Morgunblaðið - 11.08.1956, Qupperneq 3
Laugardagur 11. ásúst 105P
MOnCTlNBLAÐIÐ
5
SALVATORE.
£;!xi!eys!;ur siigamaður ákærður
f/rir að drepa son sinn
Sonurmn var só, sem sveik í tryggðum mág sinn
og vin, stigamannaíoringiann Satvatore Giuliano
STIGAMANNINUM Salvatore'
Pisciotta hefir verið stefnt ]
fyrir rétt, og er hann ákærður
fyrir að hafa drepið son sinn,
Gaspare, á eitri, stryknin. Gasp-]
are var sá, sem sveik í tryggðum
og drap stigamannakonunginn.
Salvatore Guiliano.
Komið hefir í ljós, að Pisciottal
eldri horfði með köldu hlóði uppj
á dauðastríð sonar síns, eftir að.
hafa gefið honura eitur í kaffi-;
bolla, í fangaklefa, sem þeim var
haldið í. Þetta var blóðhefnd
gamla mannsins. Gaspare hafði
drepið mág sinn og vin, Hróa hött
Sikileyjar, Salvatore Guiliano.
★ ★ ★
Gaspare fannst látinn í fanga-
klefa í Ucciardanefangelsinu í
Palermo 9. feh. 1954 eftir að hafa|
drukkið kaffi. Læknar úrskurð-
uðu, að hann hefði dáið af eitri
og vakti það mikla athygli um
gjörvalla Ítalíu. Blöð kommún-
ista gáfu í skyn, að lögreglan
hefði losað sig við Gaspare, þar
sem hann „vissi of mikið“.
Grunur féll samt þegar á föður
Gaspares, og hefir hann nú verið
ákærður fyrir morð á syni sín-
um. Salvatore er nú að afplána
refsingu fyrir aðra glæpi.
★ ★ ★
Talið er, að Salvatore hafi myrt
son sinn, vegna þess að Gaspare
hafði fyrir rétti lýst' föður sinn
samsekan í mannráni, og var
Pisciotta gamli dæmdur til refs-
ingar vegna vitnisburðar sonar-
ins.
Athygli yfirvaldanna beindist
einkum að Saivatore, eftir að
fangaverðirnir höfðu upplýst, að
hann hefði með „óskiljanlegu
kæruleysi" verið vitni að dauða-
stríði sonar síns og hefði, á með-
an sonur hans var í dauðateygj-
unum, verið hinn rólegasti og
fengist við að þerra bollana, sem
feðgarnir höfðu verið að drekka
kaífi úr. Við rannsókn fannst
stryknin á þurrkunni, sem Salva
tore notaði, og einnig í sykur
karinu.
★ ★ ★
Nafn Gaspare Pisciottas vakti
athygli um gjörvalla Ítalíu, er
hann bar það fyrir rétti 1951, að
hann — en ekki ítalska lögregl-
an — hefði drepið ítalska stiga-
mannaforingjann Salvatore Giuli-
ano, sem hafði verið skelfir Sikil-
eyjarbúa í fimm ár.
Giuliano fannst látinn í litlu
húsi við Castelvetrano á Sikiley
5. júlí 1950, og Mario Scelba,
sem þá var innanríkisráðherra,
sagði að ítalska lögreglan hefði
orðið Giuliano að bana, er lög-
reglan og Giuliano skiptust á
skotum.
Gaspare sagði, að þetta væri
ekki rétt. Hann hefði drepið mág
sinn, er hann komst að því, að
Giuliano ætlaði að flýja til Suð-
ur-Ameríku. Hélt hann því fram,
. að lögreglan hefði heitið honum
griðum í launaskyni fyrir morðið,
en það heit hefði ekki verið efnt.
★ ★ ★
Árið 1951 var Gaspare dæmdur
í lifstíðarfangelsi fyrir að hafa
átt sök á dauða 12 manna, er
drepnir voru 1947 við hátíðahöld
í Palermo. Var hann að afplána
þennan dóm, er faðir hans drap
hann á eitri.
Sú menmng, ssm slltur tengslin
við trúna, staðnar,
segir dr. Ove Hassler
visnar ©g tieyr
ANORRÆNA prestafundinum
um daginn flutti dr. Ove
Hassler dómkirkjuráðsmaður í
Linköping erindi um kirkjur
Norðurlanda í menningarbaráttu
líðandi stundar. Tíðindamaður
blaðsins hitti dr. Hassler að máli
og innti hann nánar eftir þessari
menningarbaráttu. Fórust honum
orð á þessa leið:
KRISTIN OG ANDKRISTIN
MENNING
„í Þýzkalandi var talað um
menningarbaráttu milli Bismarks
og rómönsku kirkjunnar, en þar
var um að ræða baráttu milli
tveggja stefna, sem báðar játuðu
kristna trú Menningarbarátta
líðandi stundar er annars eðlis.
Það er barátta milli kristinnar og
andkristinnar menningar. And-
kristin menning litur á kristnina
sem viðurstyggð og myrkraveldi.
EINSDÆMI í SÖGUNNI
í fyrsta skipti í sögunni er nú
reynt að byggja upp menningu
sem ekki á stoð í andlegum
heimi, og sem lítilsvirðir trúar-
hugmyndir þaer, sem fyrst og
fremst bera uppi þennan heim.
Fornmenningin verður • þess
vegna ósamkvæm sjálfri sér þeg-
ar hún berst gegn trúnni á and-
legan raunveruleika að baki efnis
heiminum. Hver andlegur heim-
ur svífur í lausu lofti, sé þessi
andlegi raunveruleiki ekki að
baki.
VÍSINDIN OFMETIN
í þessu sambandi finnst mönn-
um að visindin hljóti að hafna
trúnni á andlegt tilverustig. Þeir
sem aðhyliast þessar skoðanir
liaía oftrú á vísindunum sem
menningarverðmætum. Villan er
í því fólgin að vísindin] og þá
fyrst og fremst náttúruvísindin,
eru þrungin efniskenndum frum-
hugmyndum. Jafnframt er hug-
myndum um andlegan heim að
baki þeim efniskennda, ýtt til
hliðar, svo fremi sem menn hafa
ekki talið sig endurskapa þessar
hugmyndir í mælanlegum, helzt
stærðfræðilegum formúlum.
MIÐLÆGT HELVÍTI
Þegar grundvelli menningar-
innar hefur verið afneitað á þenn
an hátt fylgir á eftir almenn af-
neitun á sjálfu lífinu, sem gjarn-
an birtist í siðferðislegri upp-
lausn. Sagan sýnir, að sú menn-
ing, sem slííur tengslin við trúna,
staðnar, visnar og deyr. Menn-
ingin lifir nokkra ættliði á kristn-
um arfi, en ekki lengur. Það sam-
félag, sem afneitar tilveru Guðs
sýnir okkur manninn í jarðneskri
Paradís. Hinn raunverulegi
kjarni slíks samfélags er hins
vegar miðlægt helvíti.
BARÁTTAN
f A-ÞÝZKALANDI
í dag nötrár heimurinn af bar-
áttu sem háð er milli kristinnar
menningar og eíniskenndrar..
Þessari baráttu er hægt að kynn-
ast í Austur-Þýzkalandi, þar sem
öll öfl hafa verið leyzt úr læðingi.
Vesturlönd hafa getað fylgzt með
því, sem gerzt hefur frá Vestur-
Berlín. Það er engum vafa undir-
orpið, að þessi menningarbarátta
hefur harðnað við fráfall Stalíns,
en það gaf rétttrúuðum marxist-
um nýja möguleika.
REYNT AÐ EINANGRA
KIRKJUNA
Menningarbaráttan í Austur-
Þýzkalandi snýst um þær járn-
greipar, sem læst er um starfsemi
kirkjunnar og kristin áhrif. Svo
á að heita, að trúarbragðafrelsi
ríki, og kirkjan nýtur stuðnings
frá ríkinu, og ýmissa hlunninda
annarra, en engu að síður hefur
ríkið öll áróðurstæki efnishyggj-
unnar í fullum gangi. Höfuðmark
mið ríkisins cr að einangra kirkj-
una, sem er eina frjálsa stofnunin
í landinu, eftir að vísindin voru
þjóðnýtt. Einangruð kirkja er
dauð kirkja.
GUÐSAFNEITANDI
FERMING
Menningarbaráttan er hörðust
um fyrstu tilsögn æskufólks í
kristnum fræðum. í stað kristin-
dóms er sjónarmiðum efnishyggj
unnar haldið að æskufólkinu, sér-
staklega í sögu og náttúruvísind-
um. í stað fermingar kirkjunnar
er komið á Guðsafneitandi ferm-
ingu, þrátt fyrir eindregin mót-
mæli frá hálfu kirkjunnar. í
fyrsta lagi snýst baráttan um að
rjúfa samband kirkjunnar og
skólanna, og í öðru lagi er unnið
markvisst að því að slíta kirkj-
una úr tengslum við þjóðíélagið.
EFNISHYGGJAN VELDUR
IIRÖRNUN OG UPPLAUSN
Við verðum einnig ao gera okk-
ur ljóst að í svokallaðri kristinni
menningu Vesturlanda, lætur
efnishyggjan mjög að sér kveða.
í hvaða mynd sem efnishyggjan
hirtist, veldur hún hrörnun and-
legs lífs og upplausn andlegra
verðmæta. í Svíþjóð er háð menn
ingarbaráíta. Þar er reynt að að-
skilja kirkju og skóla, og' slíta
kirkjuna úr tengslum við þjóð-
lifið.
VERÐUM AÐ VEKJA LIFANDI
KRISTINDÓM
Sú spurning vaknar, hvað
kirkjur Norðurlanda geti gert og
hvern skerf þær geti lagt
fram í þessari menningar-
baráttu: Þeirri spurningu verð-
ur að svara þannig, að
kirkjurnar verða fyrst og fremst
að vera kirkjur, vekja lifandi
kristindóm í lútherskum anda, og
halda fast við Biblíuna og játn-
ingarnar. Jafnframt verðum við
að vera móttækilegir fyrir allt,
sem heyrir til menningar. Sem
kristnir lútherstrúarmenn berum
við ábyrgð á menningunni í öll-
um hennar myndum.
VEITA HVER ANNARRI
Ef við fáum ekki að lifa óáreitt
ir í þjóðfélaginu, þá eru nor-
LINUN ÁKVÆÐANNA
Me'öal breytinga þeirra, sem
öldungadeildin hefur samþykkt
má nefna, að ekki er skylda að
taka fingraför allra innflytjenda
I til Bandaríkjanna. Heimilað
i verður að hleypa 1200 berkla-
veikum mönnum inn í landið á ári
ef þeir eru meðlimir heilla fjöl-
skyldna, sem flytja til landsins.
Maður, sem hefur brotið af sér
í öðrurn löndum getur fengið inn-
flutningsleyíi, ef afbrotið telst
minniháttar í Bandaríkjunum.
Ættleiðing útlendra barna mun
ganga fljótar, þar sem íellt er
rænar kirkjudeildir í bráðri
hætLu. Við verðum hver og einn
að afla okkur þekkingar á menn-
ingarbaráttu Hðandi stundar.
Kirkjur Norðurlanda verða
einnig að veita hver ann'arri, til
að standast hina alvarlegu menn-
ingarbaráttu.
Við verðum að efla hjálpar-
starfsemi til þeirra kirkna, sem
berjast í eldlínunni, og við verð-
um að vekja trúboðsáhuga Trú-
boðið verður að vera kirkjunni
hjartans mál.“
TÓKST VEL
„Hvað viliið þér segja um
þennan tíunda fund norrænna
presta?"
„Hann heíur tekizt mjög vel.
Undirbúningur og framkvæmd
var með ágætum, landið er hríf-
andi og gestrisni íslendinga frá-
bær.“
„Hvern teljið þér meginárang-
ur íundarins?"
Framh. á bls. 15
niður ákvæði um að barnið skuli
hafa dvalizt ákveðinn tíma í land
inu. Óskilgetin börn fá sömu
stöðu og skilgetin börn. Útlend-
ingar sem koma til Bandarikj-
anna á diplomata-vegabréfi geta
fengið landvistarleyfi. Maki og
barn innflytjenda fá sömu rétt-
indi eins og ef þeir hefðu flutzt
samtímis þó að þau flytji seinna
til landsins.
Þá vill öldungadeildin heimila
innflutning 40 þúsund flótta-
manna frá Austur Evrópulöndun-
um.
Samþykkt að llsia nokkuð
á koHun Corran-laganna
Washington 9. ágúst.
OLDUNGADEILD Bandaríkjaþings hefur nú samþykkt nokkrar
breytingar á innflytjendalögunum, hinum svonefndu McCarran
lögum, sem hafa verið illræmd talin. Þegar McCarran lögin voru
samþykkt 1952 var það gegn vilja þáverandi forseta, Trumans.
Nú er aftur dregið úr hinum ströngu ákvæðum laganna. Eftir er
samt að vita, hvernig fulltrúadeild þingsins tekur í málið.
/. S. /. Síðasti stórleikur ársins K. S. /.
Akurnesingar — Englendingar
Dómari: Þorlákur Þórðarson.
fer fram næstkomandi mánudagskvöld kl. 8. — Aðgöngumiðar seldir
á mánudag frá kl. 1 í aðgöngumiðasölu íþróttavallarins.
A T H . ;
Þetta er síðasta tækifærið á þessu sumri að sjá erl. lið leika hérlendis.
Kaupið piiða tímanlega. Móttökunefndin.