Morgunblaðið - 24.03.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.03.1957, Blaðsíða 6
8 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. marz 1957 Sextugur á morgun: Sigurður Ágústsson alþingismaður SIGURÐUR ÁGÚSTSSON al- þingismaður og kaupmaður í Stykkishólmi er sextíu ára á morgun, fæddur í Stykkishólmi 25. marz 1897, sonur Ágústs Þór- arinssonar verzlunarstjóra Tang & Riis-verzlunar og konu hans Ásgerðar Arnfinnsdóttur og eru ættir þeirra merku heiðurshjóna svo vel kunnur, að óþarfi er að rekja þær. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum í Stykkishólmi og hefir átt hér heimili alla tíð. Hann er giftur Ingibjörgu Helga- dóttur frá Karlsskála, merkri gæðakonu. Ég kom hingað til Stykkis- hólms vorið 1907 og þá hófust kynni okkar Sigurðar. Við urð- um fljótt góðir vinir og hefir sú vinátta haldizt nú í hálfa öld. Nánust samvinna okkar byrjaði 1927 er ég varð starfsmaður hjá verzlun er faðir hans veitti for- stöðu og þar unnum við saman til 1931, en frá þeim tíma og til 1954 vorum við saman í hreppsnefnd Stykkishólmshrepps. Fljótt fann ég áhuga Sigurð- ar í hverju starfi enda var honum fljótlega falið af kauptúnsbúum að vinna að trúnaðarmálum kauptúnsins. Þar lagði hann sig fram og var lífið og sálin í fram- förum og hagsæld kauptúnsins og má segja að Stykkishólmsbúar eigi engum manni meira að þakka þær umbætur og framfar- ir, sem hér hafa orðið, að öllum öðrum ólöstuðum. Hann er einn þeirra manna, sem allra vand- ræði reynir að leysa og eru þeir margir hér í kauptúninu og úti um sýsluna er notið hafa ráða hans og aðstoðar við að koma áhugamálum sínum fram. Og mikinn þátt mun hann hafa átt í að hjálpa kauptúnunum hér á nesinu til að koma fram málum sínum, enda sýna það Ijóst störf hans sem þingmanns Snæfell- inga. Vonandi á sýslan eftir að njóta þingmennsku hans um mörg ár enn. Á þessum tímamótum færi ég honum innilegar þakkir fyrir ágæta hálfrar aldar samvinnu og sérstaklega við hreppsnefndar- störf í nærfellt 23 ár. Honum og konu hans þakka ég einlæga vin- áttu og tryggð, óska þeim alls góðs og guðsblessunar í framtíð- inni. Kristján Bjartmar. ★ ★ ★ MIG LANGAR til að senda Sig- urði Ágústssyni alþingismanni ör litla afmæliskveðju í tilefni þessa dags. Hann hefir verið minn ágæti vinur um 15 ára samveru- skeið. Góðvild hans og velvilji eru fáu lík. Allra vandkvæði vill hann leysa og er oft ótrú- legt hve hann fær miklu áorkað. Heimili hans og hans ágætu frú- ar, Ingibjargar Helgadóttur er landskunnugt. Fjöldinn, sem þar hefir notið ánægjulegra stunda og einstakrar hlýju húsbændanna mun seint talinn. Athafnasamur hefir Sigurður ætíð verið, borið hag síns byggðarlags fyrir brjósti. Hér hefir hann lifað og starfað öll sín ár, þykir vænt um Breiða- fjörðinn og "ill hans frama í hvívetna. Eins páttar í lífi Sigurð ar vil ég sérstaklega minnast, en það er að hann hefir allt sitt líf verið alger bindindismaður á vín og tóbak og gefið öðrum með því gott fordæmi. Er gott að minnast þess á þeim tíma þegar fjöldinn þykist varla maður með mönnum nema að hafa fylgd þessarar nautnar. Ef til vill hef- Poplinfrakkar nýkomnir í miklu úrvali ur Vestur-þýzku poplini P. EYFELD Ingólfsstræti 2 — Sími 5098. Cocoa 100 gr. — 250 gr. og 2*á kg. — Hagstætt verð — H. Benediktsson hf. HAFNARHVOLL — SÍMI 1228. Bólstruð húsgögn í miklu úrvali. Athugið verðið og hina góðu greiðsluskilmála hjá okkur. Húsgagnaverzlun Guðmundar Guðmundssonar, Laugavegi 166. ir mesta hamingja Sigurðar ver- ið í því að kunna að velja og hafna. Um hann hefir jafnan stað ið styr eins og hvern þann er mörgum björgum lyftir í þágu síns heimaranns. Af öllum sínum verkum hefir hann vaxið. f svo stuttri grein eru ekki tök á að minnast allra hinna margþættu starfa Sigurðar enda er það fjarri honum að miklast af störfum sín um. Hinu fagna ég að Stykkis- hólmur og Snæfellsness- og Hnappadalssýsla hafa átt og eiga það lán að njóta starfskrafta hans og manndóms, fagna því að svo mun enn lengi verða. Landi og þjóð óska ég þess að eiga sem flesta með hugarfari Sigurðar Ágústssonar. Honum sjálfum óska ég að hann sjái sem ríkasta ávexti starfs síns, góð- vildar og göfugmennsku og óska þess að allt, sem hann tekur sér fyrir hendur megi blessast til hagsbóta fyrir heildina. Ég veit af eigin raun að ekkert er honum kærara en að sjá kjör þeirra er hann vinnur fyrir batna og að hver maður eigi við sem beztar aðstæður að búa. Þessum orðum lýk ég með þökk til þeirra hjóna fyrir velvild liðinna ára. Bið þeim og syni þeirra allrar blessunar í komandi framtíð og vona að heimahagarnir megi sem lengst njóta þeirra. Gæfa og gengi fylgi jafnan af- mælisbarninu. Árni Helgason. ★ ★ ★ SIGURÐUR ÁGÚSTSSON er bor inn og barnfæddur Snæfelling- ur. Hann þekkir þar hvern bæ og hvert hús. Hann veit deili á öllum Snæfellingum, elcki að- eins þeim, sem nú lifa, heldur og næstu kynslóðum á undan, einni eða tveimur. Þennan kunn- ugleika sinn hefur Sigurður öðl- azt með því að lifa og starfa með fólkinu. Sigurður hefur lengi haft sinn eigin atvinnurekstur og verið at- hafnasamari framkvæmdamaður en flestir aðrir. Engum kemur samt til hugar að saka Sigurð Ágústsson um eigingirni. Allir vita, að áræðni hans, bjartsýni og framkvæmdahugur beinast fyrst og fremst að því að verða Snæfellingum til góðs. Fyrir þá, hefur hann unnið, þeir njóta á- vaxtanna af starfsorku hans. Sigurður Ágústsson hafði lengi áður en hann gaf kost á sér til þingmennsku, verið einn helzti styrktarmaður Sjálfstæðis- flokksins í héraði. Flokknum var það mikill fengur, er hann bauð sig fram til þings, því að á Snæ- fellsnesi er enginn maður vin- sælli en Sigurður. Á Alþingi hef- ur Sigurður unnið af yfirlætis- leysi og þrautseigju að framgangi áhugamála sinna. Þar hefur hann einkum sinnt framfaramálum héraðs síns og sjávarútvegsmál- um. Sigurður lætur seint niður falla það málefni, sem hann berst fyrir og er þess vegna hverju máli, sem hann tekur að sér, tryggður öruggur talsmað- ur. Heim að sækja er Sigurður mikill höfðingi. Heimili hans er að vísu í fornum húsakynnum en flestum öðrum vistlegra og móttökur og allur aðbúnaður slíkur, að gestir og gangandi vita, að þeir eru þar velkomnir. Hin ágæta húsfreyja Sigurðar, frú Ingibjörg Helgadóttir, á að þessu hlut með honum á sama veg og hún hefur í öllu lífsstarfi hans verið honum stoð og stytta. Á sextugsafmæli Sigurðar sameinast allir vinir þeirra hjóna víðs vegar um land í einlægum óskum um heill og hamingju þeim til handa. Bjarni Benediktsson. sbrifar úr dagleqa lifinu ] FRÆÐAÞULUR kom nýlega að máli við Velvakanda og minntist á það að lítið væri nú á dögum minnzt á árstíða- skiptin, jafndægrin á vori og hausti, sem eru þó alltaf miklir atburðir í almanakinu og þóttu áður fyrr að réttu merk tíma- mót. Gangur himintunglanna. JAFNDÆGRI á vori var á mið- vikudaginn nú í vikunni og það er þess virði að menn fylg- ist með þessum gömlu tímamörk- um, þótt á öld véla og tækni vilji gamlir siðir og forn fróð- leikur oft gleymast. Aldrei sér maður nú í blöðum forna tíma- talið notað; hver talar nú lengur um nón og óttu, miðjan morg- un og aftan og náttmál. Kann- ski kenna íslenzkukennararnir enn á hvaða stundu sólarhrings þau teljast, en varla er þeirra annars staðar getið. Þó er það nokkur skaði því hin gömlu tímamörk eru fögur orð íslenzk, hljómmikil og forn og væri vel ef unnt reyndist að gera þau aftur að daglegu máli alþýðu manna. ' Horfellir hreindýranna. UM fátt er meira talað manna á milli þessa dagana, en hreindýrin, sem standa í hálf- gerðu og algerðu svelti austur á landi. Það er svo að þeir sem í höfuðborginni búa eiga all- erfitt með að gera sér í hug- arlund hamfarir íslenzkrar vetr- arveðráttu. Hér gerir aldrei neinn vetur, finnst okkur, sem ein- hvern tíma höfum búið fyrir austan eða norðan. Og allra sízt eru manni jarðbönn og svelti i hug þessa dagana í snjólausri borg, þar sem sólin skín í heiði hvern einasta dag. En austur í Hróarstungum og Fellum er harmsaga að gerast í miðju vetrarríkinu. Þar eru kóng ar öræfanna, að falla úr hor og sæta örlögum sem nú þykja sem betur fer ekki einu sinni lengur samboðin íslenzka hestinum, en önnur skepna mun ekki hafa ver- ið meira pínd og hraksmánar- legar meðfarin í sögunni. Skjótra úrræða þörf. ÞAÐ eru miklar hörmungar fregnir sem frá hreindýrun- um að austan hafa borizt undan- farna daga. Sú spurning sem þá fyrst vaknar í hugum allra er hvað unnt sé að gera til þess að koma í veg fyrir að heilir hópar dýranna verði hungrinu að bráð. Það ráð hefir þegar verið reynt að gefa þeim laufborið úthey og hafa það verk annazt bændur, sem næstir búa hreindýraslóð- um. Nokkuð einkennilegt er þó, að austfirzkir bændur á þessum slóðum telja flestir að ekki tjói að gefa dýrunum hey. Þau muni ekki taka þá fæðu. Reynslan virð ist þó einmitt sanna hið gagn- stæða, því að í síðasta harðinda- H úsgagnasmiði og trésmiði, vana innréttingavinnu, einnig vélamann, vantar okkur nú þegar. C. Skúlason & Hlíðberg ht. H afnarfjörður 3ja herbergja hæ-5 í nýlegu steinhúsi til sölu. íbúðin er í I. flokks standi með sér hita. GUÐJÓN STEINGRÍMSSON hdl. Strandgötu 31, Hafnarfirði, * Sími 9960. vetri brutu hreindýr niður hey á víðavangi og gerðu sér góðan mat úr. Þegar þetta er ritað er ekki enn vitað hvernig þessum sjálfsögðu heygjafartil. raunum hefir reitt af, en ef vel tekst má ekki við svo búið sitja heldur verður þegar að fljúga af stað með troðfulla „skymastera** austur og varpa niður fóðrinu. Við íslendingar höfum flutt formæður og forfeður þessara hreindýra inn í landið og við ber- um öll ábyrgð á því að þau verði ekki drepin úr hor. Slælegt eftirlit? EN það er annar þáttur þess- arar sultarmála, sem mig langar að lokum til að minnast á. Það hefir vakið mikla athygli að fregnirnar af því að um 25 dýr hefðu fallið úr hor bárust ekki frá þeim aðilum, sem hafa þá verkskyldu að líta eftir dýr- unum, frá hreindýraeftirlitsmönn unum. Þær komu frá bændum á hreindýraslóðum í blöðin hér I Reykjavík, og þar fékk stjórnar- ráðið, sem hefur með dýravernd- unarmálin að gera, sína fyrstu vitneskju um þessa uggvænlegu atburði. Mig skortir þekkingu til þess að geta dæmt um hvort hér hefir verið um vanrækslu hinna stjórnskipuðu eftirlitsmanna að ræða. Vera má að þeim hafi ekki verið hungurdauði dýranna kunnur. En þó finnst mér, að ástandið hafi hlotið að liggja í augum uppi; öllum voru harðind- in kunn og jarðbönnin austur þar og einnig það, að dýrin höfðu leitað sér fæðu alveg heim undir bæi. Svo það má vera meira ea lítill sljóleiki að gera sér ekkl ljóst hvernig ástandið var og grípa þá þegar í taumana. En eitt er ljóst og það er, að miklu betra eftirlit þarf að hafa með hreindýrunum framvegis svo slík smán endurtaki sig ekkl að tugir þeirra deyi úr sulti í heimahögum áður en nokkrum manni dettur í hug að skýra opin- berum aðilum, sem ábyrgir eru fyrir viðhaldi stofnsins frá því. Það er sannastur mælikvarði á menninguna hvernig búið er að málleysingjunum og öðrum smælingjum, og varla verður sagt að við höfum staðizt prófið i ■ þetta sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.