Morgunblaðið - 23.06.1957, Page 1
16 siður og Lesbok
44. árgangur
137. tbl. — Sunnudagur 23. júní 1957.
Prentsmiðja Morgunblaðsina
„Ihlutim“ Rússa var árás samkvæmt
skilgreiningu þeirra sjálfra
Á þjóðhátíðardegi ísraels fyrir nokkru fór fram hersýning í Tel
Aviv, og voru viðstaddir helztu fyrirmenn landsins. Meðal þeirra
var utanrikisráðherrann, frú Golda Meir, og sést hún hér á mynd-
inni ásamt tveimur barnabörnum sinum við það tækifæri.
N-Kórea vill
nýja rdðstefnu
SEOUL, 22. júní.
FORSÆTISRÁÐHERRA Norður-Kóreu, Kim II Sun, sagði í gær-
kvöldi, að kalla yrði saman hið bráðasta ráðstefnu þeirra ríkja,
sem áttu þátt í að koma á friði í Kóreu. Sagði hann þetta í ræðu,
sem hann hélt fyrir sendinefnd frá æðstaráði Sovétríkjanna, sem
er í heimsókn í N-Kóreu þessa dagana.
New York, Moskvu, 22. júní — Frá Reuter.
SKÝRSLA undirnefndar Sameinuðu þjóðanna um atburðina í
Ungverjalandi hefur vakið alheimsathygli. Það er hvergi
dregið í efa nema í löndum kommúnista, að skýrslan sé sannleik-
anum samkvæm. Moskvu-útvarpið hefur hins vegar fordæmt
skýrsluna og farið háðulegum orðum um S. Þ. fyrir að birta hana.
Sagði útvarpið m. a. í grískri útvarpssendingu, að Sameinuðu þjóð-
irnar væru orðnar útibú bandaríska utanríkisráðuneytisins.
Skýrslan leiðir það í ljós, að
Rússar höfðu búið sig undir íhlut
un í Ungverjalandi, áður en til
óeirða kom. Rússar halda því
fram, að þeir hafi ekki sent her-
sveitir til Búdapest fyrr en nótt-
ina milli 23. og 24. október, þeg-
ar fyrsta óróa varð vart, en nú
liggja fyrir því órækar sannanir,
að Rússar hófu að undirbúa
vopnaða íhlutun þegar dagana
20.—22. október. Við Záhony á
landamærum Ungverjalands og
Rússlands var safnað saman
miklu magni af flotbrúm dagana
20.—21. október til að flýta fyrir
Forsætisráðherrann sagði, að
sameining Kóreu væri málefni
Kóreumanna sjálfra, og kæmi
ekki öðrum þjóðum við. Hann
sagði, að senda bæri heim allar
erlendar hersveitir frá Suður-
Kóreu.
ENGIN SUMARLEYFI
Landvarnaráðherra Suður-
Kóreu hefur sent út tilkynningu,
þar sem segir, að ógilt hafi verið
fyrst um sinn öll sumarleyfi her-
manna í her landsins. Formæl-
andi landvarnaráðuneytisins
sagði, að hér væri aðeins um var-
úðarráðstöfun að ræða.
Tiikynning landvarnaráðherr-
ans kom eftir að herstjórn Sam-
einuðu þjóðanna í Suður-Kóreu
tilkynnti, að herir undir stjórn
Afkvæðagreiðsla
á mánudaginn
PARÍS, 22. júní.
Á MÁNUDAGINN mun fara
fram atkvæðagreiðsla um
traust á stjórninni í franska
þinginu í sambandi við stefnu
hennar í fjármálum, en hún
mun leiða af sér mikla aukn-
ingu á sköttum. Fjármálaráð-
herrann sagði þinginu, að
Frakkar mundu biðja vini
sína og bandamenn um bráða-
birgðalán til að hjálpa þeim
yfir erfiðleikana, sem nú
steðja að vegna skorts á gjald-
eyrL
hennar yrðu
vonpum.
nú búnir nýtízku
Margur heldur mann af sér
Kairo, 22. júní.
EGYPZKA blaðið „A1 Shaab" skýrir frá því í dag, að bandarísk
stjórnarvöld hafi á prjónunum að koma núverandi stjórn í
Sýrlandi frá völdum, launmyrða ýmsa sýrlenzka leiðtoga. Segir
blaðið, að foringi þessa samsæris sé bandaríski hermálasérfræð-
ingurinn við sendiráðið í Damaskus, og að milljónum dollara hafi
þegar verið varið til þessa fyrirtækis. Vopnum og vopnuðum
erindrekum hafi verið „smyglað“ til Sýrlands frá Líbanon í þeim
tilgangi að skapa óró innan sýrlenzka hersins. Þá segir að lokum,
að sendiráð annarra ríkja, sem séu vinveitt Bandaríkjunum, hafi
stutt samsærið.
Réttarhöldum í Kuíró Iokið
KAIRÓ, 22. júní.
DÓMAR hafa verið kveðnir upp
i njósnaréttarhöldunum í Kaíró.
Tveir brezkir þegnar voru dæmd-
ir í fangelsi og tveir sýknaðir.
Hinn opinberi ákærandi hafði
Mússar selja vopn
í stórum stái
TEL AVIV, 22. júní.
SKRIFSTOFUSTJÓRI landvarna
ráðuneytisins í Israel sagði í Tel
Aviv í gærkvöldi, að vopnasend-
ingar frá kommúnistaríkjunum
til Egyptalands og Sýrlands
liefðu hafizt að nýju í stórum
stíl. Hann sagði, að þessar vopna-
sendingar væru í samræmi við
samning milli Rússa annars veg-
ar og Egypta og Sýrlendinga hins
vegar, sem gerður var fyrir 3
mánuðum. Samkvæmt honum
senda Rússar þessum ríkjum
mikið magn af vopnum, m. a.
MIG-orrustuþotur, hraðskreiða
tundurskeytabáta og kafbáta.
Útvarpið í Moskvu hefur sagt
frá því í útvarpssendingum til
Arabaríkjanna, að Rússar hafi
nýléga selt Egyptum 8 kafbáta,
sem ættu að vernda öryggi
Hussein í Bagdad
AMMAN, 22. júní — Hussein
konungur í Jórdaníu flaug í
morgun til Bagdad, þar sem hann
mun eiga ráðstefnu við leiðtog-
ana í írak. í för með konungi
eru forsætisráðherrann, utan-
ríkisráðherrann og ýmsir aðrir
ráðherrar.
Egyptalands. Formælandi utan-
væri enn ein tilraun Rússa til
að auka misklíð og eyðileggja
friðarviðleitni við austanvert
Miðjarðarhaf.
ríkisráðuneytisins í Washington
lét svo um mælt, að þessi sala
krafizt dauðarefsingar yfir mönn-
unum, sem sendir voru í fangelsi.
Annar þeirra fékk 10 ár, hinn
5 ár. Allir hinir ákærðu Bretar
hafa verið í haldi síðan í ágúst
í fyrra. Níu Egyptar fengu einn-
ig dóma, allt frá Iíflátsdómum
niður í 3 ára fangelsisdóma. Þrír
Bretar voru dæmdir í fjarveru,
einn þeirra í 10 ára fangelsi, en
þrír voru sýknaðir.
innrásinni. f Rúmeníu voru liðs-
foringjar í orlofi kallaðir til her-
búðanna svo og varaliðsmenn,
sem töluðu ungversku. Þegar 22.
október urðu menn varir við her-
flutninga Rússa í áttina til Búda-
pest.
KRÖFUR STÚDENTA
Skýrslan lýsir síðan gaum-
gæfilega dögunum fyrir bylt-
inguna, fundum stúdenta þar
sem farið var fram á heimköll
un rússneskra herja og mynd-
un stjórnar undir forustu Imre
Nagys. Sömuleiðis kröfðust
stúdentar málfrelsis, og frelsis
fyrir alla stjórnmálaflokka
sem og hættra kjara fyrir
bændur og verkamenn. Rit-
höfundafélagið hafði líka
ákveðið að styðja viðleitni Pól
verja. Þessar fréttir bárust
eins og eldur í sinu um alla
höfuðborgina. Menn komu
saman í kröfugöngu, vopnlaus
ir en ákveðnir í að láta bann
stjórnarvaldanna við fundum
ekki aftra sér,
ÖRLAGASTUNDIN
KI. 6 um eftirmiðdaginn 23.
október voru milli 200.000 og
300.000 manns fyrir framan þing-
húsbygginguna. Mannfjöldinn
hrópaði á Imre Nagy og hann
hélt stutta tölu. Fram að þessu
benti allt til þess, að mannfjöld-
inn færi heim, þegar Nagy væri
búinn að tala. En kl. 8 gerðist
örlagaríkur atburður. Fram-
kvæmdastjóri kommúnistaflokks
ins, Ernö Gerö, hélt útvarps-
ræðu, þar sem hann hunzaði all-
ar óskir fólksins og fór niðr-
unarorðum um kröfur þess. Litlu
síðar hófu avóarnir að skjóta á
mannfjöldann við þinghúsbygg-
inguna, og það varð örlagastund
byltingarinnar. Verkamenn úr
öllum nærliggjandi verksmiðjum
komu til liðs við menntamenn-
ina og bardagar hófust.
Frh. á bls. 2.
„L’Humanite" gert upptækt
París, 22. júní.
AÐALMÁLGAGN franska komm
únistafl., „L’Humanité", var
Bandaríkin draga úr
herstyrk sínum í Japan
Washington, 22. júní.
í SAMEIGINLEGRI yfirlýsingu,
sem Eisenhower Bandaríkjafor-
seti og Kishi forsætisráðherra
Japana sendu frá sér eftir við-
ræður sínar, segir m. a., að dreg-
ið verði til muna úr herstyrk
Bandaríkjanna í Japan á næsta
ári. Verða allar hersveitir land-
hersins sendar heim og herstyrk-
urinn minnkaður að öðru leyti
eftir því sem varnarstyrkur Jap-
ana eykst.
Bandaríkin munu hins vegar
fyrst um sinn halda Okinawa og
nokkrum öðrum eyjum. Þá segir
í yfirlýsingunni, að afkoma Jap-
ana byggist á utanríkisviðskipt-
um og þess vegna verði þeir að
hafa viðskipti við Kína, en hins
vegar sé höfuðnauðsyn að hafa
eftirlit með því, að vörur sem
hafa hernaðargildi, verði ekki
sendar til þeirra ríkja, sem ógna
sjálfstæði frjálsra þjóða með út-
breiðslu kommúnismans.
gert upptækt af lögreglunni, þeg-
ar það fréttist, að blaðið hefði
prentað útdrátt úr bréfi frá fram-
kvæmdastjóra kommúnistaflokks
ins í Alsír, sem er bannaður, til
Maurice Thorez foringja franskra
kommúnista.
f bréfinu er skorað á Frakka
að krefjast alþjóðlegrar rann-
sóknar á fjöldamorðunum í
Melouza og Casbah fyrir mánuði,
en þá voru rúmlega 300 Serkir
drepnir.
Frá Reuter-NTB.
Nehru fordœmir
OSLÖ, 22. júní.
NEHRU, forsætisráðherra Indlands, sagði I Osló í dag, að
á því léki enginn vafi, að uppreisn ungversku þjóðarinnar
hefði verið bæld niður af herafla Rússa. Nehru sagði þessi
orð, um leið og hann kvaddi Noreg eftir 3. daga heimsókn,
og bætti við, að atburðirnir í Ungverjalandi væru einhver
mesti harmleikur samtímans.