Morgunblaðið - 31.03.1957, Side 2
2
MORGVIVBLAÐIÐ
Sunnud. 31. marz 1937
Gjaffelldur vetur
Er jboð ekki lögmál lifsins oð
eiga sinn aldurtila ?
Skriðuklaustri, 25. marz.
Hér hefur hlánað vel undanfarna
daga. Er nú mikið til autt hér á
láglendinu, en mikið vacn
er þar víða. Flekkétt er og orðið
upp í hlíðamar, einkum að vest-
anverðu, en þeim megm var snjór
inn alltaf mimii en á austur-
byggð. Ég hef aldrei séð Fljóts-
dalinn jafnhvítan og hann var
am miðjan marz. E.ida er það
margra mál að snjóriim hafi ver-
ið einhver sá mesti er þeir muna,
einkum á SuðurdaL Var þar
botnlaus ófaerð. En snjórinn var
mjög laus og leysti því undra
fljótt í hlákunum xmdanfama
daga, svo að nú er alls staðar
komin upp jörð. Hér a austur-
byggðinni munu bændur almennt
hafa fengið lengstu samfelldu
innistöðu fyrir fé í undanfömum
storku- og snjókafla, sem þeir
muna úr sínum búskap. Er þessi
vetur nú orðinn gjaffelldari víða
hér í dal heldur en harði vetur-
km 1951. En eftir er nú einmán-
uðurinn, sem þá var mjög ill-
viðrasamur. Athugun á heyforða
hefur nýlega farið fram í hreppn
um og eru birgðir nægar. Hins
vegar rnun þurfa meira kjam-
fóður ef vorharðindi yrðu mikil.
HBEINDÝRIN
Mikið hefur verið rætt um
hreindýr í blöðum að undanförnu
og einnig nokkuð á þau minnzt
í útvarpi. Hefur mér virzt gæta
þar allmikils misskilnings, svo
sem vænta má, þar sem jafnan
er eitthvað af lausafregnum á
sveimi. Ég hef ekki löng kynni
af hreindýrum og því kannske
lítið á minni umsögn að byggja.
En nokkuð hef ég séð af dýrum
að undanfömu. Em þau að vísu
misjöfn að útliti, en mörg líka
í bezta fjöri. Hér í dal hafa allt-
a/ verið allgóðir hreindýrahagar
og svo hefur einnig verið í Fell-
um. Og dýrin hafa verið mjög
dreifð og er það mikil trygging
íyrir sæmilegri björg fyrir þau.
— Hins vegar mun graslendi i
byggð aldrei henta þeim vel. En
nú síðustu dagana hefur komið
allgóð jörð um mikinn hluta
Flj ótsda lshéraðs og njóta hrein-
dýrin þess ekki síður en sauðféð.
Og nú er mér sagt að dýrin séu
tekin að leita í áttina til öræf-
anna, m. a. upp Jökuldal og inn
í Rana. En þar er jarðsælt mjög
og heimkynni dýranna, er þau
rása frjáls bæði sumar og vetur.
Ég held að engan kvíðboga þurfi
að bera fyrir dýrunum héðan af.
Það er komin sú jörð að tæplega
þrýtur hana hér eftir, einkum
vegna þess, að nú er allur snjór-
ixm frá síðari hluta vetrar horf-
inn, og leysir því fljótt bæði fyr-
ir þíðviðri og sólbráð.
LÖGMÁL LÍFSINS
NÆR TIL HREINDÝRA
Ég hef verið að spyrjast fyrir
um hve mörg dýr sé vitað um,
sem drepizt hafa í vetur, en eng-
ar áreiðanlegar upplýsingar eru
fyrir hendi um það. Hitt er vitað
Spánskur styrkur
RÍKISSTJÓRN Spánar hefur
heitið íslenzkum stúdent eða
kandidat styrk til háskólanáms
á Spáni frá 1. okt. 1957 til 30.
júní 1958.
Styrkurinn nemur 16 þús. pes-
etum nefnt tímabil. Ef námsmað
urinn æskir, mun honum verða
útvegað húsnæði og fæði í stúd-
entagarði gegn venjulegu gjaldi.
Styrkþegi þarf hvorki að greiða
innritunar- né skólagjald.
Þeir, sem kynnu að hafa hug
i að hljóta styrk þennan, sæki
um hann til menntamálaráðu-
neytisins fyrr 1. maí n. k.
Umsókn beri með sér, hvers
konar nám umsækjandi hyggst
stunda, og fylgi staðfest afrit af
prófskírteini svo og meðmælum
eí til eru.
að hér er aðallega um gamlar kýr
að rasða. Hér í dal var nýlega
skotið dýr, sem var orðið mátt-
lítið. Það var því nær tannlaust
orðið.
En þarf annars nokkurn að
undra þótt dýr deyi úr villtri
hjörð? Er það ekki lögmál lífsins
að eiga sinn aldurtila? Og er þá
ekki líka eðlilegt að hann ltomi
frekar þegar ytri aðstæður eru
erfiðar, eins og í snjóa- og hag-
leysuvetrum? Það er engum vafa
btmdið að á hverjum vetri hníg-
ur eitthvað af dýrum að velli.
Sjálfsagt fátt, þegar lífskjörin
eru góð, fleira þegar hart er í
ári. Og trúlega er það megin-
Þjóð í hrapi
NÝR BÆKLINGUR með þessu
nafni eftir Benedikt Gíslason frá
Hofteigi er kominn út og til sölu
á götum og í verzlunum. Fjallar
hann lun þjóðmálahorfurnar, og
er þar komið víða við. 1 lok
bæklingsins segir höfundur svo:
„Ég hef ráðizt í það að gefa
þessa grein út sérprentaða, í
bæklingi þessum. Ég gerði ráð
fyrir þröngum dyrum lun hennar
inngang í blöðum flokkanna á
fslandi, enda er það svo, að ein-
skis flokks sjónarmið dregur hún
fram og engum flokki er bægt
með henni. Ég leyfi mér að skír-
skota til þjóðarinnar í svo alvar-
legu máli, sem framtíð þjóðar-
innar er nú í dag, því hér 'er
ekki um neitt annað að ræða en
að færa þjóðfélagið á grundvöll
starfs og framleiðslu á fulla á-
byrgð þegnanna“.
ástæðan nú til þess að með
meira móti fellur af dýrum, að
undanfarnir vetur hafa verið svo
góðir að aldrei hefur þrengzt um
haga. Menn tala um mannúðar-
leysi að láta dýrin deyja drottni
sínum við hungur og harðrétti —
kveljast til bana. Ég held að þetta
sé misskilningur. Ég held að
dvaladofi sæki á dýrin, sem end-
ar með svefni, dauðasvefni. Þessa
áiyktun má draga af áistandi dýr-
anna. Og ég sé enga skynsamlega
hugsim í því að álykta að dýrin
endi lif sitt á kvalsufullan hátt.
Mér sýnist að dýrin séu nú slopp-
in yfir himgurhættuna, — og
raunar held ég að þau hafi aldrei
verið í henni.
SNJÓBÍLL GERIR
LÆKNISVITJUN MÖGULEGA
Fyrir skömmu vildi það slys
til á Aðalbóli í Hrafnkelsdal að
lítil stúlka, dóttir hjónanna þar,
handleggsbrotnaði. Fóru báðar
pípur sundur á framhandlegg of-
an við úlnlið. Gert var að brot-
inu til bráðabirgða, en héraðs-
læknirinn fór vestur á snjóbíl
daginn eftir og gerði að meiðsl-
inu. Snjóbíllinn kom hér upp í
Fljótsdal og fór upp frá Ressa-
stöðum og hjálpaði jarðýta hon-
um upp á brún. Eftir það gekk
ferðin greiðlega vestur á brún
Hrafnkelsdals. En án sjnóbílsins
hefði orðið erfitt að veita barni
þessu læknishjálp. — J. P.
Austur á Meðallandssandi er hópur
manna sem að því vinnur að bjarga
norska selveiðiskipinu Polar Quest, sem
þar strandaði fyrir nokkru. Er skipið
annar stærsti selfangari sem Norðmenn
eiga, vandað tréskip og hið fallegasta.
Nú eru þeir sem að björguninni vinna
mjög vongóðir um að takast megi að ná
skipinu aftur á flot. (Ljósm. Gísli
Brynjólfsson, Kirkj ubæj arklaustri).
Þjóðkunnur læknir ber fram
kröfuna um D vífamín í mjélk
i
SÍÐASTA Fréttabréf um heilbrigðismál, skrifar ritstjórinn
próf. Niels P. Dungal greinina: Hvernig verður sólarleysið
bætt. Fjallar greinin um beinkramarmyndanir, sem eiga rót sína að
rekja til D-vítamínsskortsins. Segir prófessorinn frá því að hann
hafi árið 1945 skoðað 239 börn hér í Reykjavík og leiddu röntgen-
myndir, af beinum þeirra í ljós að 77% þeirra voru með beinkröm.
Börnin voru á aldrinum 3 mánaða til 2 ára.
I sumarblíðu er Sælu-
vikan undirbúin
Sauðárkróki, 30. marz:
HÉR hefur verið í dag einmuna
blíða, líkt og um hásumar væri.
Hitinn komst upp í 12 stig í for-
sælu þegar heitast var. Undirbún
ingur er mikill undir Sæluvikuna,
eða „sæluna“ eins og hún er al-
mennt nefnd hér um slóðir. Það
er ekki einasta að þeir sem
skemmtunum eiga að halda uppi
æfi af fullum krafti, heldur búa
verzlanir sig undir mikil viðskipti,
því Sæluvikan er önnur kauptíð
Skagfirðinga. 1 næstu viku munu
verða jafnvel meiri annir hér á
Sauðárkróki heldur en f haust-
kauptíð eða við ullarinnlegg á vor
in og ekki mun blíðskaparveðrið
ef það helzt spilla fyrir aðsókn-
inni að „sælunni".
Líkur eru til þess að allir veg-
ir muni verða greiðfærir og að
hin miklu snjóalög muni leysa en
hér eins og um allt Norðurland
hefur að undanfrönu kyngt nið-
ur miklum snjó.
Hingað ’ omu í dag 3 flugvélar
og er það óvenjuleg mikið. Var
Batnandi ástand
á Héraði
EGILSSTÖÐUM, 30. marz: —
Hér er komin asahláka og er um-
ferð erfið vegna krapalegs, en
fer ört batnandi því ýtur eru að
ryðja vegina. í gær fór bíll héð-
an og að Hallormsstað, sem er
30 km leið. Var bíllinn um 7 klst.
á leiðinni.
Góð jörð er nú komin upp um
allt Hérað og upp á Jökuldal,
svo segja má að ástandið fari nú
hraðbatnandi hér um slóðir. — A.
flutt fólk og vörur og standa þess-
ir flutningar í sambandi við Sælu-
vikuna Sem dæmi um það hve
leysingarnar eru miklar, má geta
þess, að í dag var sem stórfljót
félli í gegnum kaupstaðinn miðj-
an, því leysingavatn flæddi um
veginn hjá kirkjunni svo að ekki
var fært gangandi mönnum nema
vel stígvéluðum. Góðviðrið hefur
létt áhyggjum af þeim er borið
hafa hita og þunga undirbún-
ingsins að Sæluvikunni, því verði
færð góð til Sauðárkróks eru þeir
Skagfirðingar fái sem sitja mimu
af sér „sæluna“. — Vignir.
Góðir hagar komnir
BÚÐARDAL, 30. marz: — Snjó-
létt er nú orðið hér víða um
sveitir og eru hagar orðnir góðir
fyrir sauðfé. Búið er að ryðja bíl-
veg frá Ásgarði í Hvamms-
sveit suður að Breiðabólstað í
Miðdölum. Eftir helgina verður
sennilega ýtt á Fjallinu, (Bröttu
brekku).
Prófessoj; Dungal bar fram
kröfuna um að mjólkin verði D-
vítamín-bætt, þar sem það sé
mjög auðvelt. Þessi aðferð til að
auka D vítamín-innihald mjólk-
urinnar ryður sér mjög til rúms
og t. d. í Vestur-Þýzkalandi er
hún notuð í 180 mjólkurbúum.
ÓÞEKKT SÍÐAN 1950
Próf. Dungal segir fi'á einu
dæmi, bænum Oldenburg, sem
sé tvisvar sinnum stærri borg
en Reykjavík. Síðan 1950 er bein-
kröm í börnum borgarinnar
óþekkt.
Prófessorinn segir að kostn-
aðurinn við að bæta D vítamíni i
mjólkina sem fer gegnum Mjólk-
urstöðina hér í Reykjavík á dag,
60—70.000 litra, muni kosta alla
um 300 kr. á dag eða Vz eyri á
lítra, sem innihaldi á eftir 1000
einingar af D3.
ÚR SÖGUNNI
Lýkur prófessorim: þessari
merku grein sinni með þeim orð-
um að ef að þessu ráði yrði horf-
ið, sem hann svo mjög hvetur til,
þá mundi beinkramarhættan
hverfa úr sögunni að mestu eða
öllu leyti. Barnshafandi konur
og gamalt fólk sem ekki fer mik-
ið út myndi síður fá bakverki
og gigt, sem svo lengi hefur legið
í landi hér.
HÖFN í Hornafirði, 30. marz: —
Einstök veðurblíða er hér og er
allt útlit fyrir að þessi vetur ætli
að líða svo að hér falli ekki snjór.
Þó eru aðeins undantekningar á
því. T.d. hefur á tveimur bæjum
í Lóni í Þórisdal og Hvammi,
verið haglaust mikinn hluta vetr-
arins, þó að autt hafi verið á
næstu bæjum sitt hvorum megin
við þá. — Gunnar.
Flugfélag íslands
fjolgar utanlandsferðum
FLUGFÉLAG ÍSLANDS hyggst
fjölga mjög flugferðum milli ís-
lands og útlanda í sumar. Gengur
sumaráætlun félagsins í gildi 1.
maí, en hún verða að mestu
óbreytt frá því, sem nú er, þar
til 1. júní. Þá verður ferðum
fjölgað í 6 í viku frá Reykjavík
til útlanda, en síðan aftur um
mánaðamótin júní—júlí í 9 ferð-
ir í viku hverri til 5 staða er-
lendis, en þá mun Flugfélag Is-
lands hafa tekið báðar Viscount-
Brezk verkföll aukast
London 30. marz.
VERKFALLH) í skipasmíðastöðv
um og verksmiðjum í sex iðnaðar
borgum Bretlands, hefur nú stað-
ið í viku og breiðist enn út. í
dag hófu 500.000 menn verkfall,
og hefur þá alls hálf önnur millj.
manna lagt nlður vinnu, en það
mun vera um helmingur allra
þeirra, sem vinna í verksmiðjum
Bretlands.
Verkalýðsleiðtogar hafa logt
til, að hinn helnringurinn leggi
líka niður vinnu, ef ekki næst
samkomulag innan viku. Ekki er
búizt við neinum sáttatilraunum
yfir helgina, en á þriðjudag munu
leiðtogar þeirra verkalýðssam-
taka, sem hhit eiga að máli, koma
saman og ræða þá tillögu verka-
málaráðherrans, að verkfallinu
verði frestað, þangað til dómstól-
arnir bafa rannsakað deiluna.
Frá Reuter.
flugvélar sínar í notkun. Eru
þetta fleiri ferðir en félagið hef-
ur nokkru sinni fyrr haldið uppi
milli landa síðan það hóf milli-
landaflug fyrir tæpum 12 árum.
Flestar verða ferðimar til Kaup
mannahafnar, eða alls 7 í viku.
Verður flogið þangað frá Reykja
vík alla daga vikunnar að fimmtu
dögum undanskildum. Þá verður
tekin upp sú nýbreytni í sumar,
að fara tvær ferðir til Kaup-
mannahafnár á laugardögum. —
Mun önnur flugvélin fljúga þang
c.ð beint, en hin hefur viðkomu
í Glasgow á leiðinni.
Til Bretlands verða fleiri ferð-
ir en nokkm sinni áður, eða 8
í viku. Verður flogið þangað alla
daga nema laugardaga. Verða
tvær þessara ferða beint til Lund
úna og fjórar ferðir til Glasgow.
Til Hamborgar verða farnar þrjár
ferðir í viku í sumar og tvær til
Oslóar.
Með því að taka í notkun hinar
nýju og hraðfleygu Viscount-flug
vélar og auka um leið ferðafjöld-
ann milli íslands og nágranna-
landanna, stefnir Flugfélag I»-
lands að því að veita sem bezta
og hagkvæmasta þjónustu í miUú
landaflugi okkar íslendinga.