Morgunblaðið - 07.06.1957, Side 2

Morgunblaðið - 07.06.1957, Side 2
1 HfnwcrjnrnrápjQ FBstudagur T. Jðnf 1957 Aldrei meira byggt en nú í Reykjavík: Á þriðja þúsund íbúðir verðo væntanlega i smíðum í sumar Lóðamálin rœdd á bœjarstjórnarfundi i gœr % AFundi baejarstjórnar í gær urðu allmiklar umræður um lóða- málin og sérstaklega um úthlutun lóða. Komu fram athyglis- verðar upplýsingar í ræðum bæjarfulltrúanna á fundinum, sem sýndu að aldrei hefir verið eins mikið byggt í Reykjavík sem einmitt nú og eru allar horfur á að á þriðja þús. íbúða verði í smíðum í sumar. Umræðumar spruttu út af tillögu sem Guð- mundur Vigfússon bar fram um að skýrsla yrði fengin frá bæjar- verkfræðingi og skipulagsstjóra um lóðaúthlutunina og henni hrað- að í Hálogalandshverfinu en þar á eftir að úthluta um 30 lóðum. Jóhann Hafstein flutti greinar- góða ræðu um lóðaúthlutunina og komst m.a. svo að orði, að hún hefði ávallt verið mikið vanda- mál, og æskilegt væri að unnt væri að veita þar sem bezta úr- lausn. Kvað hann það koma til athugunar varðandi lóðaumsókn- irnar, sem nú lægju fyrir hjá bæn um að framkvæma raunhæft mat á því hverjir hefðu þörf á lóðum eins og sakir stæðu því vitað væri að sumir af þeim sem fyrr á árum hefðu sótt um lóð hefðu nú leyst vanda sinn á annan hátt. Óvenjulegur fjöldi íbúða væri nú í smíðum. Væri tala þeirra íbúða það há, að e? þeim yrði lokið á eðlilegum tíma þá myndi mjög draga úr húsnæðisskortin- um hér í bænum. Um 1800 íbúðir væru nú í smíðum hér í bænum og á síðasta ári hefði verið lokið við 700 íbúðir. Ef gert væri ráð fyrir að jafnmargar íbúðir yrðu fullgerðar 1957 og 1958 að við- bættum 400 íbúðum að auki sem nú er ráð fyrir gert myndu rísa þannig 2,500 nýjar íbúðir á þrem- ur árum, sem hýst gætu um 10,000 manns. Á tímabilinu 1950—1955 hefði fólksfjölgunin hér í bænum verið um 1300 manns á ári. Ljóst væri því, að þá gengju af íbúðir fyrir um 6000 manns, þótt gert væri ráð fyrir íbúafjölg uninni, og yrðu þær þá notaðar m.a. til þess að leysa vanda hús- næðislauss fólks og til þess að útrýma heilsuspillandi húsnæði. MISRÆMI í MÁLFLUTNINGI í>á vék Jóhann að því að at- hugandi væri að bærinn tæki að sér byggingu svonefndra hahúsa, þar sem vafi væri á því að ein- staklingar hefðu bolmagn til slíkra bygginga, en léti þeim þess í stað í té lóðir, t.d. inn við Elliða vog sem ætlaðar hafa verið fyrir einnar hæðar raðhús. t>á benti hann á það hvílíks misræmis gætti' í málflutningi Guðmundar Vigfússonar og orða hans um lóðamálin því hann segði þar í öðru orðinu að lóðir skorti undir 3000 íbúðir en í hinu að lóðir skorti undir 6—7000 íbúðir eða fyrir 30.0000 manns og sæu allir hvílík fjarstæða það væri. Sjálfstæðismenn í bæjar- stjórn hefðu gert það sem í þeirra valdi hefði staðið til þess að leysa lóðamálin, en hafa yrði hinar erfiðu aðstæður í huga, hinn mikla straum fólks til bæjarins. Borgarritari Gunnlaugur Pét- ursson gaf þær upplýsingar við Allri saltfiskframleiðsfu þessa árs ráðstafað Mikill einhugi rikjandi á aðalfundi SÍF 4ÐALFUNDI lokið hér Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda er í bænum, og sátu hann um 80 fiskfram- leiðendur víðs vegar að af landinu. — Lögð var fram skýrsla yfir starfsemi félagssamtakanna fyrir sl. ár. Samkvæmt þeirri skýrslu nam útflutningur ársins 1956 alls 41.585 tonnum, að verðmæti f.o.b. um 179 millj. króna. Voru til ráðstöfunar á aðalfundi eftirstöðvar af andvirði fiskframleiðslunnar árið 1956, tæpar 12 millj. króna, og ákvað fundurinn lokagreiðslur til fiskeigenda eftir fisktegundum á sama hátt og undanfarin ár. Þá voru einnig lagðir fram reikningar félagsins fyrir árið 1956, og voru þeir samþykktir í einu hljóði. Formaður félagsstjórnarinnar, Richard Thors, flutti skýrslu um starfsemi félagssamtakanna, það, sem af er þessu ári, og upplýsti, að því nær öllum stórfiski, sem seljast á og flytjast úr landi ó- verkaður, væri nú þegar ráðstaf- að. Sömuleiðis hefðu verið gerð- ir samningar um sölu á smáfiski, og mætti því heita, að allri salt- fiskframleiðslu landsmanna til þessa hefði nú þegar verið ráð- stafað. Á fundinum var gerð sú breyt- ing á lögum félagsins, að verk- svið þess var nokkuð víkkað, þannig að framvegis er ætlunin, að það láti til sín taka, auk salt- fisksölunnar, félagsmál og önnur hagsmunamál félags- manna, ásamt sölu annarra sjáv- arafurða, eftir því sem félags- menn kunna að óska. Mjög mikil eining og samhugur ríkti á fundinum um starfsemi félagssamtakanna, og voru stjórn og endurskoðendur endurkosin. Fundi var slitið kl. 5 e.h. Stjórn SIF skipa nú þessir menn: Richard Thors, Jón G. Marias- | son, Jóhann Þ. Jósefsson, Helgi Pétursson, Hafsteinn Bergþórs- son, Jón Gíslason og Tryggvi Ófeigsson. Framkvæmdarstjórar eru: Kristján Einarsson og Helgi Þórarinsson. umræðurnar að bráðlega yrði unnt að úthluta lóðum fyrir 60 íbúðir í raðhúsunum sem byggja á við Sundlaugarnar, fyrir 340 íbúðir í háhúsunum á Laugarásn- um og fyrir 250 íbúðir í EUiða- vogshverfinu. Alls eru það 650 íbúðir. Nú væri líka unnið að því að skipuleggja mikið íbúðarsvæði á Háaleiti fyrir um 2.500 íbúðir og yrði því úthlutað lóðum fyr- ir um 3150 íbúðum samkvæmt því. Gísli Halldórsson gat þess í ræðu sinni að af þeim tæplega 2000 íbúðum sem í smíðum hefðu verið sl. ár hefði verið lokið við 700. Með úthlutuninni í Háloga- landshverfinu sem nú er senn lokið hefðu lóðir undir 700 nýjar íbúðir bætzt þar við. Yrðu því í smíðum 18—1900 íbúðir í sumar. Auk þess yrði lóðum fyrir um Guðmundur Pétursson gömul mynd. 650 íbúðum úthlutað i næstunni eins og borgarritari hefði skýrt frá og yrðu þá í sumar í smíðum á þriðja þúsund íbúðir. Myndu aldrei jafn margar íbúðir hafa verið í smíðum hér í Reykjavík sem einmitt nú, og benti allt til þess að þetta ár yrði umfangs- mesta ár bygginga til þessa. Guðmundur H. Guðmundsson rifjaði upp að nú væru 5 blakkir með 120 íbúðum í byggingu & vegum bæjarins auk 144 raðhúsa og myndu þessar framkvæmdir leysa vanda margra þeirra sem sótt hefðu um lóðir undir eigin hús til bygginga. Kom það fram í ræðunum, eins og áðurnefndar tölur sýna, að miklu hefir verið úthlutað af lóð- um, að undanförnu, þótt enn I hafi ekki nær allir fengið úrlausn. Vinstri flokkarnir skora á borg- arstjóra að bæta úr vanrækslu- syndum ríkisstjúmarinnar ABÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær ítrekaði Þórður Björnsson tillögu nefndar, sem skilaði áliti um gistihúsamálin í desem- ber í vetur. Geir Hallgrímsson bæjarfulltrúi var formaður þeirrar nefndar og Þórður Björnsson ritari. í þessari tillögu sinni átelur Þórður Björnsson aðgerðarleysi síns eigin flokks og annarra stjórn- arflokka í fjárfestingarmálunum, en hvorki fjárfestingaryfirvöldin né ríkisstjórnin urðu við samhljóða tillögu bæjarstjórnarinnar um fjárfestingarleyfi fyrir nýju gistihúsi frá því í desember í vetur. Geir Hallgrímsson bar fram viðbótartillögu við aðaltillöguna og var tillagan þannig breytt samþykkt samhljóða. Með sam- þykkt tillögurinar víttu vinstri flokkarnir sína eigin fulltrúa, fjárfestingaryfirvöldin og ríkis- stjórnina, og fólu borgarstjóra að reyna að hrinda þessum málum í framkvæmd. Tillagan með breytingartillögu Geirs Hallgrímssonar fer hér á eftir: Bæjarstjórn telur að skortur á gistiherbergjum hér í bænum hafi um langt skeið verið svo mikill að óumflýjenleg nauðsyn sé á því, að þegar verði hafizt handa um byggingu nýrra gisti- húsa í bænum. Bæjarstjórn vill því ítreka TÝNDUR UM þennan mann, Pétur Guð- mundsson, hefur ekki spurzt svo vitað sé í tæpt hálft ár. Móðir hans bað rannsóknarlögregluna fyrir nokkrum dögum, að reyna að grennslast fyrir inn hvar hans væri niður kominn. Lýst var þá eftir manninum í útvarpinu, en þær tilk. hafa ekki enn borið neinn árangur. Þegar hann kom síðast til móður sinnar, um mán- aðarmótin nóv.—des., kvaðst hann ef til vill fara til sjós. Pétur sem er 35 ára að aldri, var einn þeirra manna, sem ekki stundaði neina fasta atvinnu, og átti hér hvergi neinn samastað. Síðast er vitað örugglega um ferðir hans 15. desember, en þá var hann hér í Reykjavík. Hann var ekki kom- inn í neitt skiprúm svo vitað væri þá. Hann hefur áður horfið langtímum saman, en ekki áður svona lengi án þess að hafa nokk- urt samband við ættingja sína. Þessi mynd er sú eina sem til er af Pétri og er hún orðin nokk- uð gömul og hann sagður breytt- Silungsveiði SILUNGSVEIBIN er nú orðin góð austur við Kaldárhöfða, en það er einn fjölsóttasti veiði- staðurinn hér í nærsveitum Reykjavíkur. Fram á miðvikudag' ur mjög. Er hann hvarf var hann hafði lítið veiðzt, en þá kom ganga og var góð veiði þann dag- inn. Veiddist þá allmikið af smærri silungi, en einnig nokkrir vænir. í gær var þar góð veiði og voru nokkrir að veiða af bakkanum í góða veðrinu. í gráum jakka, grænum nankins- buxum, í blárri peysu og á brún- um skóm. Rannsóknarlögreglan vill biðja þá er einhverjar uppl. gætu gefið um Pétur að gera strax viðvart. Þó ekki sé loku skotið fyrir það að Pétur hafi ráðist á erlent skip hér, þá telur rannsóknarlögreglan það mjög ólíklegt. samþykkt sína frá 20. desember f. á. um að hún heitir því fyrir sitt leyti, að veita ábyrgð fyrir láni, sem varið sé til að byggja gistihús, allt að 25% stofnkostn- aðar, enda sé baktrygging til bæj arins fyrir hendi og beinir því til löggjafarvaldsins að það veiti ríkisábyrgð fyrir láni, sem nemi allt að 50% stofnkostnaðar gisti- húsa í Reykjavík. Einnig ítrekar bæjarstjórn fyr- irheit að láta í té leigulóðir fyrir gistihús og beinir því til sam- vinnunefndar um skipulagsmál að hún hraði staðsetningu gisti- húsa í bænum. Jafnframt ítrekar bæjarstjórn fyrri áskorun sína frá 20. des. f. á. til Ríkisstjórnar íslands og fjárfestingaryfirvaldanna um að veita leyfi til að hefja byggingu 200 gistiherbergja hér í bænum. Harmar bæjarstjórn, að engin fjárfestingarleyfi til gistihús. byggingar hafa enn verið veitt, og felur því borgarstjóra að fá því framgengt við ríkisstjórn og fjárfestingaryfirvöld, að leyfi í þessu skyni verði veitt nú þegar. Gagnfræðaskólanum á ísafirði slitið Dregið í hoppdrætti Sjólistæðisílokksins eftir fda daga Vinsamlegast .gerið skil. Dregið eftir fáa daga. Afgreiðsl- an í Sjálfstæðishúsinu er opin til kl. tíu í kvöld. G AGNFRÆÐASKÓL ANUM á Isafirði var slitið þriðjud. 21. maí í húsakynnum skólans að viðstöddum allmörgum gestum. Skólastjórinn, Guðjón Kristins- son, gaf yfirlit um vetrarstarfið. í skólanum voru um 140 nemend- ur. 12 nemendur luku gagnfræða- prófi, en landspróf miðskóla stendur nú yfir, og þreyta það próf 12 nemendur. 40 nemendur tóku unglinga- próf og 22 miðskólapróf upp úr 3. verknámsdeild. Félagslíf nemenda var fjöl- breytt að vanda. M. a. gengust nemendur fyrir árshátíð í marz- mánuði. Var vel til hennar vand- að, og sýndu nemendur sex sinn- um við ágæta aðsókn í Alþýðu- húsinu. Hæstu einkunn yfir skólann hlaut Leó Kristjánsson í 2. bók- námsdeild 1. ágætiseinkunn 9,29. Hæstu einkunn við gagnfræða- próf fékk Agnes Óskarsdóttir frá Bolungarvík, 1. ágætiseinkunn, 9.23. Veitt voru verðlaun fyrir vel unnin trúnaðarstörf og einnig þeim nemendum, er fram úr sköruðu í námi. Að lokum afhenti skólastjóri gagnfræðingum skírteini og kvaddi þá með stuttri ræðu. — Minnti hann þá á að halda tryggð við bernskustöðvarnar og helga þeim krafta sína. Við skólaslitin var mættur Arngr. Fr. Bjarnason, kaupmað- ur, og afhenti hann nokkrum nemendum viðurkenningu fyrir ritgerðir um bindindismál frá Umdæmisstúkunni nr. 6. I lokin var sungið undir stjórn söngkennararans, Ragnars H. Ragnars. — J. Finaakeppnin í golfi 4 FIRMU standa nú eftir ósigruð í firmakeppni Golfklúbbsins. Eru það Byggir h.f. sem Sveinn Snorrason leikur fyrir, Ólafur Gíslason & Co. sem Ingólfur Isebarn leikur fyrir, Verzlimar- sparisjóðurinn sem Helgi Jakobs- son leikur^ fyrir og Hjalti Lýðs- son sem Óttar Yngvason leikur fyrir. í dag keppa saman Byggir og Verzlunarsparisjóðurinn og Ól. Gíslason gegn Hjalta Lýðssyni. Spenningurinn er nú mikilll, og ógerlegt að spá um úrslitin. Ing- ólfur er reyndastur golfmann- anna sem eftir eru, en hinir hafa forgjöf, svo sigurvonir þeirra eru engu minni. Nú eru allir og ekki sízt forráðamenn fyrirtækj- anna hvattir til að fylgjast með keppninni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.