Morgunblaðið - 19.02.1957, Blaðsíða 11
Þriðjudagrur 19. febrúar 1957
MORCVNBLAÐ1Ð
11
Svavar Pálsson, endurskoðandi:
Nokkur orð um
heildsöluálagningu
HIÐ endurreista verðlagseftirlit
hefir verið mjög athafnasamt að
undanförnu. Varla líður svo dag-
ur að ekki sé tilkynnt um lækkun
á'.agningar í heildsölu og smá-
sölu á ýmsum vörutegundum.
Mér þótti sérstaklega athyglis-
verðar upplýsingar þær um
lækkun heildsöluálagningar, sem
birtust á forsíðu „í>jóðviljans“
hinn 17. þ. m. Er þar skýrt frá
m. a. að heilsöluálagning á kaffi
hefði verið lækkuð úr 9.5% í 6%
og heilsöluálagning á rúgmjöli,
hveiti o. fl. sekkjavörur úr 10%
í 7%.
Eftir því, sem ég bezt vissi,
hafði heildsöluálagning á þessar
vörur verið svo lág áður, að ég
taldi litlar eða engar líkur til
þess að hún gæti lækkað. í þessu
tambandi datt mér í hug að afla
mer upplýsinga um verzlunar-
álagningu hjá einhverju opinberu
fyrirtæki, sem ræki umfangs-
mikla heildverzlun hér í bænum.
Fyrir valinu varð Tóbakseinka-
sala ríkisins. Ég fór þess á leit
við forstjórann, Sigurð Jónasson,
að fá að sjá rekstrarreikninga
einkasölunnar og veitti hann
strax leyfi til þess. „Reikningar
einkasölunnar eru vissulega eng-
in leyniskjöl“, sagði forstjórinn.
Nú er það alkunna að álagning
einkasölunnar er gífurlega há,
enda er það tilgangur hennar að
afla tekna til ríkissjóðs. Hefir
það óneitanlega tekizt sæmilega.
Hreinar tekjur skv. rekstrarreikn
ingi námu t. d. árið 1955 kr.
49.795.871.59.
Margir munu nú ætla að af
þessum sökum sé ekki hægt að
gera nokkurn samanburð á lieild-
sölustarfsemi einkafyrirtækis og
heildsölu einkasölunnar, en svo
er þó í raun og veru ekki. Skoða
má hina háu álagningu, sem beina
innheimtu fyrir ríkissjóð, en verzl
unarstarfsemin sjálf tekur síðan
til sín svo stóran hluta af álagn-
ingunni, sem nægir til greiðslu
hins venjulega verzlunarkostn-
aðar.
Rekstrarreikningur einkasöl-
unnar eru mjög athyglisverðar
skýrslur, sérstaklega í sambandi
við athugun álagningar hinna
stærri heildverzlana í Reykjavík.
Ég tilfæri nú nokkrar tölur úr
rekstrarreikningunum, sem vert
er að athuga.
Samanlagt innkaupsverð allra
seldra verzlunarvara einkasöl-
unnar — faktúruverð, fragt, toll-
ar, vátrygging — nam alls kr.
160.016.320.62 á árunum 1944 til
1955 að báðum árum meðtöldum.
Framleiðslukostnaðarverð allrar
seldrar neftóbaksframleiðslu nam
samtals kr. 11.069.972.52 á sömu
árum.
Laun starfsfólks á skrifstofu og
við afgreiðslu og allur venjulegur
verzlunar- og dreifingarkostnað •
ur nam samtals kr. 16.062.133.64
þessi sömu ár.
Þetta þýðir að einkasalan þarf
á að halda 9.39% álagningu til
þess að greiða þennan kostnað.
Þess ber nú að geta, að sú á-
lagning, sem hér er tilfærð er
ekki sambærileg við álagningu
heildsöluverzlana í Reykjavík að
öllu leyti. Er hér sem oft endra-
nær, að þörf er á að skýra töl-^-
urnar; þær einar segja aldrei
allan sannleikann.
Heildsalar i Reykjavík verða
að greiða 0.95% veltuútsvar. Út-
svar einkasölunnar er ekki inni-
falið í tilfærðum verzlunarkostn.
aði hennar. Einkasalan þarf ekki
á að halda aðfengnu rekstrarfé og
greiðir því engan vaxtakostnað.
Hin háa álagning veldur því að
fyrirtækið er rekið eingöngu með
eigin fé. Þó ber þess að geta, að
innifalið í verzlunarkostnaði árið
1955 eru "kr. 225.000.00 vextir af
eigin sjóðum.
Einkasalan er ekki rekin í sam-
keppni við neitt annað fyrirtæki
og þarf aldrei að sitja uppi með
óseljanlega vöru. Notkun tóbaks-
vöru er afarjöfn frá ári til árs og
því mjög auðvelt að annast öll
innkaup og eru þau alltaf nær
alveg áhættulaus. Tap á útistand-
andi skuldum er nær óþekkt
fyrirbæri hjá þessu fyrirtæki, og
eru til þess augljósar orsakir. —
Umsetning einkasölunnar er
geysihá og sést af þeim tölum um
innkaupsverðið, sem hér eru birt
ar. Álagningin þyrfti þess vegna
ekki að vera eins há og hjá heiid-
verzlun, sem kaupir inn vörur
fyrir 3—4 milljónir árlega.
Einkasalan nýtut alls þess hag-
ræðis, sem sýnt er með þessum
skýringum en fær þó ca. 4%
hærri álagningu til greiðslu verzl
unarkostnaðar heldur en heild-
salinn, sem selur kaffi.
Að lokum ber að geta þess að
einkasalan greiðir nú allan kostn-
að við sendingar út á land. Sá
kostnaður er innifalinn í tilfærð-
um verzlunarkostnaði og nemur
0.92% af innkaupsverði seldra
vara.
★
Því hefir löngum verið haldið
fram að það væri hagur alls al-
mennings að öll innflutnings-
verzlun væri í höndum þess opin.
bera. Mér virðist þetta dæmi um
opinberan rekstur, sem hér hefir
verið skýrt, sýna og sanna allt
annað.
Deilur um þetta efni er þó
mjög auðvelt að jafna, ef vilji er
fyrir hendi og opinberu fyrirtæk-
in þora að leggja spilin á borðið.
Ef öllum verzlunarfyrirtækjum,
í hvaða formi svo sem þau eru
rekin og hverjir sem eigendur
þeirra eru, væri gert að starfa
við sömu skilyrði, mætti fá skýr-
an samanburð á rekstrarhag-
kvæmni þeirra.
Einkasölur, samvinnufélög,
hlutafélög og einkafyrirtæki, sem
við verzlunina fást, ætti þá öll
að setja undir sams konar verð-
lagseftirlit. Þeim síðan öllum
gert að greiða tekjuskatt og út-
svar eftir sömu reglum.
Ég skal nú skýra, hvernig ég
hugsa mér reikningsskil einka-
sölunnar ef þessu væri svona
farið og geri nú ráð fyrir að
verðlagseftirlitið ákveði 8% há-
marksálagningu til greiðslu verzl
unarkostnaðar, sem telja má ríí-
lega álagningu eftir ástæðum.
in eða hitt að sú álagning, sem
heildsölum er nú ætlað að hafa
er óhæfilega lág.
Ég hefi ekki haft aðstöðu til að
kynna mér niðurstöður rekstrar-
reikninga Áfengissölunnar, Við-
tækjaverzlunar ríkisins og Lyfja-
verzlunar ríkisins. Væri óneitan-
Útsöluverð tóbaks 1955 .............................. Kr. 74.299.418.88
Innheimta fyrir ríkissjóð nemur...................... — 50.508.074.84
Verzlunarvelta einkasölunnar (8% álag) .......... Kr. 23.791.344.04
Innkaupsverð ..................................... — 22.029.022.26
Brúttóágóði 8%
Rekstrarkostnaður 1955 ...... Kr. 2.474.525.03
0.95% veltuútsv. til Rvíkurbæjar — 226.017.76
Kr. 1.762.321.78
— 2.700.542.79
Rekstrartap .................................. Kr. 938.221.01
Innifalið í þessu tapi er þó kr.
225.000.00 vaxtagjöld af eigin
sjóðum.
í þessu formi eru reiknings-
skil einkafyrirtækja. Þau draga
frá veltu þann söluskatt, sem þau
innheimta fyrir ríkissjóð. Á sama
hátt getur einkasalan fært þann
hluta álagningar á tóbaksvörur,
sem er umfram þá verzlunar-
álagningu, sem verðlagseftirlitið
ákveður, til frádráttar heildarút-
söluverði. Niðurstaðan — rekstr-
artap eða ágóði — er þá sambæri-
legur við niðurstöður reikninga
einkafærirtækjanna og sýnir
þetta dæmi ljóslega annað
tveggja — að heildverzlun einka-
sölunnar er frámunalega illa rek-
lega mjög fróðlegt að athuga
þessi sömu atriði í reikningum
þessara fyrirtækja. Ef verzlunar-
álagning opinberra fyrirtækja
yfirleitt er hærri en þeirra einka-
fyrirtækja, sem sams konar rekst
ur hafa undir höndum, virðist
ekki síðri ástæða fyrir verðlags-
cftirlitið að lækka álagningu rík-
isfyrirtækjanna, heldur en hinna.
— Tilgangur verðlagseftirlitsins
mun vera talinn sá, að gæta hags-
muna okkar neytendanna og láta
okkur ekki greiða óhæfilega
mikið fyrir veitta verzlunarþjón-
ustu, en ekki hinn að leggja í ein-
elti örfá einkafyrirtæki og reyna
í að koma þeim á kné.
... í ÞRÓTTIR
• »
meti í 300 m skriðsundi, þar sem
eigast við m. a. Helgi Sigurðsson,
Ægi, og Guðmundur Gíslason,
IR. Þá má alltaf búast við meti
þegar Ágústa er meðal keppenda,
en það er núna í skriðsundi
kvenna. Og yfirleitt má búast við
ýmsu óvæntu á þessu móti, þar
sem svo mikið er um hinar styttri
vegalengdir.
Sundmót unnuð kvöld
Búast má vib tvisýnni keppni
og mörgum metum
SUNDMÓT ÆGIS fer fram í
Sundhöllinni annað kvöld og
hefst kl. 8,30. Keppt verður í 10
sundgreinum og auk þess fer
fram úrslitaleikur í hinu svokall-
aða „Febrúarmóti" í sundknatt-
Skólamdtið
handknattleik
I GÆR var skólamótinu í hand-
knattleik haldið áfram aJ5 Há-
logalandi og urðu úrslit þessi:
4. fl.: Lindargötuskólinn —
Flensborg 5:3; Laugarnesskólinn
— Réttarholtsskólinn 5:7; Gagn-
fræðaskóli Austurb. — Gagnfr.
Vsturb. 2:4.
1. fl.: Menntaskólinn — Vél-
skólinn 18:12; Iðnskóli Rvík —
Iðnskóli Hafnarfj. 18:13.
í 4. fl. er Flensborg nú fallin
úr, því að það lið, sem tapar
tveimur leikum, er úr keppninni.
f dag verður mótinu haldið
áfram og leika þá í 3. fl., Lands-
prófsd. (A-sveit) gegn Mennta-
skólanum, Gagnfrsk. Vesturb.
gegn Verknámsd. við Hringbr.,
Flensborg gegn Verzlunarsk. og
Gagnfrsk. Austurb. gegn B-sveit
Landsprófsdeildar. í 2. fl. leikur
Verzlunarsk. gegn Iðnsk. í Rvík,
og í 1. fl. Háskólinn gegn Iðnsk.
í Hafnarfirði.
Ar Innkaupsverð seldra verzlunarvara Framl.kostn.verð seldrar neftóbaksframl. Verzlunarkostn. alls Álagning til greiðslu verzlunarkostn.
1952 16.330.289.18 1.076.333.79 1.783.486.58 10.2%
1953 18.733.751.51 1.244.701.35 1.879.473.82 9.4%
1954 20.212.842.40 1 331.609.40 1.941.724.72 9.0%
1955 20.795.603.36 1.233.418.90 2.474.525.03 11-2%
leik. í _ úrslitaleiknum mætast
sveitir Ármanns og Ægis.
Keppnisgreinar mótsins eru:
Fyrir karla: 300 m skriðsund, 50
m baksund, 50 m skriðsund, 50 m
flugsund, 200 m bringusund og
4x200 m boðsund. Fyrir konur:
50 m skriðsund. Auk þess er
keppt í 50 m bringusundi telpna,
50 m bringusundi drengja og 50
m skriðsundi drengja.
MÖRG MET „I HÆTTU“
Öll þessi stuttu sund verða
áreiðanlega mjög tvísýn hvað úr-
slit snertir. Það munu t.d. ekki
mörg sekúndubrot skilja að Pét-
ur Kristjánsson og Gylfa Guð-
mundsson í 50 m skriðsundi, né
heldur þá félagana úr ÍR, Guð-
mund Gíslason og Ólaf Guð-
mundsson. Met Ólafs er í mikilli
„hættu“, og sömuleiðis má búast
við nýju meti og nýju drengja-
Helgi, Pétur og Ari eru allir meðal þátttakenda.
K.R. vann
Aftareldingu
og Ármann From
Á LAUGARDAG og sunnudag
var að Hálogalandi sjötta og sjö-
unda leikkvöld íslandsmótsins í
handknattleik. Á laugardaginn
urðu úrslit þau, að í 2. fl. kvenna
sigraði Þróttur Val 7.3. í meist-
arafl. kvenna vann Fram Ár-
mann 6:4. í 3 fl. karla vann KR
Víking 17:13. f 2. fl. kvenna vann
Fram KR með 11:6 og Valur
vann FH með 15 gegn 5.
Á sunnudagskvöldið sigraði
Fram Þrótt í 3. fl. karla með
15:14. f meistarafl. karla fóru
fram tveir leikir, KR vann Aft-
ureldingu 24:16 og Ármann vann
Fram 31:18.
Baldur Möller:
SKÁK
Ingi R. og Pilnik
enn efstir
NÍUNDA umferð almælismóts
Gilfers var tefld á sunnudaginn
í Þórskaffi. Pilnik vann Guðm.
Aronsson, Ingi R. Guðm. Ágústs-
son og Eggert Gilfer Bjarna
Magnússon. — Að 9 umferðum
loknum eru þeir enn eftstir og
jafnir Ingi R. og Pilnik með 7%
vinning. Næstur þeim kemur
Eggert Gilfer.
Hér á eftir fer ein skákin frá
þessu fjölmenna skákmóti. — Er
það skák Inga R. og Áka Péturs-
sonar. Þó að hún sé skýringa-
laus, er hún skemmtileg fyrir
þá, er tafli unna.
HVfTT: Ingi R. Jóhannsson
SVART: Áki Pétursson.
1. Rf3
2. e4
3. Bb5
4. Ba4
5. 0—0
6. De2
7. Bb3
8. c3
Rc6
e5
a6
Rf6
Be7
b5
d6
Ra5
9. Bc2 c5
10. h3 Bd7
11. d3 0—0
12. Hdl Dc7
13. Rbd2 Rc6
14. Rfl a5
15. Bg5 h6
16. Bh4 Rh5
17. Bxe7 Rf4
18. Dd2 Rxe7
19. d4 Rxd4
20. Rxd4 Bc6
21. Re3 Hac8
22. d5 Bxh3
23. gxh3 Dd7
24. Rf5 Kh7
25. Rh2 g6
26. Rxe7 Dxe7
27. Khl Rxh3
28. f3 Dh4
29. Hfl f5
30. Bd3 Hc7
31. Dxa5 Hcf7
32. Del Dh5
33. Hcl fxe4
34. Bxe4 Hf4
35. Dg3 Rg5
36. Hc7t Kh8
37. Hgl Hxe4
38. fxe4 Rxe4
39. De3 Hf2
40. Hc8t Kg7
41. Da7t Hf7
42. Hc7 Rf2t
43. Dxf2 gefið.