Morgunblaðið - 25.10.1956, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.10.1956, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 25. okt. 1956 MORGUNBLAÐIÐ 11 Oddur í Presthúsum sjötugur HINN 25. október, árið 1886 fæddist austur að Keldunúpi ó Síðu fyrsta barn hjónanna Guð- rúnar Ólafsdóttur og Jóns Jónas- sonar. Þetta var sveinbarn. — Sveinninn var vatni ausinn og nefndur Oddur. Smám saman bættust við 15 systkini í hópinn. Oddur Jónsson er því elztur barna þessara hjóna. Sjö af þess- um stóra systkinahópi eru nú Oddur Jónsson horfín yfir landamæri lífs og dauða, en níu eru enn á lífi. — Aldursforseti þeirra, Oddur Jóns- son, er sjötdgur í dag. Hann ólst upp með foreldrum sínum og systkinum í hinni fögru fæðingarsveit sinni og hverfur þaðan eigi fyrr en hann er kom- inn hátt á þrítugsaldur. Hinn 1. nóvember 1914 kvænist hann ágætri konu, Krístínu Hreiðars- dóttur, ættaðri úr Landbroti í Skaftafellssýslu. Hefur hún staðið við hlið manns síns, trygg og traust, bjartsýn, glöð og æðru- laus, æ síðan. Árið 1914 flytjast þau hjónin, Oddur og Kristín, til Hafnar- fjarðar og dveljast þar eitt ár. Síðan flytjast þau suður í Garð og hafa búið þar í rösk 40 ár, fyrst að Móhúsum, en lengst af í Presthúsum, og við þann bæ er Oddur ætíð kenndur. Presthús er svo lítil jörð, að fjölskyldu verður eigi framfleytt þar á búskap eingöngu. Því var það, að Oddur hóf sjósókn jafn- framt búskapnum, fyrst sem há- seti, en síðar og lengstum for- maður á eigin útgerð. — Nú er Oddur hættur að stunda sjóinn en hefur nú um nokkur ár rekið fiskkaup og fiskverkun og farizt það ágætlega, eins og allt, sem hann hefur á hendur tekizt. Þau Presthúsahjón hafa eign- azt fjögur mannvænleg börn: Júlíus, trésmið að Sóltúni í Garði, Sigrúnu, húsfreyju að Nýjalandi í Garði, Sóley, húsfre"'” bú- setta í Keflavík, og Ingimar, tré- smið, nú búsettan í Svíþjóð. Þetta eru þá, í stuttu máli, æviatriði Odds í Presthúsum, og má segja, að þau séu lítt frá- brugðin því, sem algengt er um íslenzkt alþýðufólk. Hitt skiptir aftur á móti meginmáli, hvernig maðurinn er. — Oddur í Prest- húsum er ekki mikill fyrir mann að sjá og lætur lítt yfir sér. En ekki þarf maður að vera lengi samvistum við hann til þess að komast að raun um, að þar fer óvenjulegur maður um marga hluti. Samfara ágætri greind ber mest á einstakri prúðmennsku og hjartahlýju og góðlátlegri kímni, sem hann getur stundum brugð- ið fyrir sig. f návist hans finnur maður ósjálfrátt, að hér er heið- ursmaður, maður, sem óhætt er að treysta í hvívetna. Þessum' fátæklegu orðum vil ég ljúka með einlægri ósk til þeirra Presthúsahjóna um að hamingjan fylgi þeimhér eftir sem hingað til og alla leið til þeirra endadægurs. Jafnframt vildi ég mega biðja þess þjóð okkar til handa, að hún ætti ævinlega sem flesta slíka. Sv. H. AKRANESI, 23. október — Guð- mundur Þorláksson fór einn skipa héðan út í nótt. Fékk hann 80 tunnur af síld. Allir reknetjabát- arnir fóru út á veiðar í dag. ■—Oddur. ..AMERICAIM FEL1“ PILS Þurfa allar þær að eignast, sem fylgjast með tízkunni. Fjölbreytt úrval, mörg snið litir, bæði skreytt pils (applikeruð) og einlit. Verzlunin GUÐRÚN Rauðarárstíg 1 HANDHÆCU BLAU DOSUNUM. HEIMSþEKKT GÆÐAVARA WM Heklu kuldaúlpur NýkomlS mikið úrval af Heklu-kulda- Úlpum á börn og unglinga. Allar stœrðir Athugið verð og gæði, áður en þér kaupið úlpu annars staðar. JUISTURSTRÆTI Amenskir nælonbarnagallar Hafnarstræti 4 — sími 3350. TILBOÐ óskast í skálasamstæðu þá, er Fæðiskaupendafélag Reykja víkur hefur haft afnot af að undanförnu í Camp Knox svo og tæki þau, er bæjarsjóður'á og fylgja húsnæðinu. Skálasamstæðan verður seld til niðurrifs og brottflutn- ings nú þegar, ef viðunanleg boð fást. Nánari upplýsingar verða gefnar í skrifstofunni, Ing- ólfsstræti 5. Tilboð óskast send fyrir 1. nóv. nk. og verða opnuð þann dag kl. 10 árdegis að viðstöddum bjóðendum. Skrifstofa bæjarvcrkfræðings. Fyrsta flokks vara af hinni heimsþekktu Saxon sokkaframleiðslu STRETCH kvensokkar Þeir falla frábærlega vel að fæti. Kvensokkar vorir eru gerðir úr fínasta þræði. 51 gg, 54gg, 57 gg, 99 gg, 60 gg og 75 gg og njóta vinsælda og álits um allan heim. Vinsamlegast hafið samband við umboðsmenn vora Edda hf. Pósthólf 906 — Reykjavík, ísland. JTSCHER INNEN- UND AUSSENHANDEL Þýzka alþýðu- lýðveldið TEXTIL BERLIN W 8 - BEHRENSTRASSE Símnefni: DIATEX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.