Morgunblaðið - 24.03.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.1957, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 24. marz 1957 — Frjáls Frh. af bls. 1. Við sem að þessari félagsstofn- un stöndum lítum svo á, að hér sé á ferðinni mikið nauðsynja- mál. Flokkadrættir um þjóðfé- lagsvanda, hversu leysa skuli, erjur um dægurmál og viðhorf hvers konar og þar af leiðandi sviptingar, stundum harðar og illvígar: allt þess háttar er eðli- legt fyrirbæri og jafnvel sjálf- sagt og í raun og veru nauðsyn- legt hvar vetna þar, sem skoð- anafrelsi ríkir og hverjum ein- um er heimilt og skylt að berj- ast fyrir því, sem hann álítur sannast og réttast og leita fylgis hugðarefnum sínum. Einmitt þar sem svo stendur á er nauðsynlegt, bráðnauðsynlegt að til sé vett- vangur, þar sem snúizt sé til ramar gegn árásum á grund- Vallaratriði þau, sem sameina oss öll að baki dægurmálunum, sem »m er þrasað. Annars er hætta á »ð vömin verði út undan ein- mitt þar, sem hennar er mest þörf: vömin gegn eyoingaröflum frelsis og mannréttinda. í»að er óþarfi að rekja frekar hvað þá tekur við. Sum af oes eru þannig gerð, að vér myndum ekki geta hugsað oss að lifa lífi, sem á engan hátt getur mann- sæmandi talizt, og það er áreið- anlegt, að fyrir oss öllum vakir öðru fremur að vernda komandi kynslóðir, einkum ástvini vora, böm og bamabörn gegn voða þeim er yfir vofir viðunandi lifnaðarháttum og lífshamingju, sem þegar hefur gleypt ýms þjóðlönd og þjóðflokka og ógnar oss öllum með tölu. Hversu mjög sem vér, sem hér erum saman komin kunnum að vera á önd- verðum meiði um hinn minni vandann, má ekki sameiginleg ábyrgð vor á undirstóðunni fara forgörðum, sameiginlegt fylgi vort við grundvallaratriðin helt- ast úr lestinni eða hníga sem Baldur fyrir óheillaörvum líð- andi stundar. En sú er hættan og einmitt þarna er veikleiki lýðræðis þess, er verðskuldar nafnið, veikleiki sem illvígir andstæðingar hafa ver kunnað og læra æ betur að færa sér í nyt. Skal ég svo ekki orðlengja þetta frekar, aðrir munu gera það betur, en segi fundinn sett- an og óska þess innilega ,að eitthvað gott megi af hljótast við- ræðum vorum hér í dag og vænt- anlegri stofnun félags, sem sé unnt að fylgja heilhuga þrátt fyrir ólík viðhorf um dægurmál- in. — FRJÁLSHYGGJUMENN GEGN EINHÆUI Að ræðu Gunnars Gunnarsson- ar lokinni, var Þórir Þórðarson dósent, kosinn fundarstjóri og Eiríkur Hreinn Finnbogason cand. mag.. fundarritari. Að því loknu tók Lemboum til máls. Var erindi hans hið fróðlegasta. Hann skýrði frá því, að hin frjálsu menningarsamtök hefðu verið stofnuð í Berlín 1950 og frá upphafi hefðu fjölmörg skáld og andans menn tekið þátt í störf um samtakanna. Þó að skoðanir þeirra væru að ýmsu leyti ólíkar, eins og gerðist í lýðfrjálsum lönd um, þá hefðu þeir allir eitt sam- eiginlegt leiðarljós: andstöðu við einræði í hvaða mynd sem það birtist. Hann nefndi nokkur nöfn þekktra manna, sem að samtök- um þessum hefðu staðið og má t.d. geta þeirra Stephens Spend- ers, Arthurs Köstlers, Karls Jaspers, Gaiteskells o.fl. o.fl. — Hin frjálsu menningarsamtök náðu furðufljótt rótfestu í lýð- ræðislöndunum og hugsjónir þeirra breidust óðfluga út. Enn er landnámi þeirra ekki lokið að fullu. Má t.d. geta þess, að um þessat mundir er verið að stofna slíkt félag í Noregi. Aðalhvata- menn að stofnun félagsins eru norsku stórskáldin Arnulf Över- land og Sigurd Hoel. — Ræðu- maður ræddi mjög um það, hversu nauðsynlegt væri að sam- eina ólíka hópa undir merki and- legrar frjálshyggju, en á það hefði skort, að frjálshuga menn menning Gunnar Gunnarsson. stæðu saman í andstöðu sinni við einræðisstefnurnar, einkum hinn alþjóðlega kommúnisma, sem reynt hefði að grafa undan lýð- ræðisþjóðfélögunum með aðstoð s.n. hlutleysingja. — Þá drap Lembourn á nóvembeiHbylting- una í Ungverjalandi og sagði, að hin frjálsu menningarsamtök hefðu á ýmsan hátt dregið at- hygli manna að því, sem þar er að gerast, m.a. með því að koma á framfæri skoðunum rithöfunda og blaðamanna, svo að hinn frjálsi heimur gæti kynnzt at- burðunum af frásögnum sjónar- votta. Atburðirnir í Ungverja- landi hefðu sýnt öllum frjálshuga mönnum. hvort sem þeir skipuðu flokk jafnaðarmanna eða conser- vatívra, að nauðsynlegt er að sameinast gegn kommúnistahætt unni og slá skjaldborg um lýð- ræðið með kostum þess og göll- um. Hlutleysi gagnvart einræði er hættulegt, sagði ræðumaður og bætti við: Er sá hlutlaus, sem horfir aðgerðarlaus á, að maður er myrtur? SÁ, SEM EKKI SEGIR NEI — SEGIR JÁ Ræðumaður ræddi um hið and- lega tómarúm, sem oft myndast í menningarátökum samtímans og benti á, að kommúnisminn mundi sigra í baráttunni um þetta tómarúm, ef frjálshyggju- menn spyrntu ekki við fæti og verðu lýðræðishugsjón sína. Kommúnistar byggja sigurvonir sínar á hlutleysi manna, og því segði sá já við stefnu þeirra, sem ekki segði nei. — Lembourn minntist á margt fleira í hinni ágætu ræðu sinni, en engin tök eru á því að fjölyrða um hana hér. Að ræðu Lembourns lokinni las Tómas Guðmundsson skáld upp stefnuyfirlýsingu Frjálsrar menningar. Hún hljóðar svo: pÉLAGIÐ FRJÁLS MENN- ING er, eins og ráða má af nafni þess, umfram allt stofnað til verndar og efling- ar frjálsri hugsun og frjálsri menningarstarfsemi. I»að er óháð öllum stjórnmálaflokk- um, en skuldbindur meðlimi sína til jákvæðrar baráttu gegn hvers konar einræðis- hyggju, ríkisofbeldi og skoð- anakúgun. FRJÁLS MENNING kapp- kostar að sameina lýðræðis- sinnaða áhrifamenn um þetta markmið. Félaginu ber að efla kynni þessara manna innbyrðis, stofna til umræðu- funda og fræðslustarfsemi um menningarleg vandamál, inn- lend og alþjóðleg, beita sér Umrsebu.rn.ar um FiskveÍðasjóð Úrræbaleysl og sýndarmennska stjórnarliðsins Í ÖNDVERÐU ALÞINGI, sem nú situr, báru Sjálfstæðismenn f*- fram frv. um Fiskveiðasjóð og var efni þess að hækka ár- legt ríkissjóðsframlag til sjóðsins um 10 millj. kr. — úr 2 miilj. kr. Eftir langar og miklar vangaveltur stjórnarliðsins verður loks úr, að meirihluti sjávarútvegsnefndar leggur til að málinu sé vísað til stjórnarinnar. Samtímis viðurkenna allir fjárþörf sjóðs- ins og við afgreiðslu fjárlaga hafa verið hækkuð framlög til ýmsra málaflokka annarra, sumra veigamikilla, annarra veigaminni. Svo mikið er úrræðuleysi og sýndarmennska stjórnarliðsins, að um leið og það legst á jafn þýðingarmikið mál og að afla Fiskveiðasjóði nauðsynlegra og eðliiegra framlaga úr ríkissjóði — eru bumbur barðar og tilkynnt með forsiðufyrirsögnum stjórn- arblaðanna, að stjórnin sé að undirbúa „nýja löggjöf um Fisk- veiðasjóð". Svo kemur nýja löggjöfin. Efni hennar: Auknar álögur á fjár- vana sjóð, — annað ekki! 1 sambandi við þessi síðustu „úrræði“ stjórnarliðsins er rétt að minna á að blöð þess hafa mjög ranghermt frá umræðum á þingi um Fiskveiðasjóðinn. Gera þau sér sérstaklega tíðrætt um, að Jóhann Hafstein, sem var fyrsti flutningsmaður að frumvarpi Sjálfstæðismenna um eflingu Fiskveiðasjóðs, hafi aðallega verið með ásakanir vegna aðgerðaleysis fyrrverandi ríkisstjórnar í þessu máli. Nú vill svo til að endumýjun bátaflotans með lánum úr Fisk- veiðasjóði hefir aldrei meiri verið en í tíð fyrrverandi ríkisstjórn- ar. Jóhann Hafstein gerði mjög glögga grein fyrir þessu í fram- söguræðu sinni um málið. Vegna þessara rangherma og öfugmæla í fréttaflutningi stjórn- arblaðanna af umræðunum á Alþingi skal hér birt ræða Jóhanns Hafstein á Alþingi í fyrradag, þegar stjórnarfrumvarpið nýja um Fiskveiðasjóð var til 1. umræðu. Herra forseti! Ég hef í raun og veru lítið um þetta frv. að segja. Eins og fram kom í ræðu hæstv. ráðh., þá má ætla að það sé full þörf á því að gera þær breytingar á sjóðslögunum sem hér er um að ræða, að afnema hámarksákvæð in, bæði um lánveitingar út á fiskiskip og fasteignir, en það er náttúrlega tilgangslaust mál, ef sjóðnum er þá ekki aflað um leið meiri tekna. Við höfum ver- ið sammála um það hér í umr. um fiskveiðasjóðinn, ekki alls fyrir löngu, fyrir nokkrum dög- um, í þinginu, að sjóðnum sé mikil þörf á nýju fjármagni mið- að við þær aðsæður, sem menn þá höfðu í huga og breytist þetta auðvitað enn frekar til hins verra, þegar gert er ráð fyrir þeim breytingum, sem hér er um að ræða, að hækka hámarks- lánin til fiskiskipanna og fast- eignanna. En.það er að sjálf- sögðu alveg rétt, að bæði þeir sem standa að því að byggja fasteignirnar í sambandi við fyrir sameiginlegum yfirlýs- ingum, ef þörf þykir á, og sjá að öðru leyti um að koma skoðunum sínum á framfæri við almenning. Félagið á hliðstöðu með þeim menningarsamtökum, er nefnast á frönsku Congrés pour la Liberté de la Culture og starfa víðs vegar í lýðræð- islöndum, en er óbundið þeim að öðru en sameiginlegri holl- ustu við frjálsa hugsun og frjálsa menningu. Stefnuyfirlýsing þessi var sam þykkt með samhljóða atkvæðum fundarmanna, sem síðan undir- rituðu hana. — Þá sagði Eiríkur Hreinn Finnbogason frá ráð- stefnu ungra skálda og gagn- rýnenda, sem haldin var í Stokfc- hólmi í þessum mánuði á vegum sænska félagsins Frjáls menn- ing. Var þar aðallega rætt um vandamál ungu skáldanna. Var samþ. að fela undirbúningsnefnd að gegna stjórnarstörfum til framhaldsaðalfundar. ★ Hans Jörgen Lembourn heldur fyrirlestur fyrir almenning í 1. kennslustofu Háskólans n.k. þriðjudag. þennan atvinnu veg þjóðarinnar, i bátaútgerðina, og ætla sér að eignast og reka ný og stærri fiskiskip, hafa allir þörf fyrir aukið lánsfé, miðað við það sem verið hefur. Ég heyrði það á ræðu hæstv. ráðh., í lok ræð- unnar, að hann gerði ráð fyrir því að það mundi sennilega síð- ar og í öðru formi verða fluttar till. af hálfu hæstv. ríkisstj. úm að efla að einhverju leyti tekju- möguleika sjóðsins og það er gott til þess að vita. Ég vil aðeins í sambandi við blaðafrásagnir af umr. hér á Al- þingi um fiskveiðasjóðinn fyrir nokkrum dögum, láta í ljós nokkra undrun mína yfir því, hversu troveldlega fréttariturum sumra blaða gengur að skilja mál þingmanna, og það er raunveru- lega leitt til þess að vita, að maður skuli þurfa að lesa það í dagþlöðunum að maður hafi sagt allt annað heldur en maður dag- inn áður segir í þingsölunum. Það eiga nú sjálfsagt fleiri um sárt að binda í þessum efnum heldur en ég. Það hefur verið gert að umtalsefni í fleiri blöð- um og sett í fyrirsagnir og endur tekin skrif, að í mínu máli hér um fiskveiðasjóðinn, hafi aðal- efni þess verið það að ráðast á aðgerðarleysi stjórnar Ólafs Thors, til þess að efla fiskveiða- sjóð. Nú vil ég vekja athygli á því til ábendingar fyxir fréttaritara blaða, sem hér eru, að þegar lagt var fram frv., um breytingu á fiskveiðasjóðslögunum á þskj. nr. 18, þá fylgdi því ýtarleg grg., og sem ég rakti þá og sem vitnað var til af framsögumanni minni hl. sjútvn. í umr. nú fyrir nokkr- um dögum, þar sem kemur ein- mitt fram, hversu mikil efling eða uppbygging bátaflotans hef- ur átt sér stað á undanförnum árum, svo að hún hefur aldrei verið meiri. í stjórnartíð Ólafs Thors, eins og það hefur verið orðað í blöð- unum, voru sett, eins og kunnugt er, 1955, ný löggjöf um fiskveiða- sjóð. Þá löggjöf hafði undirbúið nefnd manna, og var margt í henni fært til betri vegar frá því, sem áður hafði verið í eldri lög- unum um fiskiveiðasjóð. Varð- andi fjáröflun til sjóðsins, þá var það nýmæli tekið upp í lög- gjöfina, að ríkissjóður skyldi leggja sjóðnum árlega tvær millj. króna. Ég hef látið í ljós þá skoð- un mína, að ég taldi þá og tel enn, að þetta ríkissjóðframlag hafi verið of lágt, en það var þó nýtt, og ég bendi á að það er nokkuð mikið miðað við það, sem áður hafði verið, að á hálfri öld hafi sjóðurinn eignast rúmar 100 millj. króna, en á þessum 50 ár- um höfðu bein ríkissjóðsframlög til sjóðsins fram til þessa ekki numið nema 11 millj. króna. Einnig gerðist það, að sjóðnum var á þessum tíma lagt fé, átta millj. króna af tekjuafgangi rík- issjóðs 1954 og tíu millj. króna af tekjuafgangi ríkissjóðs 1955. Og ég vek alveg sérstaka athygli á því, að á 2% ári, þ. e. a. s. árinu 1954 og 1955 og hálfu ár- inu 1956, þá hefur sjóðurinn veitt í lán til bátabygginga, endurnýj- unar bátaflotans og annarra verkefna af svipuðu taki fyrir 81.jnillj. króna, og er það miklu hærri upphæð heldur en sjóð- urinn hefur nokkru sinni áður veitt aðláni í þessu skyni, en lán- veitingarnar námu, eins og fram kom í grg. fyrir frv. okkar, 20,9 millj. króna 1954, 25,7 millj. króna 1955 og 34,3 millj. króna fyrri árshelminginn 1956. Og það var einnig vakin athygli á því af minni hálfu og í grg. frv., að fyrir fjórum til fimm árum þá var það áætla ðað Fiskifélagi íslands, að hæfileg aukning báta- flotans mundi mega teljast 1000 rúmlestir á ári, en á undanförn- um 214 ári, sem ég vitnaði til áðan um lánveitingarnar, þá hef- ur aukning bátaflotans numið 1710 rúmlestir að meðaltali. Sést af því, sem ég nú hef sagt, að sjóðurinn hefur verið miklu drýgri til lánveitinga og stuðn- ings við sjávarútveginn á þess- um árum en áður fyrr, og enda þótt þörf hans sé og hafi verið mikil fyrir aukið fjármagn, þá var honum þó á þessum árum lát- ið í té allverulega mikið nýtt fjármagn, og í fyrsta skipti tekið upp svo að nokkuð um munaði ákveðin ríkissjóðsframlög. Og það væri beint eða eðlilegt fram- hald af þessari löggjöf að auka ríkissjóðsframlagið, eins og við lögðum til í frv. okkar á þskj. 18, ef haft er í huga hvað ríkis- sjóður hefur einmitt aukið fram- lög sín, bein framlög sín til ann- arra þarfa og góðra mála, sem að vissu leyti eru sama eðlis og hliðstæð þessum, og sem ég vakti athygli á, eins og til rafvæðingar landsins, til ýmsra landbúnað- arframkvæmda og til aukins jafnvægis í byggð landsins. Ég taldi eðlilegt og tel eðlilegt, að hér hefði fiskveiðasjóður átt að fylgjast að, og þar sem fram- lagið úr ríkissjóði var ákveðið tvær millj. kr., 1955, hefði mátt verulega hækka það nú. Lögðum við Sjálfstæðismenn til, að það væri hækkað um 10 millj. króna, og það hefði að vissu leyti gert gagn, þó að það hefði verið eitthvað minna. Mér finnst ástæða til að minna á þessar staðreyndir, án þess að fara nú um það fleiri orðum. Eins og ég sagði um þetta frv„ þá er eðlilegt að það fari til nefnd ar, og mér finnst í sjálfu sér efnislega skiljanlegar og eðlileg- ar þær breytingar, sem það ger- ir á fiskveiðasjóðslögunum, ea endurtek það, sem ég sagði áðan, að það gerir náttúrulega aðstöðu sjóðsins ennþá verri og miklu erfiðari en áður, ef ekki þessu samfara verður séð fyrir nýrri tekjuöflun, og vil ég því tengja nokkrar vonir við það, sem fram kom í ræðu hæstv. sjúttvrh., að það mál væri enn í íhugun hjá hæstv. ríkisstjórn. □-----------------------D NEW YORK, 23. marz — Enn hefur ekkert fundizt af banda- rísku herflugvélinni, sem hvarf í gær á leiðinni frá Vesturströnd Bandaríkjanna til Tokyo. Tugir flugvéla og skipa hafa tekið þátt í leitinni, en án alls árangurs. 67 manns voru um borð. □-----------------------□

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.