Morgunblaðið - 31.01.1957, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 31.01.1957, Qupperneq 12
12 MORCVyBL4Ð1Ð Fimmtudagur 31. jan. 1957 The wilv wolverine HAS BROKEN INTO JOHNNY MALCTTTE'S trap line CAMP AT BURNT LAKE GULA herbergiö eftix MARY ROBERTS RINEHART Framhaldssagan 40 foi-nleg krukka, þeirrar tegundar, sem tilheyrðu þvottaskálum, áður en vaskarnir komu til sögunnar. Hún var að vísu kvörnuð hér og þar, en engu að síður sást greini- lega málningin á henni. Floyd vék til hliðar og lét þau horfa á hana. — Það eru engin fingraför á henni, sagði hann. — Garðyrkju- maðurinn hjá Ward fann hana í runnunum, rétt við stíginn hérna, í morgun. Hún getur verið búin að liggja þar falin í eitt eða tvö ár, en Nat gamla Ward datt í hug að láta hreinsa þennan blett í dag. Og þetta var árangurinn. Dane leit á Carol. Hún starði á krukkuna, eins og hún tryði ekki sínum eigin auguni og hún hafði Tölnað upp. -— Kannske eitthvert ykkar muni eftir henni? sagði Floyd. — Líklega ekki þér, ungfrú Carol, til þess eruð þér of ung. En Greg og ungfrú Elinor? Elinor hristi höfuðið og Greg varð efablandinn á svipinn. Dane viðhafði sína venjulegu aðferð og beið með athygli. — Mér finnst ég kannast við hana, svaraði Greg dræmt. — Það er mannsaldur síðan ég hef séð eitthvað svipað, en ég þykist kann- ast við munstrið. ... Hann lauk ekki við setninguna og Floyd brosti. — Það vill svo til, sagði hann, — að ég veit hvaðan hún er. Eg fór til hennar Önnu UTVARPID Fimmludagur 31. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni“, sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlendsdótt ir). 18,30 Framburðarkennsla í dönsku, ensku og esperanto. 19,00 Harmonikulögi — 19,10 Þingfrétt ir. — Tónleikar. 20,30 íslénzkar hafrannsóknir; III. erindi: Plöntu svif (Þórunn Þórðardóttir fiski- fræðingur). 20,55 Islenzk tónlist- arkynning: Verk eftir Victor Ur- bancic. — Flytjendur: Elsa Sig- fúss, Else Miihl, Ingibjörg Stein- grímsdóttir, Þjóðleikhúskórinn og höfundurinn. Fritz Weisshappel undirbýr tónlistarkynninguna. — 21.30 Útvarpssagan: „Gerpla“ eft ir Halldór Kiljan Laxness; XXII. (Höfundur les). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — Kvæði kvöldsins. 22.10 Upplestur: Sigriður Einars frá Munaðamesi les úr ljóðaðbók sinni: „Milli lækjar og ár“. 22,25 Sinfónískir tónleikar (plötur). — 23.10 Dagskrárlok. Föstudagur 1. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18.30 Framburðarkennsla í frönsku. 18,50 Létt lög. 19,10 Þing fréttir. — Tónleikar. 20,30 Daglegt mál (Arnór Sigurjónsson ritstj.). 20,35 Erindi: Úr starfssögu lög- reglunnar (Guðlaugur Jónsson lögreglumaður). 21,00 Dagskrá Sambands bindindisfélaga í skól- um: a) Ávarp (Hörður Gunnars- son formaður sambandsins). b) Viðtal við íþróttamann ársins 1956, , Vilhjálm Einarsson. c) Spurningakeppni milli Flensborg- arskóla í Hafnarfirði og Gagn fræðaskóla Vesturbæjar í Rvík. d) Þáttur frá Samvinnuskólanum. — 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — Kvæði kvöldsins. 22,10 Erindi: Andvökunótt voldugs konungs (Pétur Sigurðsson, erindreki). 22.30 Tónleikar: Björn R. Einars- son kynnir djassplötur. — 23.10 Dagskrárlok. gömlu Holden í Postulínsbúðinni og hún mundi strax eftir henni. Þetta var sérstök pöntun. Hún fann bækurnar sínar og sýndi mér. Amma ykkar keypti hana fyrir þrjátíu árum, áður en baðher- bergjunum var fjölgað í húsinu. — En hvað snertir þetta íkveikj una? spurði Carol og vissi hvorki upp né niður. — Eg fæ ekki séð.. — Bara það, að það hafði verið benzín í krukkunni, sagði Floyd. — Eldurinn var kveiktur með ben- zíni, sem hellt var úr þessari krukku. — Nú var dauðaþögn. Dane reyndi að athuga öll andlitin og gat ekki séð, hvort svipur þeirra bar fremur vott um undrun eða ótta. En öllum brá þeim. Og það mátti næstum segja, að sektarsvip- ur væri á þeim öllum. — Auðvitað verðið þér að sanna að krukkan hafi komið héðan úr húsinu, sagði hann rólega. Svona hluti er hægt að gefa eða fleygja þeim. Og ef það, sem könnunni til- heyrir, er ekki hér. ... — Þið getið sparað ykkur allt ómak, sagði Carol, og röddin var hljómlaus og sviplaus. — Kannan hefur verið uppi á háa lofti árum saman. Eg sá hana þar sjálf fyr- ir nokkrum dögum. Þið getið gáð þar upp ef þið viljið. Einhver stúlkan getur vísað ykkur þangað. Floyd kinkaði kolli og Mason gekk út. Enginn sagði orð. Floyd stakk fangamarksstafnum í vasa sinn og leit á Carol. Bíllínn yðar var á stígnum í nótt, sagði hann. — Eg sá hann þar þegar við vorum að slökkva. Hún kinkaði kolli. — Já, það er svo langt í skúr- inn. Eg hef skilið hann þarna eft- ir á nóttunni. Veðrið hefur verið gott. — Já, og líka til þess að kveikja í. Hafið þið nokkra gúmmíslöngu hérna? — Það er víst nóg af þeim í verkfæraskúrnum. — Ég á við mjóa slöngu. Hún reyndi að hugsa sig um. — Ég býst við, að hún sé einhvers staðar til. Hún er notuð t.d. við hárþvott. Við skiljum þess háttar venjulega eftir hér yfir veturinn. En til hvers ætti að nota hana? — Til þess að tappa benzín af bíl. Það er ekki hægt að gera það með því að skrúfa krana, eins og þér vitið, heldur verður að nota slöngu. Röddin var nú orðin mild- ari og næstum afsakandi. — Hafið þér saknað nokkurs benzíns af bílnum í dag? Þessi kanna tekur talsvert. — Eg hef ekki tekið eftir því, svaraði hún, og síðan varð þögn. Nú heyrðist glamra í leirtaui við dyrnar og Jim Mason kom inn. Hann bar heilmikið af þykku postulíni, þvottaskál, sápuskál, tannburstakrukku o. s. frv., og svipur hans var sigri hrósandi, er hann setti allt þetta dót á borðið. — Það er eitt stykki ennþá þama uppi, sagði hann, — en ég kom ekki með það, sagði hann og þurrkaði sér í framan með rykugri hendinni. ■— Það eru dömur við- staddar, og ég býst líka við, að þetta nægi. Enginn mótmælti því, að svo væri. Það var sýnilegt, að kannan tilheyrði þessum stykkjum, aðeins hafði hún verið þurrkuð, og svip- urinn á Floyd var órólegur, er hann leit á Carol. * . — Jæja, sagði hann, og röddin var enn mild, — hvers vegna fáluð þér fötin af þessari stúlku og kveiktuð í brekkunni, ungfrú Carol? Hvem eruð þér að reyna að vemda? 13. Einni eða tveim klukkustundum síðar fór Dane úr húsinu, og eins Floyd og Mason, sem bar postulín- ið og setti það varlega í bíl hús- bónda síns.. Floyd var óánægður á svipinn. Spurningar hans höfðu engan árangur borið. Carol hafði aðeins orðið eins og hálfringluð, en það var líka allt og sumt. — Eg veit það ekki, sagði hún aftur og aftur. — Jú, ég gekk með Dane majór yfir brekkuna, en mér datt aldrei í hug að kveikja- í henni. Til hvers hefði ég líka átt að gera það? Fólk var þegar farið að koma í heimsóknir. Það hafði frétzt, að Greg væri kominn og sumargest- irnir komu, hóþum saman, til þess að sjá hina heimkomnu hetju. Auð vitað jafnframt til þess að1 sjá brenndu brekkuna og koma með nýjar getgátur um morðið. Lögreglustjórinn hafði forðað sér eins fljótt og hann gat, með þvottakönnuna í umbúðum og að- stoðarmann sinn á eftir sér. Og Dane hafði ekki annað getað en dáðst að systkinunum þrem. Það var ekki að spyrja að höfðingja- blóðinu, hugsaði hann. Þau létu þarna öll eins og ekkert væri um að vera: Elinor skenkti te, Carol sá um, að karlmennirnir — og flestar konumar — hefðu eitthvað í glösunum, og Greg var hinn kát- asti; vildi sem minnst gera úr hetjudáðum sínum og baðst afsök unar á útganginum á sér. Dane tafði ekki lengi eftir að Floyd var farinn. Vatnskannan virtist örugg bending í málinu og Carol hafði vitað um fangamarks- stafinn, sem hann hafði fundið í brekkunni. En svo datt honum líka í hug, sér til gremju, að hún hafði verið jafnrugluð og sek á svipinn eins og saklaust fólk er oft, þeg- ar svona stendur á. Ný sending Síbdegiskjólar Kvöldkjólar MARKAÐURINN Hafnarstræti 5. 3.—14. marz 1957 Kaupsfefnan í Leipzig 40 lönd sýna vörur og vélar á 800,000 ferm. sýningarsvæði. Umboðsmenn: Kaupstef nan—Reyk j avík, Laugavegi 18 og Pósthússtræti 13. Símar: 1576 og 2564. i£!PZIGER Mf SSEAMI lllWIG C 1: ^HHIRSTHÁS SÍ Jf Höfum fil sölu góða 3ja herbergja íbúð á hæð, ásamt herbergi í kjallara í Vesturbæ, hitaveita. Fasteigna-og lögfræðiskrifstofan Hafnarstræti 8 — Sími 81115 eða 5054. M A R K Ú S Eftir Ed Dodd 1) Hinn grimmi jörfi hefur brotizt inn í veiðihús Jonna við Eldvatn. 2) Skaðræðisdýrið veldur skemmdum á veiðitækjum Jonna og því næst fer það í veiöiboga hans og eyðileggur bráðina i þeim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.