Morgunblaðið - 28.10.1956, Side 12
12
MORGUIVBTAÐIÐ
Sunnu&agur 28. okt. 1956
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600
Askriftargjald kr. 25.00 á mánuði ínnanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
UTAN UR HEIMI
Bláöfórn á altari
frelsisins
HARMLEIKURINN í Ung-
verjalandi heldur áfram.
Frelsisunnandi fólk berst trylltri
baráttu fyrir endurheimt ung-
versks sjálfstæðis, lýðræðis og
mannréttinda. En margt bendir
til þess að þessi barátta sé að
sinni vonlaus. Hinn rússneski
Rauði her beinir fallbyssukjöft-
um sínum og skriðdrekasveitum
gegn alþýðu manna og þótt ung-
verski herinn styðji frelsisbar-
áttu fólksins er ólíklegt að hann
geti til lengdar staðizt ofurefli
Rússa.
Óbærileg kúgun
Atburðimir í Póllandi og Ung-
verjalandi ufldanf-arið sýna eins
greinilega og á verður kosið að
hin langvarandi kúgun kommún-
istastjómanna í þessum löndum
er orðin fólkinu óbærileg. Enda
þótt Rauði herinn standi grár
fyrir járnum við húsvegg þess,
hikar það ekki við að rísa upp
og mótmæla ofbeldisstjóminni
fullum hálsi. Vopnlaus fjöldinn
gengur á móti skriðdrekum
Rússa og mótmælir frelsisráni
þeirra og leppa þeirra með því
að falla varnarlaus fyrir vígvél-
um þeirra.
Þannig færir ungverska
þjéðin nú blóðfórnir sínar á
altari frelsisiíis. Vonandi
verða þær fómir ekki árang-
urslausar. Enda þótt hin rúss-
neska ógnarstjórn geti enn um
skeið undirokað hálfa Evrópu,
mun sá tími koma, að harð-
stjórum kommúnista verður
endanlega steypt af stalli.
Óttinn knýr fram viður-
kenningar kommúnista
KOMMÚNISTAR um víða veröld
hafa undanfarin ár lofsungið það
,,frelsi“ og „alþýðulýðræði", sem
þjóðir Austur-Evrópu hafa búið
við undir leppstjórnum Rússa.
Hér á fslandi hefur „Þjóðviljinn*1
talið allar fregnir um frelsis-
skerðingar og kúgunaraðgerðir í
Ungverjalandi, Póllandi, Tékkó-
slóvakiu, Rúmeníu, Búlgaríu,
Eystrasaltslöndunum og fleiri
löndum „Morgunarblaðslygi“.
En nú eru Þjóðviljarnenn orðn-
ir svo hræddir við almennings-
álitið og rás viðburðanna, að þeir
þora ekki annað en viðurkenna
a. m. k. brot af sannleikanum
um ástandið bak við járntjaldið.
Þess vegna kemst „Þjóðviljinn"
m. a. að orði á þessa leið í for-
ystugrein sinni:
„Við vitum nú, að í þessum
löndum, og einkanlega í Ung-
verjalandi hafa verið unnin
hin herfilegustu illvirki, menn
hafa verið fangeisaðir og tekn-
ir af lífi saklausir, ágreining-
ur um stefnu og starfsaðferðir
hefur verið flokkaður til af-
brota. Slík glæpaverk verða
hvorki réttlætt né afsökuð“.
Eru blindir að fá sýn?
Af þessum viðurkenningum ís-
lenzka kommúnistablaðsins mætti
e. t. v. draga þá ályktun að blind-
ir séu að fá sýn, að kommúnistar
séu hreinlega að átta sig á því,
að kenningar kommúnismans eru
fánýti og blekking, að hagkerfi
hans tryggir hvorki pólitískt
frelsi né efnahagslega velmegun,
heldur hefur í för með sér kúgun,
einræði, afturför og þjáningu.
En þessu er valt að treysta.
Kommúnistar hér á landi eru að-
eins hræddir við rás atburðanna.
Þeir eru orðnir smeykir við að
verja málstað frelsisræningjanna
og Rauða hersins, sem er nú að
brytja niður alþýðu manna í
Ungverjalandi. Þess vegna láta
þeir „Þjóðviljann“ lýsa yfir and-
úð á „glæpaverkum“ flokks-
bræðra sinna í leppríkjunum. En
auðvitað munu íslenzkir komm-
únistar halda áfram að hæla „af-
rekum sósíalismans“ austur þar.
„Þjóðviljinn“ heldur því meira
að segja fram í gær, í sömu for-
ystugreininni og hann fordæmir
„glæpaverkin", að kommúnistar
hafi irnnið að viðreisn Ungverja-
lands „með eldmóði og bjart-
sýni“ H
Hvað mundi ungversk alþýða
segja um slíkan þvætting, slíkt
rakalaust raup og blekkingar?
Það yrði áreiðanlega ekki
margt fólk, sem tæki undir þessi
ummæli kommúnistablaðsins á
Islandi. Hvers vegna er fólkið
að gera uppreisn? Hvers vegna
gengur það óvopnað fram fyrir
hina rússnesku byssukjafta og
mótmælir hinu kommúniska
stjórnarfari með blóði sínu?
„Þjóðviljinn" heldur e. t. v. að
fólkið sé með þessu að þakka
kommúnistum fyrir „eldmóðinn
og bjartsýnina" við uppbyggingu
Ungverjalands? !!
Nei, kommar góðir, þessu er
ekki þannig varið. Ungversk
alþýða veit, að kommúnistar
hafa ekkert byggt upp, stjórn
þeirra hefur aldrei byggzt á
„eldmóði og bjartsýni“. Hún
hefur byggzt á einræði og
herveldi Rússa einu saman.
Byssustingir í stað
kosninga
Það er athyglisvert, að komm-
únistar hafa ekki komizt til valda
í einu einasta landi með því að
ná meirihluta-fylgi meðal þjóð-
anna í frjálsum kosningum. Þeir
hafa alls staðar verið fámennar
klikur í yfirgnæfandi minnihluta.
En þeir hafa haft byssustingi
og skriðdrekasveitir Rauða hers-
ins til stuðnings sér. í skjóli
þeirra hafa þeir framkvæmt
valdarán og frelsisskerðingar.
Þegar völdunum var þannig
náð með hervaldi efndu komm-
únistar svo til „alþýðulýðræðis-
kosninga" að rússneskum sið. Að-
eins kommúnistaflokkamir máttu
þá bjóða fram til þings. í slíkum
kosningum fengu kommúnistar
svo allt að 100% greiddra at-
kvæða.
En nú er svo komið að fólkið
þolir ekki lengur ógnarstjórn
þeirra. Það gerir uppreisn
með berum hnefum og er
brytjað niður af rússneskum
herjum. En málstaður frelsis-
ins mun sigra fyrr en siðar.
il 6. alþjóðaþingi stúd-
enta, sem haldið var á Ceylon nú
í haust voru til umræðu skýrslur
um háskólamál og stúdentalíf í
ýmsum löndum. M.a. kom þar
fram skýrsla um háskólalíf í Aust
ur-Þýzkalandi, og er hún einkar
fróðleg varðandi ýms atriði í upp
fræðslu menntaæskunnar þar
eystra. Hér verða aðeins teknar
glepsur úr þessari löngu skýrslu,
ef einhverjum lesendum kynni að
leika forvitni á því að vita,
hvernig menntamálum „alþýðu-
lýðveldanna" er nú háttað.
a
uó íiu'-ja^zhta haá Lóia
YílerkiLq ókýrsia um áölandiÍ)
Si
íðan 1951 hefur öll
æðri menntun í Austur-Þýzka-
landi verið í umsjá stjórnarvald-
anna. Skipun kennara, efni fyrir-
lestra og val kennslubóka er að
öllu leyti í höndum menntamála-
ráðuneytisins, sem sér um að all-
ir háskólar kenni Marx-Leninis-
mann sem skyldunámsgrein. Af
fjórum rektorum við hvern há
skóla hefur einn það hlutverk
eingöngu að skipuleggja kennslu
í fræðum Marx og Lenins og í
rússnesku og rússneskum bók-
menntum.
ýj túdentar fá inngöngu
í háskóla á forsendum, sem eru
með öllu óviðkomandi námshæfi-
leikum þeirra. Þessar forsendur
eru m.a. stétt og staða foreldr-
anna, þátttaka þeirra sjálfra og
foreldranna í starfsemi kommún-
istaflokksins og „virkur stuðning-
ur við stefnu ríkisstjórnarinnar".
Það er erfitt fyrir stúdent af borg
aralegum ættum að fá inngöngu í
austur-þýzkan háskóla, sé hann
ekki meðlimur hinnar „Frjálsu
þýzku æsku“ (FDJ). Námsstyrk-
ir eru veittir á svipuðum forsend-
um. Er þar einkum tekið tillit
til stöðu foreldranna. Samkvæmt
lögum fá allir stúdentar úr eftir-
töldum stéttum námsstyrki: op-
inberir starfsmenn,, bændur,
verkamenn, menntamenn og
menn sem njóta sérstakra hlunn-
inda. Sérstök áherzla hefur verið
lögð á það að veita bændum og
verkamönnum aukna menntun
með því að stofna sérstaka fram-
haldsskóla, sem veita þeim upp-
fræðslu. Mikill fjöldi náms-
manna, sem hefur ekki tækifæri
til að ganga í háskóla, sækir sér-
stök námskeið, þar sem áherzla
er einkum lögð á „þróun stéttar-
vitundarinnar“ og „öflugri bönd
við Sovétríkin“. Rúmlega 50% af
öllum háskólastúdentum koma
nú úr verkamannastéttinni.
1 rófessorar og stúdent-
ar verða að fylgja út í æsar fyr-
irmælum stjárnarvaldanna um
námsefni og námsbækur, og öll
kennsla verður að fara fram í
ljósi hinna opinberu stjórnmála-
kenninga. Allir stúdentar eru
skyldaðir til að sækja þriggja ára
námskeið í kenningum Marx og
Lenins, og þeir verða að sækja
hvern tíma í þessari grein sem og
öðrum. Rússneska er skyldunáms
grein í framhaldsskólum og þrjú
ár í háskólum. Allir stúdentar
verða að taka þátt í „námsflokk-
um“ og „umræðuhópum", þar
sem allar námsgreinarnar eru
ræddar og túlkaðar. Þessum hóp-
um veita forstöðu sérstakir um-
sjónarmenn, sem kosnir eru á
grundvelli „þátttöku sinnar í
stjórnmálalífinu". Þessir um-
sjónarmenn fylgjast með fram-
förum hvers stúdents og gefa
skýrslu um þær. Þegar stúdent-
ar hafa lokið háskólanámi, getur
ríkið skipað þeim í þjónustu sína
í þrjú ár.
E
menn
þessi
nda þótt FDJ sé al-
æskulýðssamtök hefur
félagsskapur deildir við
alla háskóla og stjórnar öllu fél-
agslífi stúdenta. Hann á fulltrúa
í nefndum, sem fjalla um inn-
tökubeiðnir og úthluta náms-
styrkjum. Eitt aðalhlutverk FDJ
er að vinna stúdenta til fylgis við
Sameinaða Sósíalistaflokkinn
(SED), og þá fyrst og fremst í
námskeiðunum um Marx-Lenin-
ismann og í námsflokkunum,
sem eiga að vera undir stjórn
„reynds áróðursmanns frá FDJ“.
Fram til 1955 var forseti FDJ Er-
ich Honecker, fæddur 1913, þing-
maður og varafulltrúi í æðsta
ráði Sósíalistaflokksins (komm-
únista).
s,
Skyldi það vera hinni kúguðu æsku Austur-Þýzkalands harmabót
að fá frelsi til að leika sér að morðtólum?
Maðiirinn átti aðeins annan tvéburan
Borgarrétturinn í Óðinsvé-
um hefur fellt dóm í barna-
faðernismáli, þar sem í hlut
áttu tvíburar. Dómurinn var
hinn sami og landsrétturinn
hafði áður fellt, nefnilega, að
tvíburarnir geti átt hvor sinn
föður.
Móðirin, sem nú er fráskil-
in, hefur verið gift í 10 ár, og
rétt fyrir skilnaðinn ól hún
tvíbura. Bæði hjónin hafa
skýrt svo frá, að konan hafi
haft mök við eiginmanninn
og tvo vini hennar á frjóvg-
unarskeiðinu. Ennfremur var
upplýst, að hún hefði átt vin-
gott við tvo menn, sem hún
ber ekki kennsl á.
Réttarlæknarnir hafa gert
víðtækar rannsóknir á þessu
máli. Notuðu þeir þær
fimm rannsóknaraðferðir, sem
þekktar eru, og árangurinn af
starfi þeirra er ýtarleg yfir-
lýsing þess efnis, að tvíbur-
arnir geti hæglega átt sinn
föðurinn hvor, ef konan hafi
átt mök við fleiri en einn
mann á frjóvgunartímabilinu
innan tveggja sólarhringa.
Ekkert mælir á móti því, að
eiginmaðurinn eða annar
hvor vinanna sé faðir annars
tvíburans, þar sem aftur á
móti enginn þeirra getur ver-
ið faðir hins. Samkvæmt
þessu var eiginmaðurinn
dæmdur til að gangast við
öðrum tvíburanum, en vinirn-
ir tveir voru sýknaðir.
túdentar eru reknir
úr háskólum fyrir andstöðu við
ríkisstjórnina. Skrifstofa austur-
þýzku stúdentasamtakanna gefur
út með vissu millibili lista yfir
alla stúdenta og háskólakennara,
sem fangelsaðir hafa verið fyrir
pólitískar sakir. Margir leiðtogar
stúdentasamtaka, sem eru í and-
stöðu við stjórnina, hafa þannig
verið handteknir, og nöfn þeirra
birzt á þessum listum. Eitt bezt
þekkta dæmið var Wolfgang Nat-
onek, formaður stúdentaráðsins
við háskólann í Leipzig, sem var
nýlega leystur úr haldi. En aðrir,
svo sem Manfred Klein leiðtogi
katólsku stúdentasamtakanna á
fyrstu árum FDJ, eru enn í fang-
elsi og afplána allt upp í 25 ára
fangelsisdóma. Sex stúdentar eru
enn í fangelsi eftir kröfugöngu í
fyrra við háskólann í Greifswald.
Svör austur-þýzku stjórnarinnar
og FDJ við spurningum um fang-
elsanir þessara stúdenta eru jafn-
an hin sömu: Þeir voru að vinna
fyrir samtök og ríkisstjórnir, sem
Framh. á bls. 15