Morgunblaðið - 19.02.1957, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.02.1957, Blaðsíða 4
4 MOncrnsnr aðið Þrlðjudagur 19. febrúar 1957 í dag er 50. dagur ársins. Þriðjudagur 19. febrúar. ÁrdegisflæSi kl. 8,37. Síðdegisflæði kl. 21,03. Slysavarðstofa Keykjavíkur i Heilsuvemdarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. R. (fyrir vitjanir), er á sama stað kl. 18—8. — Sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki, sími 1760. Ennfremur eru Holts-apótek, Apótek Austur- bæjar og Vesturbæjar-apótek opin daglega til kl. 8, nema á laugar- dögum til klukkan 4. Holts-apótek er opið á sunnudögum milli kl. 1 og 4. — Garðs-apótek, Hólmgarði 34, er opið daglega kl. 9—20, nema á laugardögum 9—16 og á sunnu- dögum 13—16. — Sími 82006. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega 9—19, nema á laugardögum klukkan 9—16 og á sunnudögum 13—16. Sími 4759. Hafnarfjarðar- og Keflavíkur- apótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13-—16 Hafnarfjörður: Næturlæknir er Eiríkur Bjömsson, sími 9235. Akureyri: — Næturvörður er í Akureyrar-apóteki, sími .032. — Næturlæknir er Pétur Jónsson. □ EDDA 59572197 — 2 St .. St.. 59572207. Frl. • Afmæli • Þórunn Hafstein, ekkja Marínós Hafsteins, sýslumanns, er áttræð í dag. Hún dvelur nú á heimili dóttur sinnar að Hvoli á Seltjarn- arnesi. — • Hjónaefni • Síðastliðinn sunnudag opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Guðrún Þórarinsdóttir, afgreiðslumær, Laugavegi 28 og Bjöm Berends, málari. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Þórunn Þórarinsdótt- ir frá Húsatóftum í Garði og Stefán Sigurðsson, frá Borgar- firði eystra. • Skipafréttir • Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss kom til Grimsby 18. þ.m., fer þaðan til Hamborgar. — Dettifoss fór frá Hamborg 15. þ. m. til Reykjavíkur. Fjallfoss kom til London 15. þ.m., fer þaðan til Rotterdam og Hamborgar. Goða- foss fór frá Akureyri 17. þ.m. til Riga, Gdynia og Ventspils. Gull- foss kom til Kaupmannahafnar í gærmorgun, frá Hamborg. Lagar foss fór frá Siglufirði í gærdag til Vestmannaeyja og þaðan til New York. Reykjafoss fer frá Rotterdam 19. þ.m. til Rvíkur. — Tröllafoss fór frá Reykjavík 17. þ.m. til New York. Tungufoss kom til Hull 16. þ.m., fer þaðan til Leith og Reykjavíkur. Skipaútgerð ríkisins: Hekla fór frá Reykjavík í gær- kveldi vestur og norður um land. Herðubreið fór í gærkveldi austur um land. Skjaldbreið fór í gær- kveldi til Húnaflóa, Skagafjarðar og Eyjaf jarðarhafna. Þyrill er í Rotterdam. Baldur fer frá Rvik I kvöld til Ólafsfjarðar. Skaftfell- ingur fer síðdegis í dag til Vest- mannaeyja. Skipadeild S. I. S.: Hvassafell væntanlegt til Gdansk í dag. Amarfell fer vænt- anlega frá Riga ' dag, áleiðis til Reyðarfjarðar. Jökulfell fer vænt anlega frá Riga á morgun til Stralsund. Dísarfell kemur til Patras á morgun. Litlafell fór frá Faxaflóa í gær til Austfjarða. — Helgafell er í Ábo. Hamrafell fór um Dardanella 15. þ.m. á leið.til Reykjavíkur. • Flugferðir • Flugféiag Islands h.f.: Millilandaflug: Sólfaxi fer til Fyrir nokkrum dögum opnuðu tvelr kunnir rakarar nýja rakara- stofu á Vesturgötu 48, þeir Hörður Þórarinsson og Trausti Thor- berg Óskarsson. Hafa þeir báðir starfað um langt árabil í rakara- stofunni í Eimskip, þar sem þeir lærðu undir handleiðslu Sig- urðar Ólafssonar. Á Vesturgötu 48, þar sem rakarastofumerkið er yfir útidyrunum, hafa þeir Hörður og Trausti, komið sér upp ágætri stofu með tveim stólum og þar er bjart og vistlegt. Á myndinni er Trausti til vinstri, en Hörður tU hægri, við klipp- ingu og rakstur. 5 mínútna krossgáta Menntaskólaleikurinn, „Kátlegar kvonbænir“ verður sýndur i Iðnó í kvöld kl. 8. Myndin hér að ofan er af Brynju Benediktsdóttur, sem fer nieð hlutverk jómfrúr Hardcastle. London kl. 08,30 í dag. Væntanleg ur aftur til Reykjavíkur kl. 23,00 í kvöld. Flugvélin fer til Osló, Kaupmannahafnar og RVuborgar kl. 08,00 í fyrramálið. —. Innan- landsflug: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Blönduóss, Egilsstaða, Flateyrar, Sauðárkróks, Vestmannaeyja og Þingeyrar. — Á morgun er áætlað að fljúga tii Akureyrar, ísafjarð- ar, Sands og Vestmannaeyja. Pan American-flugvél kom tii Keflavíkur í morgun, frá New York og hélt áfram, eftir skamma viðdvöl, til Stokkhólms, Oslóar og Helsinki. Til baka er flugvélin væntanleg annað kvöld og fer þá til New York. Pennavinur Ms. Solmaz Insel, The Bridge House, 2 Cadogan Gard., Lond. S. W. 3. England, sem er tyrknesk, óskar eftir bréfaviðskiptum við íslenzkan pilt eða stúlku. — Hún skrifar ensku. Er þessu hér með komið á framfæri. Slysavamadeild kvenna í Reykjavík Konur í kaffinefnd kvennadeild arinnar eru vinsamlegast beðnar að mæta í Grófin 1, í dag, 19. febrúar kl. 4. Kvenfélagið Keðjan Félagskonur eru minntar á aðalfundinn, sem verður í kvöld að Aðalstræti 12, kl. 8,30. — Þess er vænzt að þið fjölmennið. Skemmtiklúbbur Norræna félagsins 1 kvöld kl. 8,30 heldur Skemmti- klúbbur Norræna félagsins, fjöl- breytta samkomu í Tjamar-café. Kvöldið verður einkum helgað Danmörku. Þeir, sem eiga Nor- dens S&ngbok, eru beðnir að hafa hana með sér. Klúbbkort (verð 20 kr.) verða afhent við inngang- inn. Þau gilda að þessum fyrsta fundi, en geta einnig skoðazt sem helmingur árgjaldsins fyrir áiið 1957. — Orð lífsins: Því að fráhvarf fávísra drepur þá og uggleysi heimskingjanna tortimir þeim. En sá, sem á mig hlýðir, mun húa óhultur, mun vera öruggur og engri óhamingju kvíða. (Orðskv. 1, 32—33). Æskufegurð og áfengi eru skörpustu andstæður. Æskufólk, standizt freistingar áfengisins. — Umdxmisstúkan. Gjafir og áheit til Hins ísl. Biblíufélags 1956 Safnað í Dómkirkjunni (sr. J. A. og sr. Ó. J. Þ.) kr. 956,20. — Safnað í fríkirkjunni (sr. Þ. Bj.) kr. 445,00. Safnað í Akureyrar- kirkju (sr. Kr. R.) lir. 605,00. — Safnað I Vestm.eyj. (sr. J. HI.) kr. 350,00. Safnað á Torfastöðum (sr. G. Ól.) kr. 135,00. Safnað í Hallgrímsk. (sr. Jak. J.) kr. 262,00. Safnað í Hólmavík (sr. A. Ól.) kr. 340,00. — Gjafir: Ág. J. 25,00; R. J. 100; H. T. 50; G. G. 20; St. Jónsdóttir 500; Sr. V. H. 100; N. N. 25; (sr. P. S.) J. J. Stykkishólmi 10; P. Stefánsson 200; N. N. 100; Sr. Þ. B. G. 100; I. S. Blönduósi 70; V. Bj. Blöndu- ósi 10; feðgar, Akureyri 100; H. I. 25; N. N. 20; N. N. 100; Safnað í Akraneskirkju 65,00 (K. Þ.). E. Kr. Vm„ 100,00. Áheit: S. J„ Sig- SHTHea m u —1 12 13 ié ‘ ~~ SKÝRINGAR. Lárétt: — 1 jurt — 6 fæða — 8 árstíð — 10 ótta — 12 þættirnir — 14 tónn — 15 tónn — 16 f jötra — 18 lélegasti. LóSrétt: — 2 brak — 3 sund — 4 á litin — 5 slarka — 7 manni — 9 beina að — 11 skomingur — 13 slæma — 16 hljóm — 17 fanga mark. Lausn síðustu krossgátu. Lárétt: — 1 óseig — 6 ein — 8 uss — 10 gat — 12 losnaði — 14 vð — 15 an — 16 æða — 18 skrifta. LóSrétt: — 2 sess — 3 ei — 4 Inga — 5 kulvís —- 7 stinga— 9 soð — 11 aða — 13 niði — 16 ær — 17 af. túni, Vm„ 500,00. J. Guðmundsd., 20,00. B. K„ Sigl., 80,00. Um leið og þakkað er fyrir þess ar gjafir til Biblíufélagsins, er þeim einnig þakkað, er gerzt hafa ævifélagar, og ennfremur þeim, er greitt hafa ársgjöld sín til félags- ins. — Reykjavík, 1. febr. 1957. Óskar J. Þorláksson, gjaldkeri. mmyumcaffimo Læknirinn: — Ég verð að segja að ég er ekki fyllilega ánægður með útlit yðar. Sjúklingurinn: — Ég ætla bara að benda yður á að ég kem til yðar sem sjúklingur en ekki sem þátttakandi í fegurðarsamkeppni. ★ Snemma í desembermánuði ár- ið 1939, kom maður með konu og mikinn fjöldi bama í matsal í Ilaparanda, þar sem finnskar „Lottur" gáfu flóttamönnum mat. Er maðurinn og fjölskylda hans höfðu matazt og fengið nægju sína, spurði hann hvað maturinn kostaði. Honum var sagt að mál irERDIN AND Bezta ráð við bilunum 1 L=L 'uJ*! y*.- I N ^&7/Ö ^CopyrigM - ^ ÉlíjiÉ’ ttolk tíðin væri ókeypis, en ef hann lang aði til og hefði efni á, mætti hann gefa eitthvað til líknarstarfsemi flóttamanna. Maðurinn svaraði. — Já, satt er það að vísu, að ég hefi ekki mikið fé undir höndum. En það verður lcannske meira í bakaleiðinni. — Ég er nú á leið til Stokkhólms til þess að sækja Nobelsverðlaunin mín. ---- Þetta var F. E. Sillanpáá, rithöfundur. ★ Leigjandinn: — Það heyrist hvert einasta orð hingað inn úr næstu íbúð? Húseigandinn: — Já, já, en íbúð in er ekki leigð neitt dýrari fyrir það. ★ Prestur nokkur þurfti að koma messutilkynningu í dagblað eitt, hringdi og spurði, hvort nokkur blaðamaður væri við? — Nei, blaðamennimir eru all- ir á fundi með ritstjóranum, svar- aði símastúlkan. Nokkm seinna hringdi prestur- inn aftur og spurði, hvort nokkur blaðamannanna væri nú við? — Nei, blaðamennimir em all- ir í kaffi, svaraði símastúlkan. Enn beið presturinn nokkum tíma, en hringdi síðan og sagði sem svo, að liklega þýddi ekkert að spyrja frekar um blaðamenn. — Nei, þeir eru núna að kaupa í kvöldmatinn, svaraði síma- stúlkan. Enn hringdi presturinn og var nú orðinn ergilegur. — Ég trúi því hreint ekki að enginn blaða- maður sé viðlátinn? — Jú, nú eru þeir komnir, svar aði símastúlkan, en þeir eru hætt- ir að taka á móti fréttum. ★ Gömul kona kom eftir Kirkju- stræti, gekk snúðugt að Alþingis húsinu ,snaraðist inn í dyrnar, en hikaði við á síðustu stundu, sneri sér að næsta vegfaranda og sagðis — Afsakið, er þetta ekki Gefj- un?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.