Morgunblaðið - 31.03.1957, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 31.03.1957, Qupperneq 16
Veðrið S.-A. kaldi. Skúrir. 76. tbl. — Sunnudagur 31. marz 195^ Reykjavíkurbréf er á bls. 9. Þjófar stela peningaskáp meS 300 kr í peningum Sá nokkur grunsamlega mannaferðir á Hlemmtorgi ? T FYRRINÓTT námu innbrotsþjófar heilan peningaskáp allstór- an á brott með sér ofan af þriðju hæð í verzlunar- og skrif- stofuhúsi Sveins Egilssonar við Hverfisgötu, er þeir frömdu inn- brotsþjófnað í skrifstofu Feldsins h.f., sem þar er til húsa. — f skápnum var ekki mikið fé, aftur á móti ýmiss konar verzlunar- bækur og skjöl fyrirtækisins. í gær hafði hvorki fundizt tangur né tetur af skápnum og málið enn óupplýst. INN UM GLUGGA Innbrotsþjófarnir hafa komizt upp á vinnupalla sem standa við húsið. Af þeim hafa þeir komizt ian um glugga á skrifstofunni. Það verður að telja fullvíst, að þeir hafi síðan dregið peninga- skápinn út úr skrifstofunni, fram á stigagang, og farið með skáp- inn út um hurð er snýr að Hlemm torgi. Þar hefur vafalítið beðið bíll ,sem skápurinn hefur verið fluttur á brott L KLUKKAN STANZAÐI Það er vitað um hvert leyti þjófarnir voru þarna á ferðinni. Á vegg við gluggann sem þeir í dag: Stúdentaráð kynnir verk dr. Helga Péturss STÚDENTARÁÐ Háskóla ís- lands gengst fyrir bókmennta- kynningu í hátíðasal háskólans í dag kl. 3 e.h. — í fréttatilkynn- ingu frá Stúdentaráði segir: „Það altítt um þá menn, sem styr hefur staðið um í lifanda lífi, að þögn ríkir um þá fyrstu árin eða jafnvel áratugina eftir lát þeirra. Stúdentaráði þykir ó- hæfileg þögn hafa ríkt um minn- ingu dr. Helga Pjeturss. Að vísu hefur félag verið stofnað um heimspekikenningar hans, en Stúdentaráði þykir samt ástæða til að minnast hans nokkuð. Því hefur Stúdentaráð ákveð- ið að minnast dr. Helga Pjeturss á 85 ára afmælisdegi hans 31. marz með því að halda kynningu á heimspekikenningum hans og vísindastörfum. Hefur Jóhannes Áskelsson jarðfræðingur tekið að sér að tala um vísinda- mennsku dr. Helga á sviði nátt- úrufræði og einkum jarðfræði, en Gunnar Ragnarsson, magister í heimspeki, mun gera grein fyrir heimspekikenningum hans. Þá munu stúdentar lesa upp úr verkum dr. Helga“. Bókmenntakynning þessi er öllum opin og er aðgangur ó- keypis. skriðu inn um er rafmagnsklukka og hefur verið komið við snúruna að henni, svo hún hefur fanð úr sambandi og stóð klukkan á 1,40 er að var komið í gærmorg- un. Það er aftur á móti ekki vit- að hve langa viðdvöl þeir hafa haft í húsinu. 1 ! ! Rannsóknarlögreglan hóf þeg- ar í gærmorgun rannsókn í máli þessu. Er heitið á alla þá er einhverjar uppl. gætu gefið, t.d. um mannaferðir við húsið, í fyrrinótt eða grunsamlegan bíl, að hafa samband við rannsóknar lögregluna hið fyrsta. LÍTIÐ AF PENINGUM Þess er svo að lokum að geta, að í peningaskápnum, sem vó milli 100 og 200 kg voru aðeins ,. . , , ... .. um 300 kr. í peningúrn Þar voru Það fferlsí nu æ algengara að togarar fai tundurdufl i vorpuna, en ýmiss konar skjöl og verzlunar- slíkt setur að sjálfsögðu verið stórhættulegt. Mynd þessi er af bækur, sem mjög er tilfinnanlegt tundurdufii á þilfari Norðfjarðartogarans Gerpis, en duflið fékk fyrir fyrirtækið að missa, en er I skipið 20. þ.m. Togarinn sigldi til Akureyrar með duflið þar sem verðlaust með öllu í höndum kunnáttumaður gerði það óvirkt. — Myndina tók Magnús Her- þjófanna. I mannsson, véistjóri á Gerpi. Stal úrum - vant- aði gjaldmiðil fyrir víni ÞAB var komið fram undir morg un, í gær kl. um 5, er maður nokk ur í Hafnarstræti heyrði brot- hljóð og sá rétt á eftir hvar mað- ur hraðaði för sinni frá úra- og skartgripaverzlun Sigurþórs Jóns sonar, Hafnarstr. 4. Sá sem sjón- arvottur varð að þessu, gerði lög- reglunni þegar aðvart. Það kom í ljós að sá, sem rúðuna braut í búðinni, hafði hrifsað úr glugg- anum nokkur armbandsúr og hófst nú leit að manninum. Tveim tímum síðar fann lög- reglan hann. Var hann með úrin öll í fórum sínum, sex talsins og tvö úrarmbönd. Maður þessi var undir áhrif- um áfengis og sagðist hafa gert þetta í þeim tilgangi að ná sér í gjaldmiðil til þess að geta feng- ið sér meira vín. Hann var þó ekki búinn að ráðast í vínkaupin er hann var tekinn. Maður þessi hefir áður komizt í kast við lög- regluna. Belgískur togari í „skipakirkjugarðinn” Kirkjubæjarklaustri, 30. marz: INÓTT fóru bændur í Meðallandi enn af stað til hinnar svörtu sendnu strandar Meðallandsfjöru, „Skipakirkjugarðsins". Belgiskur togari hafði strandað og sent út neyðarkall. — Bænd- urnir fundu skipið brátt og á skömmum tíma hafði þeim tekizt að bjarga 15 af 19 manna áhöfn. — Fjórir yfirmenn togarans óskuðu ekki eftir að fara í land og eru enn í skipinu. Þessi belgiski togari er mjög stór 6600 tonna skip og heitir Vander Wende og er frá Ostende. Hann er sagður vera með um 200 tonn af fiski innanborðs. Skip brotsmenn hafa frá því skýrt, að þeir hafi staðið í fiskaðgerð er skipið strandaði í mikilli þoku og dimmviðri. Sjólaust var og flóð. Togarinn strandaði nokkrum mílum fyrir austan selfangarann Polar Quest, skammt frá skip- brotsmannaskýlinu austan Kúða- foss. Þegar Meðallendingar voru búnir að bjarga hásetum og nokkrum af yfirmönnum, sagðist skipstjórinn vilja vera um kyrrt í skipinu ásamt fyrsta stýrimanni, fyrsta vélstjóra og loftskeyta- manni, þar til hann (skipstjór- inn) hefði gert tilraun til að ná skipinu út aftur með aðstoð skips, en það er væntanlegt á morgun, sunnudag frá Vest- mannaeyjum. Stækkandi straum- ur er og þarna er aðdýpi nokk- urt og sjávarkamburinn brattur fram. Voru þessir fjórir yfirmenn skipsins um borð í því í gær- kvöldi, en þá var brimiítið við skipið. Skipbrotsmenn eru á bæj- um Meðallandsbænda. — G.B. Freuchen kemur á miðvikudagiim HINN FRÆGI danski landkönn- uður, Peter Freuchen, er vænt- anlegur hingað til lands 3. apríl í boði Stúdentafélags Reykja- víkur. Mun hann halda hér tvo fyrirlestra um Grænland. Peter Freuchen verður kynntur fyrir stúdentum á kvöldvöku félags- ins, sem haldin verður í Sjálf- stæðishúsinu föstudaginn 5. apríl. Sfúlkan fundin 13 ÁRA stúlkan, sem skýrt var frá að farið hefði að heiman frá sér á þriðjudagskvöldið, kom fram hér í bænum síðdegis í gær, lseil á húfi. Kort af Reyk javík HLUTAFÉLAGIÐ Forvérk, sem fyrir nokkru var stofnað hér í Reykjavík, hefur sent bæjarráði bréf, varðandi kortagerð af Reykj avík. Hér er um að ræða kort sem gerð eru eftir ljósmyndum sem teknar eru úr lofti og sýna með fullkominni nákvæmni allar hæð arlínur landslagsins. Mjög er að sjálfsögðu áríðandi fyrir bæinn að hafa slíkt heildarkort í sam- bandi við hvers konar fram- kvæmdir svo sem gatnagerð, hol- ræsalögn og skipulag svæða og fleira. Bæjarráð ákvað á fundi sín- um á föstudaginn að senda þetta erindi til umsagnar skipulags- stjóra bæjarins og ríkisins. Barn stórslasast er það hleypur á olíubíl SKÖMMU fyrir hádegi í gær, varð fimm ára stúlkubarn fyrir bíl á Suðurlandsbrautinni. Yar það flutt nær dauða en lífi í Landspítalann. Gerðist slys þetta inni við Múla búðir. Stór olíuflutningabíll frá Skeljungi hf. var á leið til bæj- arins. Er hann nálgaðist Múla- búðir, sá bílstjórini) hvar tvær litlar telpur voru við hægri veg- arbrún, en hann ók eftir þeirri vinstri. Rétt í það mund, cem bíllinn kom að þeim, stökk önnur telpan, Margrét Gunnarsdóttir, Suður- landsbraut 40, út á götuna, og hljóp hún á bílinn. Kom höfuð hennar á olíugeyminn og stór- slasaðist barnið. Telpan litla var flutt í Land- spítalann. Yoru læknar spítalans með telpuna til aðgerðar lengi Bænutn boðið mesta einkabókasafn landsins til kaups GUNNAR HALL kaupmaður, sem mun eiga mesta bókasafn hér á landi, sem er í einkaeign, hefur skrifað bæjarráði bréf, þar sem hann, þ. e. a, s. lögfræðing- ur hans, býður Reykjavíkurbæ þetta mikla bókasafn til kaups. • • • í vetur er leið tók Gunnar Hall saman mikla bóka- skrá sem byggð var á þessu bóka- safni hans. í því eru meðal ann- ars, svo fágætar bækur að þær munu ekki til í öðrum bóka- söfnum hér á landi, hvort heldur í opinberri eign eða einkaeign. 9 0 9 Á fundi bæjarráðs er haldinn var á föstudaginn, var bréf þetta um tilboðið lagt fram. Bæjarráðsmenn tóku ekki af- stöðu til erindisins á þeim fundi aðra en þá, að óska umsagnar skjalavarðar þæjarins og for- stöðumanna Bæjarbókasafnsins. • • • Safn þetta telja kunn- ugir ákaflega erfitt að meta til fjár, en aldrei geti það þó farið undir 2—3 millj. kr., en um það eru þó skoðanir nokkuð á reiki meðal bókamanna. í bréfinu til bæjarráðsins er ekkert verð nefnt. dags í gær, og það frétti blaðið síðast, að hún væri komin af skurðarborðinu. Ógerlegt var að fullyrða nokkuð um hvernig barninu myndi reiða af. Sjónarvottar hafa gefið sig fram, en rannsóknarlögreglan þarf nauðsynleg'a að ná tali af manni í bíl, sem kom á móti olíubílnum, og öðrum sjónar- vottum er upplýst gætu aðdrag- anda þessa slyss. Bílstjórinn tel- ur sig hafa ekið með um 40 km hraða og var bílinn um hálf- fermdur, en þetta mun hafa verið 10 tonna bíll. Hemlaförin eftir hann voru mjög löng. Leiksystur Margrétar sakaði ekki, enda mun hún hafa staðið kyrr, er Margrét hljóp út á götuna. Barnaheíinili við Fornhaga Á FUNDI sínum á föstudaginn samþ. bæjarráð fyrir sitt leyti í meginatriðum uppdrætti að nýju barnaheimili, sem reist verður vestur við Fornhaga—Fjallhaga. Þetta heimili á að koma í stað barnaheimilisins Suðurborgar sem nú er í gömlu timburhúsi við Tjörnina, en það er eign Barnavinafél. Sumargjöf. Hug- myndin er að bærinn fái það húa í staðinn fyrir þessa nýju „borg" sem nú verður reist

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.