Morgunblaðið - 28.10.1956, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 28.10.1956, Qupperneq 13
Sunnudagur 28. okt. 1956 MORGUNBLAÐÍÐ 13 Reyk|avíkurbréf: Laugardagur 27. október Vetrarkoma - Slfdveiði - Svanasingur HarakSar - Auslursiefuan - Mesta úfgjaldaaukning ríkissjóðs, sem þekkzf hefir - Raðað á jöfuna - Framsókn kaus kommúnsstann yfir si§ - Bygginsamálin og ríkissfjórnin - Harmatöiumar úf af skorfi á lánsfé - Rokvídd kommúnisfa - Hverju veröi voru kommúnisfar keyptirl Vetrarkoma VETURINN hefur nú heilsað og er kveðjan köld. Sumarið var mörgum bjart og hagstætt og skilur víða eftir endurminning- ar um gott árferði. íslenzki veturinn er langur og hann er líka oft mörgum harður. Hér fyrr á tímum var það myrkr ið, sem flestum ógnaði. Svo var það líka kuldinn úti og inni. Langsamlega meiri hluti lands- manna þarf nú ekki að óttast myrkur og kulda á sama hátt og áður. Betri lýsing, betri húsa- kynni og klæðnaður hafa brotið broddinn af því böli. En samt er hinn langi vetur mörgum kvíðaefni. Veturinn er alltaf tími óvissu, því til margs getur brugðið til lands og sjávar. Nú ríkir líka kvíði og óvissa á mörgum öðr- um sviðum. Hvað verður um landið og þjóðina? Hvert stefnir hún? Hvað verður um atvinnu okkar og efnahag? Allar þessar spurningar eru nú áleitnari en áður vegna þess að óvissan er meiri, meira í húfi en fyrr hefur verið, tvísýnna um hag okkar og horfur á svo mörgum sviðum, en verið hefur á undanfömum árum. En það verður vafalaust ekki langt liðið vetrar, þegar sumum af þessum spumingum verður svarað en þar til það verður, bíður þjóðin kvíðafull á hæítu- legum vegamótum. Síldveiðin SÚ HAUSTVERTÍÐ, sem nú síendur yfir á síldveiðunum hef- ir orðið mönnum vonbrigðasöm í meira lagi. Þegar reknetjaveið- arnar hófust fyrir alvöru hér sunnanlands í ágúst virtist veiði- útlitið gott. Var það hvorttveggja að afli var oft góður og síldin góð. Þá var búið að selja allmikið af síld, bæði saltaðri og frystri. Eftir að vertíðinni fyrir norð- an lauk fóru margir bátar til reknetjaveiða sunnanlands og mun tala þeirra báta, sem þessar veiðar stunduðu hafa komizt töluvert á annað hundrað. í»egar kom fram í september tóku aflabrögðin að breytast til hins verra og síðari hluta mán- aðarins var svo komið, að síldin virtist með öllu horfin af mið- unum. Margir bátanna hættu þá veiðum en sumir fóru á kol- krabbaveiðar, því óvenjumikið var af ltolkrabba við Suðvestur- landið í september og fram í byrjun október. Síldarleit var haldið uppi allan þennan tíma, eða um meira en 5 vikna skeið, en það var ekki fyrr en kom fram í aðra viku október að síld- in kom á miðin aftur. Síðan hefur afli verið góður þegar gefið hefir, en því miður hafa gæftir verið æðistirðar. Er það raunar ekki óvenjulegt, að tíð sé stirð þegar þessi tími er kominn og má þá alltaf reikna með allmiklum frátöfum vegna veðurs. Enn skortir mikið á, að lokið sé við að veiða það magn, sem þarf til að fylla sölusamninga og sjá fyrir beituþörf línuútgerðar- innar á komandi vertíð. Laugardaginn 20. þ. m. var heildarveiðin orðin um 125 þús. tn. auk lítils háttar, sem farið hefir í bræðsiu, en það var um 35 þús. tn. minna en á sama tíma í fyrra. Enn má veiða a. m. k. 100 þús. tn. áð- ur en lokið er að veiða upp í sammnga og eins og nú horfir gétur brugðið til beggja vona, að það takist. Svanasöngtir Haraldar ÞAÐ VAR á síðustu mínútum síðustu útvarpsumræðnanna á síðustu dögunum fyrir kosningar, sem Haraldur Guðmundsson, for- maður Alþýðuflokksins, lýsti því yfir, að ekki kæmi til mála að flokkur hans rnundi taka upp stjórnarsamstarf við kommúnista eftir kosningar. Þetta var svikið, eins og komið er á daginn. Nú er aft- ur komið að siðustu dögum og mínúíum Haraldar Guð- mimdssonar. Hann er að flýja úr íslenzkum stjórnmál- um í sendiherraembætti í Osló. f umræðunum um fjárlögin á dögunum söng Haraldur Guð- mundsson sinn svanasöng. Hann var eitthvað á þessa leið: Ég er búinn að vera um 7 ár í stjórnarandstöðu og allt sem gert var á þeim tíma var rangt, líka það sem núverandi bandamenn mínir, Framsóknarmenn, gerðu. Nú get ég að sönnu ekkl rennt öllu ofan í mig í einu, en ég hefi fundið leiðina: Allt illt er „íhaldinu“ að kenna, allir aðrir eru góðir, þeir voru og eru vond- ir. Svona get ég sungið án þess að missa um leið út úr mér nýja beinið mitt! Flótti Haraldar Guðmundsson- ar frá flokki, formennsku og á- byrgð er aumkvunarverður, ó- karlmannlegur, vesæll. Einhvern veginn er ekki unnt að verjast þeirri hugsun að sá litli flokkur sem missir slíkan mann minnki í rauninni ekkert við það. Austurstefnan AUGU fleiri og fleiri opnast nú fyrir því hvert stjórn Hermanns Jónassonar og kommúnista stefnir. Sá háski færist nær og nær að ísland verði svo háð Rússum og öðrum járntjaldslönd- um að þjóðin megi sig hvergi hræra úr þeim viðjum. Lengi vel skildu margir ekki hvert stefndi. Menn litu á allar sendi- nefndirnar og Rússlands- stefnurnar eins og væri það marklaus leikur, spil þar sem ekkert væri lagt undir. En þegar viðskiptasamningurinn við Rússa var gerður heyrum kunnur skildist loks mörgum ao hér var alvara, stórhætta fyrir ísienzkt þjóðfélag, á ferð inni. Og sifellt vex sá hóp- ur íslendinga, sem skilur þetta. íslendingar, að kommúnistum undanteknum, vilja vera í nán- um tengslum við vestrænar þjóðir, bæði á menningarlegum, stjórnmálalegum cg viðskiptaleg- um sviðum. Mönnum skilst að eftir að Rússar eru búnir að ná viðskiptalegum tökum á okk- ur, þá getur margt farið á eftir. Næsta skrefið verður ef-til vill rússneskt stórlán til að halda hinni austrænu ríkisstjórn uppi. Þá yrðu tökin enn fastari. Þetta skilja menn. Stúdenta- ráðskosningamar eru ljóst dæmi um þetta. Lýðræðissinnar, undir forystu Sjálfstæðismanna, unnu þar glæsilegan sigur vegna þess að stúdentar vilja ekki sam- þykkja austurstefnuna. Ef almennar kosningar færu fram nú mundi það koma í ljós að yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar mundi af- neita austurstefnu ríkisstjórn- arinnar og fella hana frá völdum. Mesta útgjaldaaukning ríkissjóðs, sem þekkzt hefur EYSTEINN JÓNSSON fjármála- ráðherra hefur nú lagt fram fjárlagafrumvarp sitt á Alþingi. Þetta frv. er með því marki brennt að það er hæsta fjárlaga- frumv., sem nokkru sinni hefur verið lagt fyrir Alþingi. Samkv. því eiga útgjöldin að verða 135 millj. kr. hærri en i fyrra. Jafn- framt er svo lagt fram frv. um framlengingu á öllum núgildandi skatta- og tollaálögum, sem áttu að falla úr gildi um næstu ára- mót, þ. á. m. söluskattinum og tollunum, sem lagðir voru á af síðasta Alþingi. Sú hækkun, sem gert er ráð fyrir á fjárlögunum nú er hin mesta, sem orðið hefur á einu ári, í sögu þingsins. Áð- ur hefur mesta hækkunin á cinu ári orðið 80 millj. kr. en er nú 135 millj., eins og áður er sagt. Það var þó látið í veðri vaka fyrir kosningarnar að „umbóta- flokkarnir" ætluðu sér að koma nýjum og betri svip á fjármál landsins — í samvinnu við „íhald ið“ væri það ekki hægt!! En útkoman er svo sú, að útgjöldin eru aukin meira en dæmi eru til áður. Raðað á jötuna KOMMÚNISTAR og Alþýðu- flokkurinn gerðu sér fyrir kosn- ingar mjög tíðrætt um „ríkis- báknið“. Þeir bentu á, sem raun- ar var augljós staðreynd og við- urkennd af öllum, að útgjöld ríkissjóðs væru of há. Þetta var eitt höfuðtromp þeirra í kosn- ingabardaganum. Ef þeir kæm- ust til valda átti að verða hin mikla breyting. En svo er að sjá, sem breytingin sé aðeins í því fólgin að Alþýðuflokkurinn og kommúnistar raða nú sín- um mönnum við ríkisjötuna. Um þetta fórust Magnúsi Jónssyni þ.m. Eyfirðinga svo orð við 1. umræðu fjárlaganna á dögunum: „Varla hefir sú vika liðið að undanförnu, að ekki væri tiikynnt með miklu yfirlæti af hæstv. ríkisstjórn, að nú hefði hún skipað enn nýja nefnd, til þess ?.ð gera tillög- ur um þetta eða hitt. Og ekki nóg með það, heldur hefir ríkisstjómin talið svo mikla nauðsyn að hraða eyðslustarf- seminni, að gefin hafa verið út sérstök bráðabirgðalög til þess að fjölga forstöðumönn- um Innflutningsskrifstofunnar og fjölga í Húsnæðismála- stjórn, til þess eins að geta komið fulltrúum hinna nýju stjórnarflokka í áhrifamikil embætti. Er naumast að efa, að áfram verði haldið á sömu braut, og getur því innan tíð- ar myndazt hér myndarlegur nýr útgjaldapóstur i fjárlög- um ríkisins. Til allrar ólukku fyrir ríkis- stjórnina er sumstaðar svo frá málum gengið, að þeir geta ekki blátt áfram rekið andstæðinga sína frá störfum, en þá er sú leið valin að láta þá sitja áfram starflausa , á fullum launum svo sem t. d. á sér stað í Hús- næðismálast j óminni. í sannleika sagt virðist aðal áhugamál ríkisstjórnarinnar til þessa ekki hafa verið það að leita að bjargráðum í efnahags- og fjármálum þjóðarinnar, heldur að leita að bjargráðum til þess að tryggja sem bezt völd sín í landinu og tryggja stuðnings- mönnum sínum vegtyllur og embætti, þótt af því leiði stór- felld útgjöld og tjón fyrir þjóð- arbúið.“ Ríkisstjórnin segir vafalaust, að í vændum séu „ný úrræði", eins og það er kallað. Það bólar ekkert á þeim og er helzt svo að sjá, sem ríkisstjófnin hafi enga aðra stefnu tekið en að auka eyðsluna enn meir en nokkru sinni fyrr. Komi ríkis- stjómin með „ný úrræði“, verða þau metin eftir því sem efni stanða til en á meðan ekki ligg- ur annað fyrir en fjáraustur og aukin eyðsla, verður ríkisstjóm- in dæmd eftir því. Framsókn kaus kom- múnistann yfir sig ÞAÐ VAR Karl Guðjónsson, sem talaði af hálfu kommúnista við 1. umræðu fjárlaganna. Hann var ekki myrkur í máli við Eystein Jónsson og veitti honum þungar ákúrur fyrir fortíð hans í fjár- stjórn landsins. M. a. ræddi Karl skattaálögurnar frá í fyrra vet- ur, sem Eysteinn átti sannarlega ekki minnsta þáttinn í. Að vísu talaði Karl alltaf um „íhaldið'* í þessu sambandi, en Eysteini Jónssyni hefur þó hlotið að vera kynlega innan brjósts þegar Karl Guðjónsson var að átelja þær ráðstafanir, sem Eysteinn Jónsson hafði varið kröftuglega fyrir nokkrum mánuðum og taldi þá að yrði að gera vegna þess að verkföll og undirróðursstarfsemi komm- únista hefði komið framleiðsl- unni á kaldan klaka. En þau undur skeðu, að ein- mitt hinn sami Karl Guðjónsson, sem átaldi Eystein svo freklega, var gerður að formanni fjár- veitinganeíndar. Framsóknarmenn urðu að ganga fram hjá sínum eigin mönnum, þeim Karli Kristj- ánssyni og Halldóri Ásgeirs- syni, en kjósa kommúnistann yfir sig. Það var svo sem auð- vitað að gengið væri á snið við reyndasta þingmanninn, bóndami Pétur Ottesen. Fram sókn skreið þegjandi undir það jarðarmen að kjósa komm únistann fyrir formann þess- arar þýðingarmiklu nefndar. Fátt sýnir betur en þetta hversu Framsókn kiknar undan svipu kommúnista. Þeir hafa líf ríkisstjórnarinnar í hendi sér. E£ kommúnistar krefjast ein- hvers, hljóta þeir að fá það. Ekkert hræðast Framsókn- armenn nú meir en nýjar kosningar. Þeir vita að þær yrðu þeirra dauðadómur. —- Þess vegna geta kommúnist- ar vaðið uppi eins og þeim sýnist. Formennska kommún- ista í fjárveitinganefnd er eitt dæmi þess. Byggingamálin og ríkisstjórnin ÞEGAR fyrrverandi ríkisstjóm kom til valda, gengust Sjálf- stæðismenn fyrir því, að tekið var upp í málefnasamning stjórnarinnar, að afnumin skyldu höft á frelsi manna til að byggja íbúðir og að ríkisstjórnin skyldi stuðla að því með fjárútvegun- um og á annan hátt, að fólk gæti byggt sér þak yfir höfuðið. Lög- gjöf var sett um þessi efni og féll það í skaut félagsmálaráð- herra, sem var Framsóknarmað- ur, að sjá um framkvæmd þess- ara mála. Sjálfstæðismenn létu 1 Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.