Morgunblaðið - 18.10.1956, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.10.1956, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 18. okt. 1958 MOPClllSBLAÐlÐ 9 Frederíck Legge: Ferbamenn 1 Sovétríkjunum. eru vandlega skyggbir af lögreglunni ftSjósnahræðslan er þar á hásftigi Kommúnistaríkin bjóða nú gesti opinberlega velkomna og taka þeim opnum örmum, en — Legge bendir á að þessi gestrisni sé ekki öll sem hún virðist á yfirborðinu. Tékk- neski innanríkismálaráðherrann hafi til dæmis hvatt þjóð sína að vera vel á verði gegn njósnurum í hópi slíkra gesta. Jafnvel saklausir ferðalangar megi því búast við að verða leiddir þar fyrir rétt. FERÐALÖNGUM, sem hafa hugs að sér að eyða sumarleyfi sínu austan járntjalds, er betra að búa sig undir að fara að öllu með gát, annars geta þeir hæglega orðið raunverulegar njósnasögupersón- ur. Ekki er samt víst að þeir kom- ist í kynni við neitt álíka reyfara- legt og leynilögreglumenn dul- búna sem veitingahúsþjóna eða leynihljóðnema í gistihúsaher- bergjum, en það er litlum vafa bundið að leynilögreglan mun fylgjast nákvæmlega með ferðum þeirra, reiðubúin til atlögu hvað lítið sem út af ber. Ógætileg spurning, eða smáútúrkrókur í leyfisleysi, getur orðið til þess að saklaus ferðamaður sitji á bak við lás og slá fyrr en hann veit af. Samkvæmt þeirri nýju Sovét- línu að leitað skuli vináttu við vestrænar þjóðir bjóða kommún- istaríkin gesti þaðan nú velkomna og taka þeim opnum örmum. Ekki eru allir hlutaðeigendur samt hrifnir af að auðsýna slíka gest- risni. Óánægjuraddir hafa heyrzt á bak við tjöldin, og í einu af kommúnistaríkjunum að minnsta kosti lítur leynilögreglan með tortryggni á þessar ferðamanna- heimsóknir. Rudolph Barak, tékkneski inn- anríkismálaráðherrann, óttast njósnahættuna. „Njósnamiðstöðv- ar fjandmannanna" mælti hann aðvarandi á þjóðþingi kommún- istaflokksins, „reyna nú að hag- nýta sér hinn sívaxandi, alþjóð- lega ferðamannastraum til að lauma erindrekum sínum inn í land vort“. Sökum starfsemi „er- lendra friðarfénda", sagði hann, „mun alþýðulýðveldi vort þurfa á skipulagðri öryggisþjónustu að halda um langa framtíð“ (Tékk- neska fréttastofnunin, 12. júní 1956). Eftir að hafa fullyrt að síðan leyniþjónustan hefði verið aukin „hefði tekið fyrir það að risið væri gegn hinu sósíalistiska lög- Frederick Legge vinnur bæði við blöð og útvarp. Hann var áður erlendur fréttaritari dag- blaðs eins í Lundúnum og ferð- aðist um 150 þúsund mílur á vegum þess um 25 þjóðlönd. fastur í járnbrautarlestinni þegar hann 'var að leggja af stað til Austurríkis. Það var „smávægi- legt atriði", sagði lögreglán hon- um, sem þeir vildu fá nánar upp- lýst. Það var ekki fyrr en í maí- mánuði 1956 að þeir viðurkenndu sakleysi hans og létu hann laus- an. Þetta „smávægilega atriði", eins og Oren komst að orði við kunningja sína þegar heim kom, hafði kostað þá hálfs fimmta árs athugun. Oren var leiðtogi Mapam, vinstri fylkingar sósíalistaflokks- ins í ísrael. Hann fór til Evrópu 1951 til að reka ýmis erindi í sambandi við W. F. T. U. — Al- þjóðasamband verkamanna, sem kommúnistar ráða — og til þess að aðstoða við flutninga Gyðinga búsettra £ Rússlandi til ísrael. f Tékkóslóvakíu hafði hann, sam- kvæmt Jerusalem Post, þann 20. maí 1956, unnið að því að fá Zionista er sátu í tékkneskum fangelsum látna lausa. Eftir að hafa komizt að raun um að slík viðleitni mundi með öllu tilgangs- laus ákvað hann að halda frá Prag til Austurríkis, en þá var hann tekinn höndum. Næstu mánuðina var hann beitt ur hrottalegum yfirheyrsluaðferð um í því skyni að þvinga hann til sannana gegn Rudolph Slansky valdi“, komst Barak svo að orði, að það væri „ekki nóg að taka upp nýjar og sveigjanlegri að- ferðir í því skyni að ná betri árangri í vörn gegn árásum snjallra og þjálfaðra erindreka sem sendir eru gegn okkur er- lendis frá“. Af þessu mætti ráða að öryggisþjónustan lægi á lat- síðunni að hans áliti hvað þetta snerti. Frá sjónarmiði ferða- mannsins er viðhorfið hins vegar E1NS og getið var um j blaðinu á óhugnanlegt. Ef hræðsluæði við | sunnudaginn, er komið út 4. hefti njósnara gripi um sig innan lög- at Nýyrðum á vegum mennta- reglunnar gæti það auðveldlega máiaráðuneytisins. Orðabókar- valdið alvarlegum mistökum nefnd Háskólans hefur haft yfir- Rudolf Slansky fyrrverandi aðalritara kommún- istaflokks Tékkóslóvakíu. Stóðu yfirheyrslur þær oft hvíldarlaust í fjóra til fimm daga. I eitt skipti stóðu réttarhöldin í 18 daga með 10 mínútna hléi, en á meðan var honum leyft að sitja á svokölluðu rúmi í klefa sínum sér til „hvíld- ar“. Um leið og hann tók sér sæti var steypt yfir hann fullri skjólu af ísköldu vatni og klefaglugginn opnaður svo að blaut fötin frusu að líkama hans, en þetta var febrúar 1952 þegar frostið komst niður í tuttugu gráður. Eftir tíu mínútur var hann leiddur aftur inn í réttarsalinn og spurninga- þófið endurtekið. í þessa átján sólarhringa fékk hann aldrei að njóta svefns eða sæmilegrar máltíðar, en kaffi fékk hann og eins mikið af vindl- ingum og hann vildi reykja. Hið grimmdarlegasta við þess- ar yfirheyrslur var þó ef til vill hvernig spyrjendurnir reyndu að brjóta niður mótstöðuafl hans með því að dylgja um einhverja ógæfu sem fjölskylda hans í ísrael hefði orðið fyrir. Að síðustu var ástand hans orðið slíkt að hann var fús að játa allt sem krafizt var, hversu fráleitt sem það var. Allar síðari tilraunir til að fá þær „játningar" ómerktar reyndust árangurslausar. Árið 1954 var Oren dæmdur með leynd í fimmtán ára fangelsi fyrir þá „glæpi“, sem hann hafði á sig játað. Árið 1954 voru enn hafin yfir honum réttarhöld, og enn í því skyni að afla hjá hon- um falskra sannana, í það skipt- ið gegn Bohumil Lausman, jafn- aðarmanni sem snúið hafði heim til Tékkóslóvakíu í desember 1953. Ekkert tillit var tekið til þess þó hann lýsti því yfir að hann hefði aldrei haft neitt sam- an við Lausman að sælda. Sann- ana þurfti með fyrir „sök“ hins ákærða og hægast um vik að afla þeirra með þessu móti. Oran var að vísu ekki venju- legur skemmtiferðalangur, en hins vegar er augljóst að slík örlög geta einnig beðið grun- lausra ferðamanna. Kommúnist- ar hafa aldrei hikað við að fórna saklausum til að ná tak- marki sínu og í kommúnistaríkj- um leiðir það af sjálfu sér að ríkið sé þýðingarmeira en rétt- læti til handa sérhverjum ein- staklingi. Og þar sem tortryggn- in og njósnahræðslan er þar fyrir hendi má búast við því að öryggis þjónustan vilji ekki eiga neitt á hættu, og kæri sig þá kollótta um líkur eða sannanir fyrir grun sín- um er hún tekur menn fasta. Nýyrði í flugmáli komin úl Kokkfeilssfúka, flosir soll&ir, kopfi, þofar hannar þannig að fróðleiksfúsir en sak- lausir ferðalangar væru hand- teknir sem fjandsamlegir njósn- arar. Eitthvað þessu líkt hefur þegar gerzt í Tékkóslóvakíu. ísraelskur borgari, Mordechai Oren, sem kom þangað árið 1951, var tekinn GERVINÝRU REYNAST VEL NEW YORK 11. okt. — Á ár- legri ráðstefnu skurðlækna í Bandaríkjunum, kom fram nýj- ung, sem valda kann byltingu í meðferð nýrna-sjúklinga. Dr. Paul R. Schloerb, skurðlæknir við læknadeild Kansas-háskóla, skýrði ráðstefnunni frá því, að gerðar hefðu verið tilraunir með gervinýru, sem kæmu í veg fyrir blóðeitrun, og gætu komið í stað inn fyrir ónýt nýru. Hér er um að ræða þunn hylki, sem geyma ákveðinn vökva, og er þeim kom- ið fyrir í mjógirninu. Þessi gervi nýru hafa haldið hundum á lífi eftir að bæði nýrun höfðu verið tekin úr þeim, en þau hafa að- að hylkið hefur verið sett í mjó- girnið byrjar vökvinn að starfa og dregur til sín eiturefnin. Það er ekkert efamál, segir læknir- inn, að þessi nýjung getur hæg- lega haldið lífinu £ nýrnasjúkling um, þangað til þeirra eigin nýru erU læknuð. Þá var ráðstefnunni enn frem- ur skýrt frá því, að gerðar hefðu verið hjartalokur úr klukkufjöðr um og nælon-efni. Þessar hjarta- lokur hafa reynzt ágætlega í fjölda hunda, sem þær voru reyndar á, og vonir standa til, að þær geti einnig orðið þeim j mönnum að gagni, sem hafa slæm umsjón með þessari útgáfu, en í henni eiga sæti prófessorarnir eins verið reynd á einum dauð- | ar hjartalokur. Þessar gervi-lok- ur hafa starfað í hundum í hálft þriðja ár, án þess að hafa nokkur truflandi áhrif á blóðrásina. vona nýrnasjúklingi, sem lá í óviti, og fékk hann strax ræn- una, þegar gerevinýrun tóku til starfa. En hann dó úr hjarta- slagi skömmu síðar. Þegar nýrun skemmast eða verða óvirk, hætta þau að hreinsa blóðið, sem smám saman fyllist af eiturefnum. Til þessa hefur sú aðferð verið notuð að dæla hinu mengaða blóði úr sjúk- lingnum, hreinsa það í séstakri þar til gerðri vél, og veita því síðan inn í æðarnar aftur. Dr. Schloerb bendir á, að gervi nýrun vinni nákvæmlega sama starf, þegar þau eru sett í mjó- girnið. Þau geta fjarlægt eitur- efni úr blóðinu án þess að vera í beinu sambandi við það- Eftir Þjóðleikhúsið sýnir „Mann og konu“, í 39. og síðasta sinn í kvöld. — Myndin hér að ofan er af Þóru Borg í hlutverki sínu. Kvennaskólinn á Bliinduósi fullskipaiíur KVENNASKÓLINN á Blönduósi var settur laugardaginn 6. þ. m. og hófst athöfnin með því að sóknarpresturinn, séra Þorsteinn B. Gíslason, predikaði, en síðan flutti frú Hulda Stefánsdóttir, skólastýra, setningarræðu og tal- aði einkum um þýðingu heimilis- ins. Viðstaddir voru, auk kennslu kvenna og námsmeyja, allmargir gestir, og var þeim öllum boðið tb samsætis á eftir í hinum vist- lega og veglega borðsal skólans. Aðsókn að skólanum er mjög góð, því að hann er fullsetinn, en sótt höfðu auk þess um skólavist 10—20 meyjar, sem varð að vísa frá eða láta bíða næsta árs, sök- um rúmleysis. Hefur það og verið venjulega svo, að stúlkur hafa þurft að panta skóiavist í Blöndu óssskóla, stundum jafnvel með 1—2 ára fyrirvara, en þar er rúm iyrir 39 námsmeyjar. — K. þrýstingur á einhverjum stað, af sögninni „svella“. Djarfasta ný- yrðið, sagði dr. Halldór, er sögn- in hanna („to design“), sem þýð- að gera uppdrátt af flugvélum, skipum og öðru slíku. Af þessari sögn eru leidd orðin hönn („a design") og hannar (,,designer“), sem beygist eins og Gunnar. Skemmtilegasta orðið í safninu er vafalítið kokkteilsstúka (,,cocktail-bar“), og væri þá auð- vitað tilvalið að nota orðið „vín- stúka" fyrir „bar“, og mundu þá líklega margir gerast „stúku- menn“. Orðið tvívegismiði er notað um farmiða, sem gildir báð ar leiðir, og er þar endurvakin hin upprunalega merking £ orð- inu „tvívegis". Dr. Halldór benti á, að með þessu 4. hefti Nýyrða væri kom- inn góður stofn í íslenzka flug- málið, en málið væri samt engan veginn leyst, þar sem enn vant- aði mörg orð og á þessu sviði væri stöðug þróun. Lagði hann til, að mynduð yrði nefnd sér- fróðra manna í samráði við flug- málastjóra, sem fylgdist með þró uninni í flugmálinu og hefði sam- starf við málfræðinga. Próf. Alexander Jóhannessor upplýsti jafnframt, að í ráði væri að gefa út viðbæti við orðabók Blöndals, sem hefði að geyma um 40.000 orð úr daglegu tali og bók- um nýrri rithöfunda. Er söfnun langt komið, og bókin verður væntanlega fullbúin til prentun- ar í árslok 1957. E. t. v. verður tekið eitthvað úr þessum nýyrða- söfnum í viðbætinn, en jafnframt verður gefin út sjálfstæð tækni- orðabók, þar sem efni nýyrða- safnanna verður raðað niður í stafrófsröð. Sú bók verður um 30.000 orð. Treystir dómgreind þjóðarinnar NEW YORK — Eisenhower for- seti lét svo um mælt á blaða- mannafundi nýlega, að hann teldi það ekki skynsamlegt að setja í lög bann við því, að for- seti Bandaríkjanna sæti lengur en tvö kjörtímabil. Kvaðst hann bera svo mikið traust til dóm- greindar bandarísku þjóðarinn- ar, að það væri alveg óþarft að Alexander Jóhannesson, Einar Ól. Sveinsson og Þorkell Jó- hannesson. Ritstjóri þriggja síð- ustu heftanna hefur verið dr. Halldór Halldórsson, og skýrði hann fréttamönnum frá því á laugardag, að í þessu síðasta hefti væri ein meginbreyting til bóta. Því er skipt í tvo hluta: hinn fyrri íslenzkt orðasafn með þýð- ingum á ensku, og í nokkrum tilfellum á dönsku og þýzku, og svo ensk-íslenzkt orðasafn fyrir þá sem kunna erlendu tækniheit- in. Bjóst hann við, að þessu fyrir- komulagi yrði haldið í framtíð- inni. í heftinu eru alls um 5000 orð, þar af um 1200 um flug- hreyfilinn einan og 4—500 úr veðurfræði. Enn vantar mikið af nýyrðum um sjálfan flugvélar- bolinn. Dr. Halldór gat þess, að fyrir hendi hefðu verið mun fleiri orð en tekin voru í heftið, eða 8—9000 orð. T.d. voru til 10—20 þýðing- ar á orðum eins og „Hangar", og voru þá ein eða tvær teknar (flugskýli, flugskáli). Sum orð- anna í safninu eru gömul íslenzk orð í nýrri merkingu, önnur eru hrein nýsköpun, og enn önnur eru erlend tökuorð, sem felld hafa verið að íslenzkum málvenj- um. Nefndi hann nokkur dæmi um þetta. „Flosi“ nefnist vökv- inn, sem eyðir (flysjar) málningu og naglalakki. „Flugvör" er stað- urinn þar sem sjóflugvélar eru dregnar á land. Þá eru orð eins og fastaflug og lausaflug, vöru- flugvél og varðflugvél, sem skýra sig sjálf. Um þyrilvængjuna er líka notað orðið kopti, sem kynni að valda ruglingi, því það er notað í íslenzku um kristnar kirkjur í Egyptalandi og Eþíópíu. Samnefni þrýstiloftsvélarinnar eru þota og þura (gamalt örvar- heiti af sögninni „þyrja“ = ,,þjóta“). Orðið kný er notað yfir hinn sterka loftstraum, sem knýr þrýstiloftsvélarnar áfram („thrust"). Orðið ratsjárkagi (,,scanner“) er notað um sérstakt ratsjárnet sem snýst. Kagi kemur af gamalli íslenzkri sögn „kaga“ = „sjá“ eða „horfa“. Þá er orðið takmarka setu manns við stjóvn- sollur (,,surge“) sem þýðir of- völinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.