Morgunblaðið - 07.06.1957, Page 12

Morgunblaðið - 07.06.1957, Page 12
1S MORCVNBLAfílP Föstudagur 7. júní 1957 SA i ustan i Edens eítir John Steinbeck 53 i eina viku. Olive viðurkenndi aldrei afborgunarleiðina, þegar hún fór að tíðkast. Hlutur, sem maður keypti með afborgun, var hlutur, sem maður átti ekki, hlut- ur, sem maður skuldaði. — Hún sparaði saman peninga til að kaupa þá hluti, er hún girntist og þess vegna eignuðust nágrann- arnir jafnan alls konar nýja hluti og muni allt að tveim árum á undan okkur. Olive var kjarkmikil kona. — Kannske þarf kjark til þess að ala börn. Og ég verð að skýra frá því sem hún gerði á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hugsanir hennar voru að engu leyti alþjóð- legar. Landfræðilegar hugmyndir hennar takmörkuðust í fyrsta lagi við fjölskylduna, þar næst borgina, sem hún bjó í og lcks héraðið. Þess vegna lagði hún lítinn trúnað á stríðsfréttirnar, jafnvel þegar C-riddarasveitin — D- Þýðing Sverrir Haraldsson □--------------------□ hið þjálfaða landvarnarlið okkar — var kölluð til vopna, tróð hest- um sínum inn í flutningalest og hélt af stað út 1 óvissu ókunnra slóða. Martin Hops átti heima á næsta götuhorni við okkur. — Hann var þrekvaxinn, stuttur, rauðhærður. Hann var munnstór og rauðeygður. Hann var feimn- astur og óframfærnastur allra ungra manna í Salinas. Byði mað- ur honum góðan dag á förnum vegi, varð hann vandræðalegur og niðurlútur. Og hann var í C- riddarasveitinni. Ef Þjóðverjar hefðu þekkt Lokað í dag Verzlun okkar og skrifstofum verður lokað frá liádegi í dag. I'elgí lViagniissoii & Co. Karlmannaskór S A N D A L A R —□ Olive og látið skynsemina ráða gerðum sínum, þá hefðu þeir forðazt það, eins og heitan eld- inn, að reita hana til reiði. En þeir þekktu hana ekki og þegar þeir drápu Martin Hops, töpuðu þeir stríðinu, vegna þess að sá verknaður fyliti móður mína heilagri reiði og eggjaði hana til hefnda. Henni hafði alltaf verið hlýtt til Martins Hops. — Hann hafði aldrei gert neinum mein. Þegar þeir drápu hann, sagði Olive Þjóðverjum stríð á hendur. Hún reyndi að láta sér detta eitthvert vopn í hug. Henni var ekki nóg að prjóna hjálmhúfur og háleista. Um tíma klæddist hún einkennisbúningi Rauða krossins og mætti, ásamt öðrum konum eins klæddum, í leikfimis- sal hersins, þar sem þær hlutu æfingar í margs konar hjúkrun- arstörfum. Þetta var auðvitað gott og blessað, svo langt sem það náði, en ekki veitti það samt hinum þýzka keisara neina ólífis- und. Olive krafðist blóðs í bæt- ur fyrir Martin Hops. Loks var það í Liberty Bonds, sem hún fann vopn sitt. Hún hafði aldrei á ævinni selt nokkurn hlut, nema þá helzt einhverja smámuni, þeg- ar haldinn var bazar í skrúðhúsi kirkjunnar og á vegum hennar. En nú byrjaði hún að selja skuldabréf í hundraða tali. Hún rak þessa sölu af ákafa og ofur- kappi og stundum held ég að hún hafi jafnvel hrætt fólk til að kaupa. Og þegar það keypti | skuldabréf af Olive, þá taldi hún því trú um að með kaupunum væri það að hafa mikil áhrif á Aldrei nieira úrval Gjörið svo vel og lítið á úrvalið Skóverzlun Péturs Anóréssonar LAUGAVEG 17 — FRAMNESVEG 2. sjálft stríðið — jafnvel reka byssusting í hjarta Þýzkalands. Þegar salan á skuldabréfunum var farin að nema mjög háum upphæðum og fór sífellt vaxandi, veitti fjármálaráðuneytið brátt þessari nýju skjaldmey athygli. Fyrst komu fjölrituð bréf, full af lofsyrðum og hrósi, því næst raunveruleg bréf, undirrituð af fjármálaráðherranum sjálfum. — Við vorum hreykin, en hreyknari urðum við samt. þegar verðlaun- in byrjuðu að koma — þýzk stál- húfa (svo lítil, að enginn okkar gat gengið með hana), byssu- styngur, brot úr sprengju. Þar sem við vorum of ung til að vinna önnur hernaðarstörf en þau, að þramma um með trébyssur um öxl, virtist stríð móður okkar réttlæta okkur. Og svo fór hún langt fram úr öllum sínum fyrri afrekum. Hún fjórfaldaði nefni- lega söluna, þó hún skaraði þegar langt fram úr öllum öðrum, og hlaut að launurn þá mestu viður- kenningu er hægt var að öðlast — flugferð í herflugvél. Þér spyrjið hvort við börnin höfum ekki orðið hreykin. Jafn- vel fyrir okkur, sem ekki fengum að fljúga með, var þessi upphefð líkust undursamlegri opinberun. En aumingja móðir okkar. — Ég verð að skjóta því hér inn, að til voru sérstakir hlutir, sem móðir mín áleit óhugsanlega með öhu, jafnvel þótt sannanir fyrir hinu gagnstæða bærust upp í hend- urnar á henni. Þannig áleit hún t.d. óhugsandi, að nokkur með- limur Hamilton-fjölskyldunnar gæti nokkru smni orðið til þess að bletta ætt sína. Sömuleiðis trúði hún því alls ekki, að til væru farartæki eins og flugvél- ar. Og þótt bæði þessi fyrirbrigði hefðu birzt henni, neitaði hún algerlega að skipta um skoðun. í ljósi þess er hún gerði, hef ég reynt að gera mér grein fyrir tilfinningum hennar. Hún hlýtur að hafa fyllzt ofboðslegri skelf- ingu, því að hvernig getur mað- ur flogið í einhverju því farar- tæki, sem alls ekki er til? Sem N O T A Ð U R 6' Afréttari og 16' Bandsög til sölu fynr vcrð. 6.Þ0B8THH880W s JOHHSBH ? 11I Mlll----|(nr-TT-».-.T^r..t— Grjótagötu 7 — Símar 3573 — 5296 <—>'5X5'---- M A R K U S Eftir Ed Dodd ;*%%• v *.* v v vv v v v ••• v vv 1) — Ó, Markús, hvað hefur komið fyrir? — Það var tréð, sem féll á hann. 2) — Þau binda í skyndi um meiðsli gamla Jóa. 3) — Hann er alvarlega særð- ur. Ég verð að fljúga heim og ssekja blóðvatn. 4) — Þú verður hér eftir, Markús og gefur honum þessar töflur með 2 klst. millibili. Ég kem aftur eins fljótt og ég get. refsing hefði þessi flugferð verið hörð og óvenjuleg, en hún var viðurkenning, sæmd, endurgjald. Hún hlýtur að hafa horft í augu okkar, séð þar takmarkalausa að- dáun og tilbeiðslu og skilið, að engin leið var til undankomu. Segði hún nei, þá brygðist hún allri fjölskyldunni. Hún var um- kringd og enginn heiðarlegur vegur lá opinn út úr þeirri sjálf- heldu, enginn nema — dauðinn. Frá þeirri stundu, er hún ákvað að stíga inn í þetta ímyndaða, óraunverulega farartæki, hlýtur hún að hafa verið sannfærð um afdrifarík ferðalok og eigin ald- urtila. Olive gerði arfleiðsluskrá sína — varði til þess góðum tíma og gekk úr skugga um að hún væri hvarvetna lögum samkvæm. Þar næst lauk hún upp rauðviðar- skríni sínu, er geymdi öll bréfin frá eiginmanni hennar, frá árum tilhugalífsins og síðar. Við viss- um ekki að hann hefði ort henni ljóð, en það hafði hann gert Hún kveikti eld í arninum og bar þar á öll bréfin. Þau voru hennar eign og hún vildi ekki að neitt mannlegt auga læsi þau. — Hún keypti sér ný nærföt. Hún mátti ekki til þess hugsa, að lík hennar fyndist í viðgerðum, eða það sem enn verra var — í óviðgerð. um nærfötum. Ég held að hún hafi kannske séð fyrir sér stóran, afmyndaðan munn og feimnisleg augu Martins Hops og fundizt sem hún væri að bæta fyrir víg hans með þessari fórn sinm. Hún var ástúðleg við okkur og tók ekki eftir illa þvegnum disk, sem setti stóran fitublett á þurrkuna. Flogið skyldi frá veðreiðavelli Salinasborgar. Þangað var okkur ekið í herbifreið og við vorum hátíðlegri í skapi og eftirvænting arfyllri en við nokkra jarðaiför. Faðir okkar vann í Spreckies- sykurverksmiðjunni, fimm míl- um utan við borgina, og gat ekki komið út að brottfararstaðnum. Kannske hefur hann heldur ekki kært sig um það. En Olive hafði sett það sem ohagganlegt skil- yrði, að reynt yrði með öllum ráðum að koma flugvélinni alla leið út að sykurverksmiðjunni, áður en hún félli til jarðar og tortímdist. Nú veit ég að fólkið sem safn- azt hafði samar. úti á vellinum kom þangað til þess eins að sjá flugvélina, en þá héldum við að það væri móður okkar til heið- urs. Olive var ekki kona há vexti og með aldrinum hafði hún safn- að holdum. Við urðum að hjálpa henni út úr bifreiðinni. Senni- lega hefur hún verið máttvana sHUtvarpiö Föstudagur 7. júníi Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19,30 Létt lög (plötur). 20,30 „Un» víða veröld“. Ævar Kvaran leik- ari flytur þáttinn. 20,55 Samleik- ur á flautu og píanó: Leif La*rsen og Fritz Weisshappel leika. 21,15 Erindi: Hjörleifshöfði (Magnús Finnbogason frá Reynisdal). 21,40 íslenzk tónlist: Lög eftir Isólf Pálsson (plötur). 22,10 Garðyrkju þáttur: Ingólfur Davíðsson, mag., talar um runnarækt í görðum. — 22,25 Harmonikulög: Toralf Tol- Iefsen leikur (plötur). — 23,00 Dagskrárlok. Laugardagur 8. júní: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 19,00 Tómstunda þáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19,30 Einsöngur: Isobel Baillie syngur (plötur). 20,20 Upplestur úr ritum Ara Arnalds. Andrés Björnsson flytur inngangs orð. 21,00 Kórsöngur: Pólifóníski kórinn í Barcelóna syngur; En- rique Ribó stjórnar (plötur). — 21,20 Leikrit: „Reikningurinn" eftir Esther Noach. — Leikstjóri Baldvin Halldórsson. 22,05 Tón- leikar: Léttir þættir úr vinsælum tónverkum (plötur). — 23,30 Dag- skrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.