Morgunblaðið - 08.02.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.02.1957, Blaðsíða 6
8 MORCUNBLAÐ1Ð Föstudagur 8. febrúar 1957 HLUSTAÐ Á ÚTVARP MORGUNÚT V ARPIÐ Klukkan átta á morgnana hefst dagskrá Ríkisútvarpsins, eins og flestum mun kunnugt. Þá er eins konar bænaþáttur, sem oft hefur verið þess verður, að á hann væri hlýtt. Reyndar veit ég ekki, hvað kalla ber þátt þennan. Þó undarlegt megi virðast, er hans ekki getið í hinum „föstu liðum'* útvarpsdagskrár, hvað þá, að þul- ur kynni hann eða geti nafns flutningsmanns. En væntanlega hafa kennimenn tekið að sér þennan „leynilega" þátt, og ef til vill mætti segja, að sama sé, hvaðan gott kemur, þegav það er gott. En stundum finnst þeim, sem við hljóðnemann sitja árla dags, hroðvirknin nokkuð mikil og höndum til kastað við flutning þessa efnis. Útvarpshlustendur verða víst að sætta sig við, að það sé flutt af stálþræði eða plötum, eins og svo margt annað efni útvarps- dagskrárinnar, en þegar um efni eins og þetta er að ræða, er óvið- felldið, að of mikið beri á því, að hér sé um plötuspil að ræða. Ekki alls fyrir löngu opnaði ég tækið mitt rétt fyrir kl. 8, að morgni. Brátt heyrist þrusk, og klukkan slær. Síðan aftur þrusk, áður en „platan“ kemst í gang, og leikið er sálmalag og rödd mælir bæn úr Faðir vor (í þetta sinn, — fyrirgef oss vorar skuld- ir), skilgreinir þessi orð og flyt- ur nokkur bænarorð frá eigin brjósti. Eftir það, brot úr sálma- laginu, og þá hið eiginlega morg- unútvarp, eins og venjulega, sam- kvæmt dagskrá. Látum nú allt þetta gott heita. En það, sem ég átti við með „plötuspili", var þetta: Meðan þulurinn tilkynn- ir, að þetta sé Útvarp Reykjavík, býður góðan dag o. s. frv., heyr- ist í fjarska framhald plötunnar, sem fyrr var „leikin“, og nú segir röddin: Fyrirgef oss vorar skuldir — og áfram: svo sem vér og fyrir- gefum vorum skuldunautum —. Þetta kunni ég ekki vel við. Mér fannst eins og hróflað óþægilega við sjálfsblekkingunni, og ég hugsaði sem svo, þá veit maður hverju von er á í fyrramálið. Hitt er svo annað mál, að hver og einn sem þennan þátt annast, verður að gera það upp við sjálf- an sig hvernig honum hentar það bezt, og sjálfsagt eru skiptar skoð anir á því eins og öðru. Faðir vor er að sjálfsögðu sú bæn sem oft- ast er beðin í kristnum söfnuði af ungum og gömlum frá upp- hafi til enda, daglega. En þegar ein og ein bæn er tekin úr sam- hengi og skilgreind dag eftir dag, kannski í sama anda, en á mis- munandi hátt, fer ekki hjá því að manni finnst lopinn full langt teygður. KIRKJURÆKNI OG TRÚRÆKNI „Þér, sem við hljóðnemann sitjið“, segja prestarnir oft af stólnum, og útvarpshlustendur kunna því sjálfsagt vel, að eftir þeim er munað. f sambandi við það má geta þess, að útvarps- hlustendur voru sérstaklega á- varpaðir í stólræðu ekki alls fyrir löngu, og óánægja látin í ljós yfir lélegri kirkjusókn, eins og um væri að ræða hættulegt þjóðfé- lagsmein, að fólk flykktist ekki til messu í kirkjunum á hverjum sunnudegi. Þá datt mér í hug, hvort ekki væri einmitt ástæða til þess fyrir prestana, að þakka það, hve þeir geta nú, á tímum tækninnar, náð til margra í ræð- um sínum, og margir tekið þátt í kirkjunnar athöfnum, þó að þeir eigi ekki heimangengt. Kirkju- rækni og trúrækni þarf heldur ekki alltaf að fylgjast að. GÖFUGUR GESTUR Af öllum þeim afmælum, sem getið hefur verið undanfarið í aldarafmæli Kvenréttindafélags íslands. Enda minntust konurnar myndarlega þessara merku tíma- móta í sögu kvenréttinda á fs- landi. Auk margs annars í sam- bandi við afmælið höfðu þær á- gæta dagskrá í útvarpinu. Var sögulegt að heyra frá alþingis umræðum í þá daga, er rætt var um jafnrétti kvenna á borð við karla til styrkja og skólanáms. Höfðu nokkrar konur tekið sam- an og séð um flutning á sam- felldri dagskrá um það efni. — Nokkrir mætir alþingismenn þeirra tíma, tóku þar rækilega málstað kvenna, eins og úrslit mála sanna. En aðrir sýndu hlægi lega skammsýni. Hræddastir voru þeir um það, að konur myndu fjölmenna í stétt sýslumanna, og síðan myndi allt fara í ólestur, er þær færu svo líka að finna upp á því, sjálfir sýslumennirnir, að leggjast á sæng! Vonandi verða núverandi háttvirtir alþingis- menn fljótari til að samþykkja lagafrumvarp um launa-jafnrétt- indi kvenna, sem nú er, fyrir allt of margra ára baráttu kvenna komið svo langt á veg, að loks hillir undir að rætist sú lang- þráða ósk, að kvenþjóðin verði ekki lengur rangindum beitt á athafnasviði hins íslenzka þjóð- félags. Frú Dóra Þórhallsdóttir, forsetafrú, flutti í útvarpið ávarp við opnun hinnar merku listsýn- ingar, sem Kvenréttindafélag fs- lands gekkst fyrir í sambandi við afmælið. Var ánægjulegt á þess- um tyllidegi kvenna, að hafa göfugan gest við hljóðnemann úr þeirra hópi. ÞEGAR HNÍGUR HÚM AÐ ÞORRA — Útvarpshlustendur voru farnir að furða sig á því, hvað orðið væri af öllum fallegu vetrarlög- unum í plötusafni Ríkisútvarps- ins, því að aldrei heyrðust þau í útvarpinu, heldur alls konar samsafn mismunandi vor- ogo sumarlaga, þó komið væri fram á þorra. Þangað til á kvöldvökunni um daginn, þá bárust til okkar þessir hressandi og hrífandi hljómar viðeigandi vetrarlaga, eins og, Þegar hnígur húm að þorra, Nú er frost á fróni, Álfa- fell, og sum þó ömurlegri, eins og Betlikerlingin, Hún hokin sat. Og svo heyrðist aldrei þessu vant (fyrir utan þingfréttalestur) í Helga Hjörvar, sem hefur lag á því að gera flest, er hann flytur áheyrilegt. Þetta hefur hún fund- ið, telpuhnokkinn, sem kom inn í stofu, þar sem ómaði frá tækinu rödd Helga, því að telpaan sagði: „Nei, er nú aftur kominn Októ- berdagur. Má ég hlusta á útv^ps- söguna hans Helga Hjörvar?“ ERFITT AÐ VERA FYNDINN Snillingarnir, fylgdarmenn Sveins Ásgeirssonar í „Brúðkaups ferðinni", fá sínar sneiðar, af vömmum og skömmum, þó snið- ugir séu. Þeir hafa þó, ásamt Sveini, tekizt á hendur allerfitt hlutverk, sem ekki margir fást til, því að það er ekki heiglum hent að sjá um skemmti-þátt fyr- ir íslenzka útvarpshlustendur; eins og við öll vitum, er landan- um margt betur gefið en kímni- gáfan. Það er litið um skemmti- þætti í útvarpinu, og líklega ekki sízt fyrir þær sakir, að fáir hafa fengizt til þess að taká þá að sér, og færri fengið þakkir fyrir að reyna það. En það mega þeir eiga, Sveinn og „snillingarnir“, að þeir hafa þó gert tilraun í þá átt að koma fólki í gott skap og skemmta, og þeim hefur tekizt það vonum framar. Hlátur á- horfenda og áheyrenda, er fylgj- ast með þættinum, er fráleitt múgsefjun, eins og einhver, sem því fyrirbrigði þykist kunnur, hefur haldið fram. Fólkið skemmt ir sér bara og hlær. Enda líka fyrirtak að vera einu sinni laus við þann hvimleiða prédikunar- og fræðslutón, sem er svo mjög ríkjandi hjá mörgum, sem að útvarpinu koma, hvert, sem er- indi þeirra upphaflega var, að hneykslast, fræða eða skemmta. ENN UM „ROCK ’N’ ROLL“ Þegar Arnór Sigurjónsson í „Daglegt mál“ talaði um „round and round“ og „up and down“ tilfinningu og rétta þýðingu á því ástandi, datt mér í hug, hvort hann hefði ekki líka eitthvað í pokahorninu yfir „rokkið“, „rock ’n’ roll“ fyrirbærið. PÍANÓLEIKUR RÖGNVALDS í öllu því flóði af margvíslegri shriúar úr daglega lifinu ÞÁ ERU sígaretturnar og brennivínið enn einu sinni komin í hærri útgjaldaflokk en verið hefir. Vinsælasta efnahags- breytingin hjá stjórnar- völdunum Það er segin saga, að í hvert skipti, sem ríkisstjórnir í land- inu lofa því að leysa okkur úr efnahagsörðugleikunurn og koma rneð nýskipan á einhverju sviði í þeim efnum, þá er það víst, að tvímælalausasta ráðstöfunin er að hækka brennivín og íóbak. Og löngu áður en til hækkun blessun ríkisstjórnarinnar í við- bót, hafi hugsað sér að fara að ráðum góðra sveitamanna og fjárbænda og birgja sig duglega upp af þessu lífsmeðali, sem flestir geta ekki lengi án verið. oc dögum höfðu menn í bænum spjallað um það sín á milli að örugglega myndi ekki langt að bíða. — Fyrstu merki þess að þessi orðrómur var á rökum byggður sá ég fyrir um það bil hálfum mánuði, alllöngu áður en tóbakið hækkaði. Þá ætlaði ég að kaupa sigarettur hér í Vest- urveri, en því miður — Camel og Chesterfield búnar og reynd- ar flestar aðrar vinsælar teg- undir. Og það var víðar en í Vesturveri. Ég fór í allmargar aðrar tóbaksbúðir og það var ekki fyrr en eftir langa leit að ég fékk sígaretturnar. Nú er ekki þar með sagt að verzlunin hafi í þessu tilfelli verið svo óheiðarleg að stinga birgðunum undan vegna þess að hún vissi að hækkun var i nánd og hugðist þannig hala inn nokkrar fljótteknar krónur. Hitt er miklu líklegra, að almenning- útvarpi, var ekki sízt merkilegt ur, sem pata hafði af einni Brennivínið enn á 10 krónur. G VÍST er um það að margir hamstra. — Það versta er, sögðu sumir, að við höfum svo litið fé handbært, því annars myndum við kaupa okkur heilu pappakassana af sígarettum og fylla geymslur okkar af áfengi. arinnar kom nú fyrir nokkrum OB er sannarlega satt, að í þessum nautnameðulum felst hin prýðilegasta fjárfesting til varn- ar krónufalli og peningarýrnun; brennivínið stendur alltaf fyrir sínu. Þeir eru fleiri en einn mennirnir, sem ég kannast við, og enn eiga brennivínið í kjöll- urum sínum með 10 krónum á verðmiðunum. En auövitað þarf ekki að taka það fram, að slíkar flöskur eru ekki drengar fram og dustað af þeim rykið nema sérleg hátiðarbrigði séu á ferð- um! Annars er það nokkurt umhugs unarefni, og þá fyrst og fremst foreldrum hér í Reykjavík, hve reykingar meðal barna fara ískyggilega í vöxt. í gær var ég að spjalla við vinkonu mína, sem er nýorðin 16 ára og stundar nám i einum af gagnfræðaskólum bæjarins. Hún sagði mér frá þvi, að fjórar stúlkurnar í sínum bekk reyktu, að meðtalinni sér, en langflestir strákarnir. En það er líka bezti bekkurinn, sagði hún. f hinum reykir meira en helmingurinn af stelpunum. Sjálf er ég að hugsa um að fara að hætta, þetta er orðið svo dýrt. Sem gömul reyktngakona ÞAÐ MÁ með nokkrum sanni segja að skörin sé farin að færast upp í bekkinn þegar 16 ára stúlka talar um að fara að hætta að reykja, rétt eins og gömul reykingakona. En stað- reyndin mun vera sú, að aldurs- mark þeirra barna og unglinga sem reykja sígarettur er sífellt að færast niður á við og er það ískyggilegt. Ég er hjartanlega sammála próf. Dungal um, að sígarettur séu hinn mesti óþverri, óþarfur óþverri og jafnv el enn skaðlegri en áfengisnautn í hófi. Ekki er auðvelt að gera sér grein ,’yrir hvað þessari tóbaksnautn æsk- unnar veldur, en vafalítið eru það hinar gömlu ástæður, síauk- inn vasapeningakostur ungling- anna og síefld tök, sem tízkan hefir náð á unglingunum. Það er næstum þvi hrollvænlegt að sjá hve tildur getur gripið um sig hér í bæ með skólaæskunni með miklum hraða og hver einn apar þar eftir öðrum og enginn vill lengur vera öðru vísi en sá, sem við hliðina á honum situr. É1 Hín samhæfðu vél- menni. G TEK sem dærni hinar brúnu skinnúlpur með loðkraga, sem hafa farið yfir reykvíska skólaæsku sem engisprettur yfir akur með þeim afleiðingum, að nú er erfitt að koma auga á nokkurn pilt á aldrinum 12—17 ára sem ekki klæðist einni slíkri. Ég er sannarlega ekki að amast við úlpum þessum, þær eru snotr- ar og klæðilegar en hitt er um- hugsunarvert rneð hve miklum hraða þessi tizka hefir gripið um sig. Ef unglingarnir eru orðnir svona leiknir að apa hver eftir öðrum og ef enginn þykir leng- ur maður með mönnum, nema hann eigi hluti alveg eins og hinn næsti eða hegði sér og fram- kvæmi eins, þá er hér orðin meiri múgsál meðal æskunnar í bænum en marga grunar. Það er hlutur skólanna að ala upp einstaklinga en ekki steypa börnin öll í sama mótið, því það er einmitt í slíkum eftir- öpunarkenndum vélmennum og tízkudildursdrósum, sem hættan á forheimskun og andlegri stöðn- un felst. Og skyldi það ekki vera að hinar vaxandi reykingar séu einmitt að mestu þessari auknu eftiröpun dagfars am arra að kenna? islendingur formaður lögfræðinga í Manifoba G. S. Thorvaldsson. VESTU-ÍSLENZKA blaðið Lög- berg skýrir frá þvi, að Vestur- íslendingurinn G. S. Thorvalds- son hafi verið kjörinn formaður lögfræðingafélagsins í Manitoba. Telur blaðið að hann sé merkur hæfileikamaður og vel að hverj- um þeim sæmdarauka kominn, sem fellur honum í skaut. Heims kringla segir frá því skömmu seinna, að hann hafi verið valinn til að skipuleggja hjálparstarf og fjársöfnun til ungverskra flótta- manna. músik, erlendri og innlendri, sem yfir okkur dynur, er það þægilegt að heyra, er einhver af okkar íslenzku listamönnum á sviði tón- listar, sezt niður við hljóðfærið og leikur fyrir okkur nokkur lög. Þannig var það um daginn, þegar veðrið var sem verst, allar bjarg- ir bannaðar fyrir ófærð og veður- ofsinn æddi. Þá vorum við allt í einu fyrirhafnarlaust komin á konsert hjá okkar ágæta píanó- leikara, Rögnvaldi Sigurjónssyni, sem lék fyrir okkur um stund, svo að enginn þurfti að harma það að hafa setið heima það kvöldið. ENDURTEKIÐ EFNI Ekki alls fyrir löngu flutti frú Ragnhildur Hafstein, sem fyrir nokkrum árum átti vinsældum að fagna sem aðalþulur Ríkisútvarps ins, erindi um Egyptaland, en frúin var þar á ferðalagi síðast- liðið sumar. Margir útvarpshlust- endur, er misstu af því að heyra þetta erindi, myndu fagna því, ef það fengist flutt aftur í end- urteknu efni, enda var þarna um að ræða fallegan og fróðlegan ferðaþátt sjónarvotts, með opin augu og eyru fyrir minjum og sögufrægð þessa forna menning- arlands. ÚTVARPIÐ, VEÐRIÐ OG VEGIRNIR Útvarpið hefur verið fremur margort um veðrið og færðina á vegum landsins undanfarið, og er það að vonum, eins og ástandið hefur verið í þeim efnum, a. m. k. suðvestanlands undanfarnar vik- ur og daga. Vel hefði þó mátt fara austur fyrir landnám Ingólfs við þær lýsingar á stundum. Væri einnig æskilegt, að útvarpið í samvinnu við Vegamálaskrifstof- una hefði fasta tíma til lýsingar færðar á þjóðvegum þann tíma árs, sem hún er tvísýn, og mætti þá gefa ýmsar leiðbeiningar um leið, til dæmis benda á, hvort heppilegt sé að hafa keðjur á farartækjum, hvar helzt þurfi að hafa sérstaka gát o. s. frv. Einn- ig væri æskilegt, að í veðurlýs- ingu Veðurstofunnar í útvarpinu væri a. m. k. einu sinni á dag skýrt frá loftþrýstingi á nokkrum helztu stöðum á landinu. Myndi það vera til fróðleiks mörgum, sem með veðurfréttum fylgjast, því að enda þótt loftvogir séu víða á heimilum, vilja þær vera skakkar og þurfa leiðréttingar við öðru hverju. — Þ.J.H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.