Morgunblaðið - 31.03.1957, Page 9
Sunnud. 31. marz 1957
|f o R C TJ N n T 4 f> 1Ð
Reykjavikurbréf:
Laugardagur 30. marz
Aldaraímæli Geirs rektors - Eldsvoðar í sveitum - Frjáls menning - Ileiftin gegn Gunnari
Gunnarssyni - Hver hvetur til verkfalla? - 15-18 prósent kauphækkun - „Tíminn66 þarf að
þegja um margt - Þjóðvilja-þj ónkun Tímans - Stórhugur stjórnarliðsins - Búnaðarmála-
stjórnin nýja - Vitnisburður Áka um Finnhoga Rút.
Aldarafmæli Geirs
rektors
GEIR rektor Zoega átti aldar-
afmæli hinn 28. marz s. 1. Geir
var merkur orðabóka-höfundur,
og kennslubók hans í ensku var
lengi notuð af öllum íslending-
um, sem það mál lærðu. Hún var
að vísu kölluð byrjendabók, en
ágætur enskumaður, sem víða
hafði farið, lét eitt sinn svo um-
mælt, að sá, sem kynni „Geir“
gæti hvarvetna bjargað sér.
Þeim, sem nutu kennslu Geirs
Zoega og skólastjórnar, er hann
þó hugstæðastur fyrir hin
persónulegu kynni. Góðvild hans
og ljúfmennska var öllum auðsæ.
Hann var að vísu ekki sérstak-
ur skörungur, en happasæl stjórn
hans á Menntaskólanum hálfan
annan áratug sýndi, að hann var
búinn þeim kostum, er góðan
stjórnanda prýða. Mildi, skilning-
ur og lipurð ná í þeim efnum oft-
ast lengra en harka og sjálf-
birgingsháttur.
Eldsvoðar í sveitum
AÐ undanförnu hefur verið
óvenjumikið um eldsvoða í sveit-
um landsins. Hver bóndabærinn
hefur brunnið eftir annan og
fjölskyldur standa uppi allslaus-
ar með ung börn. Góðviljaðir
menn beita sér fyrir samskotum
til þeirra, sem fyrir óhöppunum
hafa orðið. Það er góðra gjalda
vert og kemur vonandi að til-
ætluðum notum. En ekki er það
einhlítt.
Aðilar, sem hér um f jalla, yfir-'
völd og aðrir, verða að kanna,
hvort orsakirnar til brunanna
eru viðráðanlegar eða ekki. Ef
til vill gæta menn ekki nægrar
varúðar í meðferð nýrra tækja
og þarf þá rækilegrar fræðslu
við. Ef til vill er um að ræða
ófullkomin tæki eða bilaðar
leiðslur. Með því þarf eftirlit.
Sjálfsagt er erfitt að koma eftir-
liti við í dreifðum byggðum
landsins. En hér er um slíkt al-
vörumál að ræða, að réttir aðilar
verða með gaumgæfni að íhuga,
hvað megi verða til varnaðar.
Frjáls menning
UM síðustu helgi var hér í bæ
stofnað nýtt félag „Frjáls menn-
ing“. Félag þetta á sér hliðstæð-
ur í flestum lýðfrjálsum löndum
Norðurálfu. Er sízt vanþörf á, að
slíkum félagsskap sé einnig kom-
ið á fót hér á landi. Frjálshuga
menn verða að átta sig á, að þó
að þá greini á um margt og eigi
sízt af öllu að láta eðlilegan ágrein
ing niður falla, þá mega þeir
ekki láta deilurnar hertaka svo
hug sinn, að þeir verði að bráð
einræði og óþolgæði. Þess vegna
ber mjög að fagna því, að
menntamenn úr öllum lýðræðis-
flokkunum skyldu taka saman
höndum um stofnun þessa nýja
félags.
Danskur andans maður og
skáld, Lembourn að nafni, kom
hingað til lands til að greiða fyr-
ir félagsstofnuninni. Að henni
lokinni hélt hann fjölsóttan fyr-
irlestur í háskólanum. Þeir, sem
hlýddu á mál hans, hrifust af
yfirlætisleysi hans, skýrleik og
heilbrigðum skoðanahætti.
Kommúnistar tóku Lembourn
*vo sem þeirra var voa og vísa.
Alþýðublaðið lýsir þeim við-
brögðum samstarfsmEuma sinna
á þessa leið:
„-------Er hneyksli að Þjóð-
viljinn skuli snúa út úr orðum
Lembourns og vera með skæt-
ing í garð hans. Blaðinu væri
sæmra að deila málefnalega við
manninn og reyna að hnekkja
ttrðum hans með rökum. Það
„Aiþýðublaðið“ og „Þjóðviljinn“ skýra frá kjarabótum sjómanna með 5 dálka fyrirsögnum á forsíðu.
reyna Þjóðviljamennirnir ekki“.
Málgagn menntamálaráðherra
endar frásögn sína svo:
„--------er illa farið að Þjóð-
viljinn skuli þurfa að verða
þjóð sinni til skammar með fúk-
yrðum og loddaraskap. Það er
að gera ósómann að útflutnings-
vöru“.
Heiftin gegn
Gunnari Gunnarssyni
ÞJÓÐVILJINN lét ekki við það
sitja að ráðast gegn hinum er-
lenda gesti, heldur steypti hann
sér rétt einu sinni yfir Gunnar
Gunnarsson. Þetta aðalmálgagn
íslenzku ríkisstjórnarinnar rifj-
aði af þessu tilefni upp gamlar
rógsögur um Gunnar, gamalt níð,
er það þegar hafði verið dæmt
fyrir. Refsingin er þessum mönn-
um engin áminning. Þeir telja, að
rógurinn hafi þeim mun meiri
áhrif, sem hann er oftar endur-
tekinn. Þeim er það aðeins auk-
in ánægja, ef þeir brjóta þar
með gegn lögum og landsrétti.
Níðið um Gunnar Gunn-
arssonar hefur ekki tilætluð
áhrif. Gunnar hefur með skáld-
sagnagerð sinni borið hróður ís-
lands víðar en nokkurt annað
skáld. Beztu verk hans munu
ætíð verða talin með því ágæt-
asta, sem íslenzkir menn hafa
ritað. Gunnaiú væri því ekkert
hægara en njóta nú lofs allra
samlanda sinna. Sízt stóð á
kommúnistum að hampa honum,
á meðan þeir héldu að þeir gætu
misnotað nafn hans. En Gunnar
Gunnarsson lætur sér ekki nægja
forna frægð, hann er flestum
framar lifandi maður og fylgist
með tímanum og varar þjóð sína
hiklaust við þeirri hættu, sem
hann telur nú mesta að henni
steðja. Þar af kemur fjandskap-
ur kommúnista. Sá fjandskapur
mun efla fylgi allra þjóðhollra
manna við Gunnar. Árásirnar
verða honum vonandi einungis
örvun til að halda merki frelsis-
ins hátt á loft.
Hver hvetur til
verkfalla?
TÍMINN, heldur áfram fjand-
skapnum við að satt sé sagt frá
helztu tíðindum, er með þjóð-
inni gerast. S. 1. þriðjudag segir
Tíminn t. d.:
„-------gerir Bjarni sem mest
úr kjarabótum þeim, sem flug-
menn og farmenn hafa fengið
nýlega. Tilgangurinn rneð því er
bersýnilega sá, að hvetja aðra
til að fara sömu leiðina. I því
sambandi er ekkert verið að
ræða um það, hvort atvinnuveg-
irnir þoli almennar kauphækk-
anir“.
Morgunblaðið hefur fyrr og
síðar haldið því fram, að kaup-
hækkanir, sem ekki hefðu stoð í
efnahagslífi landsins, væri eng-
um til góðs, heldur hlytu að horfa
til ófarnaðar. Þessari skoðun hef-
ur Morgunblaðið stöðugt fylgt,
hvort sem Sjálfstæðismenn hafa
verið við völd í ríkinu eða ekki.
Hefur það oft mátt þola köpur-
yrði frá andstæðingum sínum af
þessum sökum, Tímanum ekki
síður en öðrum. Skammirnar hafa
þó ekki haggað sannfæringu
blaðsins, né mun það nú láta
hnýfilyrði Tímans verða til þess
að það hverfi frá sönnum frétta-
flutningi.
Óhagganleg staðreynd er það,
að skömmu fyrir áramót fengu
blaðamenn verulega kauphækk-
un með verkfallshótun. Frá ára-
mótum hefur síðan hvert verk-
fallið rekið annað og þau öll end-
að með kjarabótum. Morgunblað-
ið hefur aldrei reynt að gera
meira úr þessum kauphækkunum
en rétt var, heldur talið skyldu
sína að skýra frá, hverjar þær
raunverulega væri. Tíminnheldur
aftur á móti að hægt sé að eyða
þeim með þögninni einni, og full-
yrðir, að frásögn af staðreyndum
hljóti að hvetja aðra til að feta
í fótspor kröfugerðarmannanna.
En ef svo er, hverjir eiga þá
hér ríkastan hlut að máli? Á
þessari síðu er birt mynd af
tveim fyrirsögnum, annari úr
Alþýðublaðinu og hinni úr Þjóð-
viljanum. Rúmlega vika var á
milli þess, að fyrirsagnirnar birt-
ust. Er með þessum fyrirsögnum
verið að egna til nýrrar kaup-
gjaldsbaráttu? Ef svo er, þá eru
samstarfsflokkar Framsóknar
Sjálfstæðismönnum miklu sek-
ari í þessum efnum. Ætti Tím-
inn því að snúa reiði sinni að
þeim áður en næsta heiftarkast
heltekur hann gegn Morgunblað-'1
inu.
15—18 prósent
kauphækkun
MORGUNBLAÐIÐ skal sízt setja
út á, að ríkisstjórnin beitti sér
fyrir 15—18% kauphækkun til
sjómanna um síðustu áramót,
eins og Þjóðviljinn fullyrðir nú
eftir Lúðvík Jósefssyni. Eins og
Þjóðviljinn segir:
„Er það út af fyrir sig athyglis-
vert að sjómenn náðu nú fram
slíkri leiðréttingu á kjörum sín-
um án nokkurra fórna. Hingað
til hafa þeir, eins og verkalýðs-
stéttin almennt orðið að leggja
á sig vinnustöðvun og tekjumissi
til að ná fram nokkurra aura
hækkun á fiskverði og öðrum
kjarabótum".
Enn segir blaðið:
„Sjómenn hafa aldrei átt því
að venjast að ná slíkum réttar-
bótum fram án þess að fórna
neinu fyrir“.
Ríkisstjórnin hefur auðsjáan-
lega talið, að samtímis því, að
hinar gífurlegu álögur jólagjaf-
arinnar voru lagðar á landsmenn
yfirleitt, yrði að rétta hag sjó-
manna sem þessu næmi.
En ef þetta er staðreynd— og þá
verður að hafa í huga að vissu-
lega hafa útreikningar og tölur
Lúðvíks Jósefssonar hingað til
ekki reynzt óbrigðull sannleiki,
— af hverju var þá þagað um
þetta? Af hverju var ekki gerð
grein fyrir þessum mikilvægu
hækkunum um leið og jólagjaf-
arfrumvarpið var samþykkt? Af
hverju er það fyrst við umræðu
á Alþingi i lok marz, sem Lúðvík
Jósefsson lætur toga yfirlýsing-
ar um þetta út úr sér? Af hverju
þegir Tíminn jafnvel enn um
þessi stórtíðindi?
Tíminn þarf að þegja
um margt
ÓNEITANLEGA er það orðið
býsna margt, sem Tíminn treyst-
ir sér ekki til að segja frá og
ræða um. Blað forsætisráðherr-
ans segir ekki frá meginbreyt-
ingu á kaupgjaldi einnar höfuð-
stéttar landsins. Ef þegja verður
um þvílík tíðindi, er ef til vill
afsakanlegra, þó að kommúnist-
um sé þolað að stela nafni góðs
Framsóknarmanns á framboðs-
lista, án þess að hann megi segja
frá stuldinum í Tímanum, svo
sem reyndist um Andrés Sverris-
son. Þá er einnig skiljanlegt að
reyna eigi að láta Iðjusukkið,
ásamt eyðingu fylgiskjalanna í
því félagi, leynast í þagnarhjúpn-
um.
Þannig mætti halda lengi
áfram að telja dæmin um Tíma-
þögnina. Sjálfsagt halda forráða-
menn Tímans, að þögnin komi
þeim vel, en auðvitað verður af-
leiðingin sú ein, að fleiri og fleiri
sannfærast um, að fréttaflutningi
þeirra er í engu trúandi.
Bændur veita því t. d. áreiðan-
lega athygli, að Tíminn felldi
niður fréttir af Búnaðarþingi,
þegar kom að afgreiðslu helztu
mála, og þagði alveg um átölurn-
ar út af meðferðinni á frv. um
veðdeild Búnaðarbankans.
Þjóðvilja-þjónkun
Tímans
ÞÓ að Tíminn þólcnist Þjóðvilj-
anum með því að þegja um Iðju-
sukkið, stuldinn á nafni Andrés-
ar Sverrissonar og annað slíkt,
þá lætur hann hafa sig til þess
að taka upp úr Þjóðviljanum níð
um stjórn Sparisjóðs Reykjavík-
ur. Leynir sér raunar ekki, að
þar er reynt að ná sér niðri á
Bjarna Benediktssyni, sem er
einn af stjórnendum Sparisjóðs-
ins. Sakarefnið á að vera það,
að stjórn Sparisjóðsins hafi lán-
að, innan hins almenna veðlána-
kerfis, til íbúða í einstakra
manna eigu, er þeir ætluðu til
útleigu.
Sannleikurinn er sá, að þær
íbúðir, sem hér er um deilt, eru
tæplega fimmtándi hluti af þeim
íbúðum, sem Sparisjóðurinn lán-
aði fé til að koma upp á árunum
1955—1956. En stjórnarblöðin
segja ýmist berum orðum eða
láta í það skína, að nær helm-
ingur lánanna hafi verið veittur
í þessu skyni. Þar er því um al-
gera blekkingu að ræða.
Aðalatriðið er þó, hvort menn
vilja eyða húsnæðisskortinum
með öllum löglegum, tiltækum
ráðum eða ekki. Eitt ráðið er
það, að hvetja þá til að byggja,
sem eiga fé og byggja bezt, fljót-
ast og ódýrast. Sá aðili, sem- hér
á hlut að máli, hefur einmitt
unnið sér viðurkenningu öðrum
fremur í því efni.
Jafnframt því, sem sjálfsagt
er að greiða fyrir því, að sem
flestir geti eignazt eigin íbúðir,
vita allir, að högum ýmissa er
svo háttað, að þeir hafa ekki
færi á því. Fyrir þörfum þessara
manna verður einnig að sjá, og
það verður ekki gert með öðrum
hætti en að fá hina færustu menn,
sem fé hafa til þess, til að
byggja og leigja síðan út. Meðan
einkafjármagn er löglegt og ætl-
ast er til þess, að einstaklings-
framtakið standi að verulegu
leyti undir framförum þjóðarinn-
ar, þá er algjört glapræði
að ætla að gera það útlægt frá
lausn slíks vanda, sem lausn hús-
næðismálanna er.
Stórhugiir
stjórnarliðsins
STÓRHUGUR stjórnarliða kem-
ur hins vegar fram í því, að nú
boða þeir nýjar aðgerðir í hús-
næðismálum og eiga þær helzt
að vera þær, að minnka íbúðirn-
ar frá því, sem að undanförnu
hefur verið tíðkanlegt. Mjög er
harmað, að lítið sem ekkert sé
Fraiuh. á bls. 11
1