Morgunblaðið - 31.01.1957, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.01.1957, Qupperneq 1
 44. árgangur 25. tbl. — Fimmtudagur 31. janúar 1957 Prentsmiðja Morgunblaðsins Eisenbower : Gagnkvæmur skilningur NATO-ríkjanna Irausfari en nokkru ssnni Washington, 30. jan. Frá Reuter. AFUNDI sínum við fréttamenn í dag sagði Eisenhower forseti, að Eandaríkin hefðu ekki í hyggju að minnka herafla sinn í Vestur-Evrópu. Ekki hefði heldur komið til orða að auka hann, enda þótt Frakkar hefðu sent meginhlutann af NATO-herdeildum sinum til Alsír og brezka stjórnin hefði kvartað undan of háum ■hemaðarútgjöldum. Eisenhower sagði, að samvinna og gagnkvaem- vtx skilningur ríkjanna í Atlantshafsbandalaginu væri að treystast og dýpka í miklu ríkari mæli en fram kæmi á yfirborðinu. Eisenhower vék einnig að þeirri gagnrýni, sem sums staðar hefði komið fram varðandi heim- sókn Sauds konungs í Saudi- Arabiu til Bandaríkjanna og fyr- irhugaða heimsókn Títós. Hann kvaðst harma hvers konar ókurt- eisi sýnda erlendum leiðtogum, scm kæmu til viðræðna við hann. leiðtogum tveim höndum, sem vildu koma og ræða við hann um sameiginleg hagsmunamál og varðveizlu friðarins, og kæmi þá ekki til álita, hvort hann væri samþykkur stefnu slíkra manna í innanríkismálum. Forsetinn ræddi einnig um gagnrýnina sem komið hefur Hann bætti því við, að sér væri'fram á Dulles utanríkisráðherra, ógerlegt að vinna að eflingu frið arins, ef hann ætti aðcins að ræða við þá leiðtoga, sem væru honum algerlega sammála. Hann kvaðst alltaf mundu taka þeim Sendiherra Banda- ríkjanna í Bonn segir af sér í , \ . > '■--■■■■ .jj. i en hann hefur verið sakaður um að bera ábyrgð á misklíð Breta og Bandaríkjamanna og á ófremdarástandinu í nálægum Austurlöndum. Sagði Eisenhow- er, að utanríkisstefna Bandaríkj- anna hefði ekki verið mörkuð af neinu handahófi, og væri hann sjálfur ábyrgur á henni engu síð- ur en utanríkisráðherrann. Hann ítrekaði fyrri ummæJi sín þess efnis, að Dulles væri duglegur og framsýnn utanríkisráðherra. Sandys ánægður með för sína Washington 30. jan. Frá Reuter. Duncan Sandys, hermála- ráðherra Breta, fór frá Wash- ington í dag áleiðis til Ottawa eftir tveggja daga viðræður við bandaríska ráðamenn. í dag átti hann klukkustundar- fund við Dulles, utanríkisráð herra. Sandys sagði frétta- mönnum, að fullt samkomu- lag hefði náðst unr öll þau mál, sem rædd voru, en sum þeirra væru flókin og við- kvæm. Hann bjóst við að koma til Washington aftur á föstudag til frekari viðræðna við leiðtoga Bandaríkjanna. Brezku stúdentarn- ir fangar Kadars Enginn veit neitt um Örlög þeirra Vínarborg, 30. jan. Frá Reuter. F^ORMÆLANDI ungverska utanríkisráðuneytisins sagði í * dag, að hann hefði enga hugmynd um, hvenær 4 brezkir stúdentar, sem handteknir voru í Ungverjalandi, yrðu dregnir fyrir rétt, eða hvaða sakir yrðu á þá bomar. Þessar upplýsingar voru látnar í té símleiðis til Vínarborgar, en þaðan höfðu fréttamenn hringt í ungverska innanríkisráðu- neytið. Talsmaður innanríkisráðuneytisins kvað málið ekki vera í verkahring þess og vísaði til forsætisráðuneytisins. Þar fengust þær upplýsingar, að hinn opinberi ákærandi ríkisins væri líklegastur til að vita eitthvað um málið. Ritari ákærandans sagði, að það væri utanríkisráðuneytið, sem hefði málið með höndum. Formælandi þess kvaðst ekki geta bætt neinu við yfirlýsinguna, sem gefin var út eftir að stúdentarnir höfðu verið handteknir 17. jan. s.l. Vom r;ir þá á leið frá Belgrad til Vínarborgar um Ungverjaland. yfirlýsingunni sagði, að stúdentaranir hefðu tekið þátt í gagnbyltingarstarfsemi. Einn stúdentanna er dóttir Sir Staf- ford Cripps, fyrrveandi ráðherra í stjóm Verkamanna- flokksins. Nýtt njósnamál í Svíþjóð Annaö hljóð komið i kommúnista i landhelgismálinu: Allt óókveðið um næstu uðgerðir Nú verður oð dobo við t Stokkhólmi, 30. jan. Frá Reuter. STOKKHÓLMI er nú verið aS komast til botns í umfangsmiklu njósnamáli. Er hér um að ræða armenskan njósnara, Zartaryan að nafni, sem hefur rekið njósnir um varnarkerfi Svíþjóðar og annan vígbúnað. Njósnirnar stundaði hann frá 1954 fram til 30. júní 1956, en hann var handtekinn 27. september. Það, sem valdið hefur mestum töfum á rannsókn málsins, er tregða njósnarans til að veita lögreglunni nauðsynlegar upplýsingar. Tveir Svíar hafa og verið dregnir fyrir rétt og sakaðir um kæruleysi í meðferð leyniskjala. BONN, 29. jan. — James B. Con- ant, sem verið hefir sendiherra Bandaríkjanna í Vestur-Þýzka- landi hefir sagt af sér og hefir Eisenhower forseti samþykkt lausnarbeiðni hans. Contant, sem var áður forseti Harvardháskóla segist ætla að snúa sér að mál- efnum æðri skóla í landi sínu. Þetta njósnamál er ekki tengt hinu mikla njósnamáli, sem nú er í rannsókn í Gautaborg. FYRIK LUKTUM DYRUM Stokkhólmsmálið er rannsakað fyrir luktum dyrum og er ekki vitað, hvenær dómur verður felldur. Zartaryan er af armensk- um ættum, sonur leðurkaup- manns og fæddur í Istanbul 1925. Talsmaour sænska utanríkisráðu- neytisins neitaði að láta uppi, fyrir hvaða stórveldi njósnarínn Saud vel fagnað í Washington Washington, 30. jan. Frá Reuter. SAUD konungur í Saudi-Arabíu kom til Washington í dag í einka- flugvél Eisenhowers forseta. Á flugvellinum tók forsetinn sjálfur á móti honum, umkringdur heið- ursverði úr öllum deildum Banda ríkjahers. Þegar konungurinn sté út úr vélinni var hleypt af 21 fallbyssuskoti. Áður en Saud ók með forset- anum til Hvíta hússins, sagði hann nokkur orð á flugvellinum. Kvaðst hann vera mjög þakklátur fyrir hinar hlýlegu móttökur og alla vinsemd sér auðsýnda, og bera í brjósti þá von, að heimsókn sín til Bandaríkjanna mundi treysta þau vináttubönd, sem fað- ir hans hefði komið á milli Saudi- Arabíu og Bandarikjanna. Þessi vinátta væri byggð á gagnkvæm- um hagsmunum og samúð. Ben Gurion veikur j JERÚSALEM, 29. jan. — Forsæt- isráðherra ísraels, Ben Gurion, sem nú er sjötugur hefir lagzt veikur í lungnabólgu og er ekki talið að hann geti tekið þátt stjórnarstörfum næstu tvær vik- ur. í fjarveru hans mun fjármála- ráðherrann, Levy Eshkil gegna störfum hans. starfaði, en talið var víst, að hann væri í þjónustu Rússa. Hann kom til Svíþjóðar 1952 og hefur unnið hjá sænsku verkfræðinga- fyrirtæki. Frá umræðunum á Alþingi um fyrirspurn Sigurðar Bjarnasonar ÞAB er ekki hægt að segja, hverjar næstu aðgerðir ríkisstjórn- arinnar verða í friðunarmálunum, eða hvenær þær verða framkvæmdar. Nú verður að doka við. Þannig komst Lúðvík Jósefsson sjávarútvegsmálaráðherra m. a. að orði er hai.n svaraði fyrirspurnum Sigurðar Bjarnasonar á Alþingi í gær. En í þeim var m. a. að því spurt, hvaða ráðstafanir ríkisstjórnin hygðist gera til frekari útfærslu fiskveiðitakmark- anna og hvenær mætti vænta slíkra ráðstafana. Sigurður Bjarnason hafði framsögu fyrir fyrirspurnum sínum og komst þá m. a. að orði á þessa leið: ÚR RÆÐU SIGURÐAR BJARNASONAR Þegar fiskveiðitakmörkin voru Staðgengill Makaríosar biður S.Þ. um hjálp Nikosíu, 30. janúar. — Frá Reuter. SALAMIS JENNADIOS, biskupinn, sem nú fer með embætti Makariosar erkibiskups á Kýpur, sendi í dag símskeyti til Hammarskjölds framkvæmdastjóra S. Þ. og bað hann að koma því til leiðar, að send yrði rannsóknarnefnd til Kýpur í því skyni að athuga ástandið þar. Tók hann það fram, að ekki mættu eiga sæti í þessari nefnd fulltrúar Breta eða annarra nýlenduvelda. Jennadios biskup sagði m. a. í símskeytinu: „Ástandið á Kýpur er orðið mjög alvarlegt síðan Tyrkir hófu að gera árásir á Grikki og eignir þeirra á eyjunni. Brezku yfirvöldin reyndu ekki að koma í veg fyrir þessa atburði í tæka tíð. Þemistókles Dervis, borgar- stjóri í Nikosíu, sendi Hammar- skjöld svipað skeyti fyrir hönd allra grískra borgarstjóra á Kýp- ur. Var þar mælzt til, að sendur yrði sérstakur eftirlitsmaður S. Þ. til eyjarinnar. MORÐÖLD í dag var griskur leigubílstjóri skotinn til bana fyrir utan stöð sína í aðalgötu Hyrenia á Norður- Kýpur. Undanfarna daga hefur verið mikið um morð, brennur, sprengingar og skemmdarverk á eyjunni. í gærkvöldi fannst blaða maður nokkur, sem starfað hafði við grískt blað en horfið fyrir 2 mánuðum. Hann fannst í af- skekktu húsi nálægt Nikosiu, og telur lögreglan, að hann geti veitt ýmsar upplýsingar í sambandi við nokkur morð, sem framin voru í Ledra-stræti, hinni alræmdu „morð-mílu“ Nikosíu. færð út fyrir nokkrum árum vakti það almennan fögnuð ís- lendinga. Enda þótt sú ráðstöfun kæmi ekki öllum landsmönnum að jafnmiklu liði var þó litið á hana sem hagsmunamál alþjóðar, ekki sízt þar sem augljóst var að hún var fyrsta sporið í áttina að því yfirlýsta takmarki að friða allt landgrunnið umhverfis land- ið fyrir botnvörpuveiðum útlend- inga. Síðan friðunin var framkvæmd hefur hún þegar haft mikil og heillarík áhrif á þeim slóðum, sem hennar gætir mest, en það er á Faxaflóa og Breiðafirði. Fyrir Vestfjörðum, Norður- landi og Austurlandi má hins veg ar segja að fiskveiðitakmörkin færðust sáralítið út Útgerð þeirra landshluta hefur því ekki notið aukinnar friðunar á heima- miðum. AUKIN RÁNYRKJA Það er alkunna, að fyrir Vest- fjörðum hefur útgerðin ekki að- eins farið á mis við aukna vernd fiskimiða sinna heldur hefur rán- yrkjan á þeim margfaldazt. Þeg- ar hinum stóru og fiskisælu fló- um hér suðvestanlands var lokað fyrir botnvörpuveiðum stórjókst ásókn togara, innlendra og er- lendra, á miðin fyrir Vestfjörð- Framhald. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.