Morgunblaðið - 18.10.1956, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtuctagur 18. okt. 1956
- “1
LOUIS COCHRAN:
\ SONUR HAMANS
'W—^ ste: —acje. " _ar ^ J
Framhaldssagan 55
sinni með sér. — ,-,Nú skulum við
fara að leggja af stað heim.“
„Ég kann annað kvæði, sem ég
vil lesa upp fyrir ykkur. Það er
skal ég segja ykkur um kennslu-
konu. Það er svona..“
„Æ, farðu til fjandans með öll
þessi vitlausu kvæði þín.“ —
Lije var orðinn dálítið óskýr í
máli. Svo tók hann móður sína,
sem stóð riðandi á fótunum, fyrir
framan hann, í fangið og opnaði
dyrnar:
„Ég kem svo á morgun með
vagninn og hestana“, kallaði
hann yfir öxl sér til Dinks.
Svo gekk hann út í hina svölu,
bláleitu skimu fyrstu dögunar-
innar með móður sína í faðmin-
um, sem nú dottaði við barm
hans, svo að höfuð hennar dingl-
aði máttleysislega fram og aftur
við hvert spor sem hann steig.
11. kafli.
Það var ekki fyrr en tveimur
dögum síðar, að Lije hélt aftur
til vinnu sinnar hjá Martin
Fortenberry.
Um kvöldið, er hann hafði af-
klætt móður sína og smeygt
flauels-sloppnum yfir höfuðið á
henni, hafði hann setið við rúm-
fletið hennar og virt hana fyrir
sér annars huga., á meðan flökt
andi myndir af Elizabeth svifu
fyrir hugarsjónum hans. Forten-
berrys-fjölskyldan var kostafólk,
sagði almannarómur. Gamli
Martin hafði verið höfuðsmaður
í stríðinu og þau áttu heima í
stóru, hvítu húsi, þar sem hvert
einstakt herbergið var stærra en
allt hreysi Lijes og móður hans.
Og gamla frú Fortenberry hafði
ekki talað við móður hans í tíu
síðastliðin ár, að því er hún sjálf
sagði.
Hann dró ábreiðuna alveg upp
að höku á henni og gekk síðan
reikandi sporum yfir í herbergið
(JTVARPIÐ
Fimmtudagur 18. október:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 „Á frívaktinni“, sjó-
mannaþáttur (Guðrún Erlends-
dóttir). 19,30 Tónleikar: Danslög
(plötur). 20,30 Tónleikar (plötur).
20,50 Þýtt og endursagt: Þrír
lærifeður Oscars Wilde, bókarkafli
eftir Hesketh Pearson (Haraldur
Jóhannsson hagfræðingur). 21,15
Kórsöngur (plötur). 21,30 Útvarps
sagan: „Októberdagur“ eftir Sig-
urd Hoel; XIV. (Helgi Hjörvar).
22,00 Fréttir og veðurfregnir. —
Kvæði kvöldsins. 22,10 Kvöldsag-
an: „Sumarauki" eftir Hans Se-
verinsen; XV. (Róbert Amfinns-
son leikari). 22,30 Sinfónískir tón-
leikar (plötur). 23.05 Dagskrár-
lok. —
sitt, þar sem hann dró undan
rúmbálkinum sínum flösku með
litlausum, glærum vökva í. Þessa
löngu, hvítu flösku hafði svert-
inginn Mánabjartur gefið honum.
Hann hafði bruggað þennan
drykk sjálfur, að því er hann
sagði, og hann var margfalt sterk
ari en heil kanna af viskíinu, sem
hann hafði keypt hjá Dink, svo
oft og mörgum sinnum.
Hann fleygði sér aftur á bak
útaf í rúmið, í öllum fötunum og
setti flöskuna á munn sér. — Og
Dink var allra bezti náungi. Hann
var vinur móður hans og hugsaði
mikið um hana og hún hugsaði
mikið um hann. Hann var vinur
þeirra beggja. Hann hafði verið
verndari þeirra og hjálparhella
svo lengi sem hann mundi eftir
og það hafði verið þeim ómetan-
legur styrkur. Hnefar Dinks voru
harðir og handleggir hans langir
og auk þess skildi hann....
Það var ekki hægt að ætlast
til þess, að fólk eins og Forten-
berry-fjölskyldan skildi ....
Með óstyrkri hönd bar hann
flöskuna aftur að vörum sér, svo
að hinn tæri vökvi freyddi út um
bæði munnvikin, seytlaði eftir
hökunni og rann niður á háls.
Svo féll hendin aftur hægt nið-
ur og fingurnir gripu, eins og
ryðgaðar tengur fyrir kverkarn-
ar.
Hann stóð á öndinni. Hóstaði.
Munnurinn var galopinn og and-
ardrátturinn ör og snöggur. Fing-
urnir sperrtust út um leið og hand
leggurinn féll fram af rúmstokkn
um og niður á gólfið, en flaskan
valt inn undir rúmið og skildi
eftir læk af hinum tæra vökva á
óhreinu gólfinu.
Þegar móðir hans læddist á
tánum inn til hans morguninn
eftir, klukkan átta, var hann enn
eins og hann hafði lagzt fyrir
kvöldið áður, með höfuðið reigt
aftur, opinn munninn og dró
andann snöggt og rykkjótt með
drynjandi hrothljóði.
Og móðir hans, sem mundi að-
eins óljóst eftir atburðum kvölds
ins áður, mundi samt nægilega
mikið, dró teppið varlega yfir
hann„ hraðaði sér því næst hljóð-
lega út aftur og kveikti upp snark
andi eld úr viðarkubbunum og
kvistunum, sem lágu úti í einu
horninu.
Hún var ekki svöng, aðeins
kvalin af brennandi þorsta, en
þegar hún hafði drukkið tvær
ausur af hinu tæra, svalandi
brunnvatni, setti hún nokkur
soðin egg og væna sneið af svína-
kjöti á disk, bar það inn í her-
Höfum fyrSrðlggjandi
Scanclia
eldav&lar
Svendbcrcjar j|
/Dvottapottar *
Allar Scandia-eldavélar
eru nú með hraðsuðuhellu.
Þvottapottar með tæmingarkrana,
innmúraðir og tilbúnir til notkunar.
BIERINC
Laugavegi 6 — símj 4550.
M A R K U S
Frá
KEYKJAVÍK
til
GLASGOW
alla sunnudaga.
Til
REYKJAVÍKUR
frá
GLASGOW
alla laugardaga.
Margar ferðir
daglega milli
LONDON og
GLASGOW
Ný sendin.
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 5.
Eftir Ed Dodd
Föstudagur 19. október:
Fastir Jiðir eins og venjulega.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
19,30 Tónleikar: Harmonikulög
(plötur). 20,30 „Um víða veröld".
Ævar Kvaran leikari flytur þátt-
inn. 20,55 Islenzk tónlist: Lög eft-
ir Sigválda Kaldalóns (plötur). —
21.15 Aldarminning systkinanna
Elínar og Páls Briem. Frú Hulda
Á. Stefánsdóttir forstöðukona tal
ar um Elínu og dr. Þorkell Jó-
hannesson háskólarektor um Pál.
Bjami Guðmundsson blaðafulltrúi
flytur inngangsorð. 22,00 Fréttir
og veðurfregnir. — Kvæði kvölds-
ins. 22,10 Kvöldsagan: „Sumar-
auki“ eftir Hans Severinsen;
XVI. (Róbert Arnfinnsson leik-
ari). 22,30 Létt lög (plötur). —
23,00 Dagskrárlok.
1) — Finnur, ég vona að við
sitjum til borðs með einhverju
góðu og siðuðu fólki
2) — Þjónn, ég er Karolína
Manley.
— Já, gjörið svo vel frú. Það
er við borð nr. 14.
3) — Komið sælir, herra — hæ
— þú ert myndatökumaðurinn,
sem ég hitti hjá rakaranum.
4) — Já, ég heiti Markús og
þetta er Davíð.