Morgunblaðið - 31.01.1957, Side 16

Morgunblaðið - 31.01.1957, Side 16
Veðrið Allhvass eða hvass suð-austan, él Sjá bls. 11. Vegna ófærðariissiár var ekki h að koasa til hjálpar er bærinsi brann Víðines á KJalamesi brann í gærkvoBdi BÝLK) Víðines á Kjalamesi þar sem Birgir Halldórsson söngvari hóf myndarlegan búskap fyrir nokkrum árum, brann í gær- kvöldi, án þess að nokkuð yrði að gert vegna ófærðar. Selfoss hefur undanfarna daga verið meira í fréttum blaðanna en nokkur annar staður og eru ástæðurnar augljósar. Þar er sem kunnugt er liið mikla Mjólkurbú Flóamanna, þó reyndar sjáist það ekki á þessari mynd, sem tekin var úr flugvél í fyrradag af nokkrum hluta þessa ört vaxandi kauptúns. Mjólkurbú Flóamanna er miðstöð ailrar mjólkurframleiðslu Suðurlandsundirlendisins og berist ekki nægjanleg mjólk þaðan, þá verður það óhjákvæmileg ráð- stöfun að taka upp stranga skömmtun mjólkur. Ljósm. Mbl. Ól.K.M. AUor samgöngur í bænum kom- ust ú ringulreið í stórhriðininni Það mun hafa verið um kl. 7,30, sem eldurinn kom upp. Þá var enn hríð þar efra og hvassviðri. — Hringt var eftir hjálp til Álafoss, þar sem slökkvitæki eru jafnan til reiðu ef út af ber. Þá var og hringt til Reykjavíkur. En svo mikil ófærð var að ekki var viðlit að senda bíla af stað. Þá var um það rætt að reyna að fá dráttarbátinn Magna til hjálpar. En brátt kom í ljós að það myndi verða svo tímá- frekt að komast þangað á hon- um með nauðsynleg tæki, að slíkt myndi ekki koma að gagni. En nágrannar komu til hjálp- «r og frá Álafoss-byggð var send jarðýta af stað, en leiðin var, SVO mikil var ófærðin í gær- kvöldi urn klukkan 5, hér í bænum að sjúkrabíll er sækja átti konu inn í Bústaðahverfi, varð frá að snúa. Annar bíll varð að fara ótal króka og að lokum gegnum skrúðgarð Landsspital- ans, til þess að koma konu í fæð- ingardeildina, — en allt fór vel. Það var um kl. 5 síðdegis í gær er einn versti bylur dagsins gekk yfir, að beðið var um sjúkrabíl inn í Laugarneshverfi vegna sængurkonu. Það var ekki greiðfært þangað inn eftir frekar en um önnur úthverfi og margt til þess að tefja’för sjúkrabílsins. En með því að fara ótal króka, sagði Filippus Bjarnason varð- stjóri, tókst brunavörðunum að komast að húsi því, er konan á heima í. Nágrannar konunnar komu nú til hjálpar með skóflur til þess að hægt yrði að koma Á leið til Reykja- víkur í gærkvöldi MEÐ sinni ódrepandi þraut- seigju ætluðu vegagerðarmenn á snjóýtum og snjóplógum að ryðja mjólkurbilalest að austan, veginn til Reykjavíkur í nótt. Eru mjólkurbílarnir með 41.000 lítra mjólkur, og voru þeir í Krísu- vík um klukkan 10 í gærkvöldi. Þá voru snjóplógar suður á Keflavíkurvegi, en þar voru t.d. þrír áætlunarbílar, sem tepptust í hríðinni síðdegis í gær. Voru þetta vagnar frá Steindóri og 1 þeim um 100 manns. Hafði einn bílstjórinn gengið allt niður að Hábæ til að ná í síma og var hann um hálfa aðra klukkustund á leiðinni í stórhríð og ófærð. Var svo snjóplógur sendur vögnunum til hjálpar og var hann kominn með þá í Kúagerði klukkan 10 í gærkvöldi, en ekki var vitað hvenær vagnarnir kæmust til bæjarins. Fólkinu leið öllu vel í vögnunum, sem eru eins og all- ir vita, hinir þægilegustu. í gær var ófært um Mosfells- sveitina og eins um Kjalarnesið. sem fyrr segir, mjög seinfarin og ýtan hægfara. Fólkið sem kom til hjálpar er fallegt bæjarhúsið að Viðinesi stóð í björtu báli, hafði ekkert nema fötur og snjó til þess að verja gripahúsin. Það mun hafa tekizt að verja þau að mestu eða öllu leyti frá verulegu tjóni. Birgir Halldórsson og kona hans, sem voru heima með þrjú barna sinna, misstu allt sem þau áttu, því engu varð bjargað úr húsinu, sem var steinsteypt, en innréttingar allar úr timbri. Fregnir af bruna þessum voru ekki öllu ýtarlegri en þetta seint í gærkvöldi, enda mjög slæmt símasamband frá Brúarlandi til næstu bæja. Var t. d. ekki vitað með vissu hver eldsupptök hafi verið. En um kl. 9.30 var íbúðar- sjúkrabílnum sem næst húsinu, en úti var stórhríð. Ferðin í bæinn gekk mjög sæmilega. En þegar kom að Landsspítala-hliðinu, en það er mjög þröngt og steinstólpar beggja vegna, sat þar fastur læknisbíl, svo að sjúkrabíllinn varð frá að hverfa. Var þá ekið inn á spítalalóðina, frá Eiriks- götu, síðan niður fyrir Lands- spítalann og eftir gangstígnum, sem liggur gegnum skrúðgarð spítalans, að fæðingardeild- inni, — og þangað var komið nógu snemma, en eiíki mátti þó öllu tæpara standa. Um fimmleytið varð sjúkrabíll frá að snúa á mótum Bústaða- vegar og Hafnarfjarðarvegar. Var þar röð af bílum föst m. a. strætisvagn. Fyrir aftan sjúkra- bílinn festust svo fleiri bílar og var hann klukkustund í þessari ferð. í gærkvöldi um klukkan 6.30, en þá var „síðdegisbylur- inn“ um garð genginn — og kom- in allt að því hláka, voru bruna- verðir að leggja á ný upp í leið- angur í Bústaðahverfi að sækja konuna, sem fyrr er getið. ★ f gærkvöldi voru komnar ýtur og verkfæri á Landsspítalalóð- ina til þess að ryðja hana og losa læknisbílinn, sem sat í hlið- inu. 5 met sett Á sundmeistaramóti Reykja- víkur, sem fram fór í Sund- höllinni í gærkvöldi voru sett 5 ný met, 2 íslandsmet og 3 unglingamet. Ágústa Þorsteinsdóttir, Á, setti íslandsmet í 100 m skrið- sundi, synti á 1:09,3 og það er að sjálfsögðu jafnframt ungl- ingamet. Eidra metið, 1:09,5, átti hún einnig. Guðmundur Gíslason, ÍR, setti íslandsmet í 100 m bak- sundi, 1:13,6 mín. Það er einnig unglingamet, því Guðmundur er enn í þeirra hópi. Gamla metið átti Jón Árnason, Akra- nesi, og var það 1:14,3. Guð- mundur setti og unglingamet í 400 m skriðsundi, synti á 5:18,3 mín. húsið að Víðinesi hrunið að mestu. Þá var Birgir þar ásamt sveitungum sínum í kafófærð við að safna saman skepnunum, kúm, hestum og kindum, sem öllum var hleypt út er óttazt var að eldurinn myndi einnig eyði- leggja útihúsin. Það var ekki vitað hvort trygg- ing hafi verið há á Víðinesi, en allt um það, er tjón Birgis bónda Halldórssonar mjög mikið. Hann hefur rekið gott bú að Víðinesi frá því hann keypti jörðina og hóf þar búskap og var bæjar- húsið nýlegt. Vill banna ferðir MEIÐ áframhaldandi ófærð og hríðum dag eftir dag mun ekki verða hjá því komizt að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að minni bílar fari ekki út úr bænum, sagði Sigurður Stein- dórsson fulltrúi, í samtali við Mbl. í gær. Vagnar, sem halda uppi nauðsynlegum samgöngum í almenningsþágu verða þegar ófærð er svona mikil, að ekkert má út af bera, að hafa aigjöran forgangsrétt á leiðunum hér utan við bæinn. — Það eru fyrst og fremst litlu vagnamir sem valda stöðvun stærri vagnanna. Það kemur aftur niður á farþegunum, sem stundum verða að bíða tím- unum saman í vögnunum. Unglinga leitað f GÆRKVÖLDI var lýst í út- varinu eftir 13 ára stúlku og 14 ára dreng. LÖgreglan skýrði Mbl. svo frá í gærkvöldi að ekki væri ástæða til þess að óttast um krakkana. Hér væri um að ræða ástfangna unglinga, sem ekki hefðu komið heim til sín frá því á þriðjudag. Um hádegisbilið þann dag hafði telpan farið að heiman frá sér. í fyrrakvöld kl. 11 höfðu þau verið saman á ferð hér í bænum \>g í gærdag um klukkan 11 árdegis -komu þau í hús eitt, en síðan hafa ekki bor- izt fregnir af hjúunum. Hér er um að ræða skólasystkin. f gærkvöldi höfðu lögreglunni borizt fregnir af börnunum, en þau höfðu sézt hingað og þangað um bæinn síðdegis i gær. Var á- stæðan til þessa brotthlaups barnanna talinn uppreisnarhugur gegn aðstandendum þeirra. Lög- reglan var að hefja skipulega leit er síðast fréttist. HAFNARFIRÐI — í gær urðu einar mestu umferðartruflanir, sem komið hafa um margra ára skeið á Hafnarfjarðarveginum. Klukkan var rúmlega 3 í gærdag, þegar skall á stórhríð, svo að vart sá út úr augum. Urðu bílar svo tugum skipti fastir í sköflum á leiðinni, og aðrir urðu að nema Mikil snjókoma — vegir spillasl ÞÚFUM, 30. jan. — Undanfarna daga hefur verið mikil snjókoma af suðvestan. Kominn er mikill snjór, en þó eru hagar, þegar veður leyfir. Síðan bryggjan á Arngerðar- eyri skemmdist hefur Djúpbátur- inn ekki getað afgreitt sig þar. Vegir á landi hafa og spillzt við snjókomuna. —P. P. HANN er að skella á með stór- hríð, sagði maður nokkur í Austurstræti í gærdag um kl. 3, er hríðarbyl gerði. Maðurinn hafði á réttu að standa, því fyrr en varði var komin 'stórhríð, sem olli miklum truflunum hér í bæn- um. Segja má, að klukkan 3.30 hafi strætisvagnarnir „fallið út úr“ áætlun sinni hver af öðrum á öllum leiðum, innanbæjar og utan og var fullkomin ringulreið ríkjandi almennt í farþegaflutn- ingum hér í bænum milli klukk- an 3.30 og 7 í gærkv. Lokuðust þá margar götur og vegir, svo að strætisvagnarnir komust margir staðar sökum dimmviðris. Hvessti þá líka allmjög og skóf í skafla. Einna verst varð færðin á Arn- arneshæðinni og báðum megin hennar, og festust bílar þar unn- vörpum. Til dæmis komst strætis- vagn, sem lagði af stað frá Reykja vík laust fyrir kl. 4, ekki til Hafn- arfjarðar fyrr en á áttunda tím- -anum í gærkvöldi. Vagninn var fullur af fólki, sem tók biðinni með hinni mestu ró og varð ekki meint af. Var hann lengst af timanum tepptur á Arnarnesháls- inum. Klukkan var um 7 þegar rofaði til og heflar og ýtur gátu tekið til starfa þar, sem verst var. Unnið var látlaust i allt gær- kvöld við að hreinsa leiðina, en þó var færð allþung á fyrrnefnd- um stöðum. Bilar, sem sátu fast- ir í sköflum töfðu og mjög fyrir, en ekki var gerlegt í gærkvöldi að fjarlægja alla þá bíia, sem festust. —G. E. hverjir ekki á leiðarenda. Auk þess urðu margir vagnar að fara krókaleiðir. Af þessu hlutust sem fyrr segir mikil vandræði. Milli klukkan 6 og 7 var gífurlegur mannfjöldi á Lækjartorgi. Kon- ur voru þar með ung börn sín í hríðinni, skólafólk, og menn á heimleið úr vinnu. Mun margt af þessu fólki hafa verið yfir 2 klst. að komast heim til sín úr bæn- um. — En þegar stórhríðinni slotaði um kl. 6.30, fór smám saman að komast lag á ferðir vagnanna. Nokkrir þeirra höfðu orðið fastir og þurfti kranabíl frá Vöku til þess að ná vögnunum upp. í gærkvöldi kl. 10 mátti heita að á öllum helztu leiðunum hafi vagnarnir gengið vandræðalaust. Lögbergsvagn komst þó ekki nema upp að Selási, Seltjarnar- nesvagn að Kolbeinsstöðum og Blesugrófarvagn að Skeiðvell- inum. Með hverjum deginum sem líð- ur versnar færðin og má nú ekk- ert út af bera, eins og sjá má af þessari frétt, að ekki komist full- komin ringulreið á mannflutn- inga hér í Reykjavík, en slíks eru afar fá dæmi, allt frá því að strætisvagnarnir komu fyrst til sögunnar. Laxneis veðurieppfur í gærkvöldi í GÆRKVÖLDI um kl. 8 urðu farþegar í áætlunarbíl Mosfells- sveitar að yfirgefa bílinn skammt frá Lágafelli. Varð bíllinn þar fastur, eftir að hafa verið um 3 V2 klst. á leiðinni frá Brúarlandi. Leituðu farþegar skjóls á ýms- um bæjum. Meðal farþega var Halldór Kiljan Laxness rithöf- undur. Sjúkrabíllinn varð að fara gegnum garð spífalans 3 klst. til Hafnarfjarðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.