Morgunblaðið - 07.06.1957, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.1957, Blaðsíða 4
4 MÓRGU\m4Ð1Ð Föstudagur 7. júní 1957 1 dag er 15i>. dagur ársins. Annar fardagur. Föstudagurinn 7. júnt. ÁrdegisflæSi kl. 1,36. SíSdegisflæiji kl. 14,21. Slysavarðstof.i Revkjavíkur í Heilsuvemdarotöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. R. (fyrir vitjanir) er á uma stað frá kl. 18—8. Sími 5030. NæturvörSur er í Laugavegs apóteki, sími 1618. — Ennfremur eru Holts-apótek, Apótek Austur- bæjar og Vesturbæjar-apótek op- in daglega til kl. 8, nema á laug- ardögum til kl. 4. Þrjú síðasttal- in apótek eru öll opin á sunnudög- um milli kl. 1 og 4. Garðs-apótek, Hólmgarði 34, er opið daglega kl. 9—20 nema á laugardögum 9—16 og á sunnudög um 13—16. Sími 82006. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20 nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. Sími 4759. Hafnarfjarðar-npótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laug- ardaga kl. 9—16 og 19—21. Helga daga kl. 13—16 og 19—21. Keflavíkur-anótek er opið alla virka daga frá kl. 9—19, laugar- daga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13—16. Hafnarfjörður: — Næturlæknir er Eiríkur Björnsson, sími 9235. Akureyri: — Næturvörður er í Stjörnu-apóteki, sími 1718. Nætur læknir er Sigurður Ólason. Brúðkaup 1 dag verða gefin saman í hjóna band í Háskólakapellunni ungfrú Helga Jónsdóttir, Laufásvegi 79, og stud. theol. Oddur Thoraren- sen, Fjölnisvegi 1. Heimili ungu hjónanna verður á Leifsgötu 14. Faðir brúðarinnar, séra Jón Pét- ursson, fyrrum prófastur, fram- kvæmir hjónavígsluna. Sunnudaginn 2. júní voru gefin saman í hjónaband í Neskirkju, af séra Jóni Thorarensen Herdís Óskarsdóttir, Sunnuhvoli, Sel- tjarnamesi og Guðmundur Magn- ússon, Sæbóli, Seltjarnarnesi. — Heimili þeirra er að Sæbóli, Sel- tjarnamesi. Nýlega hafa verið gefin saman í hjónaband ungfrú .Þórunn ÓI- afsdcttir, Ásvallagötu 20, Sveins- sonar frá Mælifelli í Skagafirði og Gylfi Eldjárn Sigurlinnason, Miklubraut 42, Péturssonar, bygg ingarmanns. Heimili þeirra er að Ásvallagötu 20. Þriðjudaginn 4. júní voru gefin saman í hjonaband, að Breiðabóls- stað í Fljótshlíð, Guðrún Sigurð- ardóttir, Sólheimakoti í Mýrdal og William Möller, kennari í Skóga- skóla. Föðurbróðir bri^ðarinnar, séra Svenbjöm Högnason, prófast ur, gaf brúðhjónin saman. Gefin verða saman í dag af séra Jóni Auðuns TJngfrú Áslaug Só'- veig Stefánsdóttir og Leifur Hann esson, verkfr. — Heimili þeirra verður á Nýlendugötu 27. SS Skipin Eimskipafélag Islands h.f.: — Brúarfoss er í Kaupmannahöfn. Dettifoss fór írá Akranesi í gær- dag til Keflavíkur. Fjallíoss fér frá Reykjavík kl. 13,00 í dag til Þessi skírnarfontur er gjöf til Húsavíkurkirkju frá Kvenfélagi Húsavíkur, í tilefni af fimmtíu ára afmæli kirkjunnar hinn 2. júní sl. Skírnarfonturinn er geröur af Jóhanni Björnssyni, myndskera frá Húsavík, og er lokið miklu lofsorði á þetta listaverk. Framan á skírnarfontinn er grafin þessi ritningargrein: „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeiin það ekki, því að slíkra er guðsríki". Antwerpen og Hull. Goðafoss fer frá New York 13. þ.m. til Rvíkur. Gullfoss kom til Kaupmannahafn- ai í gærmorgun frá Leith. Lagar- foss fór frá Leningrad í gærdag til Gdynia, Kaupmannahafnar, — Gautaborgar og Reykjavíkur. — Reykjafoss fór frá Gautaborg 4. þ.m. til Ventspils, Hamina og Is- lands. Tröllafoss fór frá Sandi 28. f.m. til New York. Tungufoss fór frá Þingeyri í gærdag til Norð ur- og Austurlandsins og þaðan til London og Rotterdam. Eimskipafélag Rvíkur h.f.: M.s. Katla fór frá Reykjavík í gær á- leiðis til Riga. Skipaúlgerð ríkisins: — Hekla fer frá Reykjavík kl. 18 á morgun til Norðurlanda. Esja var vænt- anleg til Reykjavíkur í nótt að austan. Herðulreið er á Austfjörð um á suðurleið. Skjaldbreið fór frá Reykjavík í gær til Snæfells- ness- og Breiðafjarðar. Þyrill er á Húnaflóa. Sigrún fór frá Rvík í gær til Vestn.annaeyja. Flugvélar Flugfélag íslands h.f.: — Milli- landaflug: Hrímfaxi er væntanleg ur til Reykjavíkur kl. 20,55 í kvöld frá London. Flugvélin fer til Glas gow og Kaupmannahafnar kl. 08,00 í fyrramálið. Gullfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08,00 í da'g. Væntanlegur aftur til Reykjavíkur kl. 22,50 í kvöld. — Flugvélin fer til Kaupmannahafn- ar og Hamborgar kj. 09,00 í fyrra- málið. — Innanlandsflug: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Fagurhóls- n.ýrar, Flateyrar, Hólmavikur, Hornaf jarðar, ísafjarðar, Vest- mannaeyja (2 ferðir) og Þingeyr- ar. — Á morgun er áætlað að fljúga til Ákureyrar (3 ferðir), Blönduóss, Egilsstaða, Isafjarðar, Sauðárkróks, Skógasands, Vest- mannaeyja (2 ferðir) og Þors- hafnar. Loftleiðir h.f.: — Leiguflugvél Loftleiða h.f., er væntanleg kl. 08,15 árdegis í dag frá New York. Heldur áfram kl. 09,45 áleiðis til Osló og Stafangurs. — Hekla er væntanleg kl. 19,00 frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Gautaborg. — Heldur áfram kl. 20,30 áleiðis til New York. I§!jj Ymisleg' Frá Verkakvennaiéiaginu r ram- sókn. — Að gefnu tilefni vill Verkakvennafélagið Framsókn brýna það fyrir félagskonum, að ef þær leita sér atvinnu utan Rvíkur, er nauðsynlegt að þær hafi með sér félagsskírteini eða kvittun fyrir árgjaldi þessa árs. — Einnig er skorað á verkakonur að láta sl rá sig á Ráðningarstofu Reykja víkurbæjar, ef þær eru atvinnu- lausar, hvort sem um lengri eða skemmri tíma er að ræða, annars missa þær rétt til feóta úr atvinnu leysistryggingasjóði félagsins, fyr ir þann tíma, sem þær ekki láta skrá sig atvinnulausar. Stúdentar frá M.R., vorið '952. —- Fundur í Iþöku í kvöld kl. 8. Kapteinn Odd Tellefsen kveður ísiand. — Á morgun fer héðan kapt. Odd Tellefsen, með m»s. Heklu, áleiðis til Noregs, en hann hefur verið flokksstjóri Hjálpræð- ishersins í Reykjavík um tveggja ára skeið, en áður hafði hann ver- ið aðstoðarforingi við Reykjavík- urflokk fyrir nokkrum árum. — Kapteinninn hefur því dvalið tvisvar hér á landi. — Hann er kvæntur enskri konu, og hafa þau hjón áunnið sér miklar vinsældir fyrir Ijúfmannlega framkomu og hjálpfýsi við þá sem bágt eiga, sjúka og sorgmædda, og verða þeir margir sem sakna þeirra. — Kapteinninn er einn bezti lúðra- þeytari Hjálpræðishersins í Noregi og hefir hann oft töfrað Islend- inga og aðra i-.eð snilli sinni, auk þess sem hann hefur miðlað félög um sínum af mikilli þekkingu sinni á sviði tónlistarinnar. — ís- land og íslenzka þjóðin á djúpar rætur í hjarta kapt. Tellefsen og konu hans og er leitt að þau eru kvödd svo snemma héðan. — Vin- ir þeirra og félagar þakka þeim blessunarríka viðkynningu og óska þeim og litlu dóttur þeirra, sem þau hafa eignazt hér, gæfu og gengis og blessunar Guðs í framtíðinni. — B. Þ. Happdrælli HíÁóla Tilands. — Dregið verður í 6. flokki n.k. þriðiudag. Virningar eru 737 samtals kr. 945.000.00. Athygli sltal vakin á því að allri endur- nýjun verður að vera lokið fyrir hvítasunnu. Orð lí/sint: Og til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna lærdóma, sem eru manna boðorö. Þér skeyt- ið ekki boðum Guðs, en lialdið fast við erfikenning manna. (Mark. 7, 7—8). Áfengið veldur fleiri slysum en flest annað. — Umdæmisstúkan. Skaftfellsku bændurnir: Nafn fararstjóra skaftfellsku bæna- anna misritaðist hér í blaðinu í gær. Hann var Steinþói bóndi Þórðarson á Hala, en í fréttinni stóð Steingrímur á Hemlu. Þá misritaðist bæjarnafnið Stóra-Lág og stóð Stóra-Mörk. Félagsstörf Bræðrafélag Oháða safnaðarins. Fundur í Eddu-Kúsinu við Lindar götu í kvöld kl. 8,30. jggAheit&samskot Súlheiinadreiigurinn, afh. Mbl.. K og M kr. 150,00; áheit N N 50,00. — Fjölskyldan, sem brann hjá í Selási, afh. Mbl.: N N kr. 50,00. Gisli-kvli drykkjumanna, afh. Mbl. af séra Óskari J. Þorlákssyni St. J. Lindarg. 52 kr. 150,00. E Ó. kr. 200,00. Söfn Bæjarbókasafnið. —— Lesstofan er opin kl. 10—12 og 1—10 virka daga, nema laugardaga kl. 10—12 og 1—4. Útlánsdeildin er opin virka daga kl. 2—10, nema laug- ardaga kl. 1—4. Lokað á sunnud. yfir sumarmánuðina. Útibúið Hofs vallagötu 16. opið virka daga nema laugard. kl. 6—7. Útibúið Efstasundi 26: opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kL 5,30 —7.30, Útibúið Hólmgarði 34: opið mánudága, miðvikudaga og föstudaga kl. 5—7. Listasafn ríkisins er til húsa í Þjóðminjasafninu. Þjóðminjasafn ið: Opið á surnudögum kl. 13—16 og á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13—15. Guðbjartur Megniís Björnsson, baðvörður F. 22. júlí 1903. D. 31. maí 1957. VINARKVEÐJA Hljótt er í sinni því harmafregn slær, horfinn er vinur sem okkur var kær. Astvinir sárast hans sakna. Hann var þeim svo mikið og veitti þeim skjól, vafði þá hlýju og kærleikans sól. Viðkvæmar minningar vakna. Á hamingjustundu þú byggðir þitt bú, og bættir það ávallt í lifandi trú. A fegurstu framtíðar drauma. Konuna dáðir og dóttirin ein, djúpstæð var ástin, göfug og hrein. Samstilling lifandi strauma. Á heimili þínu var hamingjuró, hljóðlát og fögur í æðunum sló. Ástin sem yljar og gleður. ISIú syrgir þig konan og dóttirin dáð dapurt er lífið og þverrandi ráð. Þú húsbóndinn heimilið kveður. Horfinn er kvíði og kvalarfullt bál, hverfur til himna þín göfuga sál. Eilífðartími upp runninn. Svo vaknarðu frískur á friðsælli strönd, friðarins alvaldur réttir þér hönd. Til sigurs er sjúkdómur unninn. Eg þakka svo vinur öllvináttuhót, þú veittir að gleði kærleikans rót. Margs er frá liðnu að minnast. Nú starfar ei lengur þín hjálp- andi hönd, hér eru slitin þau jarðnesku bönd. En göfgandi er góðum að kynnast. Svo kveð ég þig hljóður við kveðjum þig öll, það kveðja þig dalir, hlíðar og fjöll. Frá æskunnar átthaga slóðum. Lífið er eilíft þó lokið sé hér lausnara alheimsins treystum vér. Og felum þig guðunum góðum. Jóhannes Sigurðssen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.