Morgunblaðið - 23.06.1957, Side 8

Morgunblaðið - 23.06.1957, Side 8
MORGVNTtT. 4fíia Sunnudagur 23. júní 195V CTtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík í'ramkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Reikningar, endurskoðun og útsvör AÁRI hverju eru reikningar Reykjavíkurbæjar gefnir út í stórri, prentaðri bók. Reikning- amir fyrir 1956 eru fyrir nokkru komnir út og hafa verið ræddir tvisvar í bæjarstjórn Reykjavík- i*r. í þessu sambandi er rétt að athuga það, að reikningar bæj- arins fyrir sl. ár eru lagðir fram tæpu misseri eftir árslokin, en reikningar ríkisins koma ekki fram fyrr en 1—2 ár eru liðin. Reikningar Reykjavíkurbæjar eiga að vera gagnrýndir af sér- stökum endurskoðendum, sem gera efnislegar athugasemdir við þá og eru þær prentaðar með reikningunum sjálfum, svo öllum gefist færi á að fylgjast með, hvað þeir telja athugavert. End- urskoðendurnir eiga að gera at- hugasemdir við þá liði reikning- anna, sem þeir telja þörf á að hreyfa við, t. d. ber þeim að benda sérstaklega á, ef þeir telja að um óhóflega eyðslu sé að ræða í einhverjum greinum. For- ráðamenn bæjarins fara síðan yfir athugasemdirnar og gefa sín svör og útskýringar, sem einriig eru prentaðar með reikningun- um. Útgáfa prentaðra reikninga stuttu eftir árslok og endurskoð- un þeirra, af þar til kosnum mönnum, er gerð því til trygg- ingar, að almenningur fái að fylgjast með fjármálum bæjar- ins, eins og þau eru á hverjum tíma. Þegar reikningar bæjarins voru lagðir fram fyrir síðasta ár, kom í ljós, að allir endurskoðendurn- ir, sem bæjarstjórn hafði kosið, höfðu skrifað athugasemdalaust ur.dir reikningana, og þar á með- al endurskoðandi kommúnista. Voru því engar athugasetndir prentaðar með reikningunum, en löngu eftir að reikningarnir voru prentaðir, eða daginn áður en 2. umræða skyldi fara fram um þá í bæjarstjórn vor.u lagðar fram á einu blaði stuttar athugasemdir endurskoðanda kommúnista um nokkra liði í bæjarreikningunum. Engin af þeim athugasemdum skipti nokkru verulegu máli í sambandi við heildarhag bæjar- ins, en kommúnistar hafa vafa- laust hnippt í endurskoðandann og fengið hann til að gera þess- ar athugasemdir til málamynda. Við umræðurnar svaraði borg- arstjóri athugasemdum endur- skoðandans og benti á að ef heildarmynd reikninganna væri athuguð, þá kæmi í Ijóss, að hrein skuldlaus eign bæjarsjóðs hefði aukizt á árinu úr 300 milljónum í 354 millj. kr. eða um 54 millj. kr. Á þremur árum hefði hrein eign aukizt um nærri 113 millj. króna. Á það mætti líka benda, að lausaskuldir hefðu á sl. ári lækkað um eina og hálfa millj. kr Þetta væru þær tölur, sem gæfu gleggsta heildarmynd af því, hvernig hagur bæjarins stæði. Hann benti einnig á, að Reykjavíkurbær fylgdi fjárhags- áætlun sinni miklu nákvæmar en ríkið eða yfirleitt nokkur annar opinber rekstur í landinu. Það hefur lengi verið mikið áróðursefni gegn Reykjavíkurbæ að hann héldi uppi allt of miklu og dýru „skrifstofubákni", eins og það er kallað. í þessu sam- bandi benti borgarstjóri á, að rekstursgjöld bæjarins hefðu yfirleitt staðizt áætlun, en ástæð- an til þess að þau færu nú rúm- lega 5% fram úr áætlun væri launahækkanir í sambandi við nýja launasamþykkt og óhjá- kvæmilegar útgjaldahækkanir vegna gatnagerðar, íþróttasvæð- is og húsbygginga, svo tekin séu dæmi. Varðandi „skrifstofubákn- ið“ hafði endurskoðandi komm- únista sérstaklega bent á aukinn tilkostnað við skrifstofu fræðslu- stjóra, og útskýrði borgarstjóri ýtarlega, hvernig á því stæði. Á- stæðan væri sú, að reynzt hefði nauðsynlegt að auka húsrými og ennfremur mannafla hjá þeirri stofnun bæjarins, sem hefur yfir- umsjón með öllu skólahaldi í höf- uðborginni, auk margra annarra mála sem varða fyrst og fremst yr.gstu kynslóðina í bænum. — Munu bæjarbúar yfirleitt ekki sjá eftir því, að slíkri stofnun sé séð fyrir sæmilegum skilyrðum til þess að geta leyst verkefni sín af hendi. Það er auðvitað lengi hægt að taka einstök atriði út úr umfangsmiklum rekstri og fetta fingur út í þau. Það er svo fyrst þegar málin hafa verið skýrð, að í ljós kemur hvernig í málinu liggur. Það er rétt að bæjarbúar gæti að því, að meira en helmingur allra útgjalda Reykjavíkurbæjar er lögboðinn. Það er m. ö. o. Alþingi, sem ræður að verulegu leyti hver út- gjöld bæjarins eru. Af þessu leið- ir að Alþingi hefur einnig úrslita- áhrif á, hver er þörf bæjarins fyrir skrifstofuhald á hverjum tíma, með því að bæjarfélög- unum eru lagðar margvíslegar skyldur á herðar, sem hafa í för með sér umfangsmikið skrif- stofuhald. Allir kannast við hið mikla skrifstofuhald ríkisins, sem margfaldast hefur undir stjórn Eysteins Jónssonar og má nærri geta, að „skrifstofubákn" Reykja- víkur og annarra bæja hlýtur að verða að fylgja þeim kröfum, sem ríkið gerir á hverjum tíma til bæ j arf élaganna. Annars er höfuðáróðursefnið gegn stjórn Reykjavíkurbæjar, hve útsvörin séu há. Má í því sambandi minna á það sem áður er sagt, að meira en helmingur allra útgjalda bæjarins er lög- boðinn. Útsvörin eru nærfellt eini tekjustofn Reykjavíkur og annarra bæjarfélaga og er það úrelt fyrirkomulag, sem engin leiðrétting hefur fengizt á. Gunn- ar Thoroddsen, borgarstjóri, bar fram þá tillögu á Alþingi, fyrir fáum árum, að hluti af söluskatti skyldi lagður til bæjarfélaganna, tiJ þess að létta útsvarsbyrðina, en ráðherrar Framsóknar, sem þá voru í samstjórn með Sjálfstæðis- mönnum lýstu því yfir, að þeir segðu af sér ef tillagan næði fram að ganga. Þeir töldu enga þörf á að létta útsvarsbyrðina þá, og þeg ar borgarstjóri bar fram sömu til- lögu á Alþingi í vetur, strandaði hún á mótstöðu stjórnarflokk- anna, sem á því herrans ári 1957 töldu að Reykvíkingar og aðrir bæjarbúar í landinu gætu hjálp- arlaust borið þau útsvör, sem á þé væru lögð. Þannig stangast framkoma stjórnarflokkanna á Alþingi við það, sem sömu flokkar halda fram í blöðum sínum, þegar rætt er um reikninga Reykjavíkur- bæjar. Sophia í Hollywood. Hún er að skoða kvikmyndaver í fylgd með hinum aldna „konungi“ kvikmyndanna, Cecil B. de Mille (t.v.) og Don Hartman, sem framleiðir næstu kvikmynd hennar, „Desire Under the Elms“, eftir hina fræga leikriti Eugene O’Neilis. enn var kynþokki hennar notað- ur til hins ýtrasta í um 20 léleg- um ítölskum kvikmyndum. En svo kom á daginn, að hún gat ekki aðeins sýnt frábæran kyn- þokka, heldur gat hún líka leik- ið, og þá opnaðist henni leið inn í nokkrar góðar ítalskar kvik- myndir, og það leiddi aftur til þess, að hún var kölluð til Hollywood. S ophia hefur ávallt verið bundin sterkum böndum við fjölskyldu sína, þ. e. a. s. við móður sína og systur. Faðir hennar heimsækir hana stundum, en foreldrarnir eru löngu skiljn að skiptum, en þau voru aldrei gift, enda þótt faðirinn gangist við báðum dætrum þeirra. Oft var þröngt í búi hjá þeim mæðg- unum. Sophia var svo horuð, að hún var uppnefnd stuzzicadenti (tannstöngull). „Þegar maður er fátækur, er hungrið ekki það versta sem fyrir mann kernur", hefur Sophia sagt. E n „tannstöngulllnn" óx og dafnaði. Áður en Sophia var fullra 15 ára tók hún þátt 1 fegurðarsamkeppni (hún var með lífið í lúkunum) og vann sér inn peninga fyrir tveimur farmiður til Rómaborgar. Mamma hennar fór með henni E yrir 10 árum var Sophia Loren hungraður og skin- horaður krakki á götunum í Napoli. Svo var hún „uppgötv- uð“ og vann sér frægð í ítölsk- um kvikmyndum, en heimsfrægð vann hún sér fyrst fyrir tveimur árum, þegar myndir af henni fóru að birtast á forsíðu hinna stóru vikublaða víða um heim. Nú er Sophia komin til Hollywood og hefur fengið samn- ing upp á hæstu laun, sem nokk- urn tíma hafa verið greidd er- lendum leikara í Bandaríkjun- um. Fyrir þrjár kvikmyndir, sem þegar eru fullgerðar, fær hún alls 600 þús. dollara. Auk þess hefur hún gert samning við fjög- ur helztu kvikmyndafélögin, sem munu færa henni 2 milljónir dollara, og ennfremur á hlutur hennar í ágóða af kvikmyndun- um að geta orðið hálf milljón dollara. Jc etta gengur ævintýri næst jafnvel í kvikmyndaheim- inum, og þetta „ævintýri” hefur gerzt í þremur áföngum. Sophia hóf ferii sinn sem fyrirsæta myndasmiða fyrir vikurit og var þá mest lagt upp úr kynþokka hennar. Stökkið yfir í kvik- myndirnar var ekki erfitt, því „Þrjár systur“ eins og þær eru oft kallaðar, systlr Sophiu, Mariu 20 ára gömul, móðir hennar Romilda Villani, 43 ára og Sophia sjálf. Sophia í „stellingum". T. V. sýnir hún ást, en t. h. auðmýkt. Hún hefur sérstaka ánægju af að leika og er alltaf miður sín, þegar kvikmyndatöku er lokið. „Þá fara allir burt — það er eins og að leysa upp fjölskyldu", segir hún. og fengu þær statista-hlutverk f bandarísku kvikmyndinni „Qou Vadis“, þar sem þær unnu sér inn 21.000 lírur (550 krónur) sem þeim þótti fjársjóður. Hún tók þátt í fieiri fegurðarsamkeppnum, varð fyr- irsæta við og við og lék smá- hlutverk í kvikmyndum. Loks fékk hún aðalhlutverkið í „Aida“ árið 1952, og þá var framtíð henn ar ráðin. Kvikmyndaframleið- andinn Carlo Ponti hefur verið persónulegur ráðgjafi hennar síðan og hjálpað henni mikið, en móðir hennar hefur ekki síður hvatt hana og stutt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.