Morgunblaðið - 29.08.1956, Page 9

Morgunblaðið - 29.08.1956, Page 9
Miðvikudagur 29. ágúst 1956 MORCUNBLAÐ1Ð 9 Akranes eftir 6 ára vinstri meirihluta Þor haía útsvör hæhkoð um 5 milljónir króna á 3 órum eða rösMega 130 prósent Á þessu ári hækka þau um 30% A7ÝI..EGA er lokið niðurjöfnun útsvara á Akranesi fyrir yfir- 15 standandi fjáriiagsár. Voru nú lagðar á a!ls 8,4 milljónir króna á rúmlega 1100 útsvarsgreiðendur. Er liér um að raeða langsamlega haesíu útsvör, sem á liafa verið lögð í sögu kaup- staðarins fyrr og síðar. Eru útsvör á Akranesi nú um 2 rniiljón krónum híerri en síðast liðið ár, hafa útsvörin því hœkkað um rösklega 30 prósent á hessu eina ári. Á þessu ári cr þó síður en svo um nokkra einstæða hækkun að ræða fyrir Akurnesinga, því á undanförnum þremur árum hafa útsvör hækkað hér úr 3,6 milljónum króna í 8,4 miljónir króna, eða urn rösklega 130 prósent. Hversu hér er um Jmngbæra hækkun að ræða, verður þó bezt séð, þegar tillit er tekið til þeirrar staðreyndar, að út- svarsgreiðendur á Akranesi eru aðeins rúmlega 1100 og þar af lang flestir verkamenn og sjómenn. Er það mjög algengt, að verkamönnum og sjómönnum sé gert að greiða 8.000,00—12.000,00 kr. í útsvar. Eru þá ÖU önnur opinber gjöld ótalin. Víst cr og um það, að hér er um einstæða útsvarsupphæð að ræða, og er það táknrænt, að það skuli einmitt vera sam- eiginlcgur meirihluti kommúnista, Alþýðuflokksmanna og Framsóknar, sem að slíku stendur. >að er því ekki úr vegi að gera útsvarshækkun þessari, *svo og bæjarmálastjórn vinstri flokk- anna á Akrar.esi í heild, nokkuð nánari skil. í LOK JANÚAR mánaðar s.l. voru sex ár liðin frá því komm- únistum, Alþýðuflokksmönnum og Framsókn tókst að ná sameig- inlegum meirihluta í þæjarstjórn Akranesskaupstaðar. Sex ár eru að vísu ekki langur tími í sögu iands og þjóðar, en þau eru vissu- lega dýrmætur tími í sögu ört vaxandi þyggðarlags, sem nota þarf hverja stund til uppbygg- ingar og framkvæmda aðkallandi nauðsynjamála. Það er því ofur eðlilegt, að Akurnesingar líti nú um öxl, yfir þau sex ár, sem hin „framfarasinnuðu umbótaöfl“ vinstriflokkanna hafa skipað meirihluta í bæjarstjórn kaup- staðarins, og virði fyrir sér þann ávöxt, sem stjórn þessara flokka hefur haít í för með sér fyrir bæjarfélagið. Og það er ekki af ástæðulausu, þó Akurnesing- ar spyrji: „Hafa málefni þæjar- félagsins tekið þeim framförum, sem vænst var eftir fyrir sex árum? Hefur eðlileg uppbygging bæjarins af hálfu hins opinbera haldið áfram?“ Og síðast en ekki sízt: „Hafa hin litskrúðugu kosningaloforð Alþýðuflokks- manna, Kommúnista og Fram- sóknar frá þæjarstjórnarkosn- ingunum 1950 verið efnd og orð- ið að veruleika? Við skulum láta hugann hverfa aftur í tímann og láta rök reynslunnar og lið- inna atburða tala. „FRAMFARIR VI» FAXAFLÓA". Það er kunnara en svo að frá þurfi að skýra, hversu þeir kaup- staðir og kauptún, er við Faxa- flóa liggja hafa eflst og vaxið nú hina síðustu áratugi. ör fólks- fjölgun samfara stöðugri upp- byggingu nýrra atvinnutækja hefir einkennt þessa staði, enda hafa hin litlu og fátæku sjávar- þorp vaxið á skömmum tíma upp í fjölmenna og þróttmikla útvegs- bæi. Ástæða þessarar gleðilegu þróunnar’ er öllum kunn. Hin auð ugu fiskimið Faxaflóa, sem eru ein hin veiðisælustu fiskimið heimsins, hafa verið sá aflgjafi og sú auðsuppspretta, sem öll hin iitlu sjávarkauptón hafa sótt þrótt sinn til. Otrauðir hafa sjó- menn þeirra haldið út á Flóann og sótt gull í greipar hins gjöfula ægis. Oftlega hefur ægir konung- ur þó krafist lífs og lima hinna hugprúðu sjómanna, en aldrei hafa þeir þó æðrast eða verið á því að leggja árar í bát. Þeirra störf hafa varðað þjóðar nauð- syn, enda byggist líf og afkoma þjóðarinnar öðru fremur á því, að skilyrði séu fyrir hendi til þess að nýta hin auðugu fiskimið ! við strendur landsins. Öruggar hafnir, sem vcitt geti sjómönnun- ' um trygga lendingu og aðstæður til athafna, eru Jjó höfuð skilyrði öllu öðru ofar. Það Jjekkja þeir bezt, er við sjóinn biia og byggja ' verða alla sína afkomu á honum. | „FORYSTA SJÁLFSTÆÐIS- MANNA Á AKRANESI". | Það var því ekki að ástæðu- lausu, sem fyrsta bæjarstjórn Akraneskaupstaðar leit á það, ! sem sitt höfuðverkefni að koma | upp öruggri höfn fyrir byggðar- J Iagið. í þessari fyrstu bæjar- ! stjórn, sem kosin var i ársbyrj- | un 1942 áttu Sjálfstæðismenn 5 i fulltrúa og þar með hreinan I meirihluta. Allt frá því fyrsta, höfðu Sjálí A' -menn liaft for- j ystu um málefni byggðarlagsins. | Frá því 1916 hefur Pétur Ottesen verið þingmaður kjördæmisins, og með hans’ fulltingi liefur f jöl- mörgum velferðarmálum verið hrundið í framkvæmd. Á árunum milli 1930 til 1940 var hafin bygging hafnargar'ðs í Krossvík. Sá garður veitti þó hvergi nærri öruggt skjól, enda er Krossvíkin breið og opin fyrir hinum stóra úthafsöldum, er ber- ast inn Faxaflóa. Mikið verk var því framundan, er byrjað var aft- ur á hafnarframkvæmdum á Akranesi árið 1943. f fyrstu var framkvæmdum hagað þannig, að steyptir voru steinnökkvar á landi og þeim síðan sökt framan við hafnargarðsendann. Jafn- framt var hafizt handa um bygg- ingu bátabryggju í Teigavör. En eftir því sem hafnargarðurinn lengdist óx dýpið þar að sama skapi og gerði allar framkvæmd- ir örðugri. Þá var það, sem þáverandi bæj- arstjóri, hinn dugmikli, ágætis- maður Arnljótur heitinn Guð- mundsson, bar fram þá tillögu, að keypt yrðu til landsins stein- ker frá Englandi. Var hin fram- sýna tillaga Arnljótar fram- kvæmd og 4 innrásarker keypt til landsins. Var hvert ker 62 metr- ar á lengd og 14 metrar á breydd. Sömuleiðis keypti bærinn tvær innrásarferjur, sem hver um sig eru 200 smálestir að stærð. Á þessu sama ári eignaðist bærinn svo 5 vörubíla og stóran vél- krana, enda ríkti þá hinn mesti framfara hugur meðal ráðamanna bæjarins. Má með sanni segja, að árin frá Jjví Akranes fær kaupstaða- réttindi 1942 og allt fram til árs- þis 1950, séu mestu uppgangs timar, er yfir Akranes hafa kom- ið. Á þessum árum er gengið að fúllu frá tveimur innrásarkerj- um við hafnargarösendann. Jafn- framt er fimmta kerið keypt til landsins. Á þessum árum eru Andakýlsárfossar virkjaðir og rafmagni veitt þaðan til Akraness og víðar. Vatnsveita er lögð ofan úr Akrafjalli. Árið 1944 er stofnaður Gagnfræðaskóli, og nokkrum árum síðar reist nýtt og myndarlegt barnaskólahús. Nýtt sjúkraliús er reist. Árið 1948 er nýsköpunartogarinn Bjarni Ól- afsson keyptur til bæjarins. Jafnhliða þessu er nýtt hol- ræsakerfi lagt í götur bæjarins og mikið unnið að gangstétta- og gatnagerð, jafnframt því sem hrundið er í framkvæmd fjöl- mörgum öðrum málum stórum og smáum, sem of langt mál yrði hér upp að telja. Má af þessu sjá, að það voru dugmiklir og framsækn- ir menn, sem stjórnuðu Akranes- bæ þessi ár, menn sem skyldu þarfir hins vaxandi bæjarfélags og þorðu og vildu af alhug vinna að framfaramálum þess. Mun þessara ára áreiðanlega lengi minnst, sem blómatimabils í sögu Akraness. ..HINIR RAUÐU FÁ RÁÐIN í IIENDURNAR". Strax árið 1950 verða þáttaskil í sögu Akraness. Sjálfstæoismenn missa meirihluta sinn, og við stjórn bæjarins taka þrír sundur- leitir flokkar, Alþýðuflokkurinn, kommúnistar og framsóknar- menn. Að líkindum munu girni- leg kosningaloforð þessara flokka hafa átt stærstan þátt í sigri þeirra. Alþýðuflokksmenn gáfu t.d. út kosningaloforð í 24 grein- um, þar sem þeir lofuðu Akur- nesingum flestu milli himins og jarðar, öðru en verkamannabú- Stöðum, en af sérstökum ástæð- um vildu þeir sem minnst á þá minnast. Þegar að kosningum loknum voru öll hin litskrúðugu kosn- ingaloforð svikin. Reyndust þau aðeins innantómt orðagjálfur, sem og önnur gífuryrði vinstri- manna í þessum kosningum. Öll velferðamál byggðarlagsins voru nú kistulögð í skrifborðsskúffu barnakennarans við Sunnubraut, enda tóku nú innbyrðis illindi og erjur allan hug vinstri samfylk- ingarinnar. Gátu vart skarpari skil átt sér stað í þróunarsögu | Akraness, en þau, er fylgdu í kjölfar hinnar sameiginlegu J stjórnar rauðu flokkanna. Öll vinna var Iögð niður við ! hafnarframkvæmdir og þeim öll- J um hætt. Var slfkt algjört tilræði við framtíð bæjar, sem byggir J alla sína afkomu á útgerð. Mun ! Akurnesingum sú ráðstöfun seint I úr minni líða. Sömu sögu var að segja um allar aðrar framkvæmd- ir á vegum bæjarins, alls staðar lagðist hjn dauða hönd rauðu- | fíokkanna yfir eins og mara. 1 í bæjarstjórninni sjálfri logaði ! alit í innbyrðis illindum milli Loftmynd af Akranesi. fulltrúa vinstri flokkanna, og átt höfðu í heiftúðugum deilum sín á milli allt síðastliðið kjör- tímabil, birtust nú Akurnesingum allir á einum lista. Ekki Jjarf að efast um þá einingu og þann bróðurhug, er rikti í þessum sundurleita hóp fornra óvina, enda voru Jjar samankomnir „falslausir“ vinir eins og Hálfdán Sveinsson og Sigurdór Sigurðs- son, menn sem átt hafa í stöðug- um erjum ög jafnvel málaferl- um. Síðan kom í ljós, að listinn hafði verið keyrður saman í miklu flaustri og meira ráðið kapp en forsjá við bræðing þann. Hafði mikið gengið á og víða meirihlutans, leituðu nú á náðir j heyrzt grátur og gnístran tanna úr herbúðum vinstrimanna áður reyndu þeir hver um sig að koma ábyrgðinni af sér og bjarga þann- ig sínu eigiu skinni. Fjárhagsáætlun bæjarins var síðbúin og sömuleiðis kölluðu að knýjandi framkvæmdir í hafnar- málunum og víðar. Reyndust vinstri. hetjurnar eng'an vegin vanda sínum vaxnar, lögðu þær að lokum árar í bát og gáfust hreinlega upp við að stjórna bænum. Sannaðist nú á þeim hið- fornkveðna, að hægara hefði ver- ið um að tala, en í að komast. Framsóknarmenn og kratar, sem verið höfðu burðarás vinstri Sjálfstæðismanna og báðu þá að gerast þátttakendur um stjórn bæjarins og bjarga þannig við bæjarins hag. Hinir fjórir fulltrú- ar sjálfstæðismanna í bæjarstjórn voru lítt ginkeyptir fyrir stjórn- arsamvinnuboði vinstri manna, enda var meirihluti bæjarstjórn- ar og þar með valdið í þeirra höndum eftir sem áður. Hins veg- ar voru málefni bæjarfélagsins komin í slíkt óefni, að sjálfstæð- ismenn töldu sér skylt að grípa inn í til þess að forða bæjarfél- aginu frá hreinu skipbroti. Var fyrir þeirra verk hafin vinna við höfnina að nýju. Sömuleiðis liöfðu Sjálfstæðismenn forystu um kaup á togaranum Akurey til Akrancss. Ýmsu öðru komu þeir til leiðar, er til heilla hefur horft fyrir byggðarlagið, enda þótt þeir hafi sífellt verið háðir meirihlutavaldi rauðuflokkanná, sem með sínum fimm fulltrúum gátu einir ráðið afgreiðslu allra mála. Þannig leið þetta fyrsta kjör- tímabil, er kommúnistuni, al- þýðuflokksmönnum og framsókn tókst að ná meirihluta í bæjar- stjórn Akranesskaupstaðar. Mun fyrrihluta þessa kjörtímabils Iengi minnst að' eindæmum í sögu Akraness. „BÆJARSTJÓRNAR- KOSNINGAR VET- URINN 1954“. Það er til gamalt íslenzkt mál- tæki, sem segir, að til þess séu vítin að varast þau. — Ak- urnesingar munu líka hafa búist við því, þegar bæjarstjórnarkosn- ingarnar nálguðust að nýju í jan. 1954, að vinstri flokkarnir létu sér nú fengna reynslu að kenn- ingu verða og hyggðu ekki á frekari tilraunir til samstarfs sín í milli. Víst var og um það, að hinar hatrömmu innbyrðisdeilur, j og hið algjöra athafnaleysi í öll- um velferðamálum bæjarins, sem einkennt hafði svo mjög alla sam- en saman gekk. Að lokum mun þó óttinn við fyrirsjáanlegan kosningasigur Sjálfstæðismanna hafa ráðið bagga muninn, og hræðslan ein rekið fulltrúa vinstriflokkanna saman á einn lista. Úrslit bæjarstjórnarkosning- anna voru mikill sigur fyrir sjálf- stæðisstefnuna á Akranesi. Listi Sjálfstæ'ð'ismanna hlaut 612 at- kvæði, eða 152 atkvæ'ðum fleira en í bæjarsljórnarkosningunum næstu á undan. Sigur þessi er sér- staklega glæsilegur þegar tillit er tekið’ til þess, að' hér er um öll atkvæ'ði að' ræða, er við bætt- ust á s.l. kjörtímabili. Að vísu hlutu Sjálfstæðismenn ei hrein- an meirihluta að þessu sinni, en úrslit kosninganna sína glöggt, hvert straumur fólksins liggur í stjórnmálunum á Akranesi. Var það einkum unga fólkið sem fylkti sér undir merki sjálfstæð- isstsfnunnar. Úrslit kosninganna voru nokk- uð á annan veg fyrir hinn sam- eiginlega lista kommúnista, krata og framsóknar. Að vísu héldu þeir meirihluta sínum í bæjar- stjórn, en hlutu aðeins tveimur atkvæðum fleira nú, en þeir höfðu hlotið sameiginlega í bæj- arstjórnarkosningunum 4 árum áður. Voru slik úrslit algjört feigðarboð fyrir vinstrimenn á Akranesi, enda segir máltækið, að fyrst komi kyrrstaða, svo ell- in, og allir vita hvað síðan tekur við. NÝR BÆJARSTJÓRI RÁDINN. Fyrsta verk þrífótarins, (en slíkt er gælunafn Akurnesinga á vinstri sambræðslunni) var að leita eftir nýjum bæjarstjóra. Tók það verk alllangan tíma, enda virtist enginn hafa áhuga á að gerast bæjarstjóri á Akranesi með slíkan meirihluta að baki. Þá var það, sem framsóknarmenn stjórn kommúnista, lcrata og i í Reykjavík hlupu undir bagga framsóknar, hafði fullkomlega I og buðu sem bæjarstjóra einn af sannað vanmátt þeirra til að j sínum misheppnuðu starfskröft- veita málefnum Akraness for- ystu. Var þetta almenn skoðun flestra Akurnesinga, jafnt þeirra eigin manna sem og annarra, enda gerðist nú hinn mesti kurr í liði þeirra. En þá v^r það, sem undrið skeði. Fulltrúar vinstri flokk- anna, sem ekki höfðu getað starf- að saman í bæjarstjórn, mennirn- ir, sem lýst höfðu marg sinnis vantrausti hvorir á aðra, og sem um í höfuðborginni. Lék þeim himr mesti hugur á að losna við mann þennan úr --Reykjavík og koma honum eitthvað út á land, fjarri útvarpi og blöðum. Þrífótarmenn, sem orðnir voru nokkurn bæjarstjóra, samþykktu nærri úrkulavonar með að fá að lokum að ráða mann þennan, enda þótt slíkt væri að sjálfsögðu algjört neyðar úrræði af þeirra Frh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.