Morgunblaðið - 08.02.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.02.1957, Blaðsíða 3
Föstudagur P. febmar 1957 MORCUNBLAÐ1Ð 3 — Umræðurnar á Framh. af bls. 1. Þetta er það, sem bókað hefur verið af því, sem gerðist í kjör- bréfanefnd, og hefur þar raunar ýmislegt fleira á góma borið er ég skal ekki rekja hér. SKILABOÐ HERMANNS Ég vil fyrst taka fram, út af því, sem hv. nefndarformaður, þm. N-Þ., Gísli Guðmundsson, hefur eftir hæstv. forsrh., Her- manni Jónassyni, að það eigi í dag að leggja fram frv. um breyt- ingar á lögum um kosningar til Aþ., sem m. a. snerti þetta mál, og mundi, að því er formanni skildist, ef að lögum verður, fela í sér úrskurð Alþ. um það. Ég óskaði eftir því í morgun, að n. fengi að sjá þetta frv., en þeirri beiðni var ekki sinnt. Ég játa hins vegar, að ég gekk ekki mjög ríkt eftir því, vegna þess að það er mikil nýlunda og fá- heyrt, ef lagafrumvarp sett nú ætti að geta skorið úr um það, hver var löglega kosinn til Alþ. við kosningar sem fóru fram í júní s. 1. Þá fer nú sannast sagt skörin að færast upp í bekkinn, ef Al- þingi 1957 ætlar að fara að setja lög um það, hverjir eru rétt kjörnir við kosningar, sem fóru fram fyrir nær ári síðan. Og er þetta þó, svo fjarlægt sem það er, lítið óskynsamlegra heldur en að halda, að það geti komið til greina eða álita, að kjörstjórn hafi heimild til þess að taka til álita eða afskipta breytingar á listum, sem gerðar eru eftir kjör- dag. ÁSTANDIÐ Á KJÖRDEGI SKER ÚR Vitanlega eru það kjósendur, sem skera úr um það, hver er kosinn til Alþingis. Það, sem yfirkjörstjórn á að gera, er ein- ungis að staðreyna dóm kjósend- anna, eins og hann var felldur á kjördegi. Og þá verður að miða við frambjóðendur og lista, eins og þeir voru á kjördegi, en ekki neinar breytingar, sem gerðar eru á listunum eftir kjördag. Enda gefur auga leið og þarf ekki um það að ræða, að það hefði auð vitað orðið til þess að breyta mjög útiliti listans í Reykjavík og þar með væntanlegri afstöðu fjölda kjósenda, ef ungfrú Rannveig Þorsteinsdóttir hefði ekki átt sæti á listanum. Ég þori að full- yrða, að slíkt hefði aldrei fyrr komið til álita, að það geti skipt máli, þó að eitthvað hafi gerzt í. þessu millibili, á þeim dögum, sem liðið hafa frá kjördegi til úrskurðar kjörstjórnar. Enda sjáum við nú þegar af þeirri tilkynningu, sem hv. þm. N-Þ. las upp fyrir hönd forsrh. í morgun, í hvílíkar öfgar og ógöngur menn komast, ef þessi háttur er á hafður, ef nú er ætl- unin með löggjöf, sem I fyrsta lagi er sett í febr. 1957, að skera úr um það, hverjir séu löglega kosnir á þing 1956. OF LANGT GENGID Ég skal ekki blanda öðrum málum inn í þetta. En er þá ekki alveg óþarft héð- an í frá, að vera að hafa alþing- iskosningar? Getur ekki þingið úrskurðað, að allt aðrir menn séu kosnir heldur en aumingja kjós- endurnir voru að burðast við að kosinn var, við rekum þann fyrri heim, og tökum þann nýja inn? Ymislegt geta menn nú gert, en í svona fjarstæður hélt ég sannast sagt, að menn i lýðræðis- þjóðfélagi mundu aldrei leggja. Og ég segi þessum hv. þingmönn- um og hæstv. ríkisstjórn, sem slíkt hefur í huga, að þeir herrar eru nú þegar búnir að níðast nóg á réttlæti og sanngirni til þess, að þeir ættu að hugsa sig vand- lega um áður en þeir gengju lengra á þá braut heldur en þeir eru búnir að gera. En ósárt er mér um það, að þeir opinberi ennþá betur heldur en orðið er rangsleitni sína og full- komna valdhyggju. UPPHAF ÁKVÆÐANNA UM VARAMENN Ákvæðin í núgildandi stjórnar- skrá um varamenn fyrir suma þingmenn, en ekki alla, eiga ræt- ur sínar að rekja til stjórnskip- unarlaga nr. 12, 19. júní 1915. í 8. gr. þeirra sagði: „Óhlutbundnum kosningum í sérstökum kjördæmum skulu kosnir 34 alþingismenn, en sex hlutbundnum kosningum um landið allt í einu lagi“. Og í síðustu mgr. 9. greinar þessara stjórnskipunarlaga sagði: „Deyi þingmaður, kosinn óhlut- bundinni kosningu, meðan á kjör- tímanum stendur, eða fari frá, þá skal kjósa þingmann í stað hans fyrir það sem eftir er kjörtímans. Verði á sama hátt autt sæti þing- manns, kosins hlutbundinni kosn- ingu, tekur sæti hans varamað- ur sá, er í hlut á, en varamenn skulu vera jafnmargir og þing- menn, kosnir hlutbundnum kosn- ingum, enda kosnir á sama hátt og samtímis". Með stjórnarskrá nr. 9, 18. maí 1920 verður á þessu sú megin- breyting, að heimilað er, að með lögum megi ákveða, að þingmenn Reykjavíkur skuli kosnir hlut- bundnum kosningum, og segir um þetta í 3. og 4. mgr. 26. gr. stjórn- arskrárinnar frá 1920 svo: „Óhlutbundnum kosningum í sérstökum kjördæmum skulu kosnir 34 þingmenn, en 6 hlut- bundnum kosningum um land allt í einu lagi. Með lögum má ákveða, að þing menn Reykjavíkurkaupstaðar skuli kosnir hlutbundnum kosn- ingum og gilda þá um kjörgengi og kosningarétt sömu reglur sem við óhlutbundnar kosningar“. í 28. gr. sömu stjórnarskrár segir því næst: „Deyi þingmaður kosinn í sér- stöku kjördæmi, á kjörtímanum, eða fari frá, þá skal kjósa þing- mann í hans stað fyrir það, sem eftir er kjörtímans. Verði á sama hátt autt sæti þingmanns, kos- ins hluttbundinni kosningu um land allt, tekur sæti hans vara- maður sá, er í hlut á, en vara- menn skulu kosnir jafnmargir og þingmenn, kosnir hlutbundnum kosningum um land allt, enda kosnir á sama hátt og samtímis. Sama er og, ef þingmaður, kos- inn hlutbundinni kosningu um land allt, forfallast svo, að hann getur ekki setið á einhverju þingi, livort er reglulegt þing eða auka- þing, eða það, sem eftir er af því þingi.“ SÖMU REGLUR UM VARA- ÞINGMENN REYKJAVKUR OG LANDSKJÖRIt) ÁÐUR Þessi ákvæði giltu svo til 1934. þá voru sett stjórnskipunarlög nr. 22, 24. marz, og þau gera í 3. gr. þá breytingu, að 28. gr. stjórn arskrárinnar er alveg felld nið- ur, og þau ákvæði hennar, sem þörf þótti á, að væru £ sjálfri stjórnarskránni, voru felld inn I 26. gr. hennar. Samkv. 1. gr. stjórnskipunarlaga 1934 skal — 26. gr. stjórnarskrárinnar hljóð ar svo: „Á Alþingi eiga sæti allt að 49 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegum kosningum, þar af a) 32 í einmennings- og tví- menningskjördæmum þeim sem nú eru. Kosning þeirra er óhlutbundin. Skipta má tvímenningskjördæmum með lögum. Deyi þingmaður, kosinn í þessum kjördæmum, á kjörtímanum, eða fari frá, þá skal kjósa þingmann í hans stað fyrir það, sem eftir er kjörtímans. b) 6 í Reykjavík. Kosning þeirra er hlutbundin. Jafn- margir varamenn skulu Alþingi kosnir samtímis og á sama hátt. c) Allt að 11 þingmenn til jöfnunar milli þingflokka. Jafnmargir varamenn skulu kosnir jöfnunarþing- sætum samtímis og á sama hátt“. ÁKVÆÐIN FRÁ 1942 GILDA ENN Þessu er svo enn breytt með stjórnskipunarlögum nr. 78, 1. sept. 1942, en þar segir í 1. grein: „26. grein stjórnarskrárinnar skal hljóða þannig:“ — og þau ákvæði eru ennþá orðrétt í gildi „Á Alþingi eiga sæti allt að 52 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegum kosningum, þar af a) 8 þingmenn í Reykjavík. Kosning þeirra er hlut- bundin. Jafnmargir vara- menn skulu kosnir sam- tímis og á sama hátt. b) 6 þingmenn í þessum kaup- stöðum, einn fyrir hvern kaupstað: Hafnarfirði, ísa- firði, Siglufirði, Akureyri, Seyðisfirði og Vestmanna- eyjum. c) 27 þingmenn í þeim ein- mennings- og tvímennings- kjördæmum, sem nú eru, öðrum en kaupstöðum. Skal kosning vera hlut-i | bundin í tvímenningskjör- dæmum, og jafnmargir varamenn kosnir samtímis og á sama hátt. Deyi þingmaður, kosinn í einmenningskjördæmum, eða fari frá á kjörtíman- um, þá skal kjósa þing- mann í hans stað fyrir það, sem eftir er kjörtímans. d) Allt að 11 þingmenn til jöfnunar milli þingflokka“. — Og svo felli ég úr atriði, sem ekki skipta máli —. „Jafnmargir varamenn skulu kosnir jöfnunarþingsætum samtímis og á sama hátt“. — Felli einnig úr ákvæði varð- andi fjögurra ára kjörtíma- bil. Eins og ég sagði, þá eru þessi ákvæði tekin orðrétt upp í lýð- veldisstjórnarskrána frá 1944 og eru þess vegna enn í gildi. ÓTVÍRÆ® ÁKVÆÐI Af þessu yfirliti er ljóst að á- kvæðin um tölu varamanna eru alveg ótvíræð. Þeir hafa frá upp- hafi átt að vera jafnmargir og aðalmenn. Þegar af þeirri ástæðu skiptir engu máli að rekja reglur kosningalaganna um þessi efni, því að alviðurkennt er, að kosn- ingalög geta ekki breytt ótvíræð- um ákvæðum stjórnarskrárinnar. Hitt er svo annað mál, að það er ekkert ósamræmi á milli kosn- ingalaganna og stjórnarskrárinn- ar. Einungis hitt, að það er óþarfi að rekja ákv. vegna þess að stjórnarskráin sker skýrt úr og þá verða ákvæði hennar að standa. AUKAKOSNINGAR í REYKJAVÍK Sérstaklega er athyglisvert, að þó að Reykjavík fengi þm; kosna hlutbundnum kosningum strax 1921, samkv. heimild., sem gef- in var í stjórnarskránni frá 1920, þá var það ekki fyrr en með stjórnarskrárbreytingunni 1934, að hún fengi varamenn. Þess vegna þurfti a.m.k. tvisvar, svo að ég muni, að hafa aukakosningu í Reykjavík. 1926, þegar tveir þm. Reykjavíkur, Jón Þorláksson og Jón Baldvinsson, voru kosnir I landkjöri, þá þurfti að kjósa upp í Reykjavík um haustið og voru þá hér kosnir þeir Jón Ólafsson og Héðinn Valdimarsson. Eins var kosið upp 1932, þegar Einar Arn- órsson gerðist hæstaréttardómari. Þá var í fyrsta skipti kosinn þing- maður Reykjavíkur, Pétur heit- inn Halldórsson. Engir varamenn voru hér fyrir hendi, og það datt engum í hug, að leifilegt væri að fara neðar á listana og taka þá sem þar stóðu. Vel var hugsanlegt J t.d. íhaldsflokkurinn, sem þá var, hlutföll í Reykjavík yrðu slík, að t.d. íhaldsflokkurinn, sem þá var, fengi báða mennina kosna, en skylda var að kjósa og það fór á þann veg, að kosinn var sinn frá hvorum höfuðflokki. Eins var 1932. Það var engir.n, sem gat sagt fyrir, að frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins yrði kosinn. Segja hefði mátt, að eftir sanngirni, þá hefði frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins átt af sjálfu sér að koma inn í staðinn fyrir Einar Arnórsson og ekki hætta á það að kosið yrði. Slíkt datt eng- um í hug. Varamenn voru ekki til fyrir Reykjavík og þá varð að kjósa upp. FORDÆMH) FRÁ ANDLÁTI JÓNS MAGNÚSSONAR Við höfum og fordæmi, sem er ennþá skýrara í þessu efni, og það er einnig frá 1926. Þá stóð þannig á, að einn landskjörinn þingmað- ur var Jón Magnússon, þáverandi forsætisráðherra, og hafði verið kosinn á lista við framboð 1922. Hann var kosinn sem aðalmaður. Varamaður hans var Sigurður heitinn Sigurðsson, búfræðingur, fyrrv. þingmaður Árnesinga. — Jón var aðalmaðurinn, Sigurður varamaður. Þriðji maður á list- anum var Sveinn Benediktsson, hreppstjóri á Fáskrúðsfirði. Jón Magnússon verður bráð- kvaddur um mitt sumar 1926. — Sigurður Sigurðsson er dáinn nokkrum mánuðum áður. íhaldið fór þá með völd, og um svipað leyti fóru fram almennar kosn- ingar til landskjörs, þar sem ég bygg, að ég muni það rétt, að andstöðuflokkar íhaldsflokksins, höfðu samanlagt meira fylgi held ur en hann. Það var því viss áhætta fyrir íhaldsflokkinn að leggja út í kosningar og hefði getað verið viss freisting að segja: Við tökum bara þriðja manninn á listanum inn, Svein Benediktsson. Hann er lifandi og á að koma þarna inn af sjálfu sér. Slíkt datt engum í hug. í lögum stóð: varamenn þingmanna eru jafnmargir aðalþingmönnum, og var boðað til kosninga og þær fóru fram um haustið, að vísu enduðu þær eins og menn muna, þeir eldri, á þann veg að Jónas Kristjánsson læknir var kosinn, en samfylking Alþýðu'flokksins og Framsóknarflokksins fékk færri atkv. LÖGSKÝRING ÁKA Nú mætti segja: Hvað líður þá lögskýringu þeirri, sem hv. þing- maður Siglfirðinga var með hér áðan, að vegna þess, að það segir einungis um þá þingmenn, sem engan varaþingmann hafa, að kjósa eigi ef þeir deyja eða fara frá — var þá heimilt skv. henni að fara að eins og gert var 1926? En ákvæðin varðandi þetta atriði eru nákvæmlega eins í dag og þau voru þá. Engum kom annað til hugar heldur en úr því, að þessi eini varamaður var einnig d^jnn, þá yrði að viðhafa þá aðferð að kjósa upp aftur, og datt engum í hug sú mjög frumlega lögskýr- ing, að af þeim sökum yrði að hafa þann hátt á að láta engan þingmann koma inn. Um þetta liggur fyrir alveg ó- tvírætt fordæmi, sem ómögulegt er að komast fram hjá. Ég segi það til afsökunar þeim þingmönnum, sem nú hafa verið með ráðagerðir um annað, að ég er sannfærður um, að þeir hafa ekki athugað nógu vel þau laga- ákvæði, sem hér eru fyrir hendi, né þau fordæmi sem til eru, enda kom það glögglega fram á kjör- bréfanefndarfundinum í morgun, að þeir höfðu ekki gert það. Og þrátt fyrir mjög takmarkað traust til þeirra margra, þá ber ég samt það traust til þeirra, að þeir, eftir íhugun málsins verði hikandi í að taka þessa ákvörðun. Ég spyr: Er nokkrum gert rangt með því að fara svona að? ER NOKKRUM GERT RANGT TIL? í fyrsta lagi hefur Haraldur Guðmundsson ennþá ekki sagt af sér, þannig að Alþýðuflokkurinn er ekki sviptur neinum þing- manni, þó að Haraldur Guð- mundsson verði af þessum sökum að halda áfram þeirri þing- mennsku, sem hann var kosinn til á sl. sumri og sannarlega átti ekki lítinn þátt í því að fylgi Al- þýðuflokksins varð þó ekki minna en það reyndist hér í bæn- um. Haraldur Guðmundsson og Alþýðuflokkurinn hafa það þann ig í hendi sér að halda þessum að mörgu leyti mjög prýðilega manni áfram sem þingmanni. En ef þeir kjósa ekki þann kost, þá geta þeir engum öðrum en sjálfum sér um kennt. Ég trúi því ekki, að afsögn ung- frú Ram,, eigar Þorsteinsdóttur Frh. á bls. 15. Fulltruar nálægrí »turlanda hrifnir af tillögum uZw enhowers Washington, 7. febrúar. Einkaskeyti frá Reuter. ★ Um þessar mundir dveljast samtimis í höfuðborg Bandarikj- anna, Saud konungur Arabíu, Abdul lllah krónpnns íraks og Charles Malik utanríkisráðherra Libanons og eru þeir allir komn- ir í boði Bandarikjastjórnar til Gilfersmótið : 4 skákmenn vora taplaasir Á Gilfersmótinu sem nú stend- ur yfir og 58 þátttakendur eru í, eru nú aðeins 4 menn taplausir. Eru þeir með 3 vinninga að 3 umferðum loknum. Þessir 4 menn eru: Ingi R. Jóhannsson, Hermann Pilnik, Áki Pétursson og Þórir Ólafsson. - í gærkvöldi átti að fara fram 4. umferð og mætast þá þessir efstu menn. Ingi teflir við Pilnik og Þórir við Áka. — Umferðirn- ar í mótinu verða 11. AKRANESI, 7. febr. — 19 bátar fengu samtals 123 lestir í gær. Er það til jafnaðar 6ti lest á bát. í dag eru 18 bátar á sjó. Ekki er vitað um afla þeirra, en þeir eru ekki farnir að koma að. — Oddur. að kynna sér hinar nýju og mikils verðu tillögur Eisenhowers for- seta í málefnum nálægra Aust- urlanda. ★ í dag gekk Malik á fund Sauds konungs og áttu þeir lang- ar viðræður. Sagði Malik á eítir að þessi fundur hefði orðið til þess að styrkja sig i trúnni á að tillögur Eisenhowers væru ná- lægum Austurlöndum til góðs. Á Malik kvaðst hafa komizt að raun um að Saud konungur væri hliðhollur hinum bandarísku fyr- irætlunum og myndi það styrkja hann í tilraunum til að fá alls- herjar-stuðning Arabaþjóðanna við þær. ★ Síðar í dag heimsótti Saud konungur Abdul Illah krónprins í vistarverum hans að Shoreham- hóteli. Þeir ræddust við í hálf- tíma og var á eftir gefin út til- kynning um að þetta hefði aðeins verið kurteisisheimsókn. Á Abdul Illah krónprins, sagði í dag á fundi með blaðamönnum, að kommúnisminn ógnaði friði og öryggi í nálægum Austurlönd- um. Þeim ógnunum yrði að mæta með samvirkum ráðstöfunum. Hann kvaðst hafa átt viðræður við Eisenhower forseta um ->að, hvernig sameina mætti Araba- þjóðirnar til að bægja frá alvar- legustu hættunni, sem yfir þeim hefði vofað. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.