Morgunblaðið - 24.11.1956, Side 16
Veðrið
8-V stormur. Skúrir.
Bertrand Russel
Sjá grein á bls. 9
Eríndi dr. Soukups í dag í Háskól-
anum á vegtiifi Almenna bókafélagsins
Fjallar um tékkneskar bókmenntir
og menningu
NÁ N A S TI samverkamaður Jans Masaryk hins kunna
utanríkisráðherra Tékka, dr. Lúmír Soukup mun flytja
erindi í Háskólaniun í dag á vegum Almenna hókafélagsins.
Erindið liefst kl. 5 síðdegis og fjallar um tékkneskar bók-
menntir og menningu. Dr. Soukup er meðal virtustu fræði-
manna Tékka á sviði heimspeki, og er það Islendingum mik-
ill akkur að fá tækifæri til að hlýða á erindi hans. Sam-
koman hefst með því, að Gunnar Gunnarsson, rithöfundur,
flytur ávarp.
VAR EINKARITARÍ
MASARYKS
Dr. Lúmir Soukup starfaði
nokkur ár í utanríkisþjónustu
Tékka. Hann var einkaritari
Jans Masaryks fram á síðustu
stundu, þar til dauða Masaryks
bar að höndum með mjög svip-
legum hætti 10. marz 1948,
skömmu eftir valdarán komrnún-
ista.
FLYÐI I.AND
Nokkru síðar tókst dr. Soukup
að flýja land, og hefur hann
starfað sem lektor í tékkneskum
bókmenntum og málvísindum við
háskólann í Glasgow, en hann er
kunnur fræðimaður og hafði auk
háskólanáms í Prag stundað nám
í París og Edinborg.
KUNNUR FYRIRLESARI
Þessi virti gestur íslendinga er
DR. LÚMÍR SOUKUP
nú einn af leiðtogum frjálsra
Tékka. Hann hefur víða ferðazt
og haldið fyrirlestra um tékk-
neskt þjóðlíf og menningarmál.
Átt-löld ósannindi
FRÁ ÞVÍ að lausn lönðunarbannsins var tilkynnt hefur
Þjóðviljinn komið út sex sinnum. Einn daginn birtist
blaðið ekki vegna vandræða ritstjórnarinnar um, hvernig
sagt skyldi frá umræðunum um varnarmáiin á Alþingi.
f þessum sex blöðum hafa a.m.k. átta greinar fullyrt, að
Ólafur Thors hafi ætlað að semja um eitthvað annað og
meira í þessu sambandi en nú hefur verið gert.
Söguburður Þjóðviijans um þetta er uppspuni frá rót-
um. Gersamlega tilhæfulaus.
Samningarnir, sem um var rætt í stjórnartíð Ólafs Thors,
voru fslendingum hagkvæmari en það, sem nú hefur verið
samiff um.
Kommúnistarnir í ríkisstjórn sleppa ekki undan ábyrgð-
inni á þeim samningum, sem gerðir hafa verið. Allar vítur
þeirra á aðra fyrir samningana beinast fyrst og fremst
að þeim sjálfum.
Hlutur Lúðvíks Jósefssonar verður þeim mun verri sem
hann lætur oftar segja ósatt um gerðir annarra í þessum
efnum. Auðvitað léti hann birta gögn um afglöp andstæð-
inga sinna, ef þau væru til. Ástæðan til þess, að svo er
ekki gert, er auðsæ.
Áttföld ósannindi um sama málið á sex dögum er meira
en nóg. Vafalaust verður sömu iðju þó haldið áfram og
verður fróðlegt að fylgjast með, hversu oft ósannindin
verða endurtekin í þessari lotu.
Stórtjón virtist yfirvofandi af völd-
um eldsvsia í Gamla Kompaníinu
Háþrýsti-slökkvitækiii björguðu
húsinu
UM KLUKKAN hálffimm í gærdag blossaði skyndilega upp eld-
ur í trésmíðastofu Gamla Kompanísins, Snorrabraut 56 (efri
hæð). Fáeinum andartökum síðar stóðu eldtungurnar út um tvo
glugga vinnustofunnar. Virtist í fyrstu, sem þarna myndi verða stór
bruni, er slökkviliðið fengi ekki ráðið við er það kæmi á vettvang.
En sem betur fór var slíku böli afstýrt.
Rúmfatnaður allur
brann og rúmið skemmdist
C
MIKILL ELDUR
Eldurinn hafði komið upp í
sprautingastofu Gamla Komp-
anísins, en þar eru hurðir spraut-
aðar með selloloselakki, en það
er mjög eldíimt. Kviknaði í lakk-
inu og var enginn inni í spraut-
ingarstofunni er það gerðist, en
smiðirnir fundu reykjarlykt
ieggja þaðan fram í vinnusalinn.
Er þeir komu að dyrum stofunn-
ar stóð hún öll í björtu báli.
Slökkviliðið kom brátt á vett-
vang með sinn frábæra útbúnað
til þess að slökkva slíka stórelda,
en það etu háþrýstivatnsdælur,
sem var beitt með undraverðum
árangri.
MIKIÐ TJÓN
Það voru allar horfur á því að
stórbruni myndi verða, því er
slökkviliðið kom, stóðu eldsúl-
urnar út um gluggana og var eld-
urinn svo magnaður, að hann
lagði langí út frá gluggunum. —
Aðstaða til slökkvistarfsins var
góð, því svalir voru fyrir framan
sprautingastofuna. Þar voru
slökkviliðsmennirnir með há-
þrýstitækin, og tókst þeim á
skammri stundu að ná yfirtökun-
um, en slökkvistarfið var sein-
unnið, því að lengi logaði í lakk-
inu eldfima, og ef slakað var á
dælunum, gaus eldurinn upp aft-
ur. Eftir eina klukkustund var
búið að kæfa eldinn í sprautinga-
stofunni. Hann hafði eyðilagt
mikil verðmæti, því að fjöldi inni
hurða, sem höfðu verið látnar þar
inn í rekka til sprautingar, eyði-
lagðist. Talið var og að vatns-
skemmdir hafi orðið í vinnusöl-
unum, þó að eldurinn kæmist
tæplega nokkuð út úr sprautinga-
stofunni. Var ekki gott að átta
sig á því í gærkvöldi, en ljóslaust
var í vinnustofunum og vatn flóði
þar um allt.
í þessu sama húsi er kjöt-
ÍSLENZK-AMERÍ'SKA félagið
efnir til kvikmyndasýningar í
Gamla Bíói í dag, laugardag, kl.
2. Verða þar sýndar þrjár kvik-
myndir, m. a. frá hringleikahús-
um í Bandaríkjunum. Þá er kvik-
mynd, er nefnist „Trompetleik-
arinn“. Kemur þar fram banda-
ríski trompetleikarinn Mendez,
sem er af mexikönskum ættum. í
myndinni rekur hann sögu og
þróun þejsa vinsæla hljóðfæris og
útskýrir, hvað á sig þarf að leggja
til að ná fullkomnu valdi á því.
Mendez leikur eftirtalin tónverk
í þessari kvikmynd: Konsert í e-
moll fyrir trompet og litla hljóm
sveit eftir Haydn, Býfiuguna
eftir Rimsky-Korsakov, Zigauna-
ljóð eftir Sarasate og loks eigin
tónsmíð, Trompet-Polka, ásamt
tveim sonum sínum.
Að lokum verður sýnd kvik-
mynd, sem tekin var í Banda-
ríkjunum fyrir rúmri viku. Mun
það véra einsdæmi, að erlendar
kvikmyndir berist hingað svo
fljótt. Hér e -rum að ræða kvik-
mynd, sem tekin var á fyrsta
fundinum er Eisenhower átti
með fréttamönnum í Hvíta hús-
inu, eftir að hann var kjörinn for-
seti Bandaríkjanna í annað sinn.
Er þetta hin fróðlegasta mynd,
sem gefur góða hugmynd um all-
ar þær margvíslegu spurningar,
sem fréttamenn leggja fyrir for-
búð frá SÍS og eins útbú frá
Áfengisverzlun rikisins. — Við
skiptin í áfengisútsölunni virt-
ust ganga með eðlilegum hætti
og afgreiðslumenn sögðust
ekki hafa neinar áhyggjur af
eldinum, því að húsið væri
byggt fyrir bílageymslur upp
haflega og væri allt hið traust
byggðasta. Annars höfðu marg
ir látið þá vita, að ef á sjálf-
boðaliðum myndi þurfa að
halda við útburð á áfengis-
birgðunum, þá skyldi ekki
st .nda á þeim! Viðskiptin í
kjötbúðinni virtust og ganga
með eðlilegum hætti meðan á
þessu óllu stóð.
í gærkvöldi var rannsókn hafin
í máli þessu. Ekki var vitað með
hverjum hætti eldurinn kom upp,
en sú tilgáta kom fram, að neisti
kynni að hafa myndazt út frá
rafmagnsviftu.
setann um heimsmálin í dag, og
sem hann verður síðan að svara
um hæl. Ræðir Eisenhower bæði
um Ungverjalands- og Egypta-
landsmálin á þessum fundi.
Háspennus tr eng ur
slitinn í gær
ENN einu sinni varð stórt bæjar-
hverfi rafmagnslaust í gær, vegna
þess að skurðgrafa kubbaði í
sundur háspennustreng fyrir
Langholtshverfið og Voga. Fyrir
nokkrum dögum kubbaði jarð-
vinnslutæki í sundur jarðsíma-
streng.
í gær mun hafa tekist furðu-
fljótt að gera við þessa bilun til
bráðabirgða, en slíkar bilanir
orsaka mikil óþægindi á heim-
ilum og geta valdið stórtjóni.
Það gerist nú æði oft, að jarð-
vinnslutæki valdi tjóni á jarð-
síma og háspennustrengjum hér
í bænum. Virðist sem verktakar
geri sér ekki alltaf fulla grein
fyrir því, er þeir eru með jarð-
vinnslutæki í vinnu, að nauð-
synlegt er að þeir kynni sér ná—
kvæmlega hvar jarðstrengir
liggja, áður en þeir hefja fram-
kvæmdirnar. Slíkt virðist vera
lágmarkskrafa.
EFTIR hádegið í gær, var kona
hætt komin, er íbúð hennar fyllt-
ist af reyk við að eldur kom upp
í rúmi hennar. Gerðist þetta í
litlu húsi við Smiðjustíg 10, en
konan heitir Ragna Jóhannsdótt-
ir. Hefur hún alllengi verið rúm-
liggjandi.
rjn • r 1 • r X
I jon pjoo.
arinnar af
einum skips
íarmi 2 og
hálf millj kr
MORGUNBLAÐIÐ hefur nú
leitað sér upplýsinga um það,
að fyrsta oiíuflutningaskipið,
sem leigt hefur verið til að
flytja olíu til landsins á hinu
nýja háa farmgjaldi er um
II þúsund smálestir. Vegna
tnistaka Lúðvíks Jósefssonar
í ráðherrastól verða olíufélög-
in að greiða 100 shillingum
mesra fyrir hvert olíutonm,
sem þetta skip flytur. Er því
auðreiknað að tjón það sem
þjóðin bíður af glappaskotum
þessa ráðherra nemur að þess-
um eina farmi um 2Vss millj.
króna.
í frásögn Mbl. af þessu í
gær var reiknað með olíu-
flutningaskipi sem væri um
20 þús. smálestir og hefði
tjónið þá orðið um 5 milljir
króna. Allt fjárhagstjón sem
íslendingar bíða af þessu mis-
ferli kommúnista ráðherrans
verður að reikna í hörðum
gjaldeyrú
Slökkviliðsmenn máttu ekkl
öllu seinna koma til hjálpar. Er
einn brunavarðanna fór inn í
húsið, var þar mjög mikill reyk-
ur. Konan hafði þá sjálf komizt
út úr rúmi sínu og lá hún á gólf-
inu. Virtist hún mjög óttaslegin.
Brunavörðurinn bar hana út og
yfir í íbúð, sem er í hinum enda
hússins. Rétt á eftir að hann var
farinn út með konuna, blossaði
upp mikill eldur í rúmi hennar.
Brunnu þar sængurfötin á svip-
stundu og einnig skemmdist
rúmið sjálft. Konan var flutt í
slysavarðstofuna til rannsóknar,
en hún kvartaði undan því, að
sér hefði verið farið að líða illa
vegna reyksins.
□dvarnír
Aldrei skyldi rafsnúrum
brugðiff um nagla effa vír, því
viff þaff trosna þræffimir og get»
valdið íkveikju. S.B.Á.Í.
KvikmyndasýniRg Íslenzk-ameríska fébgsins