Morgunblaðið - 31.03.1957, Page 12

Morgunblaðið - 31.03.1957, Page 12
12 MORCUNBLAÐ1Ð Sunnud. 31. marz 1957 Edens eftir John Steinbeck 2. Og þetta var hinn langi Salinas- dalur. Saga hans var eins og saga Californíu allrar. 1 upphafi bjuggu þar Indíánar af mjög frumstæðum og ósiðuðum uppruna, sem skorti allt framtak, hugvit- semi og menningu. Þjóðflokkur, sem lifði á sveppum, engisprettum og skeldýrum, alltof duglaus til þess að stunda veiðar, eða fiska sér til viðurværis. Þeir átu það, sem þeir fundu og sáðu hvorki né uppskáru. Jafnvel herferðir þeirra voru einungis vesælustu látbragðs leikir. Eftir Indiánana komu hinir harðgerðu, ruddafengnu Spánverj ar og fóru rannsóknar- og land- námsferðir um dalinn, óseðjandi og raunsæir. Hugsun þeirra öll snerist einungis um gull og Guð« Þeir söfnuðu sálum jafnt sem gim steinum og lögðu undir sig fjöll og dali, ár og akra, eins og menn okkar aldar tryggja sér lóðir und- ir hús sín. Þessir harðhuga, tilfinninga- köldu menn ferðuðust hvíldar- laust, fram og aftur, með strönd- unum. Nokkrir þeirra slógu eign sin'ni á lönd, sem stærri voru hverju greifadæmi. Þessir fyrstu frumbyggjar lifðu við fátækleg frumbýlingskjör lénstímabilsins, en kvikfénaður þeirra þreifzt vel og jók kyn sitt á hinum víðlendu útengjum. öðru hverju slátruðu eigendurnir dýr- unum vegna húðanna og mörsins, en létu kjötið liggja eftir til átu, fyrir gamma og villidýr. Þegar Spánverjar komu á þess- ar slóðir, urðu þeir að skíra allt SUlItvarpiö Sunnudagur 31. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Fossvogskirkju. — (Prectur: 3ára Gunnar Árnason. Organleikari: Jón G. Þórarins- son). 13,15 Erindi: Siðgæðið í deiglunni; II: Þróunarkenning og helgisagnir (Séra Jóhann Hannes- son þjóðgarðsvörður). 15,00 Mið- degistónleikar. (plötur). — 16,30 Veðurfregnir. — Færeysk guðs- þjónusta (Hljóðrituð í Þórshöfn). 17,30 Barnatími (Baldur Pálma- son). 18,30 Hljómplötuklúbburinn. Gunnar Guðmundsson við grammó fóninn. 20,20 Um helgina. — Um- sjónarmenn: Björn Th. Björnsson og Gestur Þorgrímsson. 21,20 Is- lenzku dægurlögin: Síðari marz- þáttur S.K.T. — Hljómsveit Jans Moravek leikur. Söngvarar: Adda örnólfsdóttir, Ingibjöig Þorbergs og Alfreð Clausen. Kynnir þáttar- ins: Gunnar Pálsson. 22,05 Dans- lög: Ólafur Stephensen kynnir plöturnar. 23,30 Dagskrárlok. □--------------------□ Þýðing: Sverrir Haraldsson □--------------------□ sem þeir sáu. Það er fyrsta skylda hvers landkönnuðar, skylda og for réttindi í senn. Maður verður að gefa hverjum stað nafn, áður en hann er settur á upprhætti og kort. Að sjálfsögðu voru þetta trú aðir menn og það voru hinir harð gerðu, óþreytandi prestar þeirra, sem rituðu frásagnirnar og gerðu uppdrættina, enda læsir og skrif- andi, einir manna. Af þeim sökum voru þeir stað- ir, sem fyrstir hlutu skírn, nefnd- ir eftir dýrlingum eða trúarlegum hátíðisdögum, sem haldnir voru hátíðlegir, meðan þar var dvalið. Dýrlingar eru að vísu fjölmarg ir, en óteljandi eru þeir ekki og þess vegna kom það fyrir að fyrstu nöfnin voru endurtekin síð ar. Þannig höfum við t. d. San Miguel, St. Michael, San Ardo, San Bernardo, San Benito, San Lorenzo, San Carlos, San Fran- cisquito Og helgidagarnir: Na- tividad og Naciamente, báðir til minningar um fæðingu Krists. Og Soledad: einveran. En líka hlutu staðir nöfn eftir því, hvernig leiðangursmönnunum leið í hvert skipti: Buena Esper- enza: góð von, Buena Vista: fög- ur útsýn og Chualar: Fagur stað ur. Svo komu lýsingarnöfnin: Paso de los Robles eftir eikar- trjánum, Los Laui’eles, eftir lár- berjatrjánum, Tularcitos, eftir sefi tjarnanna og Salinas vegna hins mikla kalíums, sem var eins hvítt og salt. Og loks voru staðir heitnir eftir dýrum og fuglum, sem þar höfðu sézt: Gabilanes eft ir haukunum, sem sveimuðu á milli fjallanna. Topo eftir mold- vörpunum. Los Gatos eftir villi- köttunum. Stundum var það nátt- úran sjálf, er hugmyndirnar gaf: Tassajara: Fjall með skál. Laguna Seca: Þornað stöðuvatn. Corral de Tierra eftir torfgarði. Paraiso af því að þar var fagurt, sem í sjálfri Paradís. Svo komu Ameríkumennirnir. Þeir slógu aign sinni á landið og hagræddu eftir vild lögunum, til þess að tryggja sér eignarréttinn. Og bændabýlin ri.<u upp hvert af öðru, fyrst í dölunum og síðan uppi í hlíðum þeirra, lítil bjálka- hús, lögð rauðviðarborðum og um- girt með stauragirðingu. Hvergi var svo lítill gróðurblettur, að þar risi ekki upp eitt slíkt hús, með fjölskyldu innan veggja, sem sett- ist þar að og jók kyn sitt í sveita síns andlits. Rauðar geraníur og rósir voru gróðursettar framan við kofaveggina. Hjólför eftir stórar kerrur tóku við af gömlu troðningunum og akrar með mais og byggi leystu gula mustarðinn af hólmi. Víðs vegar meðfram ak- veginum risu upp búðarkytrur og verkstæði, sem síðar urðu fyrsti grundvöllurinn að smáþorpum, svo sem Bradley, King City, Greenfield o. fl. sl. Ameríkumennirnir lögðu það ^neira í vana sinn, að nefna staði eftir mönnum. Eftir að dalirnir byggðust, vísa staðanöfnin oft til margs, er þar var og gerðist og í mínum augum eru þau nöfn mest hrífandi allra nafna, því að þau minna á sögu, sem nú er fallin í gleymsku. Ég minnist Bolsa Nu- eva: Ný pyngja. Morocojo: haltur Mári (Hver var hann og hvemig kom hann þangað?) Mustang Grade: brött hlíð. Wilde Horse Canyon, Shirt Tail Canyon o. m. fleira. Staðanöfnin vitna um þá menn, sem fundu þau upp, virðingarfull eða óvirðuleg, lýsandi, annað hvort skáldleg eða niðrandi. Það er hægt að nefna hvaða stað sem er San Lorenzo, en um nafn eins og: Hinn halti Mári, gegnir allt öðru máli. Síðari hluta dags næddi storm- urinn um byggðir og býli frum- byggjanna og bændumir tóku að gróðursetja langar raðir af evka- lyptustrjám til skjóls, svo að hin plægða jörð skyldi ekki blása upp. Og þannig var Salinas-dalurinn, þegar afi minn vitjaði hans, ásamt konu sinni og tók sér bólfestu á milli ásanna, fyrir austan King City. 2. KAFLI. 1. Ég verð að styðjast við munn- mæli, gamlar ljósmyndir, sögur sem ég hef heyrt og endurminning- ar sem eru óljósar og sveipaðar ævintýraijóma æskuáranna, þegar ég freista þess að segja nokkuð frá Hamilton-fólkinu. Það voru alls ekki neitt framúrskarandi manneskjur að neinu leyti og um þær finnst fátt fært í letur ann- að, en hinar venjulegu upplýsing- ar: Fæðingarár, nokkur helztu æviatriðin og andlátsárin. Hinn ungi Samúel Hamilton kom frá norður-írlandi og sömu- leiðis eiginkona hans. Hann var af smábændum kominn, hvorki rik- um né fátækum, sem höfðu búið á sömu jörðinni, í sama steinhúsinu, í mörg hundruð ár. Hamiltonarnir höfðu aflað sér talsverðrar bók- legrar menntunar og eins og oft vill verða, umgengust þeir og voru í ætt við bæði ríka og snauða, þannig að eiiin frændinn gat verið aðalborinn stóreignamaður og ann ar réttur og sléttur beiningamað- ur, eða því sem næst. Og að sjálf- sögðu áttu þeir ættir að rekja til VORTÍZKAN 1957 DRAGTIR, ! glæsilegt úrval MARKAÐURINN Hafnarstræti 5 ^&ömur Höfum opnað aftur að Skólavörðustíg 13 A Nýjar sendingar af VOR-HÖTTUM OG HÚFUM , \Jerzlunín ^J/enny Skólavörðustíg 13 A RAFGEYMAR Hlaðnir og óhlaðnir 6 volta 90 — 105 — 125 — 150 — 225 ampertíma. 12 volta 60 — 75 — 90 ampertíma. Rafgeyma-sambönd, allar stærðir. SMIRILL, Húsi Sameinaða, sími 6439 Vz virði! Nokkrir REGNFRAKKAR ullarefni og poplin, seljast næstu daga fyrir hálfvirði. Notið þetta sérstaka tækifæri. I. H. Muller Austurstræti 17 Mánudagur 1. apríl: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Búnaðarþáttur: Úr sveitinni XVIII. (Hermóður Guðmundsson, bóndi á Sandi í Aðaldal). 18,00 Fomsögulestur fyrir böm (Helgi Hjörvar). 18,30 Skákþáttur (Guð mundur Amlaugsson). 19,10 Þing fréttir. — Lög úr kvikmyndum. 20,30 Útvarpshljómsveitin; Þórar inn Guðmundsson stjórnar: Itölsk lög. 20,50 Um daginn og veginn (Sveinn K. Sveinsson verkfræð- ingur). 21,10 Einsöngur: Kristinn Hallsson syngur; Fritz Weiss- happel leikur undir á pía.ió. 21,30 Útvarpssagan: „Synir trúboð- anna“ eftir Pearl S. Buck; IX. — • ♦> ❖ •> •> ♦> *> •> *> *> ♦> *> ♦> í‘ •> ♦> •> t M A R K Ú S Eftir Ed Dodd Whils mark AND JOHNNy ARE CELEBKATINS THéiR LLICK IN PINDINS THB P®I2S MONEy... Lucbee has returnécT UNSEEN TO KILBURN'S TRADING POST AND STEALTHILy LISTENS THCOUSH AWINDOW rBUT X CGV.E BACK AND TELL TRAIL... SO TRAIL AND MALOTTE ) ©O AFTER. HIM/ JflKL, XLL CONTACT TTHAT NO GOOD INDIAN HEADQUARTERS, I TRAMP...X SHOULDA W AND OUR PATROLSSSWOT HIM GOOD...NOW WILL BE ON THE VtE'S GOT THE POLICE UDOKDUT FOR LUCREE/i AFTER ME TOO/ - (Séra Sveinn Víkingur). — 22,10 Passíusálmur (37). 22,20 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). — 22,35 Kammertónleikar (plötur). 23,15 Dagskrárlok. 1) Meðan Markús og Jonni fagna því að þeir fundu verð- launaféð.... 2) .... hefur Láki snúið aftur til þorpsins. Hann hefur læðzt að glugga einum og hlerar eftir hvað sagt er inni. — Láki hélt, að hann hefði drepið mig. 3) — Én ég v»r ekki dauður. Eg gat skriðið til þorpsins og sagt Markúsi frá þessu. — Eg mun hafa samband við bækistöðvar lögreglunnar og lög- reglusveitir verða gerðar út til að hafa hendur í hári Láka. 4) — Svona hafði hann það þá, Indíánaþrjóturinn. Hann hefur ljóstrað upp um allt og nú er lög- reglan á hælum mínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.