Morgunblaðið - 29.08.1956, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.08.1956, Qupperneq 8
8 MORCUi\BLAÐ1Ð Miðvikudagur 29. ágúst 1958 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Iramkv.stj.: Sigíús Jónsson Ritstjóri: T7altýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur Lesbók: Árni Óla, simi 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Áskriítargjald kr. 25,00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1,50 eintakið Röddin Jakobs og höndin Esaú ÞJÓÐIN hefur nú séð fyrstu' manns en hendurnar eru Stefáns ráðstafanir hinnar nýju rík-! Jóhanns, En nú heita þessar isstjórnar í efnahagsmálunum. Á ^ ráðstafanir allt öðru nafni á þessu stigi málsins er ekki ástæða til þess að fara um þær mörgum otðum. Til þess er fyllsta ástæða að þær séu hugleiddar og krufn- ar til mergjar enda þótt varla verði sagt að þær séu marg- þaettar eða feli í sér nokkrar merkilegar nýjungar. Þær eru fyrst og fremst bráðabirgða þvingunarráðstafanir, sem ekki fela í sér neina lausn á þeim vanda, sem kommúnistar og hand bendi þeirra hafa leitt yfir ís- lenzkt efnahagslíí á undanförn- um árum. Það eru kommúnistar, sem hrundu af stað kapphlaupinu milli kaupgjalds og verðlags. Af því leiddi síðan hallarekstur framleiðslunnar, greiðslu útflutn- ingsuppbóta úr ríkissjóði og stór- felldar álögur á þjóðina til þess að rísa undir þeim. „Fjandskapur við verkalýðinn“ Sjálfstæðismenn vöruðu laun- þegasamtökin við afleiiðngum taumlauss kapphlaups milli kaup . gjalds og verðlags. Kommúnistar og fylgilið þeirra t öldu slíkar aðvaranir ævinlega sýna „fjand- skap við verkalýðinn“. Þeir héldu því fram, að hækkun kaupgjalds- ins fæli ævinlega í sér kjara- bætur til handa launþegum, alveg án tillits til þess, hvort fram- leiðslan gæti risið undir auknum tilkostnaði eða ekki. Kommúnistar bera ábyrgðina Það er af þessu auðsætt að lcoinmúnistar bera fyrst og fremst ábyrgðina á þeim erfið- leikum, sem skapazt hafa í íslenzkum efnahagsmálum. — Það er vissulega kaldhæðni örlaganna, að þeir verða nú að láta það vera sitt fyrsta verk í ríkisstjórn, að skerða laun verkaiýðsins um veruleg- an hluta þeirrar kaupliækk- unar, sem knúð var fram með stórverkföllunum veturinn 1955. Þannig hafa kommúnistar étið ofan í sig allar staðhæfingar um að aðvaranir Sjálfstæðismanna hafi byggzt á „fjandskap við verkalýðinn11. Þeir hafa lýst því yfir, að þeir hafi sjálfir farið með fals og blekkingar er þeir hrundu af stað kapphlaupinu milli kaupgjalds og verðlags. ★ Kommúnistar hafa ekki aðeins fvivirt Sjálfstæðismenn fyrir að vinna gegn því að framleiðslan sykki i hallarekstur og vandræði. Stefán Jóhann Stefánsson og stjórn hans fékk sinn hluta af skömmum þegar hún reyndi að festa vísitöluna og stöðva verð- bólguna. Þá hétu þessar ráðstaf- anir „árás á verkalýðinn". — Nú eru það kommúnistar, sem að svipuðum ráðstöfunum standa. „Röddin er rödd Jakobs en hendurnar eru hendur Esaú“, seg ir í frægu spakmæli í heilagri ritningu. ★ Svipað má segja nú um þessar ! bráðabirgðaráðstafanir hinnar nýju ríkisstjórnar. Röddin er Hannibals og Her- máli kommúnista. Nú heita þær „bjargráð“. Þannig rekur allt sig á annars horn í málflutningi hinna nýju valdhafa. Ræða Hermanns Hermann Jónasson flutti í gær bragödaufa útvarpsræðu um hin- ar nýju bráðabirgðaráðstafanir. I henni kom ekki fram neitt nýtt frekar en í bráðabirgðalögum Hannibals. Hún var svipuð að efni, þegar sleppt er venjuleg- um derringi Hermanns Jónason- ar, og aðrar ræður, sem fluttar hafa verið af hálfu undanfarinna ríkisstjórna, um nauðsyn þess að stöðva dýrtíð og verðbólgu. ★ í henni fólst þó sú blekking, að ríkisstjórnin hafi haft samráð við verkalýðssamtökin um þess- ar ráðstafanir. Stjórnir verka- lýðsfélaganna í Reykjavík voru boðaðar á fund með nokkurra klukkustunda fyrirvara á mánu- dagskvöld. Þar var þeim skýrt frá því, sem til stæði. Sumstaðar út á landi höfðu verkalýðsfélögin ekki fylgst betur en svo með ráðagerð- um ríkisstjórnarinnar, að þau höfðu auglýst kauptaxta fyrir september án tillits til vísitölu bindingarinnar. Þannig hafa þá verkalýðssamtökin fylgzt með undirbúningi stjórnarinn- ar að hinum nýju þvingunar ráðstöfunum. Tillögur Sjálfstæðis- manna f þessu sambandi má svo að lok um minna á það, að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lögðu á s.l. vori fram tillögur um það í rík- isstjórninni, að varið skyldi fé úr ríkissjóði til þess að halda vísitölunni niðri til ársloka. Lögðu þeir til að hún yrði greidd niður um 8 stig frá apríllokum. Ef það hefði verið gert hefði verið unnt að hindra hækkun hennar svo nokkru næmi út allt árið. Var talið að hún myndi þá aðeins hækka um 3—4 stig. En Framsóknarmenn, kratar og kommúnistar snérust gegn þessu. Afleiðingin er auðsæ. Vísi- talan verður í árslok raunveru lega komin upp undir 200 stig. Og vegna þess að ráðum Sjálf- stæðismanna var ekki fylgt verð- ur nú að grípa til miklu tilfinn- L. >úsundir rar.nna gengu daglcga framhjá líkbörum Stalins í grafhýsi Lenins. Samsærismennirnir í Kreml grétu þurrum tárum og fluttu hugðnæmar minningarræður um manninn, sem þeir réðu af dögum. Þá var hann „Ijós heimsins“ — en nú segja hinir sömu, að hann hafi verið hinn versti þrjótur. Stciíin íézt ^ormcefi í incjcir ct me uorum óecjir JL 'ci éJhrenbun '9 í fyrri viku birtist i blaðinu fregn, sem franska blað- ið „France Dimanche" birti þá, og skýrði þar frá því hvernig dauða Stalins hefði borið að höndum. Nú heíur okkur borizt franska blaðið og segir þar, að franski rithöfundurinn Jean- Paul Sartre hafi nýlega verið á ferð í Moskvu, og hafi rússneski rithöfundurinn Ilja Ehrenburg þá sagt honum öll málsatvik. — Sartre er hins vegar heimildar- maður „France Dimanche". Samkvæmt frásögn hans höfðu samverkamenn Stalins byrjað að undirbúa dauða hans löngu áður en hann lézt. Höfðu þeir ásamt læknum einræðisherrans gert samsæri gegn honum á þá h;nd, að sprautur, sem Stalin fékk reglulega — og hugði vera styrkj andi vítamínsprautur, voru skað- legar — og hlutu fyrr eða síðar að leiða hann til dauða. i rumkvæðið að sam- særinu átti Kaganovitj, gamall baráttufélagi og mágur 'Stalins. Lét hann til skarar sltriða árið 1952, er Stalin ákærði hóp lækna af Gyöingaættum um að hafa reynt að ráða sig af dögum, og ennfremur haíði hann á prjónun- um áætlanir um að ílytja olla Gyðinga nauðuga til Síberíu, en öllum er fullkunnugt um hvaða örlög bíða manna þar. Kagano- anlegri ráðstafana en ella hefði vitj hafði lengi veigrað sér við þurft. að hlýða á allar þær sakir, sem æðstu undirtyllur Stalins báru á hann að tjaldabaki, og hann hafði ekki meira en svo lagt trúnað á þann orðróm, sem borizt hafði út í Kreml, um að Stalin hefði í byggju að „losa sig við“ þá Molotov, Mikojan og Krúsjeff. Þegár Stalin sýndi það hins veg- ar svart á hvítu, að hann ætlaði að hefja allsherjarherferð gegn Gyðingum, steig Kaganovitj hið örlagaríka skref. " ann 15. janúar árið 1953, er Stalin dvaldist á sveita- setri sínu við Svartahafið, kvaddi Kaganovitj stjórn kommúnista- flokksins saman til fundar til þess að undirbúa fund miðstjórn- ar flokksins. Slíkt hafði enginn vogað sér að gera hingað til, þvi að Stalin var einráður um fund- arhöld innan flokksins, eins og á öllum öðrum sviðum. Af ófyrir- sjáanlegum ástæðum varð ekki unnt að halda stjórnarfundinn fyrr en þann 1. marz þá um vet- urinn, og höfðu þá Stalin og Beria, yfirmaður leynlögreglunn- ar, gert ýmsar varúðarráðstafan- ir, svo sem vænta mátti. Þegar stjórnin kom loksins saman var Stalin vitanlega mætt- ur, en þegar í upphafi fundarins tók Kaganovitj stjórn fundarins í sínar hendur upp á sitt eindæmi. Hann reifaði mál sitt ekkert, þrátt fyrir nærveru einræðis- herrans — heldur vatt sér þegar að efninu: „Ég legg til, að nefnd Ekki allt með felldu um dauða þeirra LJÓSMYNDARAR frá Scot- land Yard hafa undanfarið tekið myndir frá tveimur graf reitum, þar sem gamlar kon- ur hvila, en konur þessar dóu mjög skyndilega. Orsökin til þess að þessar Ijósmyndir cru teknar er sú, að morðdeild lögreglunnar hefur fengið upp lýsingar, sem benda til þess að um árabil, hafi morðingjar verið að verki, sem stytta gömlum konum aldur, í því skyni að erfa þær. í öðrum þessara grafreita eru jarðneskar leifar Júlíu Bradnum, sem dó fyrir fjór- um árum, 82 ára gömul. Þá bjó hún með þrem jafnöldrum sínum. Ein þeirra hefur nú upplýst, að það hafi orðið mjög snöggt um Júlíu, og ekkert tóm unnizt til að ná í lækni til hennar. Ekki vissi kona þessi hver var dánar- orsökin. Þá hefur Scotland Yard einnig haft til meðferðar rann sókn á líkum tveggja eldri ua, sem grafin hafa verið upp, vegna þess að sams kon- ar grunur lá á að ekki væri allt með felldu um dauða þcirra. I.æknir annarrar kon- unnar erfði 50,000,00 krónur, og Roils-Royce-bifreið að henni látinni. sú, sem sett var á laggirnar til pess að rannsaka sanngildi ásak- ana þeirra, er bornar voru á Gyðingalæknana, verði leyst upp. Ég krefst einnig, að ákvörð- un sú, er félagi Stalin hefur tekið án samþykkis flokksstjórn- arinnar, að flytja alla Gvðinga til Síberíu, verði að engu höfð“, sagði Kaganovitj. Samkvæmt frásögn Ehren- burgs mun Kaganovitj hafa not- ið stuðnings allra stjórnarmeð- lima nema Beria, sem var ein- dreginn Stalins-maður. T ið þessi orð Kagano- vitj varð Stalin öskugrár af reiði og mátti vart mæla fyrst í stað. Síðan hóf hann að ausa skömmum og svívirðingum yfir stjórnarmeðlimina og — virtist algerlega ætla að ganga af göfl- unura. Þá greip Mikojan inn í: „Ég ræð þér til að segja ekkert eða gera að óhugsuðu máli. — Gættu þess nú að gera engin axarsköft, því að við höfum einnig gert okkar varúðarráð- stafanir". Mikojan leit síðan á armbandsúr sitt — og sagði: „Klukkan er nú 11. Ef við höfum ekki komizt að niðurstöðu eftir hálfa klukkustund, kemur her- inn og umkringir Kreml“. Við þessi orð Mikojan spratt Beria þegar í stað á fætur og sagði — fljótmæltur: „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu, að umgetin nefnd verði lögð niður“. B ena hafði séð sitt óvænna, er hann sá, að hann stóð einn með Stalin, og hann reyndi að bjarga sér með því að segja skilið við Stalin í skyndi. Orð Beria komu auðsjáanlega eins og reiðarslag yfir Stalin. — Hann stóð nú einn /— hann, ein- ræðisherrann, virtist verða að lúta í lægra haldi fyrir undirtyll- um sínum, sem hann alltaf „hafði haft í vasanum". Stalin missti algerlega stjórn á skapsmunum sínum, og ofsaæði það, sem hann fékk, bar það með sér, að hann var sleginn miklum ótta. Hann skipti litum og varð eldrauður í andliti. Augu hans urðu blóð- hlaupin og útstæð og hann hóf að formæla stjórnarmeðlimunum og kalla bölvun yfir þá. xjfamli baráttufélaginn, Kaganovitj, reis hægt úr sæti sínu, er Stalin þuldi bölbænir yfir hausamótunum á samsæris- mönnunum, dró upp flokksskír- teini sitt, reif það í sundur og Frh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.