Morgunblaðið - 01.12.1956, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 01.12.1956, Qupperneq 15
■Laugardagur 1 desember ’36 M OnCVNBLAÐÍÐ 13 FORNRIT AFÉLACIÐ I>Á íannst sumum sem allmikil tíðindi væru að gerast er Forn- ritafélagið var stofnað, enda tóku þar saman höndum ýmsir hinna fremstu manna þjóðarinnar. Til allrar hamingju er enn nokkur ljómi yfir nafni þess, en þó mundi hann meiri ef rösklegar hefði gengið útgáfustarfsemin. Á henni hefir verið nokkur lestagangur, og er það þó fyrir víst ekki sök félagsstjórnarinnar. Nær þrjátíu ár eru liðin siðan félagið var stofnað og út eru komin þrettán bindi af þeim þrjátíu og fimm, sem gert var ráð fyrir í fyrsta áfanganum, svo betur má ef duga ■ skal. Það er til einskis að neita því um útgefundurna, að þeir hafa malað seint, eins og skáldið sagði um mylnur guðs — en líka malað vel, eins og þær. Og bót er það í máli. Við eigum ekki nú á að skipa slíkum görpum sem Sveinbirni Egilssyni og Finni Jónssyni, og verður við að una. Afkastamestur er Guðni Jónsson. En það þykir nú henta að láta hann heldur fást við skólagutl, og verður ekki stjórn Fornrita- félagsins réttilega um það sökuð. Ætla mætti að hver fulltíða maður vissi um upphafsmann og því hinn eiginlega stofnanda Fornritafélagsins, vissi að hann var Jón Ásbjörnsson hæstarétt- ardómari. En nýlega sáum við þó að jafnvel lærðum manni gat skjátlast í þessu. Ekki þó lengi, því hann leiðrétti fljótt misgán- ing sinn. En ekki væri það úr vegi að nú væri nánar sagt frá tildrögum félagsstofnunarinnar, sögu félagsins og starfi, en enn hefur verið gert á almennum vett vangi, og nánar en hér verður gert. Þetta mætti einhver af rit- stjórum tímaritanna gjarna taka til athugunar. Nær þrjátíu ár, sagði ég. f raun- inni mætti með nokkrum rétti halda þrítugsafmæli félagsins á þeim vetri, sem nú er að ganga í garð. Það var veturinn 1926—27 að Jón hóf undirbúning að stofn- un félagsins. En í stuttu máli var aðdragandinn, eftir þv£ sem ég bezt veit, með þessum hætti: Jón hafði lengi gert sér það ljóst, að fornritaútgáfa hér heima þurfti að komast á algerlega nýj- an rekspöl. Það var ekki nóg að við hefðum hina mjög svo tak- mörkuðu og fremur fátæklegu, en samt þakkarverðu, útgáfu Sig- urðar Kristjánssonar. Hvað sem öðrum sjónarmiðum leið, krafð- ist jafnvel heilbrigður þjóðar- metnaður annars og meira. Svo fór hann að hugsa um skipulag útgáfunnar, og þegar hann þótt ist hafa nokkurnveginn fastan grundvöll undir fótum, fór hann og skýrði hugmynd sína fyrir nokkrum merkum mönnum milli tíu og tuttugu, ætla ég að ég heyrði sagt. Þar með fylgdi það, að til þess að koma henni í framkvæmd, væri nauðsynlegt að stofna sérstakt útgáfufélag. Vitanlega var það augljóst mál. Allir ætla ég að hafi tekið þessu vel. Á meðal þeirra er ég heyrði nafngreinda, minnist ég Ólafs Lárussonar, Péturs Halldórsson- ar og Tryggva Þórhallssonar. Loks kom þar, að Jón stefndi þessum mönnum á sameiginlegan fund, og á þeim fundi, 14. júní 1928, var félagið formlega stofnað og þv£ kjörin stjórn. f hana voru þeir kosnir, Jón Ásbjörnsson, Pétur Halldórsson og Ólafur Lárusson, en þeir tóku með sér Matthias Þórðarson og Tryggva Þórhallsson. Jón Ásbjörnsson var kjörinn forseti félagsins þegar á þessum fundi, og forseta-embætt- inu gegnir hann enn i dag. Aldrei hefi ég heyrt nokkurn mann draga það í efa, að af þeim, er launalaust hafa unnið félaginu, hafi hann starfað miklu mest. Það er alveg óhætt að fullyrða að hann hafi ávallt verið drif- fjöðrin í starfsemi þess. Félagið réð þegar Sigurð Nor- dal útgáfustjóra sinn, enda mátti segja að hann væri sjálfkjörinn. Hann hefir án efa frá öndverðu unnið því ómetanlegt gagn. Það hefir ekki verið ónýtt að njóta ráða svo gjörhuguls manns með fágætlega mikilli þekkingu á fornbókmenntum okkar. Og það var félaginu vegur að fá hann í þetta sæti. Ekki var heldur unt að fá æskilegri brautryðjanda en hann með hans ágætu útgáfu af Egilssögu. Það var viðburður er sú bók kom út. Það er ætlun mín að félagið eigi mikið að þakka þeim mönn- um, er sjaldan hefir verið við getið. Má þar til nefna þá frænd- urna, Pétur Halldórsson og Tryggva Þórhallsson, en fleiri eru þeir, er þarna mundi mega tilgreina. Heyrt hefi ég að það muni hafa verið ráðum Tryggva að þakka að félaginu hlotnaðist hin rausnarlega gjöf, 15,000 krón- ur, Kristjáns konungs tíunda, er hann kom hingað 1930. En áður höfðu þau Kristján konungur og Alexandrina drottning gefið félag inu 1200 krónur. Ekki svo að skilja að konungur væri ekki fyrir fram ráðinn í að gefa ís- landi fé þetta, en hitt er mælt, að Tryggvi hafi beint gjöfinni til Fornritafélagsins. Enda þótt þessi gjöf væri kon- ungleg, hlotnaðist félaginu þó önnur stærri, sem sé gjöf Kveld- úlfs, er kostaði útgáfu fyrsta bindisins að öllu leyti. Sumir ætla að þar kunni félagið með fram að hafa notið Jóns Ásbjörns- sonar. Víst er um það, að forn og mikil vinátta hefur verið með honum og Kveldúlfsmönnum, og lengi var hann lögfræðiráðunaut- ur þess félags. Annars er þess enn kostur að fá að vita hvað Kveldúlfsmenn hafa um þetta atriði að segja. Nokkrum sinnum hefi ég heyrt á það minnzt, hverjum við ætt- um að þakka valið á letri því, er notað hefur verið á Fornritin. Meira að segja hefi ég bæði séð og heyrt um það þær staðhæfing- ar, sem ég ætla að ekki séu rétt- ar. Það sem ég þykist sannast um það mál vita, er á þá leið, að öndverðlega hafi forstöðumaður Gutenbergs-prentsmiðjunnar (væntanlega þá Þorvarður Þor- varðsson) lagt fram nokkur letur- sýni til að velja um. Og þar hlaut það letur, sem nú í hartnær ald- arfjórðung er búið að vera okkur til augna-yndis, einróma atkvæði allra viðstaddra, að forstöðu- manni prentsmiðjunnar meðtöld- um. Um hitt hefi ég aldrei heyrt neitt, hver frumkvæði átti að því heillaráði að handsetja ritin, i stað þess að línusteypa þau. En ekki þætti mér það lygilegt að Sigurður Nordal kynni að hafa verið upphafsmaðurinn. Fyrstan lærðra manna hérlendis vissi ég léku sér að henni. En hvenær sem hann leggur árar í bát, er þó ekkert í veði. Rikisprent- smiðjan getur samt sem áður haldið áfram að setja með sama hætti. Steingrímur Guðmundsson ruddi. prentlist framtíðarinnar braut hér á landi þegar hann fyr- ir fáum árum útvegaði prent- smiðjunni þær vélar, er setja lausaletur, eins og handsetjarinn. Fornritin eru þannig í engri hættu. En kvöldið sem útvarpið sagði frá hinum nýju vélum, var mér það í hug, hversu margir á meðal hlustenda mundu gera sér það ljóst, að nú væri verið að segja frá upprás nýrrar aldar á íslandi. Að vonum ekki margir, og að minni ætlun ótrúlega fáir á meðal menntamanna. En *in- hvern tíma skal það samt verða sagt, að svona hafi þetta verið. Ekki er unnt að segja að þögn hafi verið um Fornritafélagið það sem af er ævi þess; svo er fyrir að þakka. En samt langt of hljótt. Þetta félag átti að verða, og á enn að verða, óskabarn þjóðar- innar. Vel sé öllum þeim, er að því vinna að svo megi verða. Og ekkert heimili á það að vera í landinu að ekki sjáist þar að minnsta kosti ein bók frá hendi þess. Þar sem ekki ríkir alltof mikil örbirgð, eiga rit þess að sjást öll með tölu. Það á að verða þjóðræknum mönnum metnaðar- mál. Ef eitthvað er missagt í þvi, er nú hefur verið ritað, bið ég þá menn, er betri skil kunna, að leiðrétta frásögn mína. Og svo vil ég ljúka máli mínu á spurn- ingu er ég vænti að hver lesari hann gera sér það fyllilega ljóstj vilji gaumgæfilega ihuga, því hvílíkt glæfraverk línusteypan! hún er ekki hégómamál. Hún er er. En þökk sé þeim manni, er I þessi: Ef Fornritafélagið væri þessu réði — þeim mönnum, vil ekki til og óunnið væri það starf, ég segja, því ekki hefir það verið sem það er þegar búið að inna af einræði. Nú væri ekki lengur til I hendi, mundi þá nokkur maður neins að minnast á handsetningu. j dirfast að heimta heimflutning Sveinbjörn Oddson, sá er að | handrita okkar frá Kaupmanna- mestu hefur sett fornritin, er síð- höfn? astur þeirra íþróttamanna, er Sn. J. Höfundur þessarar sögu, séra Eggert Ólafsson Briem, er fæddur að Grund í Eyjafirði 5. júlí 1840. Foreldrar hans voru Ólafur trésmiður Gunnlaugsson Briem og kona hans Dómhildur Þorsteinsdóttir bónda og hreppstjóra að Stokka- hlöðum í Eyjafirði, Gíslasonar. Séra Eggert var albróðir séra Valdimars vígslubiskups og skálds að Stóra-Núpi, svo og Sígríðar konu séra Davíðs á Hofi, Guðmundssonar, ömmu Davíðs Stefánssonar skálds. Séra Eggert var gáfumaður og skáldmæltur vel eins o# hann átti kyn tiL Hann fékkst og allmikið við fræðistörf, einkum ættfræði- og sögurannsóknir. Hann sá um útgáfu á Tyrkjaránssögu, Noregskonungasögum o. fL og ritaði auk þess allmargt greina í blöð og tímarit. Leikrit eftir hann, nefnist Gizur Þorvaldsson, kom út í Draupni 1895—’97. Eftir hann liggur mikið safn af handritum í Landsbóka- safninu. Þar á meðal er skáldsagan Sæunn og Sighvatur, sem nú birtist í fyrsta sinn á prenti. BOKAUTGAFAN FJOLNIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.