Morgunblaðið - 02.06.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.06.1957, Blaðsíða 6
6 MORVUNBLAmn Sunnudagur 2. júní1957 CTtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 1.50 eintakið. Sjómannadatjurinn HIN MIKLU meginlönd fyrir austan okkur og vestan höfðu lengi verið byggð, þegar sá at- burður skeði sem að við köllum, að ísland fannst. Til þess að ís- land gæti fundist af mönnum, þurfti skip og rhenn, sem sótt gætu sjóinn svo langt að hægt væri að festa bústaði hér á landi. Það var ekki nægilegt, þó ein- stöku skip ræki hér norður í hafs- botna, eða þá að einhver könnun- arleiðangur í leit að Thule, hinu bjarta landi miðnætursólarinnar, villtist hingað norður. Það voru haffær skip og sjómenn, sem kunnu að sigla þeim, sem urðu að koma til sögunnar, svo að ís- land gæti orðið fundið og þar gæti orðið föst, mannleg byggð um alla framtíð. Hernaðartækni þess tíma Það var hernaðartækni þess tíma, sem gerði það að verkum að fsland fannst. Víkingarnir, sem byggðu hin norðlægu lönd höfðu smátt og smátt, á löngum herferðum, vanist meðferð skipa og baráttu við sjóinn og þar kom að þeir lögðu leið sína til norð- urs og ísland byggðist frá Noregi og komst þannig í tölu þeirra landa sem mannfólk byggir. Til þess að finna þetta land þurfti sjómenn og til þess að byggja þetta land þurfti líka sjó- menn og skip. Þannig hefur það verið allan tímann frá því að ísland byggðist og þar tíl nú. Án skipa og án sjómennsku væri byggð á íslandi óhugsandi. Það er sama þó nú sé runnin upp ný öld flugtækni. Þeir sem þetta land byggja komast ekki hjá því að sækja á miðin í kringum landið og þeir komast ekki hjá því að þurfa að sigla með afla sinn til annarra landa. Þar af leiðir að atvinnulíf landsins hlýtur að veru legu leyti að byggjast á sjómönn- um, sjómennsku og skipum. Sorg og gleði landsmanna íslendingar standa í mikilli þakkarskuld við sjóinn. Hann hefur um aldaraðir veitt þeim björg í bú og á síðustu áratug- um hefur sjósóknin verið aðal- undirstaða þess að unnt hefur verið að byggja hér á landi upp menningarríki, hliðstætt því sem er gerist á hinum stóru megin- gerist á hinum stóru megin- og menningarþjóðum löngu áður en. sjófarendur fundu ísland og byggðu það. En jafnframt því, sem sjórinn hefur verið björg landsins hefur hann lika oft verið sorg fólksins. Þeir íslendingar eru ótaldir, sem í sjóinn hafa farið. Við íslending- ar höfum ekki háð styrjaldir, en sá skattur sem við höfum greitt sjónum er áreiðanlega meiri heldur en það afhroð, sem stór- þjóðir hafa goldið í ýmsum styrj- öldum sem þær hafa háð, ef tek- ið er tillit til mannfjöldans. Sjór- inn er þannig bæði sorg og gleði landsmanna. Hátíðisdaafur siómanna Um tvo áratugi hefur sérstakur sjóma ■*^4agur verið haldinn há- tíðlegur í landinu. Sá dagur er til þess að minnast sjómannastétt arinnar, þess atvinnuvegar, sem á sjónum byggist og þeirra fórna, sem sjónum hafa verið færðar. Á þessum degi hafa oft verið gerð átök til að þoka fram ýmsu sem sjávarútvegi og sjómannastétt væri til heilla. Dagurinn hef- ur verið valinn á þeim tíma, sem vetrarvertíð er lokið, en síldar- vertíð fyrir norðan land er ekki hafin til þess að sjómenn gætu notið dagsins og verið í landi. En á þessu hefur þó orðið mikill mis- brestur og seinustu árin hefir það verið áberandi að fyrir atburð- anna rás hafa sjómenn ekki get- að tekið þátt í hátíðahöldum dagsins, því þeir hafa þá verið að gegna skyldustörfum sínum á hafinu. Dvalarheimilið oitmað f sambandi við þann sjómanna- dag, sem haldinn er hátíðlegur í dag, er sérstaklega vert að minnast þess, að í dag er opnað Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Fyrir nokkrum árum var stofn- að til þessarar byggingar að miklum stórhug og miklum fórn- arvilja landsmanan. Bygging hins rúmgóða Dvalarheimilis hefur miðað vel áfram og er nú þessi stóra bygging risin upp á einum hinum mest áberandi stað í höf- uðborginni. Dvalarheimilinu hef- ur verið valið nafnið Hrafnista. Það á vel við að velja norskt nafn á þennan stað, án norskra skipa og norskra sjófarenda hefði ísland ekki fundist, en Hrafnistu- menn hinir fornu höfðu byr hvert sem þeir vildu á sínum tíma. Til þess er ætlast að aldraðir sjómenn, sem hættir eru störfum geti notið aðhlynn- ingar og hvíldar á dvalarheim- ilinuu. Úr gluggum þess og 'af hlaði þess er víð útsýn til Faxa- flóa, þar sem margir sjómenn hafa stundað starf sitt. Almenn- ingur hefur veitt dvalarheimil- inu mikinn og verðmætann stuðn ing með ríflegum fjárframlögum og svo er komið að húsið verður opnað í dag eins og áður er sagt. Framkvæmdastjóri dvalarheimil- isins er skipstjóri, sem er al- þekktur fyrir dugnað og er gam- all aflakóngur og hinn mætasti maður. Á það sérstaklega vel við að slíkur maður skuli vera feng- inn til forystu fyrir dvalarheim- ilinu, þegar í öndverðu. Atvinnuvegir Islendinga eru stopulir. Þeir eru meira komnir undir sól og regni, undir gæftum og góðæri af náttúrunnar hálfu en atvinnuvegir flestra anngrra þjóða. Og sjómennska við ísland, krefst þess einnig, að þeir sem stunda hana séu dugmiklir menn og þrautseigir. Það er. engum aukvisa ætlandi að sækja gull í greipar íslenzkra sjávarins og það jafnvel þó farið sé með hin beztu tæki á miðin. Þó atvinnu- vegir verði fjölbreyttari mun engum dyljast, að sjávarútvegur- inn verður áfram höfuðundir- staða landbúskaparins. íslenzka þjóðin þakkar sjó- mannastéttinni og árnar henni allra heilla á hátíðisdegi hennar. UTAN UR HEIMI * Atrúnaðargoð Suðurríkjamanna smánað -N álega klukkutíma akstur norður af Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, er stað urinn Gettysburg. Staður þessi hefir orðið frægur fyrir það í sögunni, að þar stóð blóðugasta orrusta í hinni blóð- ugu borgarstyrjöld Bandaríkj- anna, Þrælastríðinu. í Gettysburg-orrusíunni 3. júlí 1863 mættust 73 þúsund Suður- ríkjahermenn og 82 þúsund Norð- urríkjahermenn. Þeim fyrr- nefndu var stjórnað af yfirhers- höfðingja Suðurríkjanna hin- um fræga Robert Lee en þeim síðarnefndu af hershöfðingja að nafni Georg Meade, sem er minna þekktur, en hann hafði forustu Norðurríkjahersveitanna á þessu svæði. Þegar orrustunni lauk lágu 43 þúsund manns dauðir í valnum og með henni lyktaði síðustu til- raun Lees hershöfðingja til að her taka höfuðborgina Washington. Daginn eftir, einmitt á þjóðhátíð- ardag Bandaríkjanna 4. júlí, dró hann her sinn til baka suður á bóginn. Félagarnir Eisenhower og Montgomery við Gettysburg. ★ E nn er grunnt á því góða milli Norður og Suéur- ríkjamanna í Bandaríkjunum. Og þegar tekið er tillit til þess að aðeins 94 ár eru liðin síðan þessi hræðilega rimma stóð og þar féllu nákomnir frændur margra þeirra manna sem nú eru á lífi, ber sízt að undrast þött orrustan við Gettysburg sé ennþá viðkvæmt mál. 'Sérstaklega er hún viðkvæm fyrir Suðurríkjamenn, því að þar tapaði átrúnaðargoð þeirra Lee hershöfðingi, sem er til vill var kænasti og bezti hershöfðinginn í þrælstríðinu. Hafði hann áður unnið margan frægan sigur gegn ofurefli Norðurríkjanna. Suðurríkjamenn tala ekki einu sinni sjálfir upphátt um þá stað- reynd, að við Gettysburg skeikaði Lee hershöfðingja. Og ennþá verr kunna þeir að taka því, ef Norður ríkjamenn eða aðrir benda á brest ina. Þeir tóku það því mjög óstinnt upp, að hershöfðinginn frægi Montgomery fór nýlega hóðuleg- upp, að hershöfðinginn frægi, er hann heimsótti staðinn. Og það sem var ennþá verra, — svo virtist sem Eisenhower forseti hefði tekið undir smánaryrði brezka hershöfðingjans. ★ I síðustu heimsstyrjöld urðu þeir Eisenhower og Montgo - mery beztu vinir. Þeir stjórnuðu innrásinni í Frakkland 1944 og síðan sókn Bandamanna yfir Rín. Eisenhower var yfirmaður alls herafla Bandamanna í Vestur Evrópu, en Montgomery undir- maður hans og hafði yfirstjórn brezku hersveitanna er sóttu með fram strönd Ermarsunds, yfir Belgíu og Holland. Um þessar mundir er Montgo- mery á ferðalagi um Bandaríkiu og var þá ekki nema sjálfsagt, að hann heimsækti sinn góða yfir mann og vin Eisenhower. Þeir ræddust við fyrst í Hvífc húsinu. Síðan óku þeir þennan spöl norð- ur til Gettysberg, en rétt hjá orr- ustustaðnum á Eisenhower fyr- irmyndarbúgarð. Fyrst fór bóndinn Eisenhowei með gest sinn út í fjós til að sýna honum kynræktaðar fyrirmyndar beljur og villisvín. Svo ákvað hann að sýna Montgomery orr- ustusvæðið. Það var ekki langt að fara. — aðeins fáein skref frá búgarðinum. Þar hefur og verið reistur útsýnisturn til að gefa sem bezt yfirlit yfir svæðið og gengu þeir saman upp í hann. Sem þeir nú litu yfir orrustu- svæðið sáu þeir friðsælan dal með lágum hlíðum. En á víð og dreif út um þennan dal hafa verið reist hundruð og aftur hundruð af margs konar myndastyttum og minnismerkjum um háttsetta menn og fallna hermenn. ★ Eisenhower hóf að skýra orrustuna fyrir sínum gamla vopnabróður. — Dalurinn liggur beint frá suðri til norðurs og er bærinn Gettysburg í mynni hans. Á vest- urbarmi dalsins stóðu hersveitir Suðurríkjamanna, en á austur- barminum stóðu hersveitir Norð- urríkjamanna. Á milli þeirra var aðeins dalurinn, míla á breidd. Þó höfðu nokkrar hersveitir Suð- urríkjamanna daginn áður en meginorrustan hófst, einnig sótt að úr norðri og þá náð í sínar hendur nyrzta hluta austurbarms ins, sem nefnist Culps Hill og er talsvert há. Virðist sem Lee hafi ákveðið að láta til skarar skríða vegna þess að staða hans styrktist mjög við að ná þessari hæð. Snemma um morguninn fyrir- skipaði hann 15 þúsund beztu her mönnum sínum að gera atlögu þvert yfir dalinn undir forustu Picketts hershöfðingja. Er aflaga þessi fræg orðin nefnd „Pieketts atlagan". En nokkurn tíma tók að skipuieggja árásarliðið og á með- an náðu Norðurríkjamenn aftur á sitt vald fyrrnefndri Culps Hill- Er það álit herfræðinga, að eftir missi Culps Hili hafi það verið vanhugsað hjá Lee að hefja at- löguna. En hann breytti ekki fyrirætlan sinni og hlýtur það að hafa verið stórkostleg sjón, þegar 15 þúsund fótgönguliðar hans hlupu móti fallbyssuskothríð, þvert yfir dal- inn. Eftir langa orrustu var at- lagan brotin á bak aftur, en her- fræðingar telja, að það hafi verið misráðið hjá Meade yfirmanni norðanmanna, að láta þá ekki kné fylgja kviði, en sunnanmenn komust undan. Er Eisenhower hafði lokið frásögn sinni varð Montgomery að orði: — Já þetta voru alvarleg mistök hjá þeim báðum, en sér- staklega hjá Lee. Ég hefði að minnsta kosti ekki hagað bardag- anum svona. Og Eisenhower svaraði góðiát- lega: — Nei, þú hefðir að sjólfsögðu ekki gert það, enda hefði ég þá rekið þig. 'At Þessi setning Eisenhow- ers er það sem hefur kveikt í ‘púðurtunnu* Suðurríkjanna.Eiga menn þar vart orð til að lýsa hneykslun sinni yfir þessari óskammfeilnu árás á átrúnaðar- goðið Lee. Og bent hefur verið á það, að setningin kunni að verða Eisenhower og republikönum dýr. Þeir muni missa það fylgi sem þeim hefur tekizt á síðustu árum að skapa sér í Suðrinu. ★ S vo að nokkrum dögum seinna gaf Eisenhower ákveðna yfirlýsingu á blaðamannafundi til að firra sig pólitísku tapi. Hann sagði: — Ég geng ekki aftur með það, að ég tel fjóra menn mestu mikilmennin í sögu Banda- ríkjanna. Þeir eru: Benjamin Franklin, Washington, Abraham Lincoln og Lee hershöfðingi. Og nú hefir hann aftur kom- ið sér í mjúkinn hjá Suðurríkja- mönnum. Það sýður þó ennþá í pottinum og er það nú orðin ein helzta dægrastytting karlanna í Missisippi og Alabama að gagn. rýna herstjórn þeirra Eisenhow- ers og Montgomerys í síðustu styrjöld. Er nú farin að ganga skemmti- leg saga um það, að Lee hers- höfðingi afturgenginn, hafi einn daginn verið að ferðast í jeppa um skóga Belgíu, þar sem Þjóð- verjar ráku Ardennafleyg sinn síðla árs 1944. Þegar Lee hafði ekið góða stund um Ardennafjöllin, r.am hann staðar og varð honum að orði. Ósköp er að vita, hvernig þeir Eisenhower og Montgomery hafa hagað hernaðaraðgerðum hérna. Ef ég hefði mátt ráða, hefði ég rekið þá báða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.