Morgunblaðið - 24.11.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.1956, Blaðsíða 1
16 siður og Lesbók æntlu þegar hann var a&semja vsÖ Kadar Búdapest og Vínarborg, 23. nóv. Einkaskeyti til MbL frá Reuter: IMRE NAGY, sem undanfarnar 3 vikur hefur verið í júgó- slavneska sendiráðinu í Búdapest sem pólit'ískur flótta- maður, er sagður kominn til Rúmeníu. Ekki er enn fyllilega ljóst, með hverjum hætti þetta hefur orðið, en útvarpið í Búdapest skýrði frá því í dag, að Nagy hefði óskað eftir því að fá að fara úr landi til einhvers annars kommúnista- ríkis. Með Nagy í júgóslavneska sendiráðinu voru ÍO karl- menn, 15 konur og 17 börn, og er tahð, að allur þessi hópur hcifi fylgt honum úr landi. AFMÆLI UPPREISNARINNAR í dag var liðinn mánuður frá því frelsisbyltingin í Búda pest hófst og var þess minnzt með klukkutíma þagnarstund í borginni. Öll vinna var lögð niður, umferð stöðvaðist al- gerlega og almenningur lét í ljós opinbera andúð á kvisl- ings-stjórn Kadars. Búdapest-útvarpið tilkynnti, að aflýst hefði verið 2 sólarhringa verkfalli, sem boðað hafði verið til, eftir að samningar tókust með verkamannaráðinu og Kadar- stjórninni. Viðurkennir stjórnin ráðið sem fullgildan samnings- aðila í öllum málum, er lúta að verkamönnum. Hins vegar minnt ist útvarpið ekki á pólitískar kröfur verkamanna. Stjórnmála- fréttaritari brezka útvarpsins í Búdapest segir, að sárafáir verka menn hafi horfið til vinnu enn sem komið er. LANDAMÆRUNUM LOKAÐ Fregnir frá Vínarborg herma, að rússneskar her- sveitir séu nú að loka landa- mærum Ungverjalands og Austurríkis, og að rúmlega 20 manns hafi látið lífið fyrir rússneskum byssukúlum, þeg- ar þeir reyndu að komast inn í Austurríki. Frá því seint í gærkvöldi til snemma í morg- un komu um 5000 ungverskir flóttamenn til Austurríkis. SÍÐUSTU FRÉTTIR Síðustu fregn-ir frá Búda- pest herraa, að það sé almennt álit manna þar í borg, að rúss- neskar hersveitir hafi rænt Nagy. Er talið ósennilegt að Nagy og hópurinn, sem með honum var, hafi farið úr júgó- slavneska sendiráðinu án þess að hafa fulla tryggingu fyrir frelsi sínu, og jafnósennilegt er það talið, að Kadar hafi verið meðmæltur því, að Nagy yrði fluttur tii Rúmeníu, þar sem samvinna hans hefði get- að orðið Kadar-stjórninni að miklu liði. RÚSSAR RUDDUST INN Fréttaritari Reuters í Vín- arborg tilkynnti í kvöld, að hann hefði átt símtal við á- reiðanlegan heimildarmann í IMRE NAGY Búdapest, sem sagði honum, að í morgun hefðu Nagy og Kadar átt viðræður og verið næstum sammála, þegar rúss- neskir hermenn ruddust inn í sahnn og fluttu Nagy og föruneyti hans brott. Nagy xor með stórum bíl frá júgóslav- neska sendiráðinu í gærkvöldi til aðalstöðva rússnesku her- stjórnarinnar í Búdapest. Það- an var hann fluttur í morgun j til þinghússins, þar sem hann átti ráðstefnuna við Kadar.! Var málum svo langt komið, j að Nagy átti að tala í útvarp- ið til ungversku þjóðarinn-1 ar. En þá gripu rússnesku her- ; mennirnir fram í. Það gerðist klukkan 3 e.h. í dag. Frétt- irnar um flutning Nagys til Rúmeníu vöktu mikla athygli í Búdapest, en því trúir eng- inn, að hann hafi farið frá Ungverjalandi með föruneyti sínu af frjálsum vilja. RÚSSAR VISSU UM ENGAN SAMNING Útvarpið í Belgrad tilkynnti seint í kvöld, að Nagy og föru- nautar hans hefðu verið flutt- ir til aðalstöðva rússnesku herstjórnarinnar í Búdapest, þegar þeir fóru frá júgóslav- neska sendiráðinu. Vitnaði út- varpið í starfsmenn við sendiráðið, sem fóru með bíln- um, er átti að flytja flótta- fólkið heim til sín. Jafnskjótt og Nagy var kominn inn í bíl- agy inn með föruneyti sínu, kom« tveir rússneskir bílar á vett- vang og út úr þeim stigu liðs- foringjar í öryggislögregl- unni. Reyndu þeir þegar f stað að ná stjórn á bílnum, en júgóslavnesku sendiráðs- starfsmennirnir mótmæltu því kröftuglega og skírskot- uðu til samningsins milli Júgóslavíu og Kadar-stjórnar- innar um fullt frelsi til handa Nagy. I fyrstu virtust Rúss- arnir ætla að beygja sig fyrir mótmælunum, en um leið og bíllinn ók af stað, hlupu nokkr ir rússneskir liðsforingjar upp í hann og stýrðu honum til rússnesku herstöðvanna. ' Júgóslavarnir héldu áfram að ' mótmæla, en rússneskur of- ursti sagði þeim, að honum væri alls ókunnugt um samn- inginn, og væri þeim því bezt að hypja sig brott hið bráð- asta. 250 millj. kt. verii virið til íbúða- Mna ú næsta Áá Tillögur Sjálfsfæbismanna i Húsnæðismálastjórn AFUNDI húsnæðismálastjórnar, sem haldinn var í gær, hófu fuiltrúar Sjálfstæðismanna, Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Ragnar Lárusson umræður um ráðstafanir til fjáröflunar til íbúða- lána. Þegar lögin um húsnæðismálastjórn o.fl. voru sett árið 1955 tryggði frv. ríkisstjórn ákveðið fjármagn til framkvæmda laganna til ársloka 1956. Núverandi ríkisstjórn hefir setið aðgerðarlaus í þessum málum og ekki enn tryggt áframhaldandi starfrækslu hins almenna veðlánakerfis, þótt nú sé aðeins eftir rúmur mánuður af þeim tíma, sem því var séð fyrir fjármagni. Á fundinum í gær lögðu Sjálfstæðismenn fram ýtarlega tillögu til fjáröflunar, þar sem lagt er til að alls verði 250 millj. kr. varið til íbúðalána árið 1957 og erlend lán verði tekin í þessu skyni að upphæð 100 millj kr. Tillaga þessi var ekki útrædd, en frekari umræður verða á næsta fundi húsnæðismálastjórnar, sem haldinn verður fljótlega. Tillagan *r svohljóðandi: „Við setningu laga nr. 55/1955 I tryggt fjármagn til framkvæmda um húsnæðismálastjórn o. fl. var I laganna á árunum 1955 og 1956 með samkomulagi, sem fyrrver- andi ríkisstjórn gerði við I.ands- banka íslands. Með því að nú líður að lokum þess tímabils, sem samið var fyrir, og algjör óvissa ríkir um framhaldið, telur Hús- næðismálastjórn brýna nauðsyn bera til að hafnir séu nú þegar í stað samningar við bankana um ráðstafanir til fjáröflunar vegna húsnæðismálanna framvegis. Telur Húsnæðismálastjórn, að við þá samninga beri að leggja áherzlu á eftirfarandi: 1. Tryggt sé, að minnst 150 millj. kr. verði ráðstafað af sparifé landsmánna til útlána til íbúðabygginga í kaupstöðum og kauptúnum árið 1957. 2. Tekin verði erlend lón að minnsta kosti 100 millj. kr., sem auk framangreinds fjár- magns verði varið til útlána til íbúðabygginga 1957 til þess að fullnægja eftirspurninni eftir íbúðalánum og koma I veg fyrir okurlánastarfsemi. 3. Kappkostað verði, að útlán ársins 1957 hefjist strax í árs- byrjun til þess að bæta sem fyrst úr lánsfjárskortinum og Framh. á bls. 2 Tillaga Áka Jakobssonar i Alþýðuflokknum: Stjórnarsamslarfi við kommúnista verði slifið t GÆR var að því vikið hér í blaðinu, að Áki Jakobs- * son, þingmaður Siglfirðinga, hefði vakið máls á því í flokki sínum, að stjórnarsamstarfi yrði slitið við kommúnista, þar sem þeir væru alls ekki samstarfs- hæfir. Mbl. hitti Áka Jakobsson að máli í gær og spurði hann. hvort þetta væri rétt. Staðfesti hann að frásögn blaðsins hefði verið sönn. Hann hefði fyrir skömmn lagt fram tillögu um það í þingflokki Alþýðuflokksins, að miðstjórn flokksins beindi því til forsætisráðherra, að stjórnarsamstarfi við kommúnista skuli slitið og ráðherrum þeirra veitt lausn frá embættum. Um þessa tillögu Áka Jakobssonar, sem mun eiga ríkan hljómgrunn meðal almennra kjósenda Alþýðu- flokksins er rætt nokkru nánar í Staksteinum í blað- inu í dag. Fnéttir í stuttu máii London, New York 23. nóv. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. TILKYNNT var í dag, að austur- rískir landamæraverðir hefðu drepið einn rússneskan hermann og handtekið tvo, þegar þeir veittu ungverskum flóttamönnum eftirför inn yfir austurrísku landa mærin. Yfirmaður herja Breta og Frakka i Egyptalandi, Sir Charles Keightley hershöfðingi, tilkynnti í Port Said í kvöld, að i eitt brezkt herfylki yrði kallað 1 frá Egyptalandi þegar í stað, en að hann hefði ekki fengiS fyrir- mæli um að senda alla brezka ox franska heri burt. Hann fer ti Nikósíu á Kýpur á laugardaginr til viðræðna við Burns hershöfð- ingja, yfirmann öryggissveita S Þ., en hann mun lenda þar á leif sinni til Jerúsalem. Bretar og * Frakkar hafa til- kynnt, að sá hluti Súez-skurðar- ins, sem er í þeirra höndum, verð orðinn fær skipum upp úr næsti helgi. Milli 100 og 200 manns fórusl í hræðilegu járnbrautarslysi Indlandi í dag. . -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.