Morgunblaðið - 07.06.1957, Side 9

Morgunblaðið - 07.06.1957, Side 9
Fostudagur 7. júní 1957 MORCUWBL AÐIÐ t Æ FRÁ S.U.S. FRAMTIÐIN RITSTJÖRAR: GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON OG SVERRIR HERMANNSSON Aldrei gerðar meiri kröfur fil staðfestu og manrtdóms en nú Ræða Ólafs B. Thors, inspector scolae / M.R. v/ð dimission ENN einu sinni er runnin upp stund skilnaðar í þessum sal. Ðá- lítill hópur nemenda, sem nú hafa lokið undirbúningsnámi I heima- högum, býst til brottferðar. Við 6.-bekkingar erum á förum. í fjögur ár höfuð við dvalið í þess- um gamla skóla og notið fósturs hans og umönnunar. í fjögur ár hefur sjóndeildarhringur okkar takmarkazt í svo ríkum mæli af veggjum þessarar öldnu stofnun- ar. Hún hefur verið okkur allt í senn, vinnustaður og hollvinur. Og nú er kveðjustundin komin. Við stöndum andspænis sjálfri dimission, andspænis þeirri stað- reynd, að við erum að kveðja tii að fara héðan fyrir fullt og allt. Innan stundar erum við ekki lengur nemendur þessa skóla. Á slíkri stundu hlýtur sú spurning að knýja dyra: Hvað viljum við segja að skilnaði við skólann okkar? Hvers viljum við minnast, hverju gleyma? Af mörgu er til að taka. Samveru- stundir fjögurra ára í góðra vina hóp skilja eftir mergð minninga. í þessum skóla dveljum við þau ár, sem e.t.v. eru mikilvægust allra. Þau ár, sem breyta óþrosk- uðum unglingi í ungan mann og leggja drög að lífsskoðun hans og lærdómi. Þau ár, sem eru honum e.t.v. erfiðust reynsluár. Á þess- um árum verður okkur fyrst ljóst, að við erum sjálfstæðar ver ur með sjálfstæða hugsun og skoðun. Á þessum árum nemum við þann lærdóm, sem verða mun okkur haldgóð undirstaða frekara náms. Og héðan höldum við með uppskeru og ávöxt fjög- urra ára erfiðis, misjafnlega mik- ið, en eflaust eins og hver hefur til sáð. Þegar við setjumst í mennta- skóla, óreyndir busar, virðist okkur stúdentsprófið takmark, takmark í órafjarlægð. Við iítum þau fjögur ár, sem liggja að tak- marki þessu sem heila eilífð. Við hyggjum gott til leika við mennta gyðjur og viljum mikið læra. En tíminn lætur ekki að sér hæða. Þessi fjögur ár hafa liðið og meira en það. Þau hafa flogið áfram og nú fyrst verður okkur „Sijórnarsamstarf til ai) útiioka áhrif ihaldsins“ ÆSKULÝÐSSÍÐA Alþýðublaðs- ins s.l. miðvikudag er að mestu leyti helguð s.n. „fundi fullskip- aðrar stjórnar S.U.J.“ (sem reynd ar varð aldrei fullskipuð skv. frá sögn Alþýðublaðsins). Samkoma þessi lét frá sér fara ályktun, en í henni er þetta m.a.: „Fundur- inn telur, að halda beri núver- andi stjórnarsamstarfi áfram, til þess að útiloka öil áhrif íhalds- ins á stjórn landsins." Ályktun þessi ber glöggt vitni um það hugarfar, sem nú ríkir meðal stjórnarflokkanna og ungir jafn- aðarmenn apa að sjálfsögðu eft- ir. En almenningi í landinu er farið að skiljast að löngunin til að útiloka „íhaldið" er ekki næg lyftistöng neinni ríkisstjórn, meira þarf til að koma, en það hefir ekki enn gert vart við sig. ljóst, að við höfum fylgt á eftir. Og hér stöndum við á þessari stund, fast við takmarkið fjar- læga, á þessari stund, þegar við hljótum að gera upp við okkur sjálf og skóla okkar reikning lær- dóms og þroska. Okkar bíður nú sú spurning, sem beðið hefur hvers hóps, sein lokið hefur skólanámi: Hvað höf- um við lært og h'vernig höfum við notað þann tíma, sem okkui var fenginn til starfs? „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ Ég iæt þeirri spurn- ingu ósvarað. Henni verður hver að svara fyrir sig. Og svörin verða eflaust margvísleg. Sumir hafa höndlað mikinn lærdóm, til- einkað sér margt og unnið vel. Aðrir hafa minna lesið en öðlast meiri þroska, félagslegan þroska, og lært að þekkja sjálfan sig. Ór- fáir hvort tveggja. En hvert sem svarið verður getum við öll verið sammála um það, að gjafir þær, sem skólinn hefur okkur í té lát- ið, verða ekki mældar mæliker- um gulls og silfurs, heldur fylla flokk þeirra andlegu verðmæta, sem mölur og ryð fá ekki grand að. Og slíkar gjafir verða aðeins greiddar á einn hátt, að sérhver nemandi verði nýtur þegn síns j þjóðfélags og sé hæfur þess að kallast menntaður maður. Gömul saga segir, að einhverju sinni hafi búið í Austurlöndum ungur sveinn. Þessi sveinn átti sér einn draum, eina ósk. Að læra og verða vitur, kunna skii á vandamálum lifsins. Og sveinn- inn ungi lagði af stað til þess að leita sér meistara og læriföður. Hann leitaði lengi og ferðaðist langa vegu. Loksins fann hann gamlan meistara, sem vildi kenna honum. í mörg ár sat sveinninn við fótskör meistarans og lærði. Og þar kom, að meistarinn gat ekki kennt honum meira. Sveinninn sneri þá til ættlands síns og gerðist mikill spekingur. Frægð hans fór víða, og læri- sveinar þyrptust að honum úr öllum áttum. Spekingurinn varð auðugur og frægð hans mikil. Hann reisti sér höll, réði fjölda þjóna og landar hans dýrkuðu hann sem goð væri. En speking- urinn var ekki ánægður. Hann spurði sjálfan sig: Hefur vizka mín aflað mér alls þess frama, sem unnt er? Hef ég hlotið umbun alls þess erfiðis, sem ég í æsku lagði á mig? Og spekingurinn varð hug- sjúkur og vísaði lærisveinum sínum á braut. Hann jók íburð sinn allan og naut allra lífsins unaðssemda. Hann naut þess að vera ríkur og frægur. En gieði sína fékk hann ekki aftur. Sífellt kvaldi sú hugsun hann, að ein- hvers staðar væri að leita meiri sælu. Nótt eina gat hann ekki sofið. Birtist honum gamli lærifaðir hans, sem sagði: Sonur minn. í mörg ár miðlaði ég þér af þekk- ingu minni og kenndi þér skil hinna ýmsu vandamála. Þú varst góður nemandi og erfiði þitt var mikið. En gleymdu því ekki, að umbun þess hlauztu þá þegar. Þú hlauzt hana í aukinni vizku og aukinni þekkingu. Og gleymdu því heldur ekki, að erfiði mitt var mikið og hef ég engin laun hlotið. Þessi laun áttir þú að greiða. Ekki 1 fé eður öðrum málmum, heldur með því, að reyn ast landi þínu nýtur þegn og nota vizku þína í þjóðarhag. Þessa skuld átt þú enn ógreidda. Að svo mæltu hvarf gamli meistarinn, en spekingurinn breytti líferni sínu og hlaut frið í sálu sinni. Þessi gamla saga er enn í fullu gildi. Það á að vera takmark okk- ar, sem höfum valið hina þyrnum stráðu menntabraut að gangvegi, að nota þekkingu þá, sem við öðlumst, landi okkar og þjóð í hag. Það er skuld okkar við landið, sem hefur alið okkur, þjóðina, sem hefur fætt okkur og miðlað okkur því bezta, sem hún á. Við, sem í dag kveðjum þenn- an skóla, erum fulltrúar þeirrar kynslóðar, sem hefur vaxið úr grasi og dafnað á miklum um- bótatímum. Við höfum lifað vel- gengnisár og orðið þátttakendur í þeim miklu breytingum, sem átt hafa sér stað á landi okkar. Enda höfum við fengið að heyra það, að aldrei hafi ungt fólk alizt upp við þau þægindi og þann munað, sem unga kynslóðin í „Dimission“ nefna menntaskólanemendur það, er þeir halda burt úr skólanum, til að búa sig undir sjálft stúdents- prófið. Er þá skólinn kvaddur með mikilli viðhöfn. Ræðu þá, er hér birtist flutti Ólafur B. Thors, inspector scolae í M.R. er stúdentsefnin í vor kvöddu skólann. Ræðan er hér eins og hún birtist í Skólablaði Menntaskólans. hafði þá ekki eins teygt sína löngu arma inn í einkalíf manns- ins. Hvirfilvindur vélamenningar og andstæðna var þá ekki vak- inn. Þeir unnu af því að þeir vildu vinna og gátu unnið. En nú er öldin önnur. Önnur viðhorf og önnur sjónarmið ráða nú flestu. Ég efast um að mennta þráin sé alltaf sú sama, e. t. v. vegna þess, að menn þurfa nú minna á sig leggja til þess að njóta menntunar. Áhugasömum nemendum er nú yfirleitt auðvelt að njóta skólavistar. En vinnufriður og aðstæður til einbeitingar hugans eru ólíkar nú og þá. Btaðreyndin er sú, að nútíma- maður verður að grafa sig út úr völundarhúsi eigin samtíðar til þess að fá að vera í friði með eigin hugsanir. Dagblöð, útvarp, sími og alls konar félagsskapur eru að ræna manninn dýrustu réttindum hans, réttinum til bess að hugsa og álykta með sjálfum sér. Múgskoðanir og fjöldatrú 6. bekkingar M.R. kveðja skóla sinn. dag. Slíkt er eflaust satt og rétt. Hvað snertir þægindi hins dag- lega lífs verðum við vait ma;ld sömu stiku og fyrri kynslóðir. En engu að síður er mér næst að halda, að aldrei hafi ungt mennta fólk búið við erfiðari andlegar aðstæður, en einmitt í dag. Þetta kann að virðast fjarstæða ein. Verður yður, áheyrendur, ekki hugsað til þeirra ungu manna, sem fyrr á tímum fórnuðu öllu og þoldu kulda og vosbúð til þess að geta notið einhverrar menntun- ar? Sultu heilu hungri, heldur en að fara á mis við þann fróðleik, sem þeir áttu kost á. Og verður síðan hugsað til þeirra manna, sem nú stunda nám sitt í heitum húsakynnum — við nægan kost. En það er ekki þetta, sem ég á við. Mér dettur ekki í hug að bera saman þessi skilyrði. En við verðum að hafa í huga, að nú eru tímarnir breyttir. Þessir ungu menn stunduðu nám sitt knúðir þrá, kijúðir þeirri eldheitu menntaþrá, sem gerði þeim kleift að leggja slíkt erfiði á sig. Þeir lifðu og hrærðust í umhverfi mettuðu lærdómi og lestri. Fjöl- mennið glapti þá ekki og tæknin setja meir og meir svip sinn á hið daglega líf. Við lifum á öld tækni og hraða. Hvarvetna miðast viðleitni þjóð- anna í þá átt að létta hina beinu lífsbaráttu, auka tæknina, auka hraðann. Upp úr hjúpi þúsund ára þjóðlífs er að rísa nýtt og voldugt goð — goð tækni og vél- hyggju, vélin. Nýjar og glæsar uppfinningar leysa af verði hug og hönd. Sífellt þokar mannleg- ur máttur um set fyrir vélkraft- inum. Ódýrt og afkastamikið vinnuafl leysir manninn af hólmi. Þægindin aukast og kröfur til mannlegs atgerfis minnka. Hinu glæsta goði er sífellt fórnað fleiri og fleiri sálum, fleiri og fleiri máttarstólpum, sem eitt sinn hvíldu undir þjóðfélagi einstakl- ings og menningar. Sífellt er mokað á þá góðu gróttukvörn, sem mylur manninn þægindi og munað. Og allt hefur þetta gerzt á fá- um árum. Það leiðir því af sjálfu sér að svo snöggar breytingar verða ekki teknar án þess að þeirra gæti í öðrum þáttum þjóð- lifsins. Eftir því sem þægindin aukast og kröfur til mannsins minnka, glatar hann smám saman þeim hæfileikum, sem í öndverðu skipuðu honum skör hærra skyn- lausri skepnu. Hin andlega menn- ing dregst aftur úr meðan goðinu sæla er hampað. Og það er raunar ofur eðlilegt. Andleg barátta og einbeiting hugans krefst alla jafnan mikill- ar áreynslu og mikillar staðfestu. Og þegar hin daglega þróun mið- ar í þá átt, að steypa alla menn í sama mót, mót hóflífis og þæg- inda, hættir maðurinn hreinlega að beita þeim gjöfum, sem guð gaf honum í upphafi. Hin andlega deyfð og sú and- leti, sem nú gerir vart við sig i æ ríkara mæli, er sjúkdómur, bráð- smitandi farsótt, sem fer hratt yfir. Þessi sjúkdómur vill einnig herja á okkur, sem nú stundum nám.Það er svo miklu auðveldara að gefa sig á vald lystisemdum og munaði okkar vaxandi höfuð- borgar, en að horfast í augu við staðreyndir og semja sig að þeim kröfum, sem menntaskólanám ó- neitanlega gerir til hvers nem- anda. Og með þessi sjónarmið í huga leyfi ég mér að fullyrða, að aldrei hafi nám og ástundun gert meiri kröfur til staðfestu og mann- dóms, en einmitt nú. Við íslendingar eigum gamla menningu, menningu, sem við er- um að verðleikum stoltir af. í framtíðinni bíður okkar mikið og mikilvægt verkefoi. Við eigum að varðveita þessa menningu, auka hana og efla. Og það er starf okk- ar sem hér erum í dag. En það fáum við því aðeins gert, að við gætum þess að glata ekki sjálfum okkur, hugsun okk- ar og frelsi í fjötra múgsefjunar, verða sálarlaus ferlíki í fallegu landi, landi, sem átt hefur dug- lega, þrekmikla menningarþjóð. Slíkt starf verður vissulega verðugt verkefni allra krafta okkar. Styrkjum því og hlúum að íslenzku menningarlífi minnug orða Jónasar Hallgrímssonar: „Hvað er langlífi lífsnautnin frjóa aleflings andans og athöfn þörf.“ En gerum okkur ljóst, að fleíri hættur steðja að. í hönd fara erf- ið ár. Ekki aðeins fyrir okkur Is- lendinga, heldur gjörvallt mann- kyn. Ár, sem skera munu úr um það, hvort öll menning Hður und- ir lok, hvort hnöttur okkar verð- ur vígvöllur valdagráðugra stór- velda, sem búa yfir krafti tor- tímingar og dauða. Á hverjum degi fáum við frétt ir af vígbúnaði og hervæðingu stórveldanna. Hótun berst áhótun ofan, og alls staðar virðist ríkja hið gamla lögmál: Sá sterkasti mun sigra. Og í skugga þessa hildarleiks stöndum við þegnar smáþjóða, undrumst og spyrjum. Hvernig fær staðizt, að maður tuttugustu aldarinnar, hinn þrosk aði homo sapiens, skuli reiða yfir höfuð sér hinn banvæna hamar vitandi það, Ijósti hann, hittir hann sjálfan sig. Og svarið er aðeins eitt. Úlfúð og hatur, sem höfða til frum- stæðustu eðlishvata mannsins, eru enn þau öfl, sem mestu ráða í heimi vorum, þótt fagurt sé tal- Frh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.