Morgunblaðið - 08.02.1957, Blaðsíða 15
Pöstudafrur 8. febrúar 1957
MOncriV riL AÐIÐ
15
— Umræðuinar ó Alþingí
Framh. af bls. 3
hafi komið þeim á óvart, eða ver-
ið gerð án þeirra samþykkis. —
Þeim bar vitanlega skylda til
þess að kynna sér afleiðingar
þeirrar afsagnar að réttum lög-
um, áður en þeir gerðust hvata-
menn eða samþykkjendur henn-
ar.
En hafi hún aftur á móti gert
það gegn þeirra vilja og óskum,
að segja af sér, þá er þeim mátu-
lega, — ég vil ekki segja ljótt
orð, — þá kemur þeim rétt í koll
að kjósa svo lítið traustverðugan
fulltrúa til þingsins. Ég er ekki
með þessu að veitast að þessum
hv. fyrrv. varaþm. Reykvíkinga,
vegna þess að ég er sannfærður
um það, að hér hafi verið um
samantekin ráð að ræða.
FÁUM DÓM
REYKVÍKINGA
Nú, látum vera, að ekkert af
þessu verði, þá höfum við eitt
fyrirtaksráð ennþá og það er: f
gær var fellt hér að láta fara
fram þingrof og almennar kosn-
ingar á næsta sumri, þrátt fyrir
það þótt stjórnarliðið segði: Við
munum stórlega vinna á og íhald-
ið stórkostlega tapa fylgi, og hæst
virtur fjármálaráðherra, Ey-
steinn Jónsson, sagði: íhaldinu
væri það mátulegt að láta nú
kjósa, vegna þess að þá fengi það
þá maklegu útreið, en við gætum
ekki tekið þátt í þeim skrípaleik
að fara að láta rjúfa allt þingið.
Nú skulum við bara afla okkur
einnar prófraunar um skoðun
þjóðarinnar, fara eftir réttum lög
um og láta kjósa einn þingmann
hér í Reykjavík og sjá, hvernig
reynist um dóm Reykvíkinga, höf
uðstaðarbúanna, um hina hæst-
virtu ríkisstjórn, sagði Bjarni
Benediktsson að lokum.
RÆÐA ÁKA
Að öðru leyti voru umræður
sem hér segir: Framsögumaður
kjörbréfanefndar, Áki Jakobsson
kvað tvö mál hafa legið fyrir
nefndinnd, annað, sem var bréf
Haraldar Guðmundssonar þar
sem hann fór fram á að Eggert
Þorsteinsson tæki sæti sem vara-
maður sinn á Alþingi, hefði legið
fyrir nefndinni í hálfan mánuð.
Hitt mál nefndarinnar væri bréf
Finnboga Rúts Valdemarssonar
þar sem hann færi fram á að
varamaður tæki sæti sitt á Al-
þingi.
Kjörbréfanefnd hefði verið
sammála um að leggja til að
kjörbréf Geirs Gunnarssonar yrði
tekið gilt sem varaþingmanns
Finnboga Rúts, þar sem Jónas
Arnason gæti ekki vegna sam-
gönguörðugleika og af öðrum
ástæðum tekið sæti á Alþingi, en
hann var samkvæmt úrslitum
kosninganna fyrsti varamaður á
landslista Alþýðubandalagsins.
Út af varamanni Haraldar
Guðmundssonar væri það að
segja, sagði Áki, að kjörstjómin
í Reykjavík hefði ekki gefið út
formlegt kjörbréf fyrir Eggert
Þorsteinsson, en hins vegar hefði
hún gert grein fyrir afstöðu sinni
með bréfi. Hins vegar hefði nefnd
in hvorki játað né neitað að Egg-
ert Þorsteinsson væri löglegur
varaþingmaður, en lagt málið
fyrir Alþingi.
Síðan vitnaði Áki til 31. gr.
stjómarskrár þar sem segir að í
Reykjavík skuli kosnir 8 þing-
menn hlutbundinni kosningu og
jafnmargir til vara á sama hátt.
Fannst Áka það hæpinn orð-
hengilsháttur að binda sig við
þetta. Rannveig Þorsteinsdóttir
hefði afsalað sér þingsetu áður
en gefin hefði verið út kjörbréf
til varaþingmanna og því bæri
að taka gilda þá breytingu, sem
við það hefði orðið á listanum.
Áki kvað kjörbréfanefnd ekki
hafa verið sammála um að taka
kosningu Eggerts Þorsteinssonar
gilda. Hann ásamt Gísla Guð-
mundssyni hefði viljað gera það.
Bjami Benediktsson og Friðjón
Þórðarson hefðu verið á móti, en
Alfreð Gíslason hefði ekki greitt
atkvæði i nefndinni.
Áki taldi að sökum þess að
mismunandi skilningur væri
lagður í lögin hefði ekki verið
gefið út kjörbréf, en það gæti
ekki svift Alþingi rétti til þess
að skera úr þessu máli. Skv.
stjómarskránni ættu allt að 52
þingmenn að sitja a Alþingi. Nú
hefði öllum jöfnunarsætunum
verið úthlutað og því yrði við
brottför Haraldar Guðmundsson-
ar að úthluta varamanni sæti í
hans stað. Engin skýlaus fyrir-
mæli væm heldur fyrir því að
ekki mætti breyta listanum frá
því sem verið hefði á kjördegi.
Ekki væru nein ákvæði um upp-
kosningu nema í einmennings-
kjördæmum. Þess vegna kvaðst
Áki leggja til að Eggert Þor-
steinsson væri tekinn gildur sem
löglega kosinn varaþingmaður
Haraldar Guðmundssonar.
Næstur talaði Bjarni Bene-
diktsson og er ræða hans birt
hér að framan.
RÆÐUR ALFREÐS OG EINARS
Að lokinni ræðu Bjarna Bene-
diktssonar lýsti Alfreð Gíslason
afstöðu sinni til þessa máls. Taldi
í hann mál þetta utan við verks-
svið kjörbréfanefndar. í 4. gr.
þingskapa væri kveðið á um störf
kjörbréfanefndar. Hún ætti í
fyrsta lagi að prófa þau kjörbréf,
sem fram kæmu eftir að þing
væri komið saman (þ.e. önnur en
þau, sem gengið væri frá í upp-
hafi þings), í öðru lagi að rann-
saka kosningu og kjörgengi
þeirra er þingið frestaði að taka
ákvörðun um og í þriðja lagi að
athuga þau kjörgögn, sem þingið
tæki gild.
Kvað Alfreð þetta mál ekki
falla undir neinn þessara liða og
af þeim sökum sæti hann hjá og
lýsti ekki afstöðu sinni til máls-
ins.
Einar Olgeirsson bar fram til-
mæli til forseta um að taka fyrir
mál Geirs Gunnarssonar, þar
sem það væri óskylt því máli,
sem væri hér fyrst og fremst til
umræðu.
Þá sagði Einar stjórnarskrá og
kosningalög hafa tekið miklum
breytingum án þess að gætt hefði
verið samræmis milli anda og
bókstafs laganna. Vitnaði hann
til hinna ýtarlegu dæma er Bjarni
Benediktsson hefði rakið í ræðu
sinni og kvaðst síst draga í efa
réttmæti þeirra, en að þau hefðu
öll verið tekin fyrir 1934, en þá
hefði orðið höfuðbreyting á
stjórnarskránni, þar sem flokk-
unum hefði verið veittur mun
meiri réttur en áður.
í því máli, sem hér væri um
að ræða, mætti túlka lögin á mis-
munandi vegu. Það væri því um
að ræða vafaatriði eða gat í lög-
unum. Þessu væri aðeins hægt að
breyta með nýrri lagasetningu,
sem ekki bryti í bága við stjórn-
arskrána, ef menn greindi á um
lögskýringu. Þetta væri hlutverk
löggjafans, Alþingis.
Einar kvað það verk kjörstjórn
ar að gefa út kjörbréf. Slíkt gæti
Alþingi ekki gert. Hann áliti það
því brot á lögunum að samþykkja
tillögu þeirra Gisla Guðmunds-
sonar og Áka Jakobssonar. Hann
kvað Alþingi geta sett ný lög um
þetta vafaatriði og c tir þeim gæti
kjörstjórn síðan gefið út kjör-
ATKV ÆÐ AGREIÐSL AN
Eftir að forseti Sameinaðs þings
hafði gefið 20 minútna fundarhlé
að lokinni umræðu um rannsókn
kjörbréfs og kosningar vara-
þingmanns var gengið til at-
kvæða um kjörbréf Geirs Gunn-
arssonar, varaþingmanns Finn-
boga Rúts Valdemarssonar. Var
það samþykkt með 45 samhljóða
atkvæðum,-
Að því loknu var gengið til at-
kvæða um tillögu Áka Jakobsson-
ar og Gísla Guðmundssonar um
að Eggert Þorsteinsson skyldi tek
inn gildur sem varamaður Har-
aldar Guðmundssonar.
Tillagan var felld með 24 at-
kvæðum gegn 23, en 5 þingmenn
voru fjarverandi.
Þrír þingmenn gerðu fyrirvara
fyrir atkvæði sínu. Lúðvík Jó-
sefsson sagði, að eins og tillaga
þessi væri orðuð væri gert ráð
fyrir að Alþingi samþykkti að
taka gilda kosningu Eggerts Þor-
steinssonar. Taldi hann aðferð
þessa óvenjulega og ekki hægt
að taka hana gilda. Hins vegar
væri það skoðun sín að kjörstjórn
ætti að gefa út kjörbréf til
handa varaþingmanni Alþýðu-
flokksins. Hann segði því nei. í
svipuðum dúr var fyrirvari
Hannibals Valdemarssonar. Páll
Zóphaníasson sagði að með því
að hann ætlaði að það væri for-
dæmi fyrir því að manni væri
heimiluð þingseta án þess að hafa
kjörbréf segði hann já.
Gegn tillögunni greiddu at-
kvæði þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðubandalags-
ins en með henni þingmenn
Framsóknarflokksins og Alþýðu-
flokksins.
ÚTSALA
á drögtum.
GUÐMUNDUR
GUÐMUNDSSON
Kirkjuhvoli, II. hæð.
E.s. Bruarfoss
fer frá Reykjavík föstudaginn 8.
þ.m. til: — ísafjarðar.
H.f. Eimskipafélag fslands.
Félogslíf
Skíðaf ólk!
Skíðaferð fimmtudag kl. 1 að
Hamrahlíð í Mosfellssveit. Afgr.
hjá B.S.R., sími 1720.
Skíðafélögin.
Vtkingur — Knattspyrnumenn
Meistara-, I. og II. flokkur: —
Æfingar í vetur eru að Háloga-
landi, sunnud. kl. 3, þriðjud. kl.
8,30. — Útiæfing á Iþróttavellin-
um fimmtudaga kl. 7.
Frá Guðspekifélaginu
Fundur verður í St. Mörk kl.
8,30 £ kvöld. Grétar Fells flytur
erindi er hann nefnir: „Vegur
kærleikans". Hljóðfæraleikur. —
Kaffi á eftir. Allir velkomnir.
Samkomur
Bræðraborgarstíg 34
Samkoma í kvöld kl. 8,30. —
Sigurður Þórðarson talar. — AUir
velkomnir.
Hjálpræðisherinn
1 kvöld kl. 8,30: Hjálparflokkur.
KI. 8,30: Samkoma. Herra Kol-
beinn Þórleifsson talar.
Tupoð - Fundið
GLERAUGU
hafa fundizt, í Lækjargötu. Eru
geymd hjá húsverði í húsi KFUM.
MiSstöSvarkefil
notaðan (kolakyntan) vil ég kaupa.
SIGURÐUR ÞORKELSSON,
Simi 80922.
Innilegt þakklæti til vina og vandamanna, sem auð-
sýndu mér vinsemd með gjöfum, blómum, skeytum og
heimsóknum á 70 ára afmæli mínu. Friður og blessun
fylgi ykkur til æviloka.
Jón Hafliðason.
Sófasett útskorin og létt sett, 2 tegundir.
Svefnsófar, stakir stólar, sófaborð, útvarps-
borð, smáborð, bókahillur, kommóður og góll-
púðar. Húsgagnaáklæði í góðu úrvaii.
Húsgagnaverzlun
Gunnars Mekkinóssonar
Laugavegi 66 — sími 7950
(Geymið auglýsinguna)
AfgreiSslumaSur
Þekkt byggingarvöruverzlun, óskar eftir afgreiðslu-
manni. Hann þarf að hafa ökupróf og vera vanur banka-
viðskiptum. — Góðir framtíðarmöguleikar fyrir áhuga-
saman mann.
Tilboð merkt: „20—25 ára —7646“, sendist blaðinu fyrir
15. þ. m.
Maðurinn minn og faðir okkar
SIGURBJÖRN BJÖRNSSON
kaupmaður, andaðist aðfaranótt 7. febrúar.
Vigdís Guðjónsdóttir og börn.
Hjartkæra móðir og tengdamóðir okkar
VALGERÐUR ÁRNADÖTTIR,
Laugavegi 53, lézt á Landspítalanum miðvikudaginn
6. febrúar.
Esther J. Bergþórsdóttir, Gyða Bergþórsdóttir,
Georg Þorsteinsson, Sveinn Helgason.
Eiginkona mín og móðir okkar
VALGERÐUR JÓAKIMSDÓTTIR
lézt 6. febrúar.
Vilhjálmur Kr. Ketilsson og dætur.
Móðir mín
ELÍN THOMSEN
lézt í Landakotsspítala 7. febrúar. Fyrir hönd aðstand-
enda.
Pétur Thomsen.
I I ll—.MII. .11 I ——
Útför eiginkonu minnar
DÓMHILDAR INGIBJARGAR GUNNLAUGSDÓTTUR
frá Höfn í Hornafirði,
fer fram mánudaginn 11. þ. m. klukkan 13,30 frá Foac-
vogskirkju.
Athöfninni verður útvarpað.
F. h. aðstandenda,
Bjanti Guðmundsson.
Móðir okkar
ÓLÖF STEFÁNSDÓTTIR
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudagínn 11.
febr. kl. 1.30.
Jörundur Gíslason, Jón Gíslason,
Ingibjörg Porter
vmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmm
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu mér
samúð við útför
ÞORGERÐAR NÖNNU ARNBJÖRNSDÓTTUR
Gunnþórunn Sigurðardóttir.