Morgunblaðið - 14.02.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1957, Blaðsíða 2
1 2 MonarrNnr 47)iÐ Fimmtudaeur 14. febr. 1957 RáBstefna um landhelgismá/ið: Lúðvík Jósefsson undirbýr undanhald frá stóryrðunum í landhelgismálinu Ráðherrann svarar ekki, jbegar hann er spurður hvað hann ætli sjálfur að gera í málinu ÍFYRRADAG kom saman í Reykjavík eins konar ráðstefna, að ondirlagl Lúðvíks Jósefssonar ráðherra, til þess að ræða um landhelgismálin. Mun hún vera þannig skipuð, að ráðherr- an» hefur fengið bæjarfógeta eða bæjarstjóra til að útnefna full- trúa fyrir tiltekna landshluta en þó er eftirtektarvert að Suð- Vesturland, þar með talinn Faxaflói hefur engan fulltrúa! Á ráðstefnunni munu hafa setið yfir 20 manns. Lúðvík Jósefsson setti fundinn með stuttri ræðu og var kjarni málsins hjá honum sá, að land- helgismál íslendinga væri sérmál þeirra, en hins vegar gætu ís- lendingar ekki náð öllu, sem þeir vildu í einum áfanga. Ráðstefna þessi væri til þess ætluð að fá að heyra raddir manna um hugsan- legar frekari aðgerðir í land- helgismálinu. Síðan hélt Þorvald- ur Þórarinsson allianga ræðu, sem átti að veita eins konar sögu- legar upplýsingar um landhelgis- málið og skal ræða þessi ekki gerð að umræðuefni hér að sinni. HVAB ÆTLAR RÁDHERRANN SJÁLFUR AÐ GERA? Einn af fulltrúunum, Jón Pálmason, alþm., tók síðan til máls og mun hafa mælt mjög á þá lund, sem flestir fulltrúar hugsuðu. Taldi hann að það væri gott að heyra þá skoðun ráðherr- ans, að landhelgismálið væri sér- mál íslendinga og skiljanlegt væri, að menn teldu lítt mögulegt, að unnt væri að komast á leiðar- enda í þessu máli í einum spretti. Spurðist hann síðan fyrir nm það, hve stóran áfanga ráð herrann sjálfnr þyrði að taka nú þegar. Hitt lægi i hlutarlns eðll að það vært óþarfi að spyrja nm óskir fulltrúanna. Þeir vildu auðvitað að sá áfangi, sem tekinn yrði, yrði sem allra stærstur og hann yrði tekinn sem fyrst. Jón Pálmason kvaðst líta þann- ig á, að ráðstefhan væri fyrst og fremst komin saman til þess að staðfesta þessar óskir um aðgerð- ir í landhelgismálinu og fá að vita hvað ráðherrann sjálfur teldi fært, í þessum málum. Endurtók ræðumaður þá spurningu, hve langt ráðherrann teldi fært að ganga nú þegar. ÞAÐ, SEM GERT HEFUR VERZÐ Jón Pálmason tók fram, út af þvi sem Þorvaldur Þórarinsson hafði sagt um þingsályktanir í málinu, að það væri ekki aðal- atriðið, hvaða ályktanir hefðu verið gerðar, heldur hRt hvað gert hefði verið raunhæft i mái inu. Benti hann í því sambandi & lögin frá 1948 um visindalega rannsókn á fiskimiðum lands- manna, sem Jóhann Jóeefsson hefði haft forgöngu fyrir, en á grundvelli þessara laga hefðu þær reglugerðir verið settar sem máli skiptu, önnur um friðunina fyrir Norðurlandi 1950 og síðan aðalreglugerðin um útvíkkun fiskveiðilandhelginnar, sem öil- um er kunn, en þar hefði Ólafur Thors, fyrrv. sjávarútvegsmála- ráðherra, átt mestan hlut að máli. RÁÐHERRANN BOÐAR NÝJA NEFND Lúðvík Jósefsson færðist alveg undan að svara þeirri spurningu Jóns Pálmasonar, hve langt hann sjálfur teldi fært að ganga nú þegar. Hins vegar boðaði ráðherr- ann, að þegar þessari ráðstefnu væri lokið, mundi væntanlega verða skipuð nefnd í málinu. FRÁ FUNDtNUM í GÆR Þegar til fundar kom í gær, endurtók J. P. enn hina sömu spumingu til ráðherra um hvað hann hygðist sjálfur gera í mál- inu, en fékk ekkert svar fremur en áður. Lúðvík Jósefsson hélt nú ræðu, sem var í allt öðrum tón en fyrri gífuryrði hans og annarra kommúnista um land- helgismálið. Sló hann nú úr og í c; taldi að fslendingar yrðu að taka tillit til annarra á margan hátt við ákvörðun landhelginnar, frekari útvikkun hennar væri erfiðleikum bundin, o. s. frv. Var hér um greinilegt undanhald að ræða frá fyrri fullyrðingum og stóryrðum. Ýmsir fundarmenn gerðu loks grein fyrir sjónarmiðum sínum út af stækkun landhelginnar og nauðsyn þess að hún kæmist í framkvæmd, en eins og vænta mátti, kom þar ekki margt nýtt fram, þar sem mál þetta er áður margrætt og rannsakað. Það virðist vera augljóst, að Lúðvík Jósefsson hefir ekki ætlað þessari ráðstefnu mikið raunhæft hlutverk í landhelg- ismálinu. Það er glöggt, að hann ætlar sér sjálfur ekkert að aðhafast, en kallar saman fund og tilkynnir skipun nefndar, sem svo á vafalaust að slá málinu á frest! Fylgi Lúðvík Jósefsson ekki fyrri fullyrðingum sinum eftir með tafarlausum framkvæmdum varðandi útvíkkun landhelg- innar, verður þessi ráðstefna og nefndarskipun ekki talið annað en skrípaleikur, sem gerður er til þess að breiða yf- ir fyrri stóryrði kommúnista um landhclgismálið, og vera eins konar skálkaskjól fyrir undanhald þeirra í því máll. - Norðurlandaráð Framh. af bls 1 atarf, kjamorkusamstarf og um samstarf sem bundið er vinmim héruðum, eins og t. d. varðandi aukin samskipti hér- aðanna í Norður-Noregi og Norður-Finnlaadi. ★ ÞingfuUtrúar munu sitja ▼eizlur hjá forseta Finnlands, þjóðþingi eg rikisstjórn. Á sunnudag verður farið í hóp- ferð til Porkkala-svæðisins og komlð við að heimili þjóð- skáldsins Runeberg. Þessi mynd var tekin er Hafnfirðingarnir tóku við sjúkrabílnum í gær. Eru á myndinnl talið frá vinstri þeir Óli M. fsaksson og Sigfús Bjarnason forráðamenn VW-umboðsins, en síðan eru Hafn- firðingarnir Valgarð Thoroddsen, Hjörleifur Gunnarsson, Björn Jóhannsson og Albert Kristinsson, sem síðan tók við lyklunum og ók bílnum suður í Hafnarfjörð. Hafnfirðingar fá nýjan og fullkominn sjúkrabíl RAUÐA KROSS deild Hafnarfjarðar hefur nú lagt Hafnfirðing- um til nýjan afarfullkominn sjúkrabíll, sem deildin veitti mótt- töku í gær í Reykjavik. Er hér um að ræða Volkswagensjúkrabíl, sem flutt getur þrjá menn samtímis í sjúkrabörum. Rafmagnsveita Hafnarfjarðar annast rekstur bílsins. Frá Alþingi: Umræður um jöfn luun kurlu og kvennu Vafasöm nauðsyn þings- ályktunar nú IGÆR urðu í Sameinuðu þingi nokkrar umræður um þings- ályktunartillögu um fullgildingu á alþjóðasamþykkt um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf. VANDAÐUR EN ÓDÝR BÍLL Þetta er annar sjúkrabillinn, sem Rauða-kross deildin í Hafn- arfirði, leggur bæjarbúum tii, frá stofnun hennar, sagði gjald- keri hennar, Hjörleifur Gunnars- son, en Hafnfirðingar hafa stutt allvel málefni deildarinnar. Eru nú nokkuð á þriðja hundrað manns í Rauða kross deild Hafn- arfjarðar. Hafnfirðingarnir skýrðu frá því, er þeir tóku við sjúkrabíln- um, að þeir heíðu ákveðið að velja Volkswagen-sjúkrabíl, er þeir skoðuðu sams konar sjúkra- bíl, sem ísfirðingar keyptu. Hefðu þeir farið í þeim bíl í reynslu- för og verið sammála um að kaupa slíkan bíl, meðfram af því, að hann var á viðráðanlegu verði. Ríkið mun gefa eftir um kr. 39.000.00, aðflutningsgjöld og toila, þannig að billinn kostar deildina um 50.000 krónur, sem nú á tímum getur ekki talizt mikið fé, miðað við verð ann- arra sjúkrabíla, sem I boði voru. ÝMIS ÞÆGINDI í sjúkrabíl þessum er sérstak- ur burðarstóll fyrir sjúka, sem hægt er að leggja bakið aftur á, og töldu Hafnfirðingarnir það til mikilla bóta. Er stóllinn miklu auðveldari í meðförum en sjúkra karfa. Sjúkraklefi bílsins er hit- aður upp með bensínmiðstöð, og tekur ekki nema örskamma stund að hita bíiinn allan upp, sem virðist vei einangraður allur frá gólfi og Upp í loft. Valgarð Thoroddsen rafveitu- stjóri skýrði frá því, að sjúkra- flutningarnir í Hafnarfiðri kost- uðu árlega kringum 70,000 krón- ur. Fyrir sjúkraflutninga greiða sjúklingar kr. 20,000,00, en RK- deildin og Rafmagnsveitan greiða mismuninn. f fyrra fóru fram 340 sjúkraflutningar í hinum 10 ára gamla sjúkrabíl, sem nú verð ur tekinn úr notkun. Ritari deildarinnar, Björn Jó- hannsson, gat þess, að án stuðn- ings og fjárframlaga, Rafveit- unnar, væri RK-deildinni það um megn, að annast rekstur sjúkra- bílsins, og færði hann starfsmönn um Rafveitunnar þakkir deild- arinnar fyrir gott samstarf. Að lokum bar Sigfús Bjarna son, forstjóri VW-umboðsins fram óskir um að hinn nýi sjúkra bíll mætti reynast Hafnfirðingura í hvívetna vel. Hannibal talaði fyrir tillögunni og skýrði hana. f lok máls síns deildi hann á Sjálfstæðisflokk- inn fyrir afstöðu hans í málinu og sagði að sjö þingmenn flokks- ins hefðu borið fram tillögu é þingi 1954 um að rannsókn færi fram á því hvað gera þyrfti til þess að þessi alþjóðasamþykkt gæti tekið gildi. Hefði milliþinga- nefnd verið skipuð í málið og hún skilað áliti þess efnis að ekki væri hægt að viðurkenna sam- þykktina nema lögum væri breytt hér á landi og ráðstafanir gerðar tii þess að ákvæði hennar kæmust í framkvæmd. Ragnhildnr Heigadóttir, Magn- ús Jónsson og Jóhann Hafstein tóku til máls og svöruðu rang- færslum Hannibals, jafnframt sem þau lýstu ánægju sinni yfir framkominni tillögu. Gerði Ragn- hildur fyrirspurn um það hvað ráðherra hefði látið gera í mál- inu til þess að tryggt væri að ákvæði samþykktarinnar hefðu raunhæft gildi hér. Svaraði hann því að fyrsta skrefið væri að samþykkja sam- þykktina, en siðan yrði skipuð nefnd skipuð fulltrúum vinnu- veitenda, launþegasamtaka og ríkisstjórnar til þess að ganga frá þessum málum. Kæmist hún ekki að samkomulagi yrði að setja lög um málið. Magnús Jónsson benti á að nú væri breytt skoðun Hannibals frá þvi er málið var til umræðu 1954, en þá hefði hann taiið að ein- hliða ályktun þingsins hefði enga raunhæfa þýðingu og væri tíl þess eáns gerð að drepa málið. Hefði lagasetning þá verið eina leiðin, sem Hannibal hefði viljað fallast á. Bæði Magnús og Ragn- hildur hröktu það ranghermi Hannibals að tiliaga sjömenninga Sjáifstæðisflokksins hefði hljóð- að um rannsókn á því hvort hægt vaeri að koma samþykktinni á hér á landi. Tillagan hefði verið um það að rikisstjórnin hlutaðist til um að samþykktin yrði fullgilt af íslands hálfu og þær ráðstafanir gerðar sem nauðsynlegar væru til þess að samþykktin hefði raun hæft gildi. Nú sem þá vildu Sjálfstæðis- menn tryggja það að ráðstafanir væru gerðar til þess að konur fengju jöfn laun og karlar fyrir jafnverðmæt störf. Það bæri þvi ekkert á milli ráðherra og þeirra um það. Hitt væri tilgangslaust og ekki vansalaust að fullgilda alþ j óðasamþy kk t sem pappírs- gagn eitt án allra raunhæfra að- gerða. Þeir Sjálfstæðismenn bentu einnig á hina furðulegu auglýs- | ingastarfsemi, sem félagsmálaráð herra hefði haft við í sambandl við þetta mál. Þá benti Magnús Jónsson á a8 árið 1951 hefði Gunnar Thor- oddsen sett fram í greinargerð með frumvarpi er hann samdi um réttindi og skildur opinberra starfsmanna að laun karla og kvenna skyldu vera jöfn fyrir sams kyns störf. Þetta hefði verið tveimur árum áður en Hannibal Valdemarsson lét í ljós sinn lofs- verða áhuga á málinu á þeim vettvangi. Með ályktun Alþingis 1954, sem borin var fram af Sjálfstæðismönnum, hefði stefna Alþingis í málinu verið mörkuð og lýst yfir eindregnum stuðn- ingi þingsins við staðfestingu samþykktarinnar um launajöfn- un. Væri því mjög vafasamt að þurft hefði sérstaka þingsálykt- un nú, en mestu máli varðaði að jafnréttið kæmist í framkvæmd. Skúk-keppnin 1. BORB Svart: Akureyrl (Júlíus Bogas. - Jón Ingimarss.) ABCDEFGH ABCDEFGH Hvtit: Reykjavík (Ingi R. Jóhannsson) 35...... Ke6—15 *. BORB Svart: Reykjavík (Bjöm Jóhanness.-Sv. Kristinss.) ABCDEFGH mx ABCDBFGH i Hvítt: Akureyri (Ingimar Jónss. - Kristinn Jónss.) 31. Bfl—h?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.