar það hóf starfsferil sinn. Það þarf raunar ekki að fara mörgum orðum um þýðingu innanlands flugsins, enda verða því ekki gerð skil í síuttum greinar- stúf, eu það má vera öllum ljóst að innanlandsflugið er eitt allra þýðingarmesta at- riðið í því vandamáli að við- halda dreifðri byggð landsins. Mæítu þeir, sem hafa augun opin fyrir þeim vanda, gefa þætti Fiugfélags íslands í því niáli verulega aukinn gaum. Samkvæmt skýrslum félagsins hafa flutningar þess á mönnum, vörum og pósti stóraukizt nú á fyrstu 7 mánuðum ársins miðað við sama tíma í íyrra. Frá áramótum til og með 25. júlí s.l. höfðu verið fluttir 30.600 farþegar innanlands, en á sama tíma í fyrra 24.600 og er aukn- ingin í ár því 25%. Vöruflutning- arnir á sama tima í ár námu 590 lestum, en í fyrra 450 lestum og er aukningin þar 31%. Póstflutn- ingar námu nú 92 lestum, en í fyrra 63 lestum, aukning 45%. Er hér um stórkostlega aukningu að ræða, sem sýnir að lands- menn taka flugið meira og meira í þjónustu sína. Milli landa hefur Flugfélagið flutt í ár um 6000 íarþega, en á sama tíma í fyrra 3850 farþega og er aukningin 55%, eins og áður segir. Rétt er að geta þess að í fyrra- vor voru allöng verkföll, sem torvelduðu flugið en þó gert sé ráð fyrir áhrifum þess, er hin raunverulega aukning í ár samt gífurlega mikil. í júlímánuði nú vax'ð aukningin á farþegafjöldan- um innanlands um 1000 farþegar miðað við sarna tíma í fyrra, en mesti flugtíminn er í júlí og ágúst. Vafalaust halda landsmenn áfram að nota flugið í sífellt ríbari mæli og ber starfsemi Flugfélags íslands þcss ljósan vott að það er mikið verk- efni að siuna hinni sífellt Félagslíi K.R. frjálsíþvóvn-námskeiSiS heldur áfram annað kvöld á 1- þróttavellinum kl. 6, fyrir stúlkur. Fr.jálsiþrðttadeild IC.R. Skógarmenn K.F.U.Mi Um verzlunarmanna-helgina, 4—6. ágúst, vexður efnt til ferð- a að Landmannalaugum og Land- mannahelli. Þátttalca tilkynnist á skrifstofu K.F.U.M., sem er opin vii'ka daga kl. 5,15 til 7 e.h. — Stjórnin. Samkomuar Bræðraborgarslig 34 Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30. — Ailir velkomnir. Fíludelfía Bænasamkoma kl. 4. — Almenn samkoma ld. 8,30. — Ræðumenn: Sigríður Jónsdóttir og Ti-yggvi Eiríksson. — Allir velkomnir. auknu eftirspurn eftir flug- þjónustu innanlands og milli landa. Síldveiðarnar FYRRI HLUTA næstliðinnar viku liélt áfram dágóð veiði fyrir Nox’ðurlandi, en um miðja vik- una-hvessti af nor'ðaustri og enda þótt veður gæti ekki talizt vont, þá var ekki veiðiveður. Lá því meginhluti flotans í landvari síð- ari hluta vikunnar. Um það leyti sem veður spillt- ist var svo kornið, að lokið var við að salta upp í þá samninga, sem gerðir höfðu verið fyrirfram um sölu saltsíldar, en það voru um 250 þúsund tn., ef allt er talið með. Mun raunar hafa ver- ið búið að salta nokkurt magn fram yfir hið umsamda. Síldar- útvegsnefnd, sem annast alla sölu saltsíldarinnar ákvað því að stöðva síldai'söltun frá og með 24. þ. m. Var ætlunin að bíða átekta ef takast mætti að ganga frá frekari sölum á saltsíld, en tilraunir til þess hafa farið fram undanfarið. Við lok fyrri viku, 21. þ. m., var heildaraflinn orðinn um 57 -þús. smál. en á sama tíma í fyrra var hann aðeins 12 þús. smál. Sýnist því hér vera um mikla aukningu að ræða, en ário í fyrra var eitt hið allra lélegasta, sem komió' hefur. Er því gagnslítið að gcra slíkan samanburð. Heildarvei'ðmæti aflans til skipanna mun liafa verið' sem næst 52 millj. kr., en það samsvarar þvi, að á hvert skip komi að mcöaltali urn 280 þús. kr. Enda þótt aflinn sá ákaflega misjafn, að því er einstök skip snertir, þá má þó ganga út frá því sem vísu, að allur þorri skip- anna hafi aflað nægilega til þess að forða sér frá beinu tjóni á þessari vertíð. Er slikt með öllu óvenjulegt, nú um langa hríð. Sama cr að scgja um söliunar- stöðvarnai-, að þær hafa flestar hverjar fengið það mikið magn til söltunar, að þeim er sæmilega borgið. Er.n eru það síldarverksmiðj- urnar, sem bíða að rnestu með tómar þrær. Afkastageta þeix'ra er um 80 þús. mál á sólarhring, en 21. þ. m. var allur bræðslu- síldaraflinn orðinn rúmlega 200 þús. mál. Hefur það að vísu kom- ið mjög misjafnlega í verksmiðj- urnar, þar sem t. d. Raufarhafn- arverksmiðjan ein hafði þá feng- ið nær 70 þús. mál. Hinn góði árangur af söltun- inni hefur að sjálfsögðu skapað verulegt útflutningsverðmæti og munu gjaldeyristekjur af salt- síldinni aldrei hafa vex'ið jafn háar og það sem þær nx'i eru þegar orðnar miðað við það, sem framleitt hefur verið. Heildarútfiutningsverðmæfl s'idarafurðanna miðað við aflann 21. þ. m. mun hafa numið náíægt 110 millj. kr., en til samanburoar má geta þess, að útflutningsverðmæti afurðanna eftir alla vertíðina á fyrra ári nam um 70 millj. kr. Er því þegar augljóst að þessi vertíð mun gefa þjóðinni mun meiri telcjur en var í fyrra og þó lengra væri leitað aftur. Þakka innilega heimsóknii', gjafir og skeyti á sjötugs afmæli mínu. Jón Jónsson, frá Hi'afnsstaðakoti, Blönduhlíð 31. SkrlfstofuEiúsnæði Hæð í nýju húsi við Skólavörðustíg til leigu fyrir skrif- stofur. Húsnæðið leigist í einstökum herbergjum, ef óskað er. — Tilboð merkt: „Góður staður"—3628, sendist afgr. fyrir mánudagskvöld. Elskulegur sonur okkar FRHJRIK RÚNAR JÓNSSON andaðist í Landspítalanum föstudaginn 20. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Óiöf Frlðriksdótíir, Jón ICristmssoa. Útför eiginkonu minnar ÖNNU ELIMUNDARDÓTTUR fer fram fx'á Fossvogskirkju mánudaginn 30. þ. m. kl. 10,30 og hefst með bæn að heimili hennar, Völlum, Seltjarnar- nesi kl. 9,45. ■ Haraldur Erlendsson. Bróðir minn FIINNBOGI K. KRISTJÁNSSON, sem andaðist 25. þ. m. verður jarðsunginn írá Fossvogskirkju mánudaginn 30. þ. m., klukkan 3. Fyrir hönd aðstandenda Karlotta Kristjánsdóttir. Jarðarför konunnar minnar og móður okkar SIGRÍÐAR RAFNSDÓTTUR Grettisgötu 5, fer fram frá Fossvogskii'kju mánudagimi 30. þ. m. klukkan 13,30. Hjörleifur Þórðarson, og börn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.