Morgunblaðið - 31.03.1957, Síða 6

Morgunblaðið - 31.03.1957, Síða 6
6 MORCVNBt'AÐIÐ Sunnud. 31. marz 1957 Austræna stúdentasumtökin ern aðeins deild úr komm únistaflokknum Mflcið gíappaskof oð ganga nokkru sinni í I.U.S. segir Bjarni Beinteinsson sfud. jur. form. Stúdentaráðs J FRETTUM blaða og út- varps í fyrradag var þess getið, að Stúdentaráð hafi ákveðið með samhljóða at- kvæðum að segja sig úr al- þjóðasambandi stúdenta í Prag (I. U. S.), en því hefur alllengi verið stýrt af komm- únistum. Fregn þessi hefur vakið mikla athygli og vegna hennar sneri ég mér til Bjarna Beinteinssonar stud. jur., sem nú er formaður Stúdentaráðs og spurði hann nánar um málið og hvernig úrsögnin hefði borið að. — Bjarni er nýkominn heim frá Prag, þar sem hann sat fund framkvæmdanefndar alþjóða- sambandsins, og flutti mál ís- lenzkra stúdenta. Vakti ræða hans þar hneykslun og reiði fulltrúa kommúnísku landanna, og vildu þeir hvergi viðurkenna sjónarmið ís- lenzkra stúdenta í þeim mál- um, sem um ræðir. ★ UPPHAF þessa máls er það, að íslenzkum stúdentum hefur lengi þótt alþjóðasambandi kommúnista (IUS), segir Bjarni, stjórnað á gjörræðisfullan hátt af kommúnistum. Má segja að um árabil hafi það verið eins konar áróðurstæki í höndum stjórna kommúnísku ríkjanna í Austur- Evrópu og málpípa þeirra í stúd- entamálum á alþjóðavettvangi. Hefur þessi afstaða stjórnar sam- bandsins orðið til þess að öll vest- ræn ríki hafa sagt sig úr INS og var _hið síðasta þeirra Finnland, að íslandi undanskildu, en það sagði sig úr sambandinu nú um áramótin. Stúdentasamtökin í vestrænum ríkjum hafa stofnað með sér annað alþjóðasamband stúdenta sem hefur aðsetur í Hol- landi og nefnist á ensku COSEC í skammstöfun. Erum við islenzk- ir stúdentar meðlimir í því. Þar kom í vetur, er Ungverja- landsmálin voru á döfinni, að stúdentar um allan hinn frjálsa heim fordæmdu framferði Rússa í landinu og þá skoðanakúgun og ofbeldi, sem ungverskir stúdent- TIL LEIGU nýtízku stór 3ja herbergja íbúð í nýju húsi. — Tilboð er greini fyrirfram greiðslu sendist Mbl. fyrir þriðjudag merkt: Sólrík — 2488. ATVIIVIMA Vantar stúlku til afgreiðslustarfa í sælgætisverzlun á vaktarvinnu og einnig mann eða stúlku í vinnu- fataverzlun í ca. mánaðartíma. Uppl. í sælgætis- verzluninni Lækjargötu 8 milli kl. 5—6 í dag. Önnumst sölu húsa, jarðeigna, skipa, bifreiða og annarra verðmæta. — Snúið viðskiptunum til okkar. Málflutningsstofa Guðlaugur og Einar Gunnar Einarssynir, Fasteignasala Andrés Valberg, Aðalstræti 18, — Sími 82740. Nauðungaruppboð verður að Súðarvogi 6—8, hér í bænum, mánudag- inn 8. apríl n.k. kl. 11 f.h. Seld verða ca. 4 tonn af eldföstum leir, ca. 3 tonn af eldföstum steini, brota- járn, vatnsdæla, rafmagnsboc o.fl. tilheyrandi þrota búi Glersteypunnar h.f. Ennfremur verða seldar bifreiðarnar R-4084, R-4649, R-4240, R-5407 og R-4892. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavik ar hafa orðið að sæta af hálfu hinna kommúnísku yfirvalda landsins. Samþykktu stúdenta- samböndin í öllum vestrænum löndum yfirlýsingar, þar sem lýst var yfir samúð með frelsis- baráttu ungverskra stúdenta og hinir rússnesku böðiar þeirra víttir. — Samþykktu íslenzkir stúdentar ályktun þessa efnis, svo sem kunnugt er orðið. Aftur á móti heyrðist ekki orð um þessi efni frá IUS þótt sam- bandið hins vegar samþykkti mjög harðorða yfirlýsingu þar sem Bretar og Frakkar voru vítt- ir fyrir framf. þeirra á Súezeiði. Var því ljóst að í Ungverjalands- málunum var IUS á máli Rússa. ★ ÞAÐ gerðist næst í málinu, að stúdentaráð Háskóla íslands samþykkti á fundi yfirlýsingu um Ungverjalandsmálin, þar sem lýst var samúð með ungverskum stúd- entum og sendi hana til IUS á- samt þeim skilaboðum, að það væri vilji íslenzkra stúdenta að sambandið gerði ályktunina að sinni. Fór Bjarni síðan utan til þess að túlka sjónarmið íslenzkra stúdenta í málinu. — Fundur — Framkvæmdanefndar IUS hófst í Prag 19. marz sl. Sátu hann fulltrúar frá rúml. 20 stúd- entasamböndum. Eru það Rússland og öll lepp- rikin, 'flest Arabaríki, Afríkuný- lendur, Japan, Indland og Equa- dor. Fyrstu 3 daga fundarins var rætt um ástandið í alþjóðamálum og var þá íslenzka tillagan um Ungverjaland tekin á dag- skrá. Fylgdi Bjarni henni úr hlaði í framsöguræðu. Þessi ræða Bjama á þinginu olli mikilli hneykslan fulltrúanna og reiði þeirra. Gegn henni mæltu fulltrúar Austur-Evrópuríkjanna og Arabaríkjanna. Kváðu þeir frásagnir ungverskra flóttamanna af atburðunum í Ungverjalandi sem vestræn blöð og útvörp hefðu birt að mestu uppspuna, og væri ekki rétt að stúdentar í landinu hefðu sætt neinni kúgun eða harðýðgi. Moðreykurinn út af Ungverjalandi væri aðeins liður í áróðri Vesturveldanna og það hefðu verið fasistar, sem að bylt- ingunni þar stóðu. Tillaga ís- lenzku stúdentanna væri aðeins fram komin til þess að auka á ágreininginn innan IUS, og til þess að sundra því. Fóru ræðu- menn fram á að íslenzku stúd- entarnir tækju þessa tillögu sína til baka, en því var að sjálfsögðu neitað. Eina ríkið sem veitti íslenzkum stúdentum atfylgi við þessar um- ræður var Equador. Loks var ís- lenzka tillagan borin undir at- kvæði og felld með 16 atkvæðum gegn 2. IRÆÐU sinni gagnrýndi Bjarni ekki aðeins þá afstöðu IUS að þegja með öllu mn atferli Rússa í Ungverjalandi, þegar námsmenn og æska landsins var felld unn- vörpum af hersveitum innrásar- hersins, í baráttu sinni fyrir frjálsum kosningum og lýðræðis- legri stjórnarháttum. Hann vék einnig að því, að það væri skoðun íslenzkra stúdenta að þau stúdentasamtök sem væru meðlimir IUS frá löndum austan járntjaldsins, gætu alls ekki tal- izt sannir fulltrúar stúdenta land anna, þar sem í raun og veru væru samtök þeirra ekki frjáls, heldur stjórnað af kommúnista- flokkunum. Gat hann þess til sönnunar hvernig stúdentasamtökin í Ung- verjalandi og Tekkóslóvakíu eru byggð upp. Þar heyra þau beint undir kommún- istaflokkinn en hann ræður stjórn landsins. í lögum æskulýðs sambandsins, en stúdentasamtök- in eru deild úr þeim, er þetta tekið skýrt fram og einnig það að samþykktir flokksins séu bind- andi fyrir stúdentasambandið. Þá er og sagt að stúdentasambandið sé undir beinni stjórn miðstjórnar flokksins. Verkefni stúdentasambandsins er og að undirbúa stúdenta til þess að verða félagar í kommún- istaflokknum. Þá er og sagt að miðstjórn æskulýðssambandsins, sem stúdentasamtökin eru deild úr, hafi rétt til þese að gera allar kosningar til embætta í sam bandinu að engu ei nauðsyn er talin krefja. Vegna þess, sagði Bjarni í ræðu sinn, er augljóst að í Austur-Evrópu eru stúdentasam- tökin sökum uppbyggingar sinn- ar aðeins hluti af kommúnista- flokknum, og undir stjórn hans, en kommúnistaflokkurinn fer með stjóm landanna. Því er úti- lokað að stúdentasamtökin í leppríkjunum deili nokkru sinni á stjórnvöldin eða gagnrýni þau opinberl. þótt akademiskt frelsi og alm. mannréttindi séu fótum troðin af þeim. Slíkter óhugsandi eins og nú er í pottinn búið. Því samrýmast þessi samtök ekki vestrænum stúdentasamtökum, sem byggð eru á óháðum og frjálsum grundvelli. Og um samstarf þeirra á milli verður vart að ræða, fyrr en A- Evrópusamtökunum hefur tekizt að losa sig úr fjötrum kommún- istaflokksins og stúdentar sjálfir tekið við stjórn þeirra. ★ ÞÁ vikum við talinu að alþjóða- skákmóti stúd., sem IUS hefur skipulagt að jafnaði og er í ráði að verði haldið hér í sumar. — Spurði ég Bjarna hvort breyting yrði á því máli, nú þegar íslenzk- ir stúdentar hafa sagt sig úr sam- bandinu. — Nei, sagði Bjarni. Skákmótið verður haldið, svo sem ákveðið hefur verið. Stúd- entaráð telur sjálfsagt að taka þátt í íþróttamótum þótt skipu- lögð séu af IUS. Því á þeim vett- vangi koma engin stjórnmál til greina. Það er eftir sem áður stefna islenzkra húskólastúdenta að starfa að öllum þeim málum á alþjóðavettvangi í samvinnu við aðrar þjóðir sem þeim mega verða til frama og hags- bóta. En það er vel að við höf- um nú gengið úr þessu fjötr- aða sambandi, sem ekkert full- trúagildi hefur út á við sem stúdentasamband, og grann- þjóðir okkar hafa þegar allar sagt skilið við. ggs. sbrifar úr daglega lifinu SVEINN skrifar: Margt hefur verið rætt og ritað um klukkuna, dynti henn- ar og duttlunga og á ég hér við hið eilífa hringl sem um hana gildir hér á landi. Hringlið með klukkuna MARGIR munu þeir vera sem furða sig á þeim háttum sem nú hafa gilt alllengi hér á landi að breyta klukkunni tvisvar sinn- um á ári, og sannast sagna eru flestar þær ástæður, sem taldar voru til þess í upphafi fallnar og að engu orðnar. Mínar röksemdir gegn þessu hringli með klukkuna eru einfaldlega þær að það er óþarft. Auk þess er nú svo háttað að þegar klukkunni er flýtt hefur það þau áhrif að við, sem snemma vöknum, göngum út í morgunkuldann, mun meiri en hann er klukkustund seinna. Það er illt t.d. fyrir mæður sem börn- um sínum aka snemma á morgn- ana, alla sem sundlaugarnar sækja og vilja njóta góða veðurs- ins áður en þeir fara í vinnuna kl. 9. Fyrir þeim verður morgun- inn mun kaldari en ella. Höfuð- röksemdin til þess að klukkunni var á sínum tíma fyrst flýtt var sú að lengur yrði vinnubjart á kvöldin. Nú er það hins vegar svo að óvíða er lengur nokkur kvöld- vinna undir beru lofti. Bændur í sveitum vinna varla lengur en til kvöldmatartíma eftir að hinn mikli vélakostur kom í sveitirn- ar. Og nú í marz er albjart til kl. 8 á kvöldin. Legg ég þvi til að klukkunni verði ekki breytt fram vegis, og ég er sannfærður um að margir eru mér sammála um það. Dýr var sá bitinn GESTUR skrifar: í gær kom ég inn í veitinga- hús eitt við Lækjargötuna og hugðist fá mér matarbita. Við- skipti mín við framreiðslustúlk- una voru slík, að í huga mér kom hve mjög skorti á að íslenzkt af- greiðslufólk, sumt hvert, kunni það sem nefnt er undirstöðuatriði kurteisinnar. Auðvitað eru þar frá margar ágætar undantekning ar en hinir ólipru og snakillu eru þó sorglega margir þar í hópi. Ég bað um máltíð eftir mat- seðlinum, kótelettur og bauna- súpu. Kostaði máltíðin kr. 27,00. En þegar til kom þá sagði stúlkan kr. 25.00, en þegar hér var komið nennti ég ekki lengur að þrasa við lipurtá og borgaði þegjandi hið of háa verð, kr. 27.00, þar sem hér var um mat fyrir fleiri en einn að ræða. Skipti upphæð- in nokkrum krónum. Þannig getur það verið að stundum kjósi maður að greiða of hátt verð fyrir vöruna, til þess að sleppa við leiðinlegt málþóf um hvað varan raunveru- lega kostar. En einhvern tímann þrýtur þolinmæðin. V asabækumar NÚ í vikunni komu á markað- inn tvær ágætar bækur frá forlögum þeirra Ragnars í Smára og Péturs í ísafold. Eru það Að- venta Gunnars Gunnarssonar og bók um Þorvald Skúlason með myndum af nokkrum listaverk- um hans. Báðar eru þessar bæk- ur prýðilegar og ágætar. En það er ekki þess vegna sem þeirra er hér getið, því um það vissu allir áður. Hitt er sérstakt að verð þeirra er aðeins kr. 20.00. Fyrir nokkrum árum hefðu einhverjir sagt að slíkt væri ekki unnt að vinna í bókaútgáfu á íslandi. — Það væri að bjóða fógetanum heim. að súpan væri öll búin. — r En þeir góðu menningarstólp- Ég spurði hvort ekkert væri J ar, Ragnar og Pétur, hafa ekki að hafa í stað hennar, en stúlkan svaraði: Hvað skyldi það sosum vera? hin snúðugasta og gaf öll afsvör. Þá bað ég um að verð mál- tíðarinnar yrði lækkað lítils hátt- ar þar sem helming hennar skorti. Því þverneitaði stúlkan og kvað eingöngu selda sérrétti eftir kl. 2.30. — Á töflu fyrir ofan höfuð henn- ar stóð verð sérrétta: kótelettur látið erfiðleikana hræða sig; bæk urnar eru þess ljósust vitni. Þannig er listinni og bókinnl komið í æ nánara samband við fólkið í landinu, einkum unga fólkið, sem lítil auraráð hefur til kaupa. Þökk sé þeim tveimur heiðursmönnum fyrir það; slíkt er stórhugur og djarfhugur og ó- venjuleg elska við okkur fátæka bóklesendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.