Morgunblaðið - 25.10.1956, Blaðsíða 2
2
MORCVXBLAÐIÐ
Fimmtudagur 25. okt. 1956
MATTHIAS RAKOSI
íékk ráðið því að Nagy var látinn
fara frá. Rakosi er Sta’.inisti.
gamalt handbendi Stalíns „fjölda-
morðingja". Hann var óvinsaeli
og varð að hverfa, en Stalinistar
hafa ráðið mestu í Ungverjaiandi
að undanförnu.
- Ungverjaland
Frh. af bls. 1
gegn yfirvaldi í landinu. —
Óeirðarmönnum var heitið
sakaruppgjöf ef þeir hættu
bardögum innan ákveðins
tíma. Er sá tími rann út var
fresturinn framlengdur. Er
framlengingin rann út, stóðu
blóðugir bardagar enn yfir.
Símasambandslaust var með
öllu til Vesturlanda og Budapest-
útvarpið var eitt til frásagnar um
hlutina framan af deginum unz
ferðamenn sem orðið höfðu fyrir
ótal töfum vegna vegahindrana
Ungverja og Rússasoldáta komu
yfir landamærin til Austurríkis.
Budapestútvarpið sagði, að
skriðdrekar hefðu verið send-
ir gegn „gagnbyltingarmönn-
um“. Flugvélar væru skrið-
drekunum og herliðinu til að-
stoðar. Þúsundir og aftur þús-
undir manna voru á götum
úti, þó bannað væri að s^fnast
saman.
Ferðalangarnir sögðu aðra
sögu. Þeir segja að uppþotið
í Budapest sé miklum mun
alvarlegra en í Poznan í
sumar. Þeir segja að hundruð
manna haf'i fallið. Byggingar
standa í björtu báli og ung-
verski herinn ráði ekki við
fólkið sem biður um frelsi —
þess vegna varð að kaiia á
rauða herinn.
Budapestútvarpið sagði seinast
í gærkvöldi, að bardagar stæðu
enn yfir, en þá var fresturinn til
að fá sakaruppgjöf liðinn. Út-
varpið sagði hins vegar að stjórn-
arvöldin hefðu nú yfirtök í bar-
áttunni. Það sagði að menn vopn-
aðir vélbyssum og léttari vopn-
um hefðu ráðizt að nokkrum
byggingum í borginni, m. a. út-
varpstöðinni, en sumar sveitirn-
ar hefðu hætt bardögum við til-
boðið um sakaruppgjöf. Gegn
öðrum væri enn barizt.
Meiintaskóla-
nemendur vilia
koma upp safni
NEMENDUR í Menntaskólanum
hafa skrifað bæjarráði og skýrt
þvl frá nýrri hugmynd, sem skot-
ið hefur rótum meðal nemenda:
að koma upp hljómplötusafni
fyrir nemendur.
f hljómplötusafni þessu skulu
vera eingöngu klassisk verk
meistaranna. Úr þessu safni eiga
nemendur svo að geta fengið að
láni hljómplötur. Væri hér um að
ræða sams konar fyrirkomulag og
á útláni bóka úr almennings
bókasöfnum.
f bréfi sínu til bæjarráðs fara
Menntskælingarnir fram á 10 þús.
kr. fjárveitingu úr bæjarsjóði. —
Bæjarráð tók ekki afstöðu til
erindisins og því var vísað til
meðferðar í sambandi við fjár-
hagsáætlun bæjarins
Kommúnisti lorm.
fjúrveitinganefndar
0 Það vakti mikla athygli í gær er sú frétt barst frá
Alþingi að kommúnistinn Karl Guðjónsson hefði verið
kosinn formaður fjárveitinganefndar. Eins og kunnugt er, er
fjárveitinganefnd ein þýðingarmesta og valdamesta nefnd
Alþingis.
0 Stjórnarsinnar ætia sýnilega ekki að gera það enda-
sleppt við kornmúnistana. Þeim eru, auk tveggja mikil-
vægra ráðherraembætta, veitt forsetaembætti Neðri deildar
og varaforsetaembætti Samein. þings, og nú síðast stjórn
veigamestu nefndarinnar.
0 Það virðist svo sem kommúnistar muni verða dýr-
keyptir í ríkisstjórn um það er lýkur.
Fjölmennur fundur
Kjalarnesprófastsdœmis
HAFNARFIRÐI: — Héraðsfund-
ur Kjalarnesprófastsdæmis var
haldinn í Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 18. þ.m.
Héraðsprófasturinn, sr. Garðar
Þorsteinsson, setti fundinn og
stjórnaði honum. Allir prestar og
safnaðarfulltrúar prófastsdæmis-
ins sátu fundinn, nema Vest-
mannaeyjaprestar. Prófastur og
fundarmenn fögnuðu sérstaklega
safnaðarfulltrúanum frá Vest-
mannaeyjum, er sat héraðsfund
prófastsdæmisins fyTsta sinni, en
Vestmannaeyjar tilheyra nú
Kj alarnespróf astsdæmi.
í yfirlitsskýrslu sinni taldi pró-
fastur það markverðast, frá því
héraðsfundur var síðast haldinn,
að sr. Jóhann Hlíðar var skipað-
ur sóknarprestur I Vestmanna-
eyjum 1. júní s.l. að undangeng-
inni lögmætri kosningu, en síð-
asta Alþingi samþykkti lög um
tvo presta í Vestmannaeyjum.
Þá gat prófastur þess, að víða
væri unnið af kappi að viðhaldi
og endurbótum á kirkjuhúsum í
prófastsdæminu. Samanlagður
kostnaður við þessar framkvæmd
ir nam hálfri milljón króna s.l.
ár, og væru allar horfur á, að
sú upphæð yrði ekki lægri á
þessu ári. Auk þess hefðu sókn-
armenn lagt mikla vinnu af mörk
um endurgjaldslaust. Fór pró-
fastur viðurkenningarorðum um
þetta mikla og fórnfúsa starf, er
að lang mestu leyti væri greitt
fyrir með gjafafé í söfnuðunum.
Mestar umbætur voru gerðar á
Lágafellskirkju og Landakirkju í
Vestmannaeyjum. I sambandi við
þetta mál, samþykkti fundurinn
einróma eftirfarandi tillögu:
„Héraðsfundur Kjalarnespró-
fastsdæmis skorar á hið háa Al-
þingi, að hækka verulega fram-
lag ríkisins til kirkjubyggingar-
sjóðs“.
Á fundinum flutti Sigurður
Birkis, söngmálasljóri, erindi um
kirkjusöng og söngkennslu í
barnaskólum. Hvatti hann til
meira samstarfs kirkju og skóla
í söngkennslumálum. Var góður
rómur gerður að erindi hans.
Páll Kr. Pálsson, organleikari,
kom einnig á fundinn, lék fyrir
sálmasöng og að auki kirkjutón-
verk eftir Bach.
Fundurinn samþykkti, að hér-
aðsfund skyldi framvegis halda
í prestaköllum prófastsdæmisins
á víxl, og bauð sr. Kristján Bjarna
son að næsta ár yrði fundurinn
Frigg frá Bíldudal lá í
vari undir Látrabjargi
K1
BÍLDUDAL, 24. október:
LUKKAN 5 í dag, kom að bryggju á Bíldudal, vélbáturinn
Frigg, sem auglýst var eftir í hádegisútvarpinu í dag. Ekkert
hafði orðið að hjá bátnum og hafði hann legið í vari við ljós-
bauju, undir Látrabjargi, vegna þess að hann treysti sér ekki í
Látraröstina, vegna hvassviðris og myrkurs.
Frigg, sem er 16 tonna vélbát-
ur, fór síðastliðið sunnudagskvöld
frá Bíldudal áleiðis til Ólafsvíkur
til þess að sækja 10 tonn af frystri
síld. Hreppti báturinn hið versta
veður í Breiðabugtinni en komst
þó klakklaust til Ólafsvíkur.
VORU 9 TÍMA AÐ LÁTRA-
BJARGI
Kl. 10 í gærmorgun lagði
Frigg af stað heimleiðis. Fimm
manna áhöfn var á bátnum og
einn farþegi. Var veður mjög
vont í bugtinni og var báturinn
9 tíma að Látrabjargi.
LÖGÐU EKKI f LÁTRARÖST
En þar sem myrkur fór í hönd,
hvassviðri og veðurspá slæm,
haldinn að Reynivöllum og var vildi skipstjórinn, Ársæll Egils
Uv^'X 1— __1 —. ^ c — i.i.: f T onrv
boð hans þakksamlega þegið af
fundarmönnum.
Að fundi loknum sátu fundar
son ekki leggja í Látraröst, sem
var úfin mjög. Var þá lögð út
ljósbauja grunnt undan bjarginu
menn boð heima hjá prófasts- og legið í vari yfir nóttina, en
hjónunum. ’ að morgni var komið bezta veð-
Leiðréffing
í ræðu Magnúsar Jónssonar al-
þingismanns, um fjárlögin, sem
birtist hér í blaðinu I gær, féll
niður setning, sem gerir meining-
armun á frásögninni og er það
hér með leiðrétt. Það sem er inn-
an sviga er það sem féll niður.
„hefur fjármálaráðherrann
þegar á fyrsta þingdegi lagt
íram frv. um framlengingu á
öllum núgildandi skatta- og
tollaálögum, sem falla áttu úr
gildi um næstu áramót, þar á
meðal söluskattinum og toll-
unum, sem voru á lagðir á
síðasta þingi (og hvorttveggja
var þá harðlega fordæmt)
bæði af Alþýðuflokknum og
Sósíalistum."
Nauðsyn á tœknideild við
Iðnskúlann í Reykjavík
Iðnþingið hélt áfram í gær
FUNDIR 18. Iðnþings fslendinga [ bands iðnskóla á íslandi að ríki
héldu áfram í gær og hófust kl. j og bæjaríéiög styi'ki þá iðnskóla,
10 f. h. sem ekki eru nógu stórir til þess
Eggert Jónsson, framkv.stjóri að hafa fastráðna kennara, svo
flutti skýrslu stjórnarinnar og las að svari húsnæði og kennslu-
reikninga sambandsins. Var kaupi.
Iðnþingið telur nauðsyn á, að
sem fyrst verði komið á fót tækni
skóla, við iðnskólann í Reykjavík
í ýmsum greinum. Jafnframt
skorar iðnþingið á ríki og bæ, að
veita fé í þessu skyni strax á
næsta ári.
Bæjarráðsmenn
og borgarstjóri
í skoðunarferð
Á ÞRIÐJUDAGINN er bæjarráð
hafði lokið afgreiðslu þeirra mála
er fyrir fundinum lágu, fóru
bæjarráðsmenn ásamt borgar-
stjóra í skoðunarferð inn að Ár-
túnsbrekkum og að Langholts-
vegi norðanverðum.
í Ártúnsbrekkum voru aðstæð-
ur til frekari útvíkkunar sand-
námsins athugaðar, með tilliti til
þess að ekki hljótist af tjón á
löggiltum iðnum, að vanda til' landi, og hvort slíkt gæti orsak-
skýrsla og reikningar samþ.
Fyrir voru tekin nefndarálit.
1. Frá Fræðslumálanefnd. Fram
sögumaður Þór Sandholt, skóla-
stjóri.
2. Frá Laganefnd: Framsögumað-
ur Guðmundur H. Guðmundsson,
húsgsm.meistari.
Eftir umræður um nefndarálit-
ið, var málinu vísað til annarrar
umræðu.
Iðnaðarmálaráðherra bauð
þingfulltrúum til síðdegisdrykkju
kl. 5.30.
Fundir hefjast að nýju í dag
kl. 10 árd.
TILLÖGUR FRÆÐSLUNEFND-
AR FARA HÉR Á EFTIR'
18. Iðnþing íslendinga telur
nauðsynlegt, að lokið verði smíði
Iðnskólans í Reykjavík, sem fyrst
og að við hann verði komið á fót:
a. Meistaraskóla.
b. Forskóla.
c. Verklegum námskeiðum í
ýmsum greinum.
d. Námskeiðum fyrir kennara
í iðnskólum.
Iðnþingið skorar á meistara i
ur. Gekk ferðin ágætlega eftir
það.
TALSTÖÐIN BILUÐ
Það óhapp vildi til, að talstöð
bátsins bilaði um nóttina, en þó
heyrðu skipverjar, er auglýst var
eftir þeim og skip beðin að að-
stoða bátinn. Gerðu þeir marg
ítrekaðar tilraunir til að láta
heyra frá sér, en það tókst ekki.
— Friðrik.
vals á iðnnemum með tilliti til
þess, að hinir verðandi iðnaðar-
menn séu vel fallnir til náms í
iðninni.
Iðnþingið felur stjórn Lands-
sambands iðnaðarmanna að vinna
að því í samvinnu við stjórn Sam
- Það byrjaði...
Framh. af bls 1
óeirffunum og hafa smáþróazt síff
an. Gomulka vill ekki óeirðir.
Ungverjar hafa ef til vHI ekki
skiliff aff „kapp er bezt meff for-
sjá“ og æstir af atburffunum I
Fóllandi hafa þeir í fljótrælli
lagt út í vonlausa baráttu viff
skriðdreka og hermenn rauffa
hersins. En vilji fólksins hefur
komið í Ijós.
að uppblástur landsins þar um
slóðir. í Ártúnsbrekkum er sem
kunnugt er einn fegursti trjá-
lundurinn í bæjarlandinu, lundur
Sveinbjarnar Jónssonar hæsta-
réttarlögmanns.
í sumar hefur syðsti hluti Lang
holtsvegar verið malbikaður,
einnig nokkur spölur norðurhelm
ingsins, þ.e.a.s. norðan Sunnu-
torgs. Nú eru uppi áætlanir um
að malbika norður úr að Klepps-
vegi. Sá er hængur á, að mörg
húsanna við Langholtsveginn á
því svæði sem ómalbikað er,
voru byggð fyrir mörgum árum
og standa miklu lægra en gatan
sjálf. Voru bæjarráðsmenn að
kynna sér með eigin augum áætl-
anir þær sem verið er að gera
um hvernig leysa skuli þennan
vanda.
— Ávoip forseta
Framh. af bls 1
þess, að friðurinn og réttlætið
væri betur vopnum búið en raun
er á. Sameinuðu þjóðirnar berj-
ast einnig við sjúkdóma og skort,
bömum hefur verið bjargað,
og frumstæðar þjóðir studdar til
bjargræðis og nokkurs þroska.
Ég skal ekki rekja lengra, en öll
getum vér, hvert fyrir sig, velt
fyrir oss þessari spumingu: —
Hvernig væri ástandið, ef Hinar
sameinuðu þjóðir hefðu ekki ver-
ið að verki?
Ég efast ekki um, að svörin yrðu
öll á þá leið, að Sameinuðu þjóð-
irnar megi ekki missast úr tölu
hinna góðu og uppbyggjandi afla,
sem eru að verki í hrjáðum
mannheimi. Og þó er enginn þess
umkominn að rekja til hlítar öll
hin óbeinu áhrif, sem það hefur,
að alþjóðaþing situr á rökstólum
og lætur sig varða hvern þann
vanda, sem upp kemur, og valdið
gæti friðslitum. Sú staðreynd ein,
að slíkt þing er starfandi, kemur
stundum í veg fyrir ódæði, sem
annars kynnu að vera framin.
Alþjóðasamstarf er lífsnauð-
syn, og það hefur sinn vettvang
í háreistri höll Hinna Samemuðu
þjóða. Þar hittast fulltrúar sjötíu
og sex þjóða með líkum hætti og
einstaklingar á þjóðþingum. Við-
leitni þeirra er að koma á lýð-
ræði meðal þjóðanna á líkan hátt
og tekizt hefur heima fyrir hjá
þeim þjóðum, sem þroskamestar
eru í samstarfi. Þetta er eina
vonin til að takast megi að bjarga
friðinum, menningunni, — já,
máske framtíð mannkynsins. —
Eins ókarlmannlegt og sumum
finnst það, að sitja á þingi og
leita að úrlausnum á viðfangsefn-
um mannlegrar sambúðar, þá er
þó þar eina leiðin, sem opin er
út úr ógöngum tímanna. Harð-
stjóm og einræði er margreynt,
og vonlaust að ná friði og far-
sæld á þeim brautum. Bræðravíg
og blóðsúthellingar til útrýming-
ar á þeim, sem öðruvísi hugsa og
taldir eru lakari hluti jarðarbúa
hefur aldrei gefizt vel til mann-
kynsbóta. Að minnsta kosti verð-
ur ekki annað séð en að stærsta
tilraunin, sem gerð hefur verið
eftir útrýmingaraðferð, synda-
flóðið, hafi misheppnazt.
Lýðræðið með þjóðum og milli
þjóða er hin eina leið, sem sam-
boðin er mannkyni, sem skapað
er í Guðs mynd. En þar fyrir
er sá þjóðvegur hvorki hægur né
hallandi undan fæti. Lýðræðið
gerir mestar kröfur til mannlegs
þroska, vizku, mannúðar og rétt-
lætis. En nú er mikið í húfi, á
atómöld, og tvær leiðir opnar,
önnur til tortýmingar, en hin til
auðugra lífs en áður hafa verið
möguleikar til hér á jörðu — allt
eftir því hvemig þeirri jötun-
orku er beitt, sem mennirnir hafa
náð á sitt vald.
Vér setjum von vora og rraust
á bróðurlegt samstarf þjóðanna,
og óskum hverri þeirri viðleitni,
sem á þátt í því, að skapa bræðra
lag framtíðarinnar, gæfu, gengis
og langra lífdaga.