Morgunblaðið - 23.06.1957, Síða 6
6
Moncnsnr ápið
Sunnudagur 23. júní 195Í
Framköllun
Kopiering
Fljót og góð
vinna. — Afgr. t
Orlof sbúðinni,
Hafnarstræti 21.
SJÓN ER
SÖGU.
R í K A á I
7 daga sumarleyf-
isferð um norður
og Austurland
hefst laugardag-
inn 6. júlí.
8 daga sumarleyf-
isferð um Austur
og Norðurland
hefst föstudaginn
12. júlí.
8 daga sumarleyf-
isferð um Vestur-
land hefst Iaug-
ardaginn 13. júlí.
áhyggju-
Allur mat-
ur og gistingar
innif. í fargjald-
inu. Eingöngu
góðar bifreiðir og
kunnugir farar-
stjórar
B. S. í.
FERÐAFRETTIR
Sextugur i dag:
Lúðvíg Guðmundsson
skólastjóri
LÚÐVÍG GUÐMUNDSSON
skólastjóri er sextugur í dag.
Einnig á hann þessa dagana 40
ára stúdentsafmæli og 30 ára
skólastjóraafmæli.
Að loknu stúdentsprófi hóf
Lúðvíg náttúrufræðinám við há-
skólann í Kaupmannahöfn, en
hvarf síðan að guðfræðinámi hér
heima. Á háskólaárum Lúðvígs
hér tók hann mikinn þátt í fé-
lagslífi stúdenta, átti hann að-
ild að stofnun Stúdentaráðsins,
stofnaði upplýsingaskrifstofu
stúdenta og stýrði henni í mörg
ár, einnig stofnaði hann lána-
sjóð stúdenta, var fyrsti formað-
ur StúdentagarCsnefndarinnar,
svo að minnzt sé á nokkur atriði
í störfum hans fyrir stúdenta.
Árið 1927 gerðist Lúðvíg skóla-
stjóri alþýðuskólans á Hvítár-
bakka í Borgarfirði og stýrði
honum þar til Reykholtsskóli
tók til starfa 1931, en Lúðvíg
hafði verið formaður byggingar-
nefndar þess skóla. Þegar Gagn-
fræðaskólinn á ísafirði var stofn
aður 1931, tók Lúðvíg við stjórn
skólans og var þar til 1938. Átti
hann einnig mikinn þátt í undir-
búningi að byggingu núverandi
skólahúss gagnfræðaskólans. Á
árunum 1934—1938 vann hann
mjög að málefnum atvinnulausra
unglinga og stofnaði vinnuskóla
bæði á ísafirði og í Reykjavík og
stýrði þeim á sumrin. Árið 1938
—1939 dvaldist hann erlendis, að
mestu vegna undirbúnings að
stofnun Handíðaskólans, sem tók
til starfa haustið 1939. Fyrstu 3
árin starfrækti Lúðvíg Handíða-
skólann sem einkaskóla, en 1942
stofnuðu nokkrir áhugamenn,
einkum skólastjórar og kennarar
félagsskap um þann skóla. Með
stofnun HandíðaskóLans , hófust
fjórir nýir þættir í skólamálum
hérlendis. Fram til þess tíma
urðu þeir, sem ætluðu sér að ger-
ast sérkennarar í smíðum, handa-
vinnu kvenna og teiknun að
stunda slíkt sérnám erlendis, en
með stofnun skólans færðist þessi
kennsla á innlendar hendur. í
öðru lagi var almenningi nú gef-
inn kostur á kennslu í fjölmörg-
um greinum handíða og lista, m.
a. námi í bókbandi, tréskurði,
teiknun o.fl.
Árið 1941 var stofnuð við
skólann myndlistadeild, bæði
fyrir þá sem hyggja á framhalds
L O. G. T.
Stdrstúkuþingið
verður sett í Góðtemplarahúsinu þriðjudaginn 25. júní, að
lokinni messu í dómkirkjunni, sem hefst klukkan 2. Fulltrú-
ar eiga að mæta í Góðtemplarahúsinu kl. 1,30 og skila þá
kjörbréfum, ef þau eru ekki komin áður.
Unglingaregluþingið verður sett mánudaginn 24. júní kl.
10 árdegis í Templarahöllinni.
Jens E. Níelsson,
— stórritari —
Hdhúsgluggatjaldaefni
rayon — nælon — léreft
Tilbúin elalhusgluggatjöld
GARDÍNUBÚÐIN
Laugaveg 18.
nám og aðra áhugamenn. Allur
þorri hinna yngri myndlistar-
manna hefir fengið undirstöðu-
menntun sína þar. — Loks má
geta þess, að fyrir tveimur ár-
um var stofnuð listiðnaðardeild
við skólann og er sú deild enn í
burðarliðnum. Þau 18 ár, sem
skólinn hefir starfað hafa nálega
4500 manns stundað þar nám og
má af því sjá, að áhrifa hans gæt-
ir víða. Eins og gefur að skilja
hefir þetta brautryðjandastarf
Lúðvígs mætt mjög á honum og
verið erfitt á ýmsa lund. Enn er
ýmislegt ógert, s.s. það að koma
listiðnaðardeildinni í fastar skorð
ur, og þegar fréttamaður blaðsins
spurði Lúðvíg um framtíð skól-
ans, svaraði hann á þessa leið:
— Grundvöllurinn hefur verið
lagður. Nú er það hlutverk ríkis
og bæjar að hlúa að þeim vísi,
sem fyrir hendi er. Ég tel, að
skólinn hafi miklu hlutverki að
gegna og raunar í vaxandi mæli.
Með síaukinni vinnutækni á öll-
um sviðum styttist vinnudagur-
inn og eitt af hinum stóru vanda-
málum framtíðarinnar er það, að
finna almenningi þroskandi og
nytsöm verkefni, sem hann getur
sinnt í tómstundum sínum. Ann-
að kvaðst Lúðvíg ekki hafa að
segja og þegar blaðamaðurinn
spurði, hvernig honum fyndist
að líta til baka á þessum vega-
mótum, brosti hann og svaraði
um hæl: „Ég sé hér engin vega-
mót“. Kvaddi og fór upp í ó-
byggðir.
Morgunblaðið óskar þessum
frjóa og sístarfandi hugsjóna-
manni til hamingju með líf hans
og starf í 60 ár. Hann hefur þeg-
ar afkastað miklu dagsverki í
þágu íslenzkra menningarmála.
Þúsundir æskumanna þakka í
dag Lúðvxg Guðmundssyni fyrir
heillaríkt starf. Vinir hans og
samstarfsmenn senda honum og
hinni ágætu konu hans, firú Sig-
ríði Hallgrímsdóttur, hugheilar
heillaóskir.
Barnaskóla Akra-
ness slitið
AKRANESI, 18. júní — Barna-
skóla Akraness var slitið 3. þ. m.
í kirkjunni. 470 börn stundnðu
nám í skólanum í vetur í 20
deildum. Luku 68 börn barna-
prórfi. Hæstu einkunnir hlutu
Guð^ún Sveinsdóttir 9,35 í bók-
legu, Hlín Daníelsdóttir í handa-
vinnu 9,50, í íslenzku Friðrik G.
Þórleifsson 9,67.
Börn þau, sem sköruðu fram
úr fengu verðlaun, sem ýmist ein-
staklingar eða félög höfðu gefið.
í vetur var telpunum kennt !
fyrsta sinn að vefa í handvef-
stól og kcnnt að búa til mottur,
körfur og skrín úr basttágum. —
Handavinnukennslu drengja var
nú miðuð meir en áður við getu
hvers aldursskeiðs.
15 kennarar störfuðu við skól-
ann í vetur, þar af tveír stunda-
kennarar. —Oddur.
Ferðafræðsla Útsynar
FERÐAFÉLAGIÐ ÚTSÝN efnir til listkynningar og fræðslu-
fundar um ferðalög í dag, sunnud. 23. júní kl. 5. e. h. í
Sjálfstæðishúsinu. — Útsýn hefur undix-búið tvær hópferðir um
meginland Evrópu í sumar, og hefst hin fyrri 4. júlí, en hin síð-
ari 12. ágúst.
I sambandi við ferðir félags-
ins hefur jafnan verið haldið
uppi nokkurri fræðslustarfsemi
með erindum, myndasýningum
og almennum upplýsingum um
ferðalög og leiðir. Á fundinum
í dag flytur Hjörleifur Sigurðs-
son, listmálari, erindi um listir
og listamannalíf í París og leið-
beinir ferðafólki um, hvað helzt
beri að skoða í hinum fjölmörgu
og auðugu listasöfnum Parísar,
höfðuborgar myndlistarinnar á
seinni öldum.
Einnig mun fararstjóri félags-
ins veita almennar upplýsingar
og ráðleggja um ferðalög erlendis
ferðaáætlanir, vegabréf, gjald-
eyri, farseðla, hótelpantanir,
ferðatryggingar, verölag í ýms-
um löndum, klæðnað og annan
persónulegan útbúnað á ferða-
lögum o. fl. Að Iokum verða
sýndar litskuggamyndir frá ýms-
um þekktum stöðum í Evrópu,
m. a. myndir tcknar í ferðum
félagsins.
Aðgangur að fræðslufundi þess
um er ókeypis og öllu ferðafólki
heimill.
sfcrifar ur
daglega lifinu
J
NÚ stendur bifreiðaskoðunin
hér í Reykjavík sem hæst.
Ungur norrænufræðingur kom
þangað fyrir nokkru með bif-
reið sína og baðst skoðunar á
henni.
Skrítið réttlæti
HAFÐI hann gætt þess að koma
með hana nákvæmlega á
þeim degi, sem auglýsingin til-
greindi að mönnum bæri, enda er
hann nákvæmur maður og sam-
vizkusamur. Þegar hann kom á
skrifstofu bifreiðaeftirlitsins voi-u
þar fyrir rúmur tugur manna,
sem biðu eftir afgreiðslu.
Norrænufræðingurinn spurðist
fyrir um það, hvort bifreiðir, sem
ættu samkv. auglýsingunni að
skoðast þennan dag gengu ekki
fyrir þeim, sem trassað höfðu
að mæta með bifreiðir sínar og
voru seint og síðarmeir komnir
til skoðunarinnar. Hann fékk
þau svör frá manni sem þarna
var sýnilega yfirmaður, að einu
sinni hefði verið um það rætt
að hafa þann háttinn á, en nú
væri það ekki gert. Það slcipti
engu máli þótt maðurinn færi
eftir fyrirmælum yfirvaldanna,
þeir, sem brytu þau, væru teknir
fram yfir hann, aðeins ef þeir
snöruðust inn úr dyrunum nokkr
um mínútum fyrr en hann. Þetta
þótti norrænufræðingnum heldur
undarlegt réttlæti, sem von er og
lítill greiði fyrir að hafa fylgt
fyrirmælum sjálfs bifreiðaeftir-
litsins. Og víst er um það að
þetta eru undarleg vinnubrögð og
erfitt að sjá hvernig opinber
stofnun fær undir þeim staðið.
Þessu máli er hreyft hér í dálkun-
um vegna þess að þúsundir bif-
.reiðastjóra eiga eftir að 3áta skoða
i bifreiðir sínar hjá eftirlitínu.
1 Væri ekki rétt að fylgja þeirri
sjálfsögðu sanngirnisósk og mönn
um væri ekki hegnt fyrir lög-
hlýðnina en þrjótarnir verðlaun-
aðir og teknir fram fyrir hina?
Konungskoman
IT'NN sténdur konungskoma fyrir
J dyrum. Maður gæti haldið að
kóngar Norðurlanda vildu í fáa
staði frekar koma en til íslands,
svo tíðförult gerizt þeim nú hir.g-
að norður, Danakonungur fyrir
ári, Svíakonungur nú, og er þá
aðeins einn konungur Norður-
landa eftir en hann er forfallaður
frá öllum ferðarlögum af sjúk-
leika sökum. Annars mættum við
víst eiga von á hor.um líka.
Þessar kóngaheimsóknir eru
skemmtileg viðurkenning á sjálf-
stæði þjóðarinnar, litrík skraut-
sýning fyrir þá sem þannig á þær
líta, og góð tilbreytni frá hvers-
dagslegum fréttum blaðanna, af
íþróttum, togveiðum og verð-
hækkunum. Og kóngar eru kær-
komnir gestir, því um þá stendur
alltaf einhver ljómi í augum okk-
ar almúgamannanna, við sjáum
þá ekki allir í líki íslenzkra
bænda sem Gröndal forðum, og
margir verða glaðari við heim-
för þeirra en áður voru því í slóð
þeirra liggja orður, heiðursmerki
með framandi, kitlandi nöfn og
glitrandi heiðursmerki sem flest-
um lýðræðissinnuðum fslending
um þykir sæmd að bera.
Hugarfar og móttökur
HEIMSÓKN Elísabetar Eng-
landsdrottningar og Filips
manns hennar til Kaupmahna-
Mfnar var mikil hátíð en þó
þótti Dönum hún ekki takast
eins vel og efni stóðu til.
Hugarhrifningu fjöldans, gieði
alþýðunnar þótti vanta og
dönsku blöðin skrifuð lærðar og
langar greinar til þess að reyna
að skýra hver ástæðan hefði ver-
ið. Og maður hlýtur að velta því
fyrir sér hvort við fslendingar
hinr þöglu útnesjamenn kunnum
þá betur að taka á móti kónga-
fólki en Danir, síkátir og hjalandi
flatlendisbúar, minnugir þess að
einn danskur kóngur kallaði
okkur ekki fyrir ærið löngu „De
Tavse Kolonner"
En húrrahrópin hafa ekki mest
að segja þegar kóngur gengur um
götu. Þau fæðast oftast í öðrum
líffærum en hjartanu.
Eitt er meira virði vinátta og
samvinna frændþjóðanna, sem
forseti okkar og erlendur kóngur
eru tákn fyrir. Og þó að sá sem
þetta skrifar sé harla vantrúaður
á marga þætti norrænnar sam-
vinnu, eins og málin hafa síðustu
ár skipast, þá er þó frændsemin
óbreytt og konungar Norður-
landa ganga hér í bræðraborg og
vinalandi.
Frá bakarameistara
VEGNA skrifa hér í Velvakanda
í gær um brauðsnúðavérð á
veitingahúsum, um að þeir séu
þar seldir á 7 krónur, þá er það
misskilningur að það verð sé sett
upp af bakarameisturum, þvi þeir
selja brauðsnúða á 60 aura eins
og gert hefur verið undanfarið.
Og eru því þessar getsakir í garð
bakarameistara ekki á rökum
reistar, enda er allt verðlag þeiri’a
óbreytt frá því sem verið hefur,
þrátt fyrir verkfallið.