Morgunblaðið - 02.06.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.06.1957, Blaðsíða 8
« 1UORGUNBL 4Ð1Ð Sunnudagur 2. júní1957 !A ustan Edens eftir John Steinbeck 49 i leðursvuntu til hlífðar. Skyrtu- ermarnar voru brotnar upp fyrir olnboga og hinir vöðvastæltu handleggir voru einnig hreinir. Aðeins hendurnar voru blakkar af sóti. En starsýnast varð Adam þó á augu Samúels, er voru ljósblá, athugul og leiftrandi af æsku- f jöri. „Louis“, .sagði hann. „Það var gaman að sjá þig. Jafnvel í al- sælu þessarar litlu paradísar okk- ar er gaman að hitta góða vini“. Hann leit brosandi á Adam og Louis sagði: „Ég kom með hr. Adam Trask í heimsókn. Hann er nýkominn að austan og ætlar að setjast hér að“. „Það gleö ir migr“, sagði Samúel. „Við tökumst í hendur seinna. Ég vil ómögulega óhreinka höndina á yður með sótugum krumlunum". „Ég kom hérna með nokkur gjarðajárn, hr. Hamilton. — D- —□ Þýðing Sverrir Haraldsson □---------------------□ Kannske gætuð þér smíðað fyrir mig fáein kverkjárn. Kornhlaðan mín er nefnilega alveg að hrynja niður“. „O, það verða einhver ráð til þess, Louis. Blessaðir, komið þið niður úr vagninum. Við skulum fara með hestana í forsælu". „Það er svolítill kjötbiti þarna fyrir aftan og svo kom hr. Trask með eitthvað hjartastyrkjandi". Samúel leit sem snöggvast heim að húsinu. „Ætli við ættum ekki að iáta það óhreyft þangað til vagninn er kominn bak við skýlið. Louis, viljið þér nú ekki leysa hest Buick 1953 vel með farinn Buick ’53 nýkominn til landsins til sölu. Bifreiðin verður til sýnis á Bifreiðasölunni, Garðastræti 6, mánudaginn 3. þ.m. kl. 1—7 e.h. Bifreiðasalan Garðastræti 6 Saumastúlkur helzt vanar óskast. — Upplýsingar 1 verksmiðjunni Brautarholti 22. Dúkur hf. ana frá? Ég skal fara með kjötið inn. Liza verður áreiðanlega glöð. Henni þykir s*eikt kjöt svo gott“. „Er nokkuð af börnunum heirna?" „Nei, ekki þessa stundina. Ge- orge og Will komu heim um helg- ina og svo fóru þau öll í gærkvöld á dansleik í skólahúsinu við Peach Tree. Þau koma sennilega heim aftur seint í kvöld. Þess vegna vantar okkur svo bagalega einn legubekk. En ég skal segja ykkur nánar frá því seinna — Liza verð ur víst ekki neitt sérlega mjúk á manninn, þegar þau koma. — Það var Tom sem gerði það. Ég segi ykkur það seinna". Hann hló og gekk heim að liúsinu með lærið í hendinni. — „Ef þið farið með þetta „hjartastyrkjandi" inn í smiðjuna, þá gætið þess að láta það ekki þar sem sólin skín á það. Þeir heyrðu að hann kallaði, þegar hann nálgaðist húsið: „Liza, viltu bara vita! Louis Lippo kom með kjötstykki sem er stærra en þú“. — Louis ók vagninum bak við skýl ið og Adam hjálpaði honum við að leysa hestana frá og tjóðra þá í skugganum. „Hann meinti þetta sem hann sagði um flöskuna, að sólin mætti ekki skína á hana“, sagði Louis. „Hún hlýtur að vera hræðilegur vargur!“ „Ekki stærri en fugl, en hún hef ur bein í nefi, konan sú“. Samuel kom að vörmu spori aftur inn í smiðjuna: „Lizu myndi þykja vænt um það, ef þið biðuð eftir miðdegisverði", sagði hann. „Við aukum henni bara erfiði", andmælti Adam. „Uss, hvaða vitleysa. Hún ætl- ar að steikja kjötið og búa til eplabúðing. Okkur er bara ánægja að komu ykkar. Louis, nú er bezt að við lítum á garðajárnin og lcomum okur saman um hvernig bezt er að hafa þau“. Hann kastaði nokkrum hefil- spónum á sótugan afl smiðjunn- ar og kveikti í þeim, svo togaði hann nokkrum sinnum í físibelg- inn, sáldraði blautu koksi á glóð ina og brátt skíðlogaði á aflinum. „Jæja, Louis", sagði hann. „Nú verðið þér að halda lífi í eldinum. Hægt maður! Hægt og jafnt!" Hann lagði gjarðajárnin á sindr- andi koksglóðina. „Nei, hr. Trask. ódv y nr stuttjakkar (poplin) Stærðir: 3ja til 9 ára. Verð kr.: 98.00. Austurstræti 12. Handlampar Handlampar, með og án snúru, ávallt fyrirliggjandi. Guðm. Guðmundsson & Co. Hafnarscræti 19 — sunar 4430, 6900. Dragtir Fallegar cocktail-dragtir svartar og ljósar. Ennfremur mjög ódýrar dragtir með tveim pilsum. Dömubúbin Laufiö Aðalstræti 18 Garðaplöntur Stjúpmæður, Bellis, Stúdentanellikur og margar fleiri tegundir af sumarblómum. Fjölærar plöntur háar og lág_ ar. Sérlega hentugar í steinbeð. Liljur, bóndarósir. Sendum um land allt. Sjálfsafgreiðsla. Gróðrastöðin SÓLVANGUR Húsgagnasmiðir verkstjóra vantar í trésmíðaverkstæði, einnig vanan vélamann. Upplýsingar í síma 5307 á sunnudag eða 3356 á mánudag. Höfum opnað raftækjavinnustofu á Hverfisgötu 50. — Sími 4781. Sveinn Qlafsson og Reimar Sfefánsson Reknetakork fyrirliggjandi ORiRlnsðw Hamarshúsinu — sími 7385 Liza er vön að elda mat í níu, hungraða krakka. Hún kallar nú ekki allt ömmu sína“. Hann brá töng á járnin og sneri þeim í eld- inum. Svo nló hann: Annars er vissast að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá konunni minni í dag og ég ráðlegg ykkur báðum að nefna ekki orðið „legubekkur", svo að hún heyri. Það er orð reiði og sorgar fyrir Lizu“. „Já, þér minntuzt eitthvað á legubekk áðan“, sagði Adam. „Ef þér þekktuð Tom, son minn, hr. Trask, þá mynduð þér skilja þetta betur. Louis þekkir hann“ „Já, það skyldi maður nú halda“, sagði Louis. Samúel hélt áfram: „Tom minn er dálítið öfgafullur í skapi. Tek- ur alltaf meira á diskinn sinn, en hann getur borðað. Sáir alltaf meiru en hann kemst yfir að skera upp. Skemmtir sér of mikið og syrgir of mikið. Sumir menn eru þanig gerðir. Liza heldur að ég sé svona. Ég veit ekki hvað úr Tom kann að verða. Kannske verður hann mikill maður, — kannske endar hann líf sitt í gálg anum. — O, jaeja Hamiltonar hafa þá fyrr verið hengdir. En ég skal segja ykkur nánar frá því seinna“ aBlltvarpiö Sunnudagur 2. júní: Fastir liðir eim og venjulega. 11,00 Messa í hátíðasal í Sjó- mannaskólans (Prestur: Séra Jón Þorvarðsson. Organleikari: Gunn ar Sigurgeirsson). 14,00 Hátíða- höld sjómannadagsins í Laugar- ási í Reykjavík: a) Minnzt drukkn aðra sjómanna (Vígslubiskup, séra Bjarni Jónsson, talar, Guð- mundur Jó.isson syngur). b) Opn- un dvalarheimilis aldraðra sjó- manna: Ávörp (Forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, Gunnar Thoroddsen borgarstjóri og Henry Hálfdánarson formaður fulltrúa- ráðs sjómannadagsins). c) Sjó- mannadagsávörp (Lúðvík Jósefs- son sjávarútvegsmálaráðherra, — Ólafur Thors fulltrúi útgerðar- manna og Ríkharður Jónsson full- trúi sjómanna). d) Afhending verðlauna og heiðursmerkja (Henry Hálfdánarson). — Lúðra- sveit Reykjavíkur leikur. 16,45 Mií degistónleikar (plötur). — 16,30 Veðurfregnir. — Færeysk guðs- þjónusta (Hljóðrituð í Þórsh 'fn). 17,30 Hljómplötuklúbburinn. — Gunnar Guðmundsson við grammó fóninn. 18,30 Barnatími (Baldur Pálmason). 19,30 Einleikur: Jósé Iturbi leikur á píanó (plötur). — 20,20 Erindi: Á eldflaug til ann- arra hnatta; V. (Gísli Halldórsson verkfræðingur). 20,35 Sjómanna- vaka. 21,20 „A ferð og flugi“. — Stjórnandi þáttarins: Gunnar G. Schram. 22,05 Danslög, þ. á. m. leikur danshljómsveit Bjöms R. Einarssonar. Söngkona: Sigríður Hannesdóttir. — Guðrún Erlends- dóttir stjórnar danslagaflutningn- um. 01,00 Dagskrárlok. Mánudagur 3. júní: Fastir liðir eins og venjulega. 19,00 Þingfréttir. 19,30 Lög úr kvikmyndum (plötur). 20,30 Ut- varpshljómsveitin; Þórarinn Guð- mundsson stjórnar. 20,50 Um dag- inn og veginn (Auðunn B ragi Sveinsson kennari f Haganesvík). 21,10 Einsöngur: Hjálmar Kjart- ansson syngur; Fritz Weisshappel leikur undir. 21,30 Útvarpssaganí „Syr.ir trúboðanna" eftir Pearl S. Buck; XXII. (Séra Sveinn Víking ur). 22,10 Búnaðarþáttur: Sitt af hverju (Gísli Kristjánsson rit- stjóri). 22,25 Nútímatónlist (plöt- ur). 23,00 Dagskrárlok. EGGEKT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn. Þórshamri við Templarasund. 4 Síófcon & — ( )__ gullsmiðii -^NIétsgðlu 48 - Stml 81536

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.