Morgunblaðið - 07.06.1957, Page 16

Morgunblaðið - 07.06.1957, Page 16
 S.U.S -síða Sjá bls. 9. 126. tbl. — Föstudagur 7. júní 1957. Reynt að koma fleiri Reykjavíkurbörnum fyrir í sveit Málið rœtt á bœiarstjórnarfundi í gœr AFUNDI bæjarstjórnar í gær bar Óskar Hallgrímsson upp tillögu um að Reykjavíkurbaer greiddi fyrir því að fleiri sumardvalar- heimili verði starfrækt í sumar en nú er ætlað, en neitað mun hafa orðið um 200 börnum um sumardvöl á heimilum Vorboðans og Rauða krossins. Frú Auður Auðuns tók til máls um tillöguna og kvaðst vera henni fyllilega samþykk. Hér væri um mikið hagsmunamál fyrir foreldra að ræða og mikil nauðsyn á að þau heimili sem þess óskuðu ættu kost á að koma börnum sínum til sumardvalar í sveit. Var tillagan samþykkt sam- hljóða. Er hún svohljóðandi: „Bæjarstjórn Reykjavíkur sam- þykkir að fela borgarstjóra og bæjarráði að ræða við þau fé- lagssamtök í bænum, sem gang- ast fyrir sumardvöl barna í sveit, og kanna hvort bærinn geti með einum eða öðrum hætti greitt fyrir því að fleiri sumardvalar- heimili verði starfrækt í sumar, eða hvort unnt sé að gera ein- hverjar þær ráðstafanir, sem leiði til þess að sumardvalarheimili þessara samtaka geti veitt fleiri börnum viðtöku á þessu sumri, en nú eru horfur á. Jafnframt verði athugað hvort eigi sé unnt, að færa aldurstakmarkið upp frá því sem nú er. Bæjarstjórnin heimilar borg- arstjóra og bæjarráði að ganga frá samningum við Rauða kross íslands og barnaheimilisnefnd Vorboðans um stuðning bæjar- ins við þessi samtök, ef unnt reynist með viðeigandi kjörum að bæta úr því ástandi sem nú rík- ir í þessum efnum.“ Bæjarstjórn skoror á fjóríest- ingaryfirvöldin að veita leyfi tii oð byggja nmferðarmiðstöð Á FUNDI Bæjarstjórnar í gær var samþykkt samhljóða tillaga, þar sem bæjaryfirvöldin skoruðu á fjárfestingaryfirvöldin að veita leyfi til að byrja á framkvæmd- um við umferðarmiðstöð, sem þegar hefir verið ákveðinn stað- ur. Flutningsmaður tillögunnar var Þórður Björnsson bæjarfulitrúi. í umræðunum sem urðu um til- löguna komst Geir Hailgrímsson þannig að orði, að það væri ánægjulegt að fulltrúar vinstri flokkanna gerðu nú tilraunir til að bæta úr aðgerðarleysi sinna eigin manna, en framkvæmdir við umferðarmiðstöðina hafa ekki getað hafizt vegna skorts á fjár- festingarleyfinu Sagði Geir, að þessi hugarfarsbreyting hjá Þórði Björnssyni og vinstri flokk- unum í bæjarstjórn væri gleðileg, og tímanna tákn að þeir skyldu hafa gert sér ijost á hverju málið hefði strandað tram að þessu. Tillagan, sem samþ. var., var svohlj óðandi: Bæjarstjórn lítur svo á að það sé ekki einungis til verulegra þæginda fyrir íerðafólk og stórt spor í átt til að leysa úr um- ferðarvandamálum miðbæjarins heldur sé það hreint menningar- mál höfuðstaðarins, að komið verði upp umferðarmiðstöð í bæn um. Telur bæjarstj. framkvæmd þessa vera eitt af þeim framfara- Cankaráð Fram* málum í bænum, sem ekki þola bið. Þess vegna og í framhaldi af því að bæjaryfirvóldin hafa þegar ákveðið umferðarmiðstöð stað við Hringbraut gegnt Sóleyjar- götu, ályktar bæjarstjórn að skora á fjárfestingaryfirvöldin að veita leyfi til að byrja á fram- kvæmdum þessum og felur borg- arstjóra að hefja viðræður við yfirvöld þessi um málið. Enn verður siys af um felguhrings ENN hefur orðið slys á manni, sem var að dæla lofti í bílgúmmí á gamalli felgu, þar sem felgu- hringurinn þeyttist af og slas- aði manninn. Varð þetta slys í fyrrakvöld um 5 klst. síðar en sams konar slys varð hér í Rvík, en í Hrísey var það skólastjórinn þar, Sæmundur Bjarnason, sem slasaðist. Um kl. 7 í fyrrakvöld var Sæ- mundur skólastjóri með gamlan bíl sinn niður við hraðfrystihús- ið og var hann að dæla lofti í hjól. Þegar átakið kom á felgu- hring þann sem heldur gúmmíinu á hjólinu, hrökk hann af með afli miklu, kom í framhandlegg skólastjórans og braut hann, en við þetta féll Sæmundur aftur á bak á steinsteyptu plani og við það brotnaði höfuðkúpan. Þorsteinn Valdemarsson sím- stöðvarstjóri, flutti Sæmund þeg- ar til Dalvíkur á báti, en síðan Hvítasunnuför Heimdallar I DAG eru allra síðustu for-1 vöð að tilkynna þátttöku í hvítasunnuferðinni. Skrifstofa 1 félagsins verður opin í dag frá kl. 10—7. — Sími 7103. BrauðleysÍð veldur óþægindum og auknum h.eLmil'L$kostnaði I í hádegisbilinu við Vesturver. — I Úti á gangstétti, í sólinni og góð- i viðrinu. Þar sat m.a. og horfði á götulífið Vilhjálmur skáld frá | Skáholti, situr lengst til vinstri. með bíl í sjúkrahús Akureyrar. í gær var líðan hans talin vonura betri. -— Læknar sjúkrahússins voru yfir honum á skurðborðinu í fyrrakvöld í látlaust 4 klst. ‘uikaiís fiilískipaS BANKARÁÐ Framkvæmda- bankans hefur haldið fyrsta fund sinn síðan bankat’um varpið kom til framkvæmda og var Sigtrygg ur Klemenzson ráðuneytisstjóri, kjörinn formaður, en varafor- maður Jón ívarsson. Aðrir banka ráðsmenn eru valdir af Alþingi og eru: Jóhann Hafstein, Ey- steinn Jónsson, Karl Guðjónsson og Gylfi Þ. Gíslason. Ekkert gert til oð leysa bakaraverkfallið ¥ DAG eru liðnir 7 dagar frá því að bakarasveinar í brauðgerðar- húsum bæjarins hófu verkfall sitt og hefur bærinn verið brauðlaus síðan. Af opinberri hálfu hefur ekkert verið gert til þess að reyna að leysa mál þetta svo vitað sé, annað en það að sáttasemjari ríkisins í vinnudeilum Torfi Hjartarson, hefur verið beðinn að taka málið í sínar hendur. Á heimilum eru því bökuð brauð, sem eðlilega hefur í för með sér mikil óþægindi og kosnaðar- auka fyrir heimilin en sumir kaupa brauðsnúða sem fáanlegir eru á einstaka stað. Ekki er slík brauðaframleiðsla reiknuð með í vísitölunni. Forsaga'máls þessa er ekki ein- ast bundin við þær kaupkröfur sem bakarasveinar nú gera. Um síðustu áramót var hækk- aður söluskattur og framleiðslu- sjóðsgjald, sem nú heitir útflutn- ingssjóðsgjald. Nam þessi hækk- un 3% og-fór upp í 9%. Bakarar voru einustu iðnaðarmennirnir, sem ekki fengu leyfi stjórnar- valdanna til þess að leggja þessa skatthækkun á vöru sína. Skarst í odda með bökurum og verð- lagsyfirvöldunum og ætluðu bak arar að hætta brauðaframleiðslu, en þá féllst ríkisstjórnin á að fella niður áðurnefnda skatta- hækkun, — þrjú prósentin. Frá því um síðustu áramót hef- ur hráefni til brauðgerðarhús- anna hækkað allverulega, og nemur sú hækkun 5—11% á hin- um ýmsu brauðtegundum. Frá því að brauðverð var síðast á- kveðið en það var í ársbyrjun 1956 hafa vinnulaun hækkað um i rúm 6% og loks hefur hitunar- kostnaður hækkað um 12%. LAUNAKRÖFUR OG VERKFAUL Ofaná þennan kostnaðarauka brauðgerðarhúsanna bætist svo það, að hinn 1. maí sögðu bakara- sveinar upp samningum sínum og boðuðu til verkfalls þá þegar, sem hófst á tilsettum tíma 1. júní, sem kunnugt er. Ef teknar yrðu til greina allar kröfur bakara- sveinanna þá er þar um að ræða um 28% kauphækkun. Bakarameistarar hafa viður- kennt að sveinar eigi rétt til ein- hverrar kauphækkunar, í saman- burði við aðrar iðnaðarmanna- stéttir, en bakararnir hafa skýrt sveinunum frá því að þeir telji sér ekki fært að koma til móts við kröfur þeirra eins og nú standa sakir, nema að leiðrétt- ing fáist á brauðverði. Þannig stendur bakaraverkfallið, sem nú hefur staðið yfir í vikutíma og í gærkvöldi hafði ekki verið boð- aður sáttafundur hjá sáttasemj- ara. Skálimi risinn á Vatnajökli LEIÐANGURSMENN i Vatna- jökulsleiðangri Jöklarann- sóknarfélagsins sendu Mbl. síðdegis í gær skeyti, þar sem m.a. segir aff lokið sé bygg- ingu skálans á Grímsf jalli við Grímsvötn. Þar sátu leiðang- ursmenn á miðvikudagskvöld- ið og lásu Mbl. frá þriðjudegin um, en því var varpað niður úr flugvél er flaug yfir söðvar þeirra. í gærkvöldi hélt leiðangur- inn af stað austur um jökul Þá segir í skeytinu að veður hafi verið fremur hart á jökl- inum, en þess á milli hið dá- samlegasta veður og í gærdag er skeytið var sent heiðskírt og skyggni eíns langt og auga eygði í allar áttir. Leiðangurs- menn báðu fyrir kveðjur heim. Skeytið var sent frá snjóbíl Guðmundar Jónassonar R-345 um Vestmannaeyjaradíó og var frá tíðindamanni Mbl. í förinni, Magnúsi Jóhannssyni radíóvirkja. AKRANESI, 6. júní. — Togarinn Bjarni Ólafsson er væntanlegur hingað til Akraness í fyrramál- ið af miðunum við Austur-Græn land með 280—300 lestir af karfa. Á morgun er áttundi dagurinn síðan Bjarni fór út á veiðar. Farntanna- og iiskimannnsnm- band íslands boðor verkiall Enn ósamið við 13 stéttarfélag FARMANNA OG FISKIMANNASAMBAND íslands hefir boðað verkfall sem kemur til framkvæmda á miðnætti aðfaranótt 16. júní, hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tírna. Að þessari verkfallsákvörðun standa Vélstjórafélag íslands, Stýrimannafélag íslands og Félag íslenzkra loft- skeytamanna. Sáttaumleitanir við Stéttarfélag verkfræðinga og fulltrúa yfirmanna á farskipunum standa nú yfir. Enn er ósamið við 13 stéttarfélög.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.